Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Tveir drepnir í árás í Seattle Tveir menn létust og tveir særðust þegar maður klæddur hermannafelubúningi gekk inn á skrifstofu skipasmiðastöðvar í Seattle og hóf að skjóta úr skammbyssu. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem skotárás var gerð á bandarískum vinnustað. Árásarmaðurinn flúði af hólmi eftir ódæðisverkið og leitaði lög- regla hans með aðstoð hunda, báta og þyrlna. Skólum var lokað og íbúum var fyrirskipað að halda sig innan dyra á meðan lög- reglan gekk hús úr húsi í leit að árásarmanninum. Að sögn lögreglunnar þekkti enginn þeirra sem lifðu af árásina til mannsins. Lögreglan á Hawaii reynir nú að komast að því hvers vegna hæglátur gullfiskasafnari skaut sjö vinnufélaga sína til bana í Honolulu á þriðju UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Hlíðasmári 8, 01-04, þingl. eig. Hamra ehf., gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Kópa- vogs, mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 14.30. Nýbýlavegur 96, 010101, (eignahl. gþ.), þingl. eig. Guðjón Engilbertsson, gerðar- beiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 15.45. Þinghólsbraut 24, þingl. eig. Sigríður Gróa Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Kópavogs, Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins og íbúða- lánasjóður, mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 16.15. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Ófremdarástand við landamæri Tsjetsjeníu: Þúsundir flótta- manna innlyksa Þúsundir flóttamanna eru inn- lyksa við eftirlitsstöð sex kílómetra frá landamærum Tsjetsjeníu. „Ég myndi segja að þeir væru fimmtíu þúsund," sagði lögreglu- maður við eftirlitsstöðina sem fylgdist grannt með flóttamönnun- um. Einhverjir flóttamenn höfðu þó heppnina með sér og komust yf- ir landamærin. Rússneskur liðsforingi tróð um fjörutíu konum og bömum inn í smárútu sem gerð var fyrir helm- ingi færri. „Rýmið til fyrir aðeins einu litlu barni í viðbót,“ sagði hann um leið og hann lyfti barninu upp í bílinn. Rússar lokuðu landamærunum fyrir tólf dögum. Þeir gáfu þá skýr- ingu að þeir vildu herða eftirlitið til að koma í veg fyrir að tsjetsjenskir uppreisnarmenn gætu flúiö yfir til nágrannaríkisins Ingúsjetíu. Vestræn ríki og hjálpar- stofnanir hafa farið fram á það við Rússa að þeir grípi til skjótra að- gerða til að hleypa fólkinu, sem er matarlaust og hefur ekkert húsa- skjól, yfir landamærin. Vladímir Pútin, forsætisráð- herra Rússlands, hefur sent Sergei Sjoígú, ráðherra neyðarmála, til Tsjetsjeníu til að leita lausnar á vandanum. „Staðan er mjög erfið og flókin. Farðu þarna suður eftir og sjáðu hvað er að gerast,“ sagði Pútín við Sjoígú á myndum sjónvarpsfrétta- manna. Bórís Jeltsin Rússlandsforseti sneri heim úr frii við Svartahafið í gær til að ræða vandann við for- sætisráðherrann. Um tvö hundruð þúsund óbreytt- ir borgarar hafa flúið átökin í Tsjetsjeníu á undanfornum vikum. Flestir þeirra hafa haldið til Ingúsjetíu. Stjórnvöld í Ingúsjetíu hafa gagnrýnt Rússa harðlega fyrir framkomu þeirra í garð flótta- mannanna. Indónesísk kona, sem játar islamstrú, hrópar andbandarísk vigorð í mótmælaaðgerðum fyrir utan bandaríska sendi- ráðið í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í morgun. Mótmælendurnir kröfðust þess að sendiherra Bandaríkjanna, Ro- bert Gelbard, hætti að skipta sér af indónesískum innanríkismálum. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- _________farandl eignum:____________ Baughús 35, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Jakob Marinósson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 8. nóv- ember 1999 kl. 10.00. Grensásvegur 14, matshl. 01, 379,8 fm, Reykjavík, þingl. eig. Náttfall ehf., gerð- arbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, mánudag- inn 8. nóvember 1999 kl. 10.00. Hellusund 6a, Reykjavík, þingl. eig. Vil- hjálmur Knudsen, gerðarbeiðendur Fjár- málaráðuneyti, Manni ehf.-Myndbanda- vinnslan og Tollstjóraskrifstofa, mánu- daginn 8. nóvember 1999 kl. 10.00. Hverfisgata 58, 4ra herb. íbúð í kjallara merkt 0001, Reykjavík, þingl. eig. Bygg- ingafélagið Borgarholt ehf., gerðarbeið- andi Samvinnusjóður íslands hf., mánu- daginn 8. nóvember 1999 kl. 10.00. Krókabyggð 3A, Mosfellsbæ, þingl. eig. Rebekka Kristjánsdóttir og Karl Diðrik Bjömsson, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður og Lífeyrissjóður Austurlands, mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 10.00. Laufásvegur 17, sex herb. íbúð á 3. hæð, 0301, Reykjavík, þingl. eig. Matthías Matthíasson, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 10.00. Rjúpufell 35, 4ra herb. íbúð 92,2 fm á 4. h. t.v . m.m., Reykjavík, þingl. eig. Hall- dór Valgarður Karlsson, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., útibú 532, mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 10.00. Skuggabakki 8, ehl. í húsi 25%, Mos- fellsbæ, þingl. eig. Monique Jaquette, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Islands hf., mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 10.00. Stigahlíð 34, 75,2 fm íbúð á 1. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Þuríður Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Hafnar- fjarðarkaupstaður, mánudaginn 8. nóv- ember 1999 kl. 10.00. Sörlaskjól 76, 4ra herb. íbúð á 1. hæð og bílskúr, Reykjavík, þingl. eig. Magnús Skúlason, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóð- ur, mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 10.00.______________________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Bugðulækur 1, 6 herb. íbúð á 2. hæð og 2/3 bfiskúr fjær lóðarmörkum, Reykja- vík, þingl. eig. Bragi Friðfinnsson, gerð- arbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, mánudag- inn 8. nóvember 1999 kl. 16.30. Köllunarklettsvegur 4, 130,7 fm iðnaðar- húsnæði í norðausturenda 1. hæðar í elsta húsinu m.m., Reykjavík, þingl. eig. Þak- pappaþjónustan ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 8. nóv- ember 1999 kl. 16.00. Rauðalækur 15, 5 herb. íbúð á 2. hæð og bflskúr nær húsi, Reykjavöc, þingl. eig. Hálfdán Daði Hinriksson, gerðarbeiðend- ur íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður starfsm. Rvborgar, mánudaginn 8. nóv- ember 1999 kl. 14.30. Rauðalækur 24, V-endi ásamt bflskúrs- rétti, Reykjavík, þingl. eig. Ágúst Már Sigurðsson og Svava Ásdís Steingríms- dóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 15.00. Rauðarárstígur 3, 3ja herb. íbúð í S-enda rishæðar merkt 0401, Reykjavík, þingl. eig. Ragnar Kristján Agnarsson, gerðar- beiðendur íslandsbanki hf. höfuðst. 500 og Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 14.00. Snorrabraut 85, 1. hæð, 2 herbergi í kjall- ara og bflskúr nær húsi merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. ÍS-EIGNIR ehf., gerðarbeiðandi Jón Ingvar Pálsson hdl., mánudaginn 8. nóvember 1999 kl. 13.30. Sogavegur 150, rishæð A-hluti, Reykja- vík, þingl. eig. Jónas Guðmundsson, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., mánudag- inn 8. nóvember 1999 kl. 15.30. SÝ SLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Ný bók: Forseti Líberíu er mannæta Stephen Ellis, höfundur bókar- innar, The Mask of Anarchy, full- yrðir að Charles Taylor Líberíu- forseti sé mannæta. Taylor á að hafa komið sér upp sveit 20 dráps- manna sem leita að mönnum sem þykja heppilegir til fóma. Samkvæmt þjóðtrú Líberíu- manna öðlast maður jákvæða eig- inleika þeirra sem maður leggur sér til munns. Einn af þeim sem greinir frá hryllingnum er mað- urinn sem eitt sinn var hægri hönd Taylors, Tom Woewiyu. Chirac svarar Jospin um hæl Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, varaöi í gær stjórnar- andstæðinga við því að færa sér frekar í nyt hneykslið sem olli því að Strauss-Kahn fjármálaráð- herra sagði af sér. Sagði Jospin gaullistum að líta sér nær. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, svaraði með því að segja að aðdróttanir væru ekki í þágu sannleikans. Ef menn þyrftu að segja eitthvað ættu þeir að segja það skýrt og heiðarlega. Eins og í rússíbana Egypska flugvélin, sem fórst undan strönd Bandarikjanna á sunnudag, steyptist niður og fór síðan upp á við aftur áður en hún hrapaði. Þessar nýju upplýsingar, sem lesnar voru af ratsjám, gera slysið enn óljósara. Skipulögðu morð á páfa Rússneska leyniþjónustan, KGB, hugðist grafa undan rómversk-kaþ- ólsku kirkjunni og ætlaði jafn- vel að myrða Jóhannes Pál páfa. Þetta kem- ur fram í tékk- neskum skjölum sem send hafa verið ítölsku leyniþjónustunni, að þvi er ítölsk dagblöð greindu frá í gær. Páfi lýsti yfir andstöðu sinn við kommúnisma á níunda ára- tugnum. Samkomulag í hættu Löndin, sem undirrituöu Kyotosamkomulagið, deila enn um hvemig hrinda eigi því í framkvæmd. Ýmsir kanna mögu- leikana á samkomulagi án Banda- ríkjanna. Nýr forsætisráðherra Forseti Armeníu, Robert Kotsjarjan, skipaði í gær Aram Sarksjan í embætti forsætisráð- herra. Sarksjan er bróðir forsæt- isráðherrans sem myrtur var í síðustu viku. Útlagar særðir Nokkrir íranskir útlagar í írak auk íraka létu lífið og fiöldi særð- ist í meintri eldflaugaárás frá Ir- an á þriðjudagskvöld. Fé til höfúðs Saddam Leiðtogar íraskra sfiórnarand- stæðinga hittust á hóteli í New York í vikunni á kostnað bandarískra yf- irvalda. Banda- ríkin hafa heitið auknum fiár- framlögum í baráttunni gegn Saddam Hussein íraksforseta. Hefur Bandaríkja- þing samþykkt að veita 97 millj- ónir dollara tO þeirra sem berjast fyrir því að koma einræðisherr- anum frá. Bretar búast við árangri Bresk yfirvöld segja að þau bú- ist við árangri á fundi í Brussel á morgun um kjötstríðið við Frakka og Þjóðverja. Breytt stefha Bandaríkin munú samþykkja að refsiaðgerðum gegn Serbíu verði aflétt að loknum frjálsum og lýðræðislegum kosningum, að því er New York Times skrifar. Áður höfðu Bandaríkin sagt að refsiað- gerðum yrði beitt meðan MOos- evic Júgóslavíuforseti væri viö völd. Jarðarberjastríð Maður var skotinn í magann í Stokkhólmi í gær. Lögreglan telur að árásina megi rekja tO deilna tveggja torgsala í sumar um verð á jaröarberjum. Viðvörun frá Barak Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, varaði í gær leiðtoga landnema við. Kvaðst hann myndu senda hermenn tO að- gerða hefðu landnemar ekki hreinsað tO á 12 svæðum í síðasta lagi á fostudag. Engin afskipti Fráfarandi forseti Argentínu, Carlos Menem, sagði í gær að spænski dómarinn Garzon, sem gefið hefur út handtökuskipun á hendur argentínskum liðsforingj- um, ætti ekki að skipta sér af mál- efnum Suður-Ameríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.