Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Page 22
22 mennmg LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 JD'V Astir og vonir á botni samfélagsins Æfingar hafnar á Stjörnum á morgunhimni í Iðnó í Iðnó eru hafnar æfingar á leik- ritinu Stjörnur á morgunhimni eftir rússneska leikskáldið Alex- ender Galín. Sögusviðið er Moskva við setningu Ólympíuleik- anna árið 1980. Fylgst er með per- sónum á botni samfélagsins sem eru sviknar um þátttöku í Ólymp- íugleðinni og dæmdar til þess að húka í köldum kumbalda þegar Ólympíueldurinn fer hjá. Á einni nóttu kynnumst við vonum, ástum og þrám þessara einstaklinga sem standa andspænis sameiginlegum örlögum en bregðast við á ólíkan hátt. í fréttatilkynningu frá Iðnó seg- ir: Verkið er í senn fallegt og átak- anlegt. Það hefur ferðast til flestra leiklistarhátíða Evrópu en verður nú frumflutt á íslandi. Höfundur- inn, sem er leikstjóri að mennt, kom fyrst fram í byrjun áttunda áratugarins og hafa verk hans not- ið mikilla vinsælda víða um heim. Hann fjallar af glöggskyggni um rússneskt samfélag og gagnrýnir hart án þess að dæma. Það er Árni Bergmann sem hef- ur þýtt verkið, leikstjóri er Magn- ús Geir Þórðarson. Höfundur leik- myndar og búninga er Snorri Freyr Hilmarsson Leikarar eru Sigrún Edda Bjömsdóttir, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Margrét Ákadóttir, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Gunnar Hansson og Stefán Jónsson Lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar, sýningarstjóri er Þór- unn Geirsdóttir Tónlist er eftir Skárren ekkert en í hljómsveitinni eru Guðmund- ur Steingrímsson, Frank Hall, Ei- ríkur Þórleifsson og Hrannar Ingi- marsson. Stjörnur á morgunhimni er viðamesta sýningin sem sett hefur verið á svið í Iðnó síðan það var opnað á ný sem menningarhús í maí 1998. Sýningin er sett upp i samstarfi við Leikfélag Akureyrar og verður einnig sýnd á Akureyri. Frumsýning í IÐNÓ 28. desem- ber EITTHVAÐ SKEMMTILEGT í FRÉTTUM í DAG? c Við lækkum verðl Verð áður Verð nú Big Mac™ Stjörnumáltíð 649;- 599;- Barnagamanaskjan 399;- 349,- McSjeik miðstærð 0,4 1 239,- 169,- McSjeik stór 0,51 269,- 199,- ís í bikar með sósu 249,- 149,- ís og eplabaka 249,- 199,- ís í brauðformi 85,- 75,- Kokkteilsósa 70,- 50,- ... og svo kostar McFlurry aðeins 199,- NJOTTU VEL /Y\ McDonaid's I * ■ 1™ Suðurlandsbraut Austurstræti • Kringlan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.