Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999
9
Utlönd
Andans menn spá í komandi öld:
prins svíf-
í geiminn
Einn kærður fyr-
ir sprengjuárás-
ir í Moskvu
Rússneska lögreglan kærði í
gær mann sem grunaður er um
sprengjuárásirnar í Moskvu í
haust sem urðu um 300 manns að
bana. Hinn kærði er sagður
stuðningsmaður tsjetsjenska upp-
reisnarleiðtogans Sjamils Basa-
jevs og striðsherrans Chattabs.
Lögreglan hefur handtekið stóran
hóp manna en enginn annar hef-
ur verið kærður.
Alexander Tsarenko, yfírmaður
öryggislögreglunnar í Moskvu,
segir leit standa yfir að tveimur
mönnum sem talið er að séu i fel-
um í Tsjetsjeníu.
Blóðbanki fyrir
hunda í Helsing-
borg í Svíþjóð
Það er ekki bara mannfólkið
sem getur geflð blóð. Hundar geta
einnig gefið kynbræðrum sínum
blóð og nú hefur fyrsti blóðbank-
inn fyrir hunda í Evrópu verið
settur á laggimar í Helsingborg í
Svíþjóð. Þegar hefur lífi 10 til 20
hunda verið bjargað með tilkomu
blóðbankans, að sögn dýralæknis-
ins Torkels Falks.
Auglýst hefur verið eftir blóð-
gjöfum og hafa viðbrögðin verið
jákvæð. Frískir hundar yfir 27
kílóum geta gefið blóð þrisvar á
ári, 4,5 dl í senn. Það er sama
magn og tappað er af mönnum.
Harry
ur út
Harry prins, yngri sonur Karls
Bretaprins og Díönu, verður fyrst-
ur úr bresku. konungsfjölskyldunni
til að taka sér ferð út í geiminn.
Vísindaskáldsagnahöfundurinn
Arthur C. Clarke telur að það muni
gerast á árinu 2010, eða þar um bil.
Þetta kemur fram í nýrri bók,
Spádómum, sem kemur út á Bret-
landi í dag. Þar spá þrjátíu andans
menn i framtíðina, þeirra á meðal
hagfræðingurinn J.K. Galbraith,
rithöfundurinn og fræðimaðurinn
Umberto Eco, kvenréttindakonan
Andrea Dworkin og málvlsinda-
maðurinn og róttæklingurinn
Noam Chomsky.
Á næstu öld verða getnaðarvarn-
ir óþarfar og kynlif verður aðeins
stundað lostans vegna þar sem
börnin koma úr sérstökum banka-
reikningum. Tvær viti bornar teg-
undir munu reika um jörðina,
faxtæki og símar verða óþörf vegna
þess að hugir manna munu tala
beint saman, án nokkurrar milli-
göngu.
Skyldi Harry prins, sonur Karls
Bretaprins og Díönu prinsessu,
veröa fyrstur úr bresku konungs-
fjölskyldunni til að fara út i geiminn,
eins og spáð er?
Ljósarofar munu heyra sögunni
til því hægt verður aö kveikja ljós-
in með hugarorkunni einni saman.
„Þetta er allt mjög spennandi.
Þetta eru hugmyndir nokkurra
helstu fræðimanna heimsins und-
ir lok árþúsundsins," sagði Sian
Griffiths, ritstjóri bókarinnar.
Griffiths sagði að í heildina
væru andans mennirnir fremur
bölsýnir á komandi öld, þótt ljósa
punkta væri að finna inni á milli.
Þannig gerir til dæmis nígeríski
rithöfundurinn Chinua Achebe
sér vonir um að bundinn verði
endi á þjóðfélagsólguna sem hefur
verið í Áfríku.
„Tilfinningin er sú að við mun-
um standa í ströngu allan tímann.
Við reynum að gera nýja hluti en
það er eins og hamfarirnar vofi
alltaf yfir,“ sagði Griffiths í sam-
tali við fréttamann Reuters. „Ég
fæ það á tilfinninguna að mann-
kynið hafi takmarkaðan tima fyrir
sér, nema við gerum einhverjar
breytingar."
Gerir grín að
Clintonæði
Norðmanna
Fréttaritari bandaríska stór-
blaðsins Washington Post gerir
grín að áhuga norskra fjölmiðla á
Bill Clinton Bandaríkjaforseta.
Fréttaritarinn, T.R. Reid, skrifar
að það hafi verið eins og Clinton
hafi verið sá eini sem hafi komið
til Óslóar er leiðtogafundurinn
um málefni Miðausturlanda var
haldinn þar í byrjun vikunnar.
Segir Reid frá því að norskir
fjölmiðlar hafi sagt frá því að
Clinton hafi skipt um hálsbindi
þrisvar á einum degi, drukkið
DietCoke, lesið bókina O Is for
Outlaw eftir Sue Grafton auk þess
sem þess hafi verið getið hversu
lengi hann hélt í hönd kennslu-
konu sem hann heilsaði.
Það er þröngt á þingi hjá þessum íbúum indverska fylkisins Orissa sem eru á leið til borgarinnar aö leita sér húsa-
skjóls. Allt er á tjá og tundri í héraðinu í kjölfar gífurlegs fellibyls sem fór þar yfir. Hungurvofan blasir við íbúm fylk-
isins og óttast er-að til óeirða komi vegna ástandsins.
Amerísk gæðadekk
fyrir jeppa og fólksbifreiðar
SÓlNfNG
Kópavogur • Selfoss • Njarðvík
[f&j Nýtt eldhús fyrir jól [itfj
Þú hefur tíma til 10. nóvember til að ákveða þig
FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI
Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið
margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur
farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. Ef þú ákveður þig fyrir 10.
nóvember næstkomandi getur þú fengið innréttinguna fyrir jól.
ÖLL TÆKI ( ELDHÚSIÐ
Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo
sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska,
blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni,
bjóðast þau á heildsöluverði.
HÖNNUN OG RÁÐGJÖF
Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er
að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi.
Líttu inn f glæsilegan sýníngarsal
að Lágmúla 8, 3. hæð
og kynntu þér málið.
Opið laugardag frá 10 til 16
BRÆÐURNIR
C©) ORMSSON ir.
Lágmúla 8 • Sími 530 2800