Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Síða 12
/ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 JD"V 12 Qtlönd Bræðurnir sem valda háum blóðþrýstingi Nú velta menn því fyrir sér hvort allur vindur sé úr Hillary. Uppljóstranir um áhættuspil bræðra hennar eru jafnvel taldar ástæða jjess að hún hefur ekki enn tilkynnt um framboð sitt til öldungadeildarinnar. Bræðurnir valda því að blóðþrýstingur ráðgjafa í Hvíta húsinu fer hækkandi. A myndinni er Hillary að blása á kerti á afmælistertu á samkomu til fjáröflunar fyrir væntanlega kosningabaráttu hennar. Símamynd Reuter Notfæra sér ættartengslin Samtímis því sem menn velta því fyrir sér hvort Hillary ætli að hætta við framboð sitt til öldungadeildar- innar aukast áhyggjur manna af því hvernig bræðurnir hafa nýtt sér ættartengslin. Fylgi helsta keppinautar Hillary, Rudolphs Giulianis borgarstjóra í New York, hefur farið vaxandi. Hill- ary þykir því hafa ástæðu til að ótt- ast að hegðun bræðra hennar kunni að bætast við annað bitastætt í pólítiskt vopnabúr hans. Frá því að bræðurnir, Tony, sem er 45 ára fyrrverandi fangavörður og nú- verandi íjárfestingaráðgjafi, og Hugh, sem er 49 ára lögmaður, bjuggu sam- an í piparsveinaíbúð í Flórída hafa þeir komið sér á framfæri i Was- hington. Þeir hafa kynnst fjármálaris- um og erlendum leiðtogum sem með vináttu við bræðurna eygja leið að valdamesta manni heims. Bræðurnir kyrrsettir En eftir að Rodham-bræðurnir flæktust í net valdamanns í Georg- íu, sem bruggar ráð gegn forseta sem er vinveittur Bandaríkjunum, hafa starfsmenn þjóðaröryggisráð- gjafans kyrrsett þá. Óttast var að viðskipti bræðranna kæmu niður á Hvíta húsinu. Málið hefur verið kallað nýtt Billygate og er þá átt við kreppuna i Hvíta húsinu 1978 þegar Billy, bróðir Jimmmys Carters, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, var sakað- ur um að ganga í leyni erinda Líbý- ustjómar. í brúðkaupsferð með Bill og Hillary Rodhambræðurnir hafa verið umdeildir frá því að þeir gáfu til kynna á fyrstu árum Clintons í Hvíta húsinu hversu nánir þeir væru forsetahjónunum. Þá greindu þeir nefnilega frá því að þeir hefðu farið með Bill og Hillary í brúð- kaupsferð þeirra til Acapulco. Hugh reyndi að komast i sæti öld- ungadeildarþingsmanns fyrir Flór- ída og vitnaði þá oft til „fjölskyldu sinnar“ í Hvíta húsinu. Þær tilraun- ir enduðu hins vegar 1994 þegar í ljós kom að áhugi hans á stjórnmál- um var sennilega lítill. Hann hafði aldrei látið skrá sig sem kjósanda. Tony, sem fyrir fimm áram kvæntist dóttur öldungadeildar- þingmanns frá Kalifomíu í Rósa- garðinum við Hvíta húsið, var i fyrra gagnrýndur fyrir samskipti sín við Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, sem sakaður hefur verið um víðtæk mannréttindabrot. Fyrir tveimur árum kom í ljós að forseti Paragvæ hafði boðið honum 100 þúsund dollara fyrir að koma á fundi sínum og Clintons. Tony seg- ist hafa afþakkað féð. Áhættuspil fyrir austan tjald Þaö var reyndar fyrsta stóra sam- eiginlega áhættuspil bræðranna sem kom þeim í vandræði. Þeir hugðust rækta heslihnetur til út- flutnings til fyrrverandi Sovétlýð- veldisins Georgíu. Hvíta húsinu var gert viðvart, sérstaklega þegar í ljós kom að við- skiptafélagi bræðranna í Georgíu var Aslan Abashidze. Hann nýtur stuðnings Kremlar í pólítískri bar- áttu sinni gegn Eduard Shevardna- dze, forseta Georgíu og bandamanni Bandaríkjanna. Abashidze hefur einnig verið talinn tengjast Grigory Loutchansky, meintum mafiufor- ingja. Starfsmenn Hvíta hússins hvöttu Rodham-bræður til að fara í kurt- eisisheimsókn til Shevardnadze í Tbilisi, höfuðborgar Georgíu, áður Erlent frétta- Ijós en þeir færu til fundar við Abas- hidze. Bræðumir hlýddu og héldu svo til Batumi, bækistöðva Abas- hidzes í vesturhluta landsins. Þar var þeim tekið opnum örmum og skálað lengi og vel við þá. Tony gerðist meira að segja guðfaðir barnabams Abashidzes. Vegna þrýstings frá Sandy Berger, þjóðaröryggisráðgjafa Clint- ons, hættu Rodham-bræður með semingi við viðskiptin við Abas- hidze í september síðastliðnum. Síð- an hefur komið í ljós aö þetta var alls ekki fyrsta sókn Tonys á mark- aðinn austantjalds. Kom á fundi fyrir Luzhkov í Hvíta húsinu Þegar Tony staifaði fyrir tveimur áram sem ráðgjafl fyrir bandarískt fyrirtæki er stundaði viðskipti í Rússlandi kom hann á fundi í Hvíta húsinu fyrir Júrí Luzhkov, borgar- stjóra Moskvu. Fyrirtækið, sem Tony starfaði hjá vonaðist til að komast á krítar-. kortamarkaðinn i Rússlandi og þurfti nauðsynlega á stuðningi Luzhkovs að halda. Og Luzhkov vildi komast á fund Clintons. Tony Rodham bað Berger um aðstoð og á rólegum laugardegi í apríl 1997 sam- þykkti þjóöaröryggisráðgjafinn fund með borgarstjóranum í Moskvu. Forsetinn féllst á að „líta inn á fundinn“. Þetta hefur komið í dagsljósið samtímis því sem menn undrast hik Hillary við að tilkynna formlega framboð sitt. Fyrr á þessu ári sagðist hún myndi tilkynna ákvörð- un sina í október. Eitthvað á seyði „Þegar frambjóðandi dregur það að tilkynna framboð sitt er eitthvað á seyði,“ sagði Dick Morris, fyrrver- andi ráögjafi Clintons, á dögunum. Morris telur eina af ástæðunum fyrir hiki Hillary vera þá að hún óttist að Robert Ray, saksóknarinn sem tók við af Kenneth Starr, ráð- geri rannsókn á þætti hennar í svokölluðu Travel-gate hneyksli í kjölfar brottreksturs starfsfólks ferðaskrifstofu Hvíta hússins. Hvort sem Hillary vinnur sæti i öldungadeildinni eða ekki telja margir að hún muni bjóða sig fram til forsetaembættisins 2004 eða seinna. Takist Rodhambræðrum að halda sig í burtu frá heslihnetum geta þeir vænst hagsældar og vel- gengni um langan tíma. Byggt á Sunday Times Hagstœö kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni. o\\t mil n.hiii)inx °&- -'O/ Smáauglýsingar 550 5000 Ættingjar bandarískra leiðtoga eru frægir fyrir að valda vandræð- um í Hvíta húsinu. Nú era það hins vegar ekki ættingjar sjálfs forsetans heldur bræður forsetafrúarinnar sem valda hækkandi blóðþrýstingi hjá ráðgjöfum forsetans. Yngri bræður Hillary Rodham Clinton, sem kallaðir eru strákarnir í fjölskyldunni, eru litríkir kaup- sýslumenn sem vilja komast áfram og það er langt frá því að tengsl þeirra við Bill Clinton haíi skaðað þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.