Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 1999 Ingvar hefur lokið þremur sérgreinum f læknisfræði, meltingarsjúkdómum, lyflæknisfræði og lífefnameinafræði. Hann segir fslenska lækna vera lága í vísindastörfum. DV-myndir sús með tíu þá hefðu þeir nálgast það sem ég hafði skrifað. Það rifjaðist upp fyrir mér að það fær enginn stöðu í læknis- fræði á íslandi nema geta rakið ættir sínar til þeirra sem eru á staðnum fyrir. Þannig sýnist mér kerfið virka. Fyrir utan Þorkel Jóhannesson og Helga Valdimarsson þá er al- veg sláandi hversu íslenskir pró- fessorar í læknisfræði eru lágir í vísindastörfum. Það leiðir kannski hugann að því hvort það eru mismunandi hæfileikar sem maðiu- þarf að hafa til að verða prófessor í læknisfræði á íslandi. Ef menn eru góðir vísindamenn sýnist mér ólíklegt að þeir fái pró- fessorsstöðu á íslandi. En stuttu eftir þetta tókum við Bjarni Þjóðleifsson, sem er annar meltingarsérfræðingur, okkur saman og komum þeim rannsókn- um, sem ég hafði skrifað í þennan 50 síðna útdrátt, af stað. Eitt aðal- verkefnið var að nota aðferða- fræði, sem ég hafði þróað hérna í Lundúnum á vissa meltingarsjúk- dóma á íslandi sem við álitum hafa erfðafræðilegan bakgrunn." Dæmigerðir meðai- mennsku- gæjar Rúmu ári eftir að við Bjami byrjuðum á þessum rannsóimum fór Kári Stefánsson að nálgast ís- land. Þá var hann ennþá að koma heim um helgar til að athuga hvort nokkur leið væri að vinna á íslandi. Við Bjarni áttum fund með honum og það kom i ljós að það var gífurleg skörun í áhuga- sviðum okkar.“ Ingvari verður tiðrætt um stöðu Kára á íslandi og þá andúð sem hann hefur orðið fyrir hjá læknastéttinni. „Þetta er öfund,“ segir hann. „Þessir læknar sem eru á móti honum eru dæmigerð- ir meðalmennskugæjar með stórt egó; menn sem ég fæ ekki séð að hafi áorkað einu né neinu. Svo kemur Kári með brillíant hug- myndir og hrindir þeim í fram- kvæmd. Þá sjá allir peninga í stöðunni og missa stjórn á sér. Maður sér þetta líka hér í Bret- landi - hjá leikurum. Þeir eru styrktir mjög mikið þangað til þeir komast á toppinn. Þá þarf að brjóta þá niður. Ég get ekki séð neinar réttlæt- ingar, hvorki siðferðilegar né fjár- hagslegar, gegn gagnagrunninum svo það er ljóst að þetta snýst um persónu Kára. Það hafa allar upp- lýsingar til að koma gagnagrunn- inum saman verið til staðar í tutt- ugu ár. Það hefur ekki hvarflað að einum né neinum að koma þessu á miðlægan grunn eða að- gengilegt tölvuprógram. Ennþá færri hafa séð að það geti verið arðbært að gera þetta, vegna þess að það laðar að fyrirtæki úti í hin- um stóra heimi til að vinna með „decode." Það hafði aldrei hvarfl- að að mér að hægt væri að gera þetta en ef Kári fær þessa hug- mynd, getur hrundið henni í framkvæmd og komið henni á framfæri við erlend fyrirtæki til ágóða þá hlýtur maður að segja: Gangi þér vel.“ Gullmedalía frá breska meltingar- sérfræoinga- félaginu ' Ingvar hefur lokið þremur sér- greinum í læknisfræði; meltingar- sjúkdómum árið 1985, lyflæknis- fræði 1987 og lífefnameinafræði 1991. Hann starfaði hjá CRC til 1991 og stuttu seinna sótti hann um stöð- una á íslandi. Eftir það fór hann til starfa á King’s College i Lundúnum vegna þess að CRC var lokað. Til að byrja með var Ingvar á lífefna- meinafræðideild en fór síðan á lyf- læknisdeild. Leikurinn var auðveld- ur vegna þess að árið 1991 hafði hann fengið gullmedalíu frá breska meltingarsérfræðingafélaginu fyrir rannsóknir sínar. Þá hafði hann uppgötvað fyrsta sjúkdóminn af sex sem hann hefur uppgötvað. Þetta var smágarnabólga af völdum verkjalyfja og hefur verið nefndur Bjamason Disease. Af öðrum sjúk- dómum sem Ingvar hefur uppgötvað er smágamabólga í sambandi við AIDS. „Ég fékk mikinn áhuga á AIDS vegna þess að í Suður-London, rétt hjá King’s College, er stórklínik fyr- ir AIDS og aðra kynsjúkdóma. Ég var í auknum mæli beðinn um að hjálpa þessum mönnum með svaka- legan niðurgang. Á þeim tíma greindust ungir drengir með AIDS og dóu á tveimur árum, aðallega út af niðurgangi og lystarleysi. Það er mjög erfitt að lýsa því hvað þetta var hræðilegt. Þarna vom 15-17 ára strákar, vel vaxnir og stæltir íþróttamenn sem hmndu á tveimur áram og litu út eins og þeir kæmu úr fangabúðum nasista. Ég lagði talsverða vinnu í að finna út úr því hvers vegna þeir færu svona iÚa út úr þessum veik- indum. Það rannsóknarverkefni tók fimm ár og vorum við búnir að ná þeim árangri að sjúklingar okkar vora hættir að deyja úr rýrnu. Á svipuðum tíma og við vorum búnir að ná þessum árangri kom nýja lyf- ið, HART, sem var beint gegn vírusnum, heldur honum í skefjum þannig að i dag fer enginn á AIDS stigið. Þegar fólk er HIV smitað fer það strax á lyfjameðferö og ég hef séð fáa deyja síðastliðin 4-5 árin.“ Eins vel menntaður og Sæmund- ur froði Fyrir tveimur áram var Ingvar veitt D.Sc. (Doctor of Science) nafnbót sem er æðsta viðurkenn- ing sem hægt er að hljóta í bresk- um háskóla. „Þá sagði ég nú við Bjama Þjóðleifs að hann þyrfti að leita aftur til Sæmundar fróða til að finna betur menntaðan íslend- ing,“ segir Ingvar glettnislega en þar með var ekki öll sagan sögð því 1. september síðastliðinn var honum veitt prófessorsstaða við King’s College læknaskólann og var þá líklega orðinn fyrsti íslend- ingurinn til að hljóta prófessors- stöðu í læknisfræði við breskan háskóla. „Það skemmtilegasta við þetta,“ segir Ingvar, „var að netpósturinn hjá mér fylltist. Menn óskuðu mér til hamingju og sögðu að loksins hefðu þeir skipað „human being" (mennska veru) í stöðuna." Nú? „Já, þegar þú sérð breska pró- fessora þá eru þeir allir eins. Það er eins og þeir séu klónaðir. Þeir eiga allir sama bakgrunn, koma allir úr einkaskólum, eru allir mjög sjálfsuppteknir og hafa eng- an áhuga á því sem aðrir eru að gera. Þeir tala helst ekki við starfsmenn sína.“ Eftir að dómnefnd á íslandi úr- skurðaði Ingvar í 3. sæti yfir hæf- ustu umsækjendur um prófessors- stöðu á íslandi fóru umsóknir til læknadeildar sem hunsaði dóm- nefndarálitið og bauð Ingvari stöðuna. „Þeir gerðu það sem skynsemin sagði þeim að gera en dómnefndarálitið nægði til þess ~ að mér var ljóst að þessa stöðu gæti ég ekki tekið.“ Hver er staðan núna? Gætirðu hugsað þér að flytjast heim? „Nei, ekki lengur, og það er að- allega út af elsta syni mínum, Steinari. Hann er mjög þroska- i heftur, andlega og líkamlega, og þegar ég sótti um var hann sautján ára. Við vorum þá búin að ! koma honum á mjög gott heimili hér og fengjum aldrei sambærilegt heimili fyrir hann á íslandi. Það yrðu of miklar breytingar fyrir hann. Þær aðstæður sem hann ' j hefur hér í Bretlandi eru miklu betri en ég hef séð nokkurs staðar á Norðurlöndum. Síðan er konan mín skosk og hefur engan áhuga á að flytjast til íslands og ekki held- ur yngri synir mínir, Ingi og Alex- ander. Fjölskyldan er sest að hér í Lundúnum." y -sús r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.