Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 11
DV FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 Qenning« /jflegar hann kom fram f_J ungt skáld árió 1926 L/ meó sína fyrstu bók virtist hann aóeins œtla aö veröa enn ein bakröddin í ný- rómantískri hljómsveit þeirra Davíð Stefánssonar og Stefáns frá Hvítadal. Bókin hét Bí bí og blaka og stóö vel undir nafninu sem fengiö var aö láni úr al- þekktri vögguvísu. En vísan leynir á sér og það geröi skáld- iö unga líka. Hann hélt áfram aö nota hendingarnar í bókar- nöfn: Álftirnar kvaka (1929), Ég lœt sem ég sofl (1932) . . . Og þegar Samt mun ég vaka kom út, 1935, var draumhuginn úr fyrstu bókinni oröinn bylting- arsinni. Sú bók varö, splunku- ný, guðspjall dagsins hjá verk- fallsvöróum á jólanótt, eins og Jón úr Vör segir frá í viötali í Birtingi 1957. Skáldið sem lét vísuna góðu leiða sig áfram til róttæks sós- íalisma var Jóhannes úr Kötl- um og í dag eru nákvæmlega hundrað ár síðan hann fæddist að Goddastöðum i Dölum. Hann lauk prófi frá Kennara- skólanum 1921 og kenndi nokk- ur ár á eftir en vann lengst af fyrir sér með ritstörfum og rit- stjóm. Hann var geysilega af- kastamikið skáld, gaf út fimmt- án frumsamdar ljóðabækur, flestar efnismiklar, og eitt frægt safn af þýddum ljóðum, Annarlegar tungur (1948), fimm bækur með bamaljóðum, fimm skáldsögur og eitt safn af barnasögum, þýddi mikið, skrifaði greinar og ritdóma. Jóhannes var i fyrstu borinn fram af hinni sterku og áhrifa- miklu ungmennafélagshreyf- ingu sem setti svo mikinn svip á fyrstu áratugi aldarinnar. í fyrstu bókunum er hann gagn- Jóhannes úr Kötlum. Myndin er tekin um það leyti sem fyrsta bók hans kemur út; þá var skáldið 27 ára. Þá sökk hennar rím Jóhannes var „mesti forkur að ríma“ eins og hann segir um sjálf- an sig í „Æviágripi" í Sól tér sortna (1945) og þegar órímuð ljóð fóru að birtast árið 1945 I Tíma- riti Máls og menningar eftir skáld sem kallaði sig Anonym- us datt ekki nokkrum manni í hug að þar færi sjálfur Jóhann- es úr Kötlum. I Birtingsviðtali 1957 segist hann ævinlega fá vonda samvisku þegar máttar- stólpar þjóðfélagsins verðlauni skáldskap hans - þá stökkvi hann út undan sér! Eftir önnur verðlaun fyrir Alþingishátíðar- kvæði árið 1930 varð hann sósí- alisti; eftir að hann deildi fyrstu verðlaunum með Huldu fyrir lýð- veldishátíðarljóð 1944 fór hann að yrkja óhefðbundið. Enginn hefur útskýrt það betur en Jóhannes sjálfur í ljóðinu „Rimþjóö" hvers vegna bragbreyt- ingin varð i íslenskri ljóðlist einmitt á þessum tíma, eftir síðari heimsstyrjöld - en ekki fyrr eins og í grannlöndum okkar. Við þurftum fyrst að veröa fullvalda fólk í öllum skilningi: í sléttubönd vatnsfelld og stöguð hún þrautpíndan metnað sinn lagði í stuöla hún klauf sína þrá við höfuðstaf gekk hún til sauða. Loks opnaöist veröldin mikla og huldan steig frjáls út úr dalnum - þá sökk hennar rím eins og steinn með okinu niöur í hafið. Þessi gagnorða íslenska bók- menntasaga birtist fyrst 1947 og síð- an í Sjödægru, ljóðabókinni þar sem Jóhannes kom fram sem nýtt skáld árið 1955, þótt kominn væri hátt á sextugsaldur. Sjödægra er i sjö hlutum. í þeim UdUMK Jóhannes úr Kötlum: 4. nóvember 1899 - 4. nóvember 1999 Skáld lífs o$ lands tekinn af trú á landið, þjóðina og guð og orti mörg innblásin ljóð um átrúnaðargoð sín. En fljótlega fer honum að sárna óréttlætið í heiminum og misskipt- ing lífsins gæða. Strax í Álftirnar kvaka birtir hann ljóðið „Mannsbarnamóðir" sem lagt er í munn ör- snauðri konu sem kveður vögguljóð við barn sitt, og eins og títt er um íslensk vögguljóð er það fullt af óhugnaði. En óhugnaðurinn stafar ekki af draugum og forynjum næturinnar heldur af veðurhamnum úti fyrir og örbirgðinni innan dyra - og endirinn gef- ur í skyn að barnið sé dáið. Ætla má að einkum tvö bókmenntaverk hafi snú- ið Jóhannesi til sósíalisma, Alþýðubókin eftir Hall- dór Laxness (1929) og ljóðabókin Hamar og sigð eft- ir Sigurð Einarsson í Holti (1930) sem varð eins kon- ar hugmyndabanki fyrir róttæk skáld á kreppuárun- um. í fyrsta kvæðinu í Ég læt sem ég sofi (1932) seg- ir Jóhannes: Ég orti áður fyrri um ástir, vor og blóm. En nú er harpan hörðnuð og hefur skipt um róm. - Hún breytist, eins og annaö, við örlaganna dóm. Jóhannes úr Kötlum á tímum Anonymusar - á aö giska 1947. Þegar hér var komið sögu var kreppan gengin i garð með sínum síharðnandi andstæðum milli þeirra sem máttu sín einhvers og einskis. Jóhannes horfir hneykslaður á misréttið og yrkir „Opið bréf ‘ til guðs þar sem hann ber þetta fyrrverandi átrúnað- argoð sitt þungum sökum - en hlýtur þó að þakka honum skáldskapargáfuna, rétt eins og Egill þakk- aði Óðni forðum. Sama árið, 1932, kom út sú bók Jóhannesar sem langvinsælust hefur orðið, prentuð ótal sinnum og kennir öllum íslenskum börnum að þekkja nafnið hans: Jólin koma. Þar eru kvæðin alþekktu um Grýlu, jólasveinana og jólaköttinn sem öllu öðru fræðslu- og skemmtiefni fremur hafa haldið lífi í þessum vættum í minni þjóðarinnar. Sóley sólufegri Jóhannes vann gjarnan að nokkrum ljóðabókum i senn og skipti svo efninu á milli þeirra af eðlis- lægri smekkvísi. Til dæmis vann hann að fjórum ljóðabókum á árunum 1935-40, svo ólíkum að vel mætti trúa því að þær væru eftir fjögur skáld. í Hrímhvítu móður (1937) er gerð tilraun til að yrkja nýja íslandssögu í lotulöngum kvæðum. í Hart er í heimi (1939) er samtíminn tekinn fyrir, lið fyrir lið, í hörðum pólitískum kvæðum. í Eilífðar smáblóm (1940) eru stutt og persónuleg ljóð á flótta frá stríði og dauða, mörg undurfalleg. Fjórða bókin, Manns- sonurinn, var ort á þessu skeiði en kom ekki út fyrr en 1966. Þar er saga Jesú Krists rakin í hlýleg- um smákvæðum. Eftir stríð varð baráttan gegn erlendri hersetu á Islandi brýnni en baráttan fyrir bættum kjörum. Mörg skáld lögðu hönd á plóg gegn her í landi en Jóhannes á langfrumlegasta verkið. Sóleyjarkvæði (1952) er langur epískur bálkur, ortur undir léttum þjóðkvæðaháttum, harður og nístandi og fagur og leikandi til skiptis. Þar segir frá Sóleyju sólufegri sem verður fyrir því að elskhugi hennar, hinn frækni frelsissöngvari, er stunginn svefnþomi og hún getur ekki vakið hann. Öll náttúran lamast þegar söngvarinn þagnar og Sóley sjálf verður fyr- ir ofsóknum illþýðis þegar hún reynir að vekja hann. í heild sinni er þessi bálkur óviðjafnanlegur og hefur ásamt barnaljóðunum haldið nafni Jó- hannesar lifandi meðal almennings. Pétur Pálsson gerði lög við mörg ljóða flokksins og hann hefur tvisvar verið tekinn upp á hljómplötu, sunginn og leiklesinn, í fyrra skiptið af hópi listamanna á veg- um herstöðvaandstæðinga, í seinna skiptið af Há- skólakómum. fyrsta eru hefðbundin ljóð, í öðmm hluta órímuð og óstuðluð ljóð með háttbundinni hrynjandi, eins og „Rimþjóð", eftir það taka við ljóð i frjálsu formi. Efn- ið er áfram blanda af ijóðrænum náttúruljóðum, þjóðemislegum ljóðum og pólitískum skáldskap, en hér bætast við módernískari ljóð, þrungin tilvistar- angist, eins og „Hellisbúi" sem endar á þessu erindi: Ég er skógarmaðurinn á Sjödœgru: líf mitt blaktir á einni mjórri fifustöng Aldrei náði þó svartsýnin yfirhöndinni í verk- um Jóhannesar, til þess hafði hann of mikla sam- úð með manninum og baráttu hans fyrir brauð- inu. í eldlínu allt til loka Á árunum eftir að Sjödægra kom út fóru ung skáld - m.a. Ari Jósefsson, og Dagur Sig- urðarson - að ýfast við innhverfri svartsýni módemismans og heimta hið skorinorða ljóð aftur til að andæfa köldu stríði sem ógnaði lífí á jörðinni. í Óljóðum (1962) skipar Jóhannes sér í þá sveit og yrkir kjaftfor og uppreisnar- gjöm ljóð sem helmingi yngra fólk hefði verið fullsæmt af: kannski er hœgt að ríma saman já og nei kannski er hœgt aó skapa myndheild úr ringulreió kannski er hœgt aö gœða djöfullegustu pyndingar Ijúfri hrynjandi en hvern gleöur hin sjálfumnœga verund Ijóðsins þegar sprengjan hefur breytt jörð og mannkyni í einn logandi hvell Þegar Jóhannes úr Kötlum lést, 1972, stóð hann enn í eldlínunni í róttækri uppsveiflu, dáður af ungu fólki í landinu. Þegar sú sem þetta ritar kenndi íslenskar bókmenntir við Háskóla íslands á áttunda áratugnum vildu nemendur helst ekki lesa neitt annað skáld. Jóhannes trúði því, eins og fram kemur i síðustu bók hans, Ný og nið (1971), að þetta unga fólk myndi standa sig betur í bar- áttunni fyrir betri heimi en hans kynslóð hafði gert. Hann óskaði þess sjálfur að hann hefði frem- ur barist með hnúum og hnefum en í ljóðum sín- um - en þá hefðu þau ekki verið til taks handa þeim sem vilja nota þau áfram í baráttunni sem seint mun ljúka. -SA Almanak Þjóðvinafélagsins Almanak Þjóðvinafélagisins er komið út í 126. sinn; það kom í fyrsta skipti út í Kaupmannahöfn 1874. Auk alman- aksins sjálfs hefur árbók íslands verið fastur liður i ritinu og má þar því finna samfelldan annál um sögu 20. aldar og aftur á 19. öld. í árbókinni er fjallað um árferði, helstu atvinnuvegi, stjómmál, helstu íþróttagreinar, verklegar framkvæmdir, manna- lát og margt fleira. Þorsteinn Sæmundsson stjömufræðingur hefur reiknað og búið almanakið fyrir árið 2000 til prentunar. Þar gerir hann meðal annars glögga grein fyrir því hvenær aldamótin eru. Árbókina fyrir árið 1998 ritar Heimir Þorleifsson menntaskóla- kennari. Kápan er með nokkru hátíðarsniði og var leitað fyrir- mynda í kápu Almanaksins árið 1900. Forseti Hins íslenska þjóð- vinafélags er Jóhannes Halldórs- son cand. mag. og er hann einnig umsjónarmaður ritsins. Ritið fæst í bókaverslunum um allt land en einnig geta menn gerst áskrifendur að því hjá Sögufé- lagi. Þar fást líka eldri árgangar. Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar fyrir árið 1998 er komin út með ýmsu efni. Meðal annars er þar birt setning- arræða biskups á Prestastefnu það ár, þing- setningarræða biskups og fleira frá Kirkjuþingi ársins, starf- skýrslur, frá- sagnir af starfi í prófastsdæm- um og skrár um prófastsdæmi, prestaköll og sóknir, félög og stofnanir kirkjunnar, stjórnir og starfsnefndir. Útgefandi er Biskupsstofa og höfðu sr. Þorvaldur Karl Helga- son og Guðrún Sigurðardóttir umsjón með útgáfunni. Árbók kirkjunnur 1998 Lífsþróttur Lífsþróttur - næringarfræði al- mennings er bókin sem heilsu- ræktendur hefur vantað, að dómi útgefanda. Þetta er til dæmis bók- in fyrir þá sem eiga í stöóugri bar- áttu við aukakílóin því þar er fjall- að um ástæður ofFitu og ráð sem duga gegn henni. Einnig er talað við þá sem eru of magrir og stríða kannski við lyst- arstol. Hér er þeim ráðlagt um mataræði sem ætla að ná langt í íþróttum og fjallað um það yfirleitt hvernig það sem við látum ofan í okkur hefur áhrif á heilsu- farið. Itarlegt neyslukerfi er i bókinni þar sem tilgreindar eru hitaeinmg- ar fjölda fæðutegunda. Kerfi við- miðunardaga er svo byggt á þessu neyslukerfi, en viðmiðunardagar fylgja flestum kaflanna og leggja lmumar um mataræði þeirra sem vilja léttast, þyngjast, ná betri ár- angri í íþróttum eða eru sykur- sjúkir eða veikir fyrir hjarta, svo dæmi séu nefhd. Höfundur bókarinnar er Ólafur Gunnar Sæmundsson heilsusál- fræðingur og nærmgarfræðingur en Bókaútgáfan Hólar gefur bók- ina út. Umsjón Silja Adalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.