Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1999, Blaðsíða 33
I>"V FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 37 4 Silfurstólar og myndband I dag kl. 17 opnar Magnús Pálsson sýningu í i8, Ingólfsstræti 8. Magn- ús Pálsson var einn aðalþátttakand- inn, bæði sem hugmyndasmiður og lærimeistari, í þeim umbreytingum sem áttu sér stað á sjöunda áratugn- um í íslensku listalífi. Allar götur síðan hefur Magnús þróað á per- sónulegan hátt hugmyndalega list- sköpun þar sem hann sprengir i sí- fellu hefðbundin landamæri milli listgreina jafnframt því sem hann skilgreinir upp á nýtt hlutverk og eðli listaverksins. Magnús nam leikmynda- og leik- búningahönnun í Englandi, á ís- ---------------landi og í Qvníncrar Austurríki á oyningar árunum 1949 tU 1956 og vann við íslensk leikhús í 10 til 15 ár. Frá 1959 og fram á fyrri hluta áttunda áratugarins vann hann að höggmyndagerð, bókagerð og gjömingum. Á áttunda áratugnum vann Magnús enn með höggmyndir, t.d. með hugmyndir um pósitívt og negatívt rými, þar sem hann tók afsteypur af rými og sýndi þær annars staðar. Hann hef- ur síðan 1984 unnið að verkum sem hafa á ýmsan hátt miðað að rann- sókn á tónrænum eiginleikum tal- aðs máls. Magnús býr nú og starfar í London. Á sýningunni í i8 sýnir Magnús „silfurstóla" og myndband. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 Tónleikar í Catalinu í kvöld verða tónleikar í veit- ingahúsinu Catalinu. Þeir eru haldnir til að kynna og auglýsa margmiðlunardisk sem kemur út í lok nóvember. Meðal þeirra sem --------------koma fram Tónleikar Þetta kvöw ______________eru DJ Tomas Beck, Albert Guðmann Jónsson og Þórey, Guðmundur Friðleifs- son, Viðar Jónsson og Dan Cassidy og Bar 8 (meðlimir Dead Sea Apple). Auk þess má búast við óvæntum uppákomum. Konur og lýðræði Landssamband framsóknar- kvenna boðar til opins fundar í kvöld, í framhaldi af ráðstefnu rík- isstjórnarinnar um Konur og lýð- ræði, í sal Framsóknarflokksins, Hverfisgötu 33, 3h. í Reykjavík. Upplýsingatækni í dag kl. 17 í stofu 101, Odda, HÍ, flytur Sólveig Jakobsdóttir opinber- an fyrirlestur á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum. Fyrirlestur- inn nefnist Á „uppleið“ með upplýs- ingatækni: Eru stelpur og strákar samferða á þeirri leið? Greining á erfða- efnisbreytingum í dag kl. 16.15 flytur Bjamveig Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir fyrir- lesturinn Greining á erfðaefnis- breytingum í brjóstakrabbameini í málstofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags ís- lands, efstu hæð. Byggð og menning Fjórir dagar í nóvembermánuði verða helgaðir fyrirlestraröð undir yfirskriftinni, Byggð og menning. Fyrirlestramir verða allir fluttir í Byggðasafni Árnesinga, Húsinu á ________________ Eyrarbakka, Samkomur stundvíslega ---------------- kl. 20.30. í kvöld mun Viðar Hreinsson bók- menntafræðingur flytja erindi sem hann nefnir: Fýsn til fróðleiks og skrifta. RABYGG og ný viðhorf til íslenskrar menningarsögu. Maus í íslensku óperunni: I þessi sekúndubrot sem ég flýt Hljómsveitin Maus heldur tón- leika í íslensku ópemnni í kvöld, kl. 22. Um er að ræða útgáfutónleika í til- efni fjórðu breið- skífu Maus sem heitir í þessi sekúndubrot sem ég flýt. Fjöldinn allur af aukahljóð- færaleikurum mun spila með Maus á tónleikunum þannig að enginn Mausaðdáandi ætti að látta þetta fram hjá sér fara. í þessi sekúndu- brot sem ég flýt kemur út réttum tveimur árum eftir að sveitin sendi frá sér skífima Lof mér að falla að þínu eyra. Það má segja að sú plata hafi komið Maus rækilega á kortið í íslensku tónlistarlífi því fyrir þá plötu hlutu þeir félagar níu tilnefh- ingar til íslensku tónlistarverðlaun- anna og vom kjömir hljómsveit árs- ins. Að auki komust 6 lög af plöt- unni inn á íslenska listann sem er fáheyrt. Nýja platan er einstaklega vönduð en það vom þeir Páll Borg og Daníel Ágúst Har- aldsson (oftast kenndir við Gus Gus) sem stjómuðu upptökum í félagi við Mausara. Platan inniheldur tíu lög: meðal annars Strengi, Allt sem þú lest er lygi og Kerfisbundin þrá en við það síðast- nefnda verður gert myndband sem frum- sýnt verður um miðjan nóvember. Myndbandið verður tekið á 35 mm filmu, sem er mjög óvenjulegt í íslenskri myndbandagerð, og leik- stjóri er Reynir Lyngdal sem hlotið hefur fiölda verðlauna fyrir stutt- myndir sínar bæði hér- lendis og á erlendum kvikmyndahátiðum. Maus kynnir lög af nýjustu plötu sinni í kvöld. Skemmtanir Veðrið í dag Hvassast á annesjum Norðan- og síðan norðvestanátt, 13-18 m/s norðanlands, hvassast á annesjum, en annars 8-10 víðast hvar. Snjókoma eða él noröan- og vestantil en rigning eða slydda á Norðausturlandi. Lægir og léttir heldur til vestanlands síðdegis. Hiti 0-5 stig, en 2 til 7 á Suðausturlandi i dag, vægt frost norðan- og vestan- lands í nótt. Höfuðborgarsvæðið: Norðan og norðvestan 8-10 m/s og stöku él í fyrstu, en lægir og léttir heldur til síðdegis, 3-5 m/s í kvöld og nótt. Hiti 0 til 3 stig en vægt frost í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 17.03 Sólarupprás á morgun: 09.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.12 Árdegisflóð á morgun: 04.42 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 0 Bergstaðir snjókoma -2 Bolungarvík snjóél -1 Egilsstaðir -2 Kirkjubœjarkl. skýjaö 2 Keflavíkurflv. snjóél -1 Raufarhöfn hálfskýjaö 1 Reykjavík léttskýjaö 0 Stórhöföi úrkoma í grennd 0 Bergen þokumóöa 11 Helsinki léttskýjaö 1 Kaupmhöfn skýjaö 9 Ósló skýjaö 6 Stokkhólmur sandbylur 4 Þórshöfn skúr 7 Þrándheimur alskýjað 11 Algarve skýjaö 17 Amsterdam þokumóöa 8 Barcelona heiðskírt 9 Berlín þoka í grennd 2 Chicago heiöskirt 1 Dublin alskýjaö 12 Halifax rigning 9 Frankfurt heiðskírt 1 Hamborg þoka í grennd 5 Jan Mayen skýjaö 3 London þokumóöa 9 Lúxemborg þoka 2 Mallorca léttskýjað 8 Montreal þoka 3 Narssarssuaq heiöskírt -7 New York heiðskírt 6 Orlando heiöskírt 9 Paris þoka 2 Róm skýjaö 15 Vín hálfskýjaö 6 Washington heiöskírt 2 Winnipeg heiöskírt -3 Hálkublettir á Hellisheiði í morgun voru hálkublettir á Hellisheiði og nokk- ur skafrenningur. Snjókoma var í Ámessýslu og um vestanvert landið. Víða um land er veriö að hreinsa vegi. Á Vestfiörðum er skafrenningur á Færð á vegum norðanverðum fiörðunum og í Djúpinu, en fært. Víða á vegum er hálka eða hálkublettir, sérstaklega á heiöum. Ástand vega i 4^- Skafrenningur 0 Steinkast 0 Hálka @ Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir (3^) ófært Œ Þungfært 0 Fært fjallabílum Aðalheiður Sjöfn Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir heitir litla daman á myndinni. Hún fæddist á fæðingardeild Barn dagsins Landspítalans 25. septem- ber kl. 21.22. Við fæðingu var hún 4.340 grömm og 55 sentímetrar. Foreldrar Aðalheiðar eru Svava Þórey Einarsdóttir og Helgi Kristinsson og er hún þeirra fyrsta barn. Krossgátan Matthew Broderick leikur hinn fjölhæfa Inspector Gadget. Gadget lög- regluforingi Ævintýramyndin Inspector Gadget sem Sambíóin sýna er byggð á teiknimyndafigúru sem notið hefur töluverðra vinsælda. Um er að ræða villta og gaman- sama ævintýramynd um öryggis- vörðinn John Brown (Matthew Broderick) sem dreymir um að verða mesta lögregluhefia í heimi. Óvæntar aðstæður gera það að verkum að hann verður hentugt tilraunadýr í leyniaðgerð á vegum enn leynilegari samtaka sem hafa það að mark- miði að búa til hinn '///////// Kvikmyndir ^|| fullkomna lögreglu- mann. Þannig breytist John Brown í Inspector Gadget sem hefur vissulega mikla og óvænta hæfileika sem rekja má m.a. til tölvukubba sem plantað hefur verið í hann. Honum er síð- an att gegn mesta glæpamanni heims, Claw (Rupert Everett), sem hefur ekkert minna í huga en heimsyfirráð. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bióhöllin: Runaway Bride Saga-bíó: Konungurinn og ég Bíóborgin: October Sky Háskólabíó: Instinct Háskólabíó: Bowfinger Kringlubíó: South Park... Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: Út úr kortinu Stjörnubíó: Hlauptu, Lola, hlauptu 1 7 3 4 6 1 9 W t3 16 19 Lárétt: 1 jörð, 5 lána, 7 eykst, 9 dæld, 11 karhnannsnafii, 13 kærði,14 hrúgi, 16 blaut, 18 hlutverkið, 19 æsta. Lóðrétt: 1 fúgla, 2 einnig, 3 skipalægi, 4 renningur, 5 mýkra, 6 matarveisla, 10 fuglar, 12 bogna, 15 nögl, 17 þrengsli, 18 næði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 dokk, 5 bál, 8 ófarir, 9 suð, 10 álit, 11 hraka, 12 ei, 13 umlaði, 15 lá, 16 lausn, 18 alúð, 19 rak. ** Lóðrétt: 1 dós, 2 ofúr, 3 kaðall, 4 kráka, 5 blaður, 6 ári, 7 lotinn, 11 hula, 12 eisa, 14 mál, 17 að. Gengið Almennt gengi LÍ 04.11. 1999 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tolinengi Dollar 71,220 71,580 71,110 Pund 117,260 117,860 116,870 Kan. dollar 48,510 48,810 48,350 Dönsk kr. 10,0570 10,1120 10,0780 Norsk kr 9,0410 9,0910 9,0830 Sænsk kr. 8,6170 8,6650 8,6840 Fi. mark 12,5731 12,6487 12,6043 Fra. franki 11,3965 11,4650 11,4249 Belg. franki 1,8532 1,8643 1,8577 Sviss. franki 46,4900 46,7500 46,7600 Holl. gyllini 33,9230 34,1268 34,0071 Þýskt mark 38,2224 38,4520 38,3172 ít. lira 0,038610 0,03884 0,038700 Aust sch. 5,4328 5,4654 5,4463 Port escudo 0,3729 0,3751 0,3739 Spá. peseti 0,4493 0,4520 0,4504 Jap. yen 0,679500 0,68360 0,682500 írsktpund 94,921 95,491 95,156 SDR 98,530000 99,13000 98,620000 ECU 74,7600 75,2100 74,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.