Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Side 27
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 27 Wéttir Síendurtekinn þjófnaður úr þurrkara í Yrsufelli: „Þetta er í fjórða sinn sem fótun- um okkar mæðgnanna er stolið úr þurrkaranum. Fyrst lét þjófurinn sér nægja að taka gallaþuxurnar okkar og spariboli en núna síðast tók hann náttkjólinn minn og aUar nærbuxurnr okkar,“ sagði Svanfrið- ur Bjarnadóttir sem býr í YrsufeUi 3 og deUir þar þvottahúsi með ná- grönnum sínum. „Þetta er tilfinnan- legt tjón fyrir okkur og ég þarf að komast í búð til að kaupa ný fót. Ég kemst bara varla úr húsi vegna þess að ég á ekkert lengur tU að fara í,“ sagði Svanfríður sem reyndi að setja upp miða í þvottahúsinu í Yrsufelli með áskorun tU þjófsins um að skUa fotunum - án árangurs. Svanfríður býr ein ásamt 16 ára gamaUi dóttur sinni sem einnig hef- ur tapað klæðum sínum í þvotta- húsinu í YrsufeUi: „Dóttir min tekur þetta nærri sér. Ég sendi hana niður eftir þvottinum í gær og hún kom grátandi upp aft- ur og sagði mér að búið væri að stela öUu úr vélinni." - Geturðu ekki þekkt fótin þin á nágrönnunum í stigaganginum? „Það getur verið erfitt því þetta eru fót sem yfirleitt eru keypt í Hag- kaupi og framleidd í miklu magni. Það eru aUir í svona fötum hérna. Og ekki get ég beðið fólk um að sýna mér nærbuxumar sem það er í,“ sagði Svanfríður sem enn og aft- ur skorar á þurrkaraþjófinn að skUa fötunum. -EIR Svanfríður við tóman þurrkarann. Einhver annar í nærbuxunum mínum - segir Svanfríður Bjarnadóttir sem kemst vart úr húsi fyrir klæðleysi Fjarkennsla á fullu á Ströndum: i I Nemendur sem hlið við hlið Vera kann að með hugmynd þeirri sem til varð sumarið 1998 um að kannaðir yrðu möguleikar þess að hefja samkennslu í nokkrum greinum í grunnskólunum á Hólma- vik og Broddanesi hafi verið brotið blað í kennslumálum yngri nem- enda grunnskóla þessarar þjóðar til framtíðar horft. Hvar sem mál þetta var reifað fékk það góðar viðtökur og lýstu allir þeir sem það var kynnt þeim vilja sínum að greiða götu þess hvað best þeir gætu. Jákvæð viðbrögð hafa verið mál- inu sú lyftistöng, sem það þarfhað- ist, þvi vandamálin reyndust drjúg- um fleiri og stærri en I fyrstu voru fyrir séð. Má þar meðal annars nefna skort á ljósleiðara eða ígildi hans. Þessar vikurnar, rúmu ári eft- ir að hugmyndin varð til, er hún samt að verða að veruleika en að samstarfi þessu standa fjölmennasti og fámennasti skóli Strandasýslu. Segja má að tímamótastundin hafi runnið upp hinn 24. september síðastliðinn, en þá fór fram formleg prófun á búnaði þeim sem fulltrúar Nýherja höfðu sett upp í báðum skólunum nokkrum dögum áður. Krakkarnir a Holmavík og í Broddanesi horfa hugfangin á, fjarkennslan nær til þeirra og kann að valda byltingu í kennslumálum hér á iandi. Þar er um að ræða tölvu með myndavél, skjávarpa og gagna- myndavél allt mjög fullkomið, „en þó einfalt til notkunar", að sögn Victors Arnar Victorssonar, aðstoð- arskólastjóra Hólmavíkurskóla. í Hólmavíkurskóla er hægt að stjórna sjónsviði myndavélar sem staðsett er í Broddanesskóla og öfugt. Þegar alit hefur verið slípað og sam- an fellt er nánast eins og nemendur í báðum skólum sitji hvert við annars DV-mynd Guðfinnur. hlið. Athygli fréttaritara vakti hvað mynd og þá ekki síst hljóð var skýrt. Fjölmargar stofnanir hafa komið að þessu verki með fjármögnun og fag- legri ráðgjöf. Má þar nefna mennta- málaráðuneytið, Byggðastofnun, Há- skólann á Akureyri, Kennarasam- band íslands svo nokkurra sé getið. Næstu vikumar verða notaðar til æfinga og prófana en formleg fjar- kennsla hefst á vorönn. -Guðfinnur Akur. eyringur! ||l ■ i með fröaskum á miLLi 4 VESTURLANDSVEG^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.