Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 36
Vinningstölur miðvikudaginn 03.11. ’99
< 2 8
■&£, 'ÍK,
Wsmm
Vinníngar vinninga Vinningóupphœð
1. 6 aþ 6 0 39.032.310
2.5 0(6.*., O. 0 1.408.930
3-5 0(6 1 295.530
<•< 0(6 253 1.850
5-3 a( 6,t. 1* 495 400
HeildarvinnlngA
41.402.
Á í&landl
2.370.510
iSfejiBí®**'
■I HM
■
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999
lönskólinn í Hafnarfiröi.
Hafnarfjörður:
Kennari kærður
„Framkoma kennarans er fyrir
neðan allar hellur og í ljósi þess höf-
um við ákveðið að kæra hann fyrir að
berja nemanda með jámreglustiku,"
sagði móðir 17 ára nemanda við Iðn-
skólann í Hafnarfirði eftir að hafa set-
ið sáttafund hjá skólameistara. Eins
og fram hefur komið í fréttum DV
lamdi kennari í málmfræðum dreng-
inn með járnreglustiku á milli herða-
blaðanna í því skyni að halda uppi
aga i bekknum. „Á sáttafundinum
gerðist það helst að kennarinn rauk á
dyr og skellti á eftir sér með þeim orð-
um að best væri að drengurinn kærði
sig. Þar sem sonur minn er undir lög-
aldri verð ég að fara með honum til
rannsóknarlögreglunnar i Hafnarfirði
og leggja fram kænma. Við emm að
leið þangað,“ sagði móðirin.
Hvorki kennarinn né skólameistari
Iðnskólans í Hafnarfirði vildu tjá sig
um málið. -EIR
Sigurjón á flugi
I tímaritinu Fókusi, sem fylgir DV
á morgun, er viðtal við Sigurjón Sig-
hvatsson kvikmyndaframleiðanda
sem er kominn á fullt með nýja fyrir-
tækið sitt Panomar og er nú í miðjum
tökum á mynd með Sean Penn. Þar
ræðir hann um Jón Ólafsson, Skjá 1
og fjörðinn góða sem hann keypti sér
um daginn. Fókus slóst í fór með Qu-
arashi til Ísaíjarðar. Valinn hópur
gáfumanna og -kvenna veltir íyrir sér
upplausn i aldarlok og fólk sem elskar
á langlinu segir hvernig á að halda lífi
í ástinni þegar makinn býr í öðru
landi. Ný íslensk teiknimyndasaga,
Amma Fía, eftir Halldór Baldursson
og Þorstein Guðmundsson, hefur
göngu sína í Fókusi á morgun.
20% verðhækkun íbúðarhúsnæðis leiðir til hækkunar fasteignamats:
Röð hækkana mun
dynja á almenningi
Loks kom snjórinn. Fyrsti snjórinn á Akureyri á þessum vetri sem hægt er aö kaiia því nafni, féil í gær. Krakkarnir í
leikskólanum löavelli voru fijótir aö taka fram snjóþoturnar og sleöana og léku sér af miklum móö allan daginn.
DV-mynd gk
Vaka-Helga-
fell að
Finum miðli
„Fínn miðill er ekki til sölu. En
þar sem fyrirtækið er það eina í út-
varpsrekstri á ís-
landi sem er að
græða peninga þá
eru margir sem
vilja fjárfesta í
okkur. Við höfum
átt i viðræðum við
fjölmarga en ég
nefni engin nöfn,“
sagði C.J. Jones,
framkvæmdastjóri
Fíns miðils, sem
rekur flestar út-
varpsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu,
þeirra á meðal FM, Gullið og X-ið.
Samkvæmt heimfidum DV er
bókaútgáfan Vaka-Helgafell eitt þess-
ara fyrirtækja og er allt útlit fyrir að
það gerist hluthafi í útvarpsfyrirtæk-
inu Fínum miðli áður en langt um
líður.
Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-
Helgafells, vildi ekki staðfesta að við-
ræður um kaup fyrirtækisins í Fín-
um miðli stæðu yfir. Hann sagði fyr-
irtækið eiga í viðræðum við mörg út-
gáfu- og miðlunarfyrirtæki og væri
frétta að vænta á næstu vikum.
-EIR/JSS
Ólafur Ragnars-
son.
- stimpilgjald vegna 3ja herbergja íbúöar hækkar um tugi þúsunda
Fasteignagjöld, erfðafjárskattur,
eignaskattur og stimpilgjöld við
þinglýsingu kaupsamninga munu
öll hækka á næsta ári í kjölfar
hækkunar fasteignamats sem til-
kynnt veröur fyrir lok nóvember.
Markaðsverð íbúðarhúsnæðis í
Reykjavík hefur hækkað um allt að
20% á þessu ári. Heimildarmenn DV
þykjast fara varlega þegar þeir ræða
um 10% hækkun fasteignamats á
landsvísu en í Morgunfréttum F&M
íslandsbanka er rætt um 15-20%
hækkun.
Hækki fasteignamatið um 15%
þýðir það 3ja herbergja ibúð í Graf-
arvogi sem áður var metin á
6.000.000 kr verður metin á 6.900.000.
Við kaup á þeirri íbúð þarf að greiða
276.000 kr. í stimpilgjöld í stað
240.000 króna áður. Til að þinglýsa
megi kaupsamningi vegna þessarar
íbúðar þarf að greiða 36 þúsund
krónum meira. Veltuaukning í
stimpilgjöldum hjá sýslumannsemb-
ættum á eftir að margfaldast og rík-
ið fá auknar tekjur sem því nemur.
Yfirfasteignamatsnefnd ákveður
breytingar á fasteignamati en í raun
er það pólitísk ákvörðun að hve
miklum hluta hækkun fasteigna-
mats endurspeglar hækkun mark-
aðsverðs ibúðarhúsnæðis á árinu.
Síðan er það aftur pólitísk ákvörðun
sveitarfélaganna hvort þau láta
hækkun fasteignamats koma að
fullu fram í hækkun fasteignagjalda.
Við breytingu á fasteignamati úti á
landi er skv. lögum skylt að miða
við breytingu fasteignamats í
Reykjavík. Gildir einu þó eignirnar
séu nánast óseljanlegar og því verð-
lausar.
Fasteignamat hækkaði um 5% fyr-
ir þetta ár. Við ákvörðun fasteigna-
gjalda má álagningarprósenta
Reykjavíkurborgar vera 0,5% af fast-
eignamati. í fyrra var hún 0,421% en
vegna 5% hækkunarinnar var hún
lækkuð í 0,375% fyrir þetta ár.
Fari hækkun fasteignamats
óbreytt inn í útreikning fasteigna-
gjalda í Reykjavík getur fasteigna-
gjald sem áður var 80.243 hækkað í
88.216 krónur eða um 8 þúsund krón-
ur. Fasteignagjald er samsett úr fast-
eignaskatti, holræsagjaldi og lóðar-
leigu sem hækkar i takt við hækkun
fasteignamats og síðan vatnsgjaldi og
sorphirðugjaldi sem miðast við stærð
eignarhluta og hækkar ekki í dæm-
inu hér að ofan.
Fasteignagjöld vega um 2% í vísi-
tölu neysluverðs og hækkun fast-
eignamats um 15-20% mundi að öðru
óbreyttu þýða hækkun vísitölunnar
(verðbólgunnar) um 0,3-0,4% í janú-
ar.
Ætla má að tekjur sveitarfélag-
anna aukist verulega á næsta ári
hækki fasteignamatið um 15%. I
Morgunfréttum F&M segir að vegna
umræðna um tekjustofna sveitarfé-
laga séu meiri líkur á að þessi tekju-
auki verði notaður til að styrkja fjár-
hag þeirra en að skatthlutfallið verði
lækkað. Hækkun fasteignamatsins
um 15% á landsvísu gæti þýtt tekju-
auka íyrir sveitarfélögin upp á um 1
milljarð króna. -hlh
Veöriö á morgun:
Hæg breyti-
leg átt
Fremur hæg breytileg átt
verður um land allt og dálítil él
við vestur- og norðurströndina
en annars víða léttskýjað.
Veðrið í dag er á bls. 37.
Jólakort
Sími 569 4000
Hafnarbraut 23, Kóp.