Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999
Spurningin
Hvenær fórstu
síðast í bíó?
Anna Björg Kristinsdóttir nemi:
Ég fór um síðustu helgi á Sixth
Sence.
Grétar Kristinsson nemi: Það er
langt síðan en það var á myndina
Star Wars.
Ásdís Skarphéðinsdóttir, i fæð-
ingarorlofl: Ég man ekki hvenær
það var en myndin sem ég sá síðast
var Notting Hill.
Guðjón Ingvarsson sjómaður: Það
er svo langt síöan að ég held að ég
hafi séð ET síðast í bíó.
Þórarinn Óiafsson nemi: Það er
vika síðan og þá sá ég Sixth Sence.
Hrefna Þóra Eiríksdóttir: Það er
orðið svolítið síðan, ég man ekki
hvaða mynd ég sá síðast.
Lesendur
Þrjár milljónir
í afnotagjöld
„Hver vill ekki frekar eiga þrjár milljónir króna en horfa á RÚV i 40 ár? - Ekki
þarf annaö en aö líta á útvarpshússbákniö til aö átta sig á því aö RÚV er rek-
iö fyrir nauöungargjöld," segir m.a. í bréfi Ólafs.
Ólafur Guðmundsson skrifar:
Ég var að glugga í Vef-Þjóðviljann
nýlega og las þar að sá sem er svo
„heppinn" að hafa greitt afnota-
gjöldin til RÚV undanfarin 20 ár
hafl alls greitt um 1 milljón króna.
Og er þá ekki tekið tillit til vaxta.
Sá sem leggur andvirði afnotagjald-
anna fyrir í 40 ár og fær 5% ávöxt-
un eigi hins vegar um 3.000.000
króna þegar upp er staðið. Já, les-
endur góðir, þrjár milljónir króna.
Það jafngildir verði á svo sem hálfri
meðalíbúð!
Þetta er ekki há ávöxtunarkrafa
hjá Vef -ÞjóðvOjanum, og tala þessi
því alls ekki ofmetin. Hver vill ekki
frekar eiga þrjár milljónir króna en
horfa á RÚV í 40 ár? Maður hefur
tekiö eftir aö ungir sjálfstæðismenn
hafa lengi mótmælt þessari nauð-
ungaráskrift að RÚV. Og nú hafa
ungir jafnaðarmenn bæst í hópinn.
í ályktun frá stjóm ungra jafnaðar-
manna kemur fram, að það sé engin
ástæða fyrir ríkið að standa að út-
sendingum á sjónvarpsefni sem
margar aðrar stöðvar senda út.
Þetta er hárrétt. Hvers vegna þarf
ríkið að reka stofnun sem gerir það
sama og mörg önnur fyrirtæki? -
Eða að standa undir afþreyingar- og
skemmtiefni fyrir landsmenn yfir-
leitt?
Ekki er við því aö búast að það sé
vegna þess að ríkisrekstur sé hag-
kvæmari en einkarekstur. Þvert á
móti. Ekki þarf annað en líta á út-
varpshússbáknið til að átta sig á því
að RÚV er rekið fyrir nauðungar-
gjöld. Hvaða einkafyrirtæki dytti í
hug að reisa þvílíkt ferlíki? Ef menn
vilja styrkja innlenda dagskrárgerð
má styrkja einkafyrirtæki til þess.
Auk þess sem það flokkaðist undir
heilbrigðari viðskiptahætti að öllu
leyti.
Við þetta bætist svo að starfs-
menn RÚV þurfa ekki að greiða af-
notagjöldin sem er algjör lögleysa,
þar sem skýrt er kveðið á um það í
lögum um RÚV. Meðal þeirra sem
þurfa ekki að greiða gjöldin eru
starfsmenn innheimtudeOdar RÚV
sem gerir út menn til að njósna um
fólk og sjónvarpstækjaeign þess.
Skyldi nú ekki senn fara að flæöa
undan fylgi fólks við nauðungar-
gjöldin vegna RÚV?
Spilakassar og útpæld sálfræði
Eignkona og móðir sendi þessar
línur:
Með djúpri samúð las ég bréf
spOaflkOs í DV sl. fimmtudag og
hugsaði með mér aö nú væri kom-
inn tími til að láta í sér heyra og
mótmæla þessum hryllingi sem
spilakassamir em og dembt hefur
verið yfir þjóðina á síðastliðnum
árum.
Sjálf stend ég i þeim sporum að
eiginmaður minn er búinn að spOa
þakið ofan af fjölskyldunni og við
emm á götunni með tvö böm.
Smánin og skömmin er slík að mað-
ur getur ekki talað um þetta við
nokkurn mann. Eins veit ég að son-
ur minn á unglingsaldri hefur hvað
eftir annað farið með vikulaunin
sín í kassana á skammri stundu og
komið heim niðurbrotinn.
Sálfræðin á bak við þessa kassa
er svo útpæld að börn, unglingar og
mikdl fjöldi fullorðinna er gjörsam-
lega berskjaldaður gagnvart þeirri
flkn sem kassarnir kveikja.'
Það verður að stöðva þennan
ófögnuð sem læðst hefur bakdyra-
megin inn í samfélag okkar. SpOa-
víti em bönnuð á íslandi en samt
em þau í hverri einustu sjoppu. -
Yfirvöld og ríkisstjóm hefur
steinsofið á verðinum. Ég skora á
dómsmálaráðherra og þingmenn
aOa að kynna sér málin frá öOum
hliðum og bjarga okkur frá þessum
hryUingi áður en fleiri einstakling-
ar og fjölskyldur verða fómarlömb
spflavítanna.
Allir í lántökum - og bankarnir mest
Guðjón Einarsson skrifar:
Það er mikið rætt um skuldir
heimilanna og óráðsiu almennings
sem kaupir viðstöðulaust og tekur
svo lán þegar launin þrýtur. Þannig
eru skifldir íslenskra heimila komn-
ar úr böndunum. Farareyrir ís-
lenskra ferðalanga á þessu ári (sem
þó er ekki á enda runnið enn) er
kominn upp i rúma 32 miUjarða
króna, meira að segja 42 milljarða
þegar fargjöldin bætast við.
En það em ekki bara hinir al-
mennu borgarar sem taka lánin.
Bankamir sjálfír standa í stórum
lántökum vítt og breitt um heiminn.
Þannig var greint frá því að Lands-
banki íslands hefði nýlega tekið er-
lent lán upp á rúma 11 mdljarða
króna. Evrulán sem upphaflega átti
að vera um 100 mflljónir evra. - En
vegna mikdlar eftirspurnar á er-
QJHÍGMGM þjónusta
allan sólarhringinn
r1 r1 r\ r1 r\s) r1
mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
Það er mikiö „lán“ að fá lán fyrir þjóðríki eins og Island. - Og eftir höfðinu
dansa limirnir.
k. 15O0.OOO
lendum markaði - eins og það var
orðað - var lánið hækkað upp í 150
mdljónir evra!
Þetta er næststærsta lán Lands-
bankans á alþjóðamarkaði frá upp-
hafi. Það þykir hins vegar góðs viti,
að lántakan vakti athygli á alþjóða-
fjármagnsmarkaði og hlaut góða
umfjödun í blöðum og fagritum.
Þetta minnir mig á „spekúlantinn"
á sfldarárunum sem státaði af góð-
um móttökum bankastjórans í
bankanum sínum, þar sem hann
fékk lán sí og æ eftir þörfum. Spek-
úlantinn er löngu kominn á haus-
inn og hefur nú safnast td feöra
sinna.
Já, það er ekki úrelt orðtakið sem
maðurin notaði: Það er mikið „lán“
að fá lán. Og það telur þjóöríkið ís-
land víst líka. Og við, skattgreiðend-
ur, við borgum á meðan við tórum.
Síðan taka bömin skuldsett viö.
Hvílíkur búskapur einnar þjóðar!
DV
Lögregluna í
miðbæinn
Steindór Einarsson skrifar:
Hvemig væri nú að fá lögregluna
aftur í miðbæinn líkt og var hér á
árum áður þegar maður sá lögreglu-
þjóna, tvo saman, ganga um götur
hafandi auga á hverjum fingri.
Þetta er liðin tíð. í borgum erlendis
er þetta algeng sjón, jafnvel í
smærri bæjum. Mikið er um slags-
mál í borginni og oftar en ekki er
sjúkrabOl á ferðinni td að sækja
meidda og slasaða. Út yfir tekur að
kvöldlagi um helgar. Það er ekki
nóg að hafa myndavélar um adan
bæ. Lögreglumenn ættu að hafa
mun betri laun en nú er raunin,
þeir eru Ola launaðir í dag, með
þetta 80 þús. í byrjunarlaun. Meira
að segja öryrkjar sumir hafa 90-130
þúsund á mánuði. Lögreglan má
ekki missa sig í borginni, þar á hún
að vera umfram afla aöra staði. Og
sýnfleg frá morgni tO kvölds.
Alþýðuflokkinn
áfram
Sigurður Pálsson skrifar:
Hefur ekki samfylkingartilraun-
in mistekist? Er ekki rétt fyrir okk-
ur' alþýðuflokksmenn aö endur-
skoða þátttökuna í þessu sem ekk-
ert er orðið. Alþýðubandalags-
menn hafa ekki staðið við sitt og
eru komnir með nýjan flokk sem
er á góðri siglingu á meðan Sam-
fylkingin sekkur sífellt í skoðana-
könnunum.
Mér sýnist það aðeins tíma-
spursmál hvenær Vinstrigrænir
verða stærri en Samfylkingin, og
þá erum við jafnaðarmenn búnir
að láta teyma okkur nógu lengi á
asnaeyrunum. Það er kominn tími
til að hætta þessum leik. Við verö-
um að sætta okkur við að það eru
bara örfáir allaballar tilbúnir í
formlegt samstarf við okkur. Al-
þýðuflokkinn ber því að endur-
reisa enda á slíkur flokkur mikið
erindi í opið nútímaþjóðfélag. Við
höfum jú verið í fararbroddi þeirra
sem vOja opna samfélagið en alla-
ballar helst spymt á móti.
Tímabært morg-
unsjónvarp
Ásgeir hringdi:
Það eru mikil viðbrigði fyrir þá
sem tíma hafa aflögu á morgnana,
að geta sest niður við tækin og séð
viðtölin í beinni útsendingu. Að
vísu er þetta líka sent út á Bylgj-
unni svo maður þarf ekki að missa
af neinu. Hér er samt um tíma-
bæra framfór að ræða hjá Stöð 2.
Það verða sífellt færri sem hlusta á
morgunútvarp Rásar 2, enda er það
orðið ansi staðlað með árunum.
Hver hefur t.d. áhuga á að láta lesa
fyrir sig úr einhverri bók sem heit-
ir Saga daganna, eða eitthvað álíka
sem búið að nota ár eftir ár og sí-
fellt sömu viðburðimir lesnir ár-
lega. Eða þá einhver afmæli úr af-
mælisdagabók. Er ekki tímabært
að RÚV losi sig við ýmsa höfunda
efnis, í tónum og tali, sem eru
þarna orðnir fastir liðir eins og
venjulega? Ég nefni nú bara sem
dæmi þessar bækur sem em orðn-
ir fasti liðir í morgunútvarpi,
„dauöastefið" (sem ég kalla svo)
sem leikið er á undan dánartil-
kynningum o.fl. o.fl.?
Misráðið af
Björk
Alma hringdi:
Ég tel misráðið af söngkonunni
okkar, Björk, að vera að setja úr-
slitakosti í sambandi við hátíðina
er bjartsýnisverðlaun Bröstes vora
veitt. Björk á að þekkja skemmti-
og afþreyingarbransann það vel að
svona er ekki til að afla henni vin-
sælda. Hún hefur sjálf ekki verið
frábitin ljósmyndurum og kvik-
myndatökumönnum þegar hún var
að klifra vinsældastigann tfl frægð-
ar. Björk er orðin fræg fýrir til-
stuðlan okkar íslendinga mest-
megnis og hún getur ekki og má
ekki sýna neina stæla þegar henni
er sýndur slíkur virðingarvottur
sem Brösteverðlaunin eru.