Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999
Ötsala - ÚtsaL
27
i DV_________________________________________________________________________________________________________Fréttir
Sportbúð Títan - Seljavegi 2, 101 Rvík, s: 551-6080, www.isa.is
* leit.is
íslenska leitarvélin á Netinu
DV.Vestuxlandi:
Síðastliðið þriðju-
dagskvöld fengu
krakkamir í félags-
miðstöðinni Eden
óvænta heimsókn en
þar voru á ferð full-
trúar áhafnar togar-
ans Klakks.
Tilgangur heim-
sóknarinnar var að
færa félagsmiðstöð-
inni að gjöf 28” sjón-
varp og myndbands-
tæki. Tækin voru
keypt fyrir ágóðann af
súpusölu þeirra félaga fyrr í sum-
ar. Að sögn Jóhannesar Þorvarðs-
sonar voru allir aðilar sem leitað
var til tilbúnir að leggja málefninu
lið en þeir em: Fiskiðjan sem gaf
rækju og skelfisk í súpuna, Krist-
ján IX lagði til aðstöðu við elda-
mennskuna, heildsalan Austur-
bakki veitti afslátt af drykkjarföng-
Hluti áhafnar
Ið.
Klakks meö sjónvarpiö og myndband-
DV-mynd SHG
um, Árni í Tanga seldi þeim á
vægu verði það sem hann ekki gaf,
Mjólkursamlagiö lagði til rjómann,
Ragnar og Ásgeir fluttu tækin án
endurgjalds og Guðni og Bryndís
gáfu eftir umboðslaun sín en hjá
þeim voru tækin keypt. Starfs-
mannafélag Klakks bætti siðan við
því fé sem vantaði. -DVÓ/SHG
Messað í
hálfkaraðri
kirkju
- verður vígð daginn eftir aldarafmæli gömlu kirkjunnar
Okkar ástsæli sóknarprestur,
séra Davíö Baldursson, hefur nú
messað í fyrsta sinn í nýju kirkj-
unni, sem unnið er af krafti við að
koma í gagnið. Á annað hundrað
manns komu í hina fallegu kirkju,
sem er rúmlega fokheld og er stað-
sett í innanverðum firðinum í
svokölluðu Bleiksárgili. í athyglis-
verðri ræðu séra Davíðs kom fram
að ákveðið er að vígja kirkjuna 24.
september árið 2000 - eða daginn
eftir 100 ára afmæli gömlu kirkjunn-
ar, sem hefur áratugum saman ver-
ið of lítil fyrir Eskfirðinga þegar at-
hafitir eins og fermingar og fjöl-
mennari jaröarfarir hafa átt sér
stað.
Um 9 ár eru liðin síðan fyrsta
skóflustungan var tekin að kirkj-
unni og safhaðarheimilinu, sem er
sama byggingin.
Vel hefur gengið að fjármagna
bygginguna sem er skuldlaus í dag,
en áætlað er að næsti áfangi til að
koma kirkjunni í gagnið kosti um
Hin nýja kirkja Eskfiröinga í Bleiksárgili er mun rúmbetri en gamla kirkjan sem
20 miljónir króna. í máli Davíðs
kom enn fremur fram að bæjarsjóð-
ur hafi lagt 5 milljónir króna í bygg-
inguna, Hraðfrystihús Eskifjarðar
hf. 2,5 milljónir og nokkrir einstak-
lingar minni upphæðir. Þá las Dav-
íð gjafarbréf frá Guðlaugu Stefáns-
dóttur og Aðalsteini Jónssyni þar
sem þau gefa 1 milljón króna til
minningar um dóttur sína, Eiríku
var oröin of lítil.
DV-mynd Emil Thorarensen
Elfu Aðalsteinsdóttur, sem lést fyrr
á þessu ári. Að lokinni messu var
kirkjugestum boðið upp á kafíl og
hressingu.
-Regína
Austfirskir útvegsmenn og gestir aö sunnan fyrir framan höfuöstöövar Hraöfrystihúss Eskifjaröar hf. Fremstur á
miöri mynd er Aöalsteinn Jónsson forstjóri og viö hliö hans Þorsteinn Kristjánsson aöstoöarforstjóri.
DV-mynd Emil Thorarensen
Áhöfh Klakks kom færandi hendi:
Seldu súpu og
keyptu sjónvarp
Útvegsmenn
sigldu með Ormin-
um á Lagarfljóti
- eftir hreinskilin skoðanaskipti um kvótakerfið
DV, Eskifirði:
Útvegsmannafélag Austurlands
og Útvegsmannafélag Homafjarðar
héldu nýverið fund um sjávarút-
vegsmál á Hótel Héraði á Egilsstöð-
um. Sérstakir gestir fundarins vom
Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra, nefndarmenn í sjávarútvegs-
nefnd Alþingis, þingmenn og vara-
þingmenn Austurlands, sem og
Friðrik J. Amgrímsson verðandi
framkvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna.
Það var mál manna að fundurinn
hafi í senn verið gagnlegur og upp-
lýsandi. Erindi var flutt um sögu
fiskveiðistjómunarkerfisins, mikil-
vægi hins lagalega stöðugleika kerf-
isins og um umhverfismál. Hrein-
skilin skoðanaskipti urðu með
mönnum.
Um kvöldið var siglt á Lagarfljóti
með Lagarfljótsorminum og ljúf-
fengur kvöldverðm- snæddur. Þar
vom höfö uppi gamanmál og höfðu
þingmenn betur.
Bar Jón Kristjánsson af í þeim
efnum og mega skemmtikraftar á
borð við Ladda og Jóhannes Krist-
jánsson passa sig. Daginn eftir vom
fiskiðnaðarfyrirtæki heimsótt í Nes-
kaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði,
Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og
Breiðdalsvík.
-Regína