Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Page 8
fréttir LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 1999 Ógnvekjandi afbrotamisseri 16 ára pilts sem loks er kominn inn eftir alvarlegt hnífstungumál: Framdi afbrot eftir afbrot og gekk laus 2 dögum eftir ofbeldisrán í sumar fékk hann skilorösbundinn líkamsárásardóm Lögreglan í Reykjavík er aö kanna möguleg vistunarúrræði fyr- ir 16 ára pilt sem varö uppvís að því að stinga rúmlega tvítugan mann, aðfaranótt miðvikudagsins, framdi tvö rán í sumar, var dæmdur fyrir líkamsárás í júní og á inni annað kærumál hjá lögreglu vegna líkams- árásar - líka á þessu ári. Ungi maðurinn er vistaður í gæsluvarðhaldi í fangelsinu við Skólavörðustíg - í húsnæði sem hvorki er ætlað fyrir gæsluvarð- haldsfanga og allra síst afbrota- menn. Byrjaði á líkamsárás Tiltölulega skammur sakarferill piltsins er ógnvekjandi. 17. desem- ber framdi hann likamsárás í félagi við annan pilt á bílastæði við versl- un 10-11 við Arnarbakka. Piltarnir höfðu fengið stúlku til að fá meint- an skuldunaut þeirra út á bílastæði þar sem þeir réðust svo á hann með því að skalla hann, veita honum hnefahögg og a.m.k. eitt spark. Tvær tennur fómarlambsins brotn- uðu eða fóru úr og fékk pilturinn einnig heilahristing. Héldu tæplega sextugri konu Þann 21. júní í sumar framdi þessi 16 ára piltur rán með öðrum félaga sínum i sölutuminum við Óð- instorg 5. Þá var tæplega sextugri afgreiðslukonu skipað að afhenda peninga úr kassa sjoppunnar. Þegar hún ætlaði að grípa hafnaboltakylfu var henni ýtt í gólfið og haldið þar fastri. Umræddur piltur opnaði þá peningakassann og tók úr honum 16 þúsund krónur og hirti svo hátt í tvö karton af sígarettum og eitthvað af vindlum. Aðeins tveim- ur dögum eftir ránið við Óðins- torg var kveðinn upp dómur í máli piltsins vegna árásar- málsins uppi í Breiðholti í des- ember. Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. En vegna ungs aldurs og þess að pilturinn hafði ekki hlotið refsingu áður ákvað dómarinn, sem auðvitað hafði þá enga vitneskju um sekt piltsins í ráninu, að skil- orðsbinda refsinguna fyrir líkams- árásina. Rán strax eftir dóm Þrátt fyrir þennan dóm var pilt- urinn ekki af baki dottinn. Þann 7. júlí, aðeins tveimur vikum eftir Óð- instorgsránið, var pilturinn aftur á ferð - í vopnuðu ráni við Ofanleiti 14 - þá með félaga sínum úr Óðins- torgsráninu auk tveggja annarra sem komu við sögu. Þrír af piltun- um réðust með hulin andlit á 38 ára verslunareiganda sjoppunnar við Ofanleiti - þeir voru vopnaðir hníf og klaufhamri þegar þeir skipuðu manninum að afhenda peningana úr kassanum. Einn þeirra sló til eig- andans með klauf- hamrinum og hrifs- aði af honum skjalatösku sem hann bar. Taskan er talin hafa inni- haldið 40-60 þúsund krónur í peningum, happaþrennur og greiðslukort sem fé- lagarnir fjórir deildu með sér. Umræddur 16 ára piltur hefur viðurkennt hlut sinn í ránunum tveimur. Það mál er þegar komið í dómsmeðferð. Endar á tilraun til mann- dráps? í fjórða lagi er lögreglan enn með til meðferðar kærumál á hendur sama pilti fyrir líkamsárás sem líka var framin á yfirstandandi ári. Að síðustu er svo málið sem kom upp aðfaranótt miðvikudagsins. Loksins þá var pilturinn tekinn úr umferð. Samkvæmt þessu er ljóst að lög- reglan hefur ekki haft úrræði til að stöðva þennan sakapilt við brota- starfsemi sína. Það er eins og brota- og félags- málakerfið vinni alls ekki saman í heild. Fyrst frem- ur maður- inn líkams- árás og þar á eftir rán. Nokkrum dögum eftir ránið er hann dæmdur fyrir lík- amsárásina en fremur svo annað ofbeldis- rán. Samt fær piltur- inn að ganga laus. Það var ekki fyrr en hann var búinn að fremja afbrot þar sem fjórn- arlambið gat allt eins látist að hann var stöðvaður af. Það sorglega er að eina ástæðan fyrir því að hann er þá tekinn úr umferð er sú að árás- in var svo alvarleg að loksins þá heimUuðu lögin að hann yrði tek- inn úr umferð. Þá var fullorðinsúrræði notað og pUturinn úrskurðaður í gæsluvarð- hald. DV hefur heimUdir fyrir því að dómarinn sem kvað upp úr- skurðinn hefði í fyrstu ekki verið hlynntur því að úrskurða pUtinn vegna ungs aldurs - hann hafi ekki viljað heimUa að loka hann inni með fuUorðnum brotamönnum. En eins og áður segir er lögreglan að kanna úrræði um vistun fyrir pUt- inn - að hann verði tekinn úr um- ferð en verði vistaður á stað sem hæfir ungum aldri hans. Ekki er útilokað að ákæruvaldið gefi honum að sök tUraun tU mann- dráps þegar upp verður staðið - Fréttaljós Úttar Sveinsson Tæpir tveir sólarhringar liðu frá því að Óðinstorgsránið var framið þangað til dómur var upp kveðinn í árásarmáli. Vettvangur við Óðinstorg. Þar fór hinn 16 ára piltur inn og rændi. Tæplega sextugri konu var haldið niðri. Ofbeldis- og ránsferill 17. desember Arnarbakki við \erslun 10-11 Líkamsárás. Ræöst a 16 ára pilt í félagi viö anrian Þeir sRáfla hann og kýla þannig að fórnarlambiö missirtennurr Oöinstorg 5 Rán í söluturn þar serri tæplega sextugri koniu er haldið og peningar teknir. Héraðsdómur Dómur upp kveðinn í líkarhsárásarmálinu. Skilorðbundin refsing. Ofanleiti 14 Vopnað rán í söluturni þar sem eigandinn er þarinn með hamri í höfuðið. 40-60 þúsundum stolið. 3. nóveml Hafnarstra^ Lífshættuleg atlaga með veiðihníf að rúmlega tvítugum manni. 16. nóvember Logreglan Rannsókn á fimmta o1 piltsins vegna líkamsáras

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.