Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Qupperneq 42
>54 trimm LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 % Disney's Magic Artist. Læröu aö teikna ^yrieö Mikka mús. Nóvember: 13. Stjörnuhlaup FH n IHefst kl. 13 við íþróttahúsið Kaplakrika, Hafnarfirði. Vega- ■ lengdir, tímataka á öllum vega- lengdum og flokkaskipting, | bæði kyn: 10 ára og yngri (600 | m), 11-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 | ára, 40 ára og eldri (5 km). All- | ir sem Ijúka keppni fá verð- laun. Upplýsingar gefur Sigurð- ur Haraldsson í síma 565 1114. I Desember: 4. Álafosshlaup n Hefst við Álafoss-kvosina, Mosfellsbæ. Skráning á staðn- um og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 10:30. S Vegalengdir: 3 km án tímatöku : hefst kl. 13, 6 km hefst kl. 12:.45 | og 9 km hefst kl. 12.30 með | timatöku. Allir sem Ijúka j keppni fá verðlaunapening. Út- 1 dráttarverðlaun. Upplýsingar j; veitir Hlynur Guðmundsson i I síma 566 8463. 31. Gamlárshlaup ÍR m Hefst kl. 13 og skráning frá kl. 11. Vegalengd: 10 km með | tímatöku. Flokkaskipting, bæði j kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára, I 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, jj 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upp- lýsingar gefur Kjartan Ámason 1 í sima 587 2361 og Gunnar Páll | Jóakimsson í síma 565 6228. 31. Gamlárshlaup UFA n Hefst kl. 12 við Kompaníið j (Dynheima) og skráning frá kl. 11-11.45. Vegalengdir: 4 km og 10 í km með tímatöku. Flokkaskipt- ing, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára (4 km), 16-39 ára (10 | km), 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára j og eldri. Upplýsingar UFA póst- hólf 385, 602 Akureyri. Uppskeruhátíð hlaupahóps Fjölnis Það eru ekki mörg ár síðan þessi tími ársins var nánast óvirkur hjá iðkendum almenningshlaupa, en á því hefur orðið töluverð breyting. Margir hlaupahópar á landinu æfa nú allan ársins hring og starfsemin er með líf- legasta móti. Einhver öflugasti hlaupahópur ársins er sá sem kennd- ur er við íþróttafélagið Fjölni í Graf- arvogi. Þar æfa nokkrir tugir hlaupara stíft árið um kring, undir forystu íþróttakennarans Erlu Gunn- arsdóttur. Um síðustu helgi var haldin upp- skeruhátíð hjá Fjölni og var hún með óvenjulegum hætti. Var þar verið að halda upp á vel heppnað hlaupaár og öfluga starfsemi klúbbsins. Efnt var til félagshlaups laugardaginn 30. októ- ber síðastliðinn og mættu þar til leiks nánast allir iðkendur úr Fjölnishópn- um. „Á slaginu klukkan 16 hófst upp- hitun fyrir hlaupið, undir handleiðslu Karls Bridde, en hann var að sjálf- sögðu í sérstaklega hönnuðum klæðn- aði fyrir daginn," segir Kristján Ágústsson, einn úr Fjölnishópnum. „Karl lék á als oddi i upphituninni og heyrst hefur að hann hafi í kjölfar- Umsjón ísak ðm Sigurðsson idge ið náð 10 ára samningi sem með- stjórnandi Erlu í Fjölnishópnum. Klukkan 16.15 var hlaupið af stað frá íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi í átt að Mosfellsbæ. Fyrsta stopp var í 20 mínútur við ána Korpu. Þar biðu hlauparar úr hópnum, Kiddi, Guð- mundur og Hjörtur, með margar gerð- ir af óvenjusterkum orkudrykkjum og Hinir snoppufríðu Gummi og Kiddi úr hlaupahópi Fjölnis báru ábyrgð á drykkjarstöðvum á leiðinni og báru fram gómsætan hákarl frá Sigga Hólm. manns. Að loknu borðhaldi, um klukkan 22, tók hljómsveit hússins við og skemmti til klukkan eitt eftir miðnætti. Enginn þurfti að hafa áhyggjur af heimferð því rúta beið eft- ir öllum og keyrði þreytta en ánægða hlaupara til síns heima í Grafarvogin- um,“ segir Kristján. -ÍS Upphitun hlaupahóps Fjölnis í fullum gangi, undir handleiðslu Karls Bridde. kæstan hákarl frá Sigga Hólm. Þegar hlauparamir nálguðust drykkjarstöðina var skotið upp tlug- eldum af stærstu gerð af ásettu ráði. Fyrir ári, þegar sambærilegt hlaup fór fram, gerðust þau mistök að hópurinn hljóp fram hjá drykkjarstöðinni því hún hafði verið færð aðeins til. Eftir gott spjall í kulda og trekki var haldið af stað og nú varð sjávarleiðin fyrir valinu." Samkvæmisleikir „Næsta drykkjarstöð var við Sundlaug Mosfellsbæjar þar sem hlauparamir héldu áfram að ná úr sér hrollinum. Að loknu hlaupinu fóru allir í heita pottinn sem varð ansi þétt setinn. Þegar hlaupararnir voru búnir að hita kalda kroppa var Gautur fljótur að narra fólkið í bráð- skemmtilega samkvæmisleiki milli karla og kvenna. Konurnar rúlluðu þar körlunum upp og vora greinilega í betri æfingu. Að lokinni dvölinni í heita pottinum var keppt í reiptogi milli Hamra- og Foldahverfis og ann- að liðið vann! Á eftir fóru allir þátttakendur í sitt finasta púss og stelpurnar tóku sér góðan tima í fórðun og hárlagningu á meðan strákamir dreyptu í rólegheit- um á sterkum orkudrykkjum. Hópur- inn fór síðan allur saman í Álafoss Best, gamla Álafosshúsið í Mosfells- bænum. Þar var tekið vel á móti stelp- unum og þær hlaðnar veglegum gjöf- um. Matur var borinn fram, glæsilegt pastahlaðborð og lasagna fyrir 70 ^ ^ DV efnir til teiknisamkeppm rneðal krakka á grunnskólaaldri. >4 Viðfangsefnið er jólakort DV cj og þurfa innsendar myndir m i M 3ð vera í sterkum litum V og tengjast jólunum. Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV1999. evð\aun í boðí fyrirjQ/., BT býður vinninga Skilafrestur er til laugardagsins 20. nóvember nk. Utanáskrlft er: DV-jólakort, Þverholti 11, 105 Reykjavík Teiknimyndin vinsæla Pöddulíf með íslensku tali . layStation eikjatölvan með stýripinna 'sem hristist í rákveðnum leikjum og leikurinn Hercules. Úrspil í hæsta gæðaflokki í gegnum árin hafa komið fram á sjónarsviðið fiöldi bridgemeistara sem virðast hafa haft sjötta skilning- arvitið þegar komið var að úrspili erf- iðra samninga. Oftar en ekki voru sagnir þeirra í fmmstæðari kantinum og þvi þurftu þeir að spjara sig í úr- spilinu. Flestir þeirra vom mjög vakandi yfir öllum viðbrögðum andstæðing- anna og höföu það sem kallað er í dag „table presense". Margir halda að það sé ekki heiðar- legt að fylgjast með viðbrögðum and- stæðinganna við sögnum og spila- mennsku en það er hinn mesti mis- skilningur. Hins vegar gera menn það á eigin ábyrgð og séu þeir blekktir með aug- ljósum viðbrögðum verða þeir að taka afleiðingunum. Mér detta nokkur nöfn i hug í þessu sambandi, Skotinn Irving Rose, Pakistaninn Zia Mahmood, Bretinn Tony Forrester, Kanadamennirnir Eric Murray og Percy Sheardown, Jó- hann Jónson frá Siglufirði, Benedikt Jóhannsson, Guðmundur Sveinsson og sjálfsagt margir fleiri. Ég rakst á gott dæmi um daginn en þar var Kanadamaðurinn Sheardown í aðalhlutverkinu. Sheardown var upp á sitt besta á sjötta áratugnum og var þá fastur maður í landsliði Kanada, eins og Murray og Sammy Kehela. Skoðum það. S/N-S 4 ÁKG983 *D4 ♦ K109 * K2 * D1065 »3 * D5 * 1098543 * 72 «*KG97 7632 4 DG7 4 4 «>Á108652 ♦ ÁG84 * Á6 Með Sheardown í suður, þá gengu sagnir á þessa leið: Suður 1 hjarta 2 hjörtu 4 tíglar 5 spaðar Vestur pass pass pass pass Norður 1 spaði 3 spaðar 4 grönd 6 hjörtu A1 Það fór ékki fram hjá Sheardown að austur hikaði við þegar norður sagði sex hjörtu og aðeins örlaði á svipbrigðum. Vestur spilaði út laufatíu og blindur var ekki mjög upp- örvandi. Trompliturinn var heldur götóttur og þar fyrir utan þurfti að finna tíguldrottninguna. Sheardown drap á ásinn heima og spilaði strax litlu trompi á drottnínguna. Austur drap á kónginn og spilaði meira laufi. Nú spilaði Sheardown trompi og svín- aði áttunni. Síðan kom spaði á ás og spaði trompaður. Þá kom tigull, lítið, tían og aftur var spaði trompaður. Nú var tígulgosa spilað, drottning og kóngur. Nú var staðan þessi: 4 KG9 ♦ - * 985 4 - OÁ10 ♦ Á8 * - Nú var tígulníu spilað og síðan spaðakóngi. Austur gat trompað og lent strax í trompbragðinu, eða kastað tígli og frestað endastöðunni um einn slag. Áhorfendur voru yfir sig hrifnir en Sheardown lét sér fátt um finnast. Hann stóð upp frá borðinu og sagði: „Fyrirgefðu, félagi. Ég hefði átt að segja þrjú grönd við þremur spöðum." Stefán Guðjohnsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.