Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Side 45
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 57 Ferðaþjónusta eins og best verður á kosið DV, Borgarnesi: Mikið er um sögustaði í nágrenni Borgarness og margir möguleikar á stuttum skoðunarferðum um Borg- arfjörð eða bæinn sjálfan. Upplýs- ingamiðstöðin á staðnum hefur á boðstólum margs konar skoðunar- ferðir um bæinn í fylgd með leið- sögumanni. Bærinn stendur á há- lendu nesi innarlega við norðan- verðan Borgarfjörð. Vestan við nes- ið gengur grunnur vogur, Borgar- vogur, inn úr firðinum. Bæjarstæð- ið er fallegt og útsýnið upp í hérað- ið til jöklanna, Snæfellsnessfjalla, Hafnarfjalls og Skarðsheiðar er ein- stakt. Borgames byggðist úr landi Borgar á Mýrum. í Egilssögu er það nefnt Digranes. Þar rak á land kistu Kveld-Úlfs, fóður Skalla-Grims. Samkvæmt Egils sögu varð það til þess að Skalla-Grímur byggði bæ sinn að Borg. Innan bæjarmarka Borgarness eru nokkur örnefni sem tengjast Eg- ils sögu, s.s. Kveldúlfshöfði og Kveldúlfsvík, enn fremur Skalla- grímsdalur og Brákarsund, þar sem sagan segir að Brák, fóstra Egils, hafl þreytt sund fyrir lífi sínu forð- um daga. Skallagrímsgarður er í Skallagrímsdal, í miðjum kaup- staðnum við aðalgötuna. Kvenfélag- ið hefur haft veg og vanda af garðin- um, sem er mikil staðarprýði. Borgarnes í þjóöbraut á ný Á siðari helmingi nítjándu aldar hófust siglingar með vörur til Borg- arness og varð þar löggiltur verslun- arstaður árið 1867. Stendur enn verslunar- og íbúðarhús skammt upp frá Brákarsundi, reist árið 1877. Þar er nú rekin veitingasala í upp- gerðu húsinu. Siðar var gerð bryggja í Brákarey sem er lítil eyja, tengd landi með stuttri brú yfir Brákarsund, og varð Borgarnes þá um skeið mikilvæg miðstöð í sam- göngum milli landshluta. í dag er engin útgerð í Borgamesi og er það eini bær landsins, sem liggur að sjó, sem svo er ástatt um. Borgames er því eitt af fáum bæjar- félögum hérlendis sem vaxið hefur án þess að sjávarútvegur væri aðal- uppistaða atvinnu. Að visu var nokkuð um smábátaútgerð um skeið en afkoma heimamanna bygg- ist að mestu leyti á verslun, sam- göngum og þjónustu og á síðari árum einnig iðnaði. Með byggingu n~r Fallegt útsýni er víða í Borgarfiröi og gaman aö fara í skipulagðar skoöunarferöir um Borgarnes og Borgarfjörö í fylgd meö leiösögumanni. ingar um ferðina upp í Borgames ætti að koma við í Galleríi Hönd. Þar era fallegir listmunir til sölu sem heimamenn hafa búið til. -DVÓ Wiesbaden fyrir óperu- unnendur Netklúbbur Flugleiða stendur fyrir einstakri ferð til Wiesbaden 18.-21. nóvember. Þar gefst félög- um í klúbbnum færi á að kynn- ast menningarflóru borgarinnar Íá bökkum Rínar. Þetta er þriggja daga ferö þar sem flogið er frá Keflavík til Frankfurt og ferðast þaðan til Wiesbaden. Verð á mann er 41.270 i tvíbýli. Farið verður á uppfærslu á Carmen í Staatstheater Wiesbaden, farið í skoöunarferð um næsta ná- grenni borgarinnar og fleira. Fararstjóri er óperusöngvarinn Guðbjöm Guðbjörnsson sem er staðkunnugur í Wiesbaden. Sætaframboð er takmarkað og aðeins bundiö við félaga í Net- klúbbi Flugleiða. Ekki er hægt að panta gegnum síma eða á ferðaskrifstofum félagsins. mmammmmMmmmmimtmmmm Horft yfir Borgarnes. Borgarfjarðarbrúar má segja að Borgames sé komið í þjóðbraut að nýju og hefur atvinnulíf á staðnum og þar með ferðaþjónusta eflst tölu- vert við það. Rútuferðir sex sinnum á dag Sæmundur Sigmundsson sérleyf- ishafi sér um rútuferðir frá Reykja- vík og Akranesi upp í Borgames og um Borgarfjörð sex til sjö sinnum á dag. Hægt er að gista á Hótel Borg- arnesi eða Móteli Venusi sem er við brúna. Auk þess er hægt að fá far- fuglagistingu, heimagistingu eða gista á tjaldsvæðum í bænum. íþróttaaðstaða í Borgamesi er ein Skíöi og ítalska í Piancavallo í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM 6.-13. febrúar fyrir alla aldurshópa, byijendur og lengra komna. sú besta á landinu. Glæsileg 25 metra útisundlaug með heitum pott- um, rennibraut og öllu tilheyrandi stendur gestum til boða, einnig gras- völlur til knattspymuiðkunar, góð frjálsíþróttaaðstaða og margt fleira. Merkilegt safnahús Safnahús Borgarfjarðar er í Borg- amesi. Þetta merkilega safn er í senn bókasafn, byggðasafh, listasafn, nátt- úrugripasafh og skjalasafn og enginn sem leið á um Borgarnes ætti að sleppa því að koma þar við. Borgfirð- ingar og Borgnesingar hafa löngum verið lagnir í höndunum og sá sem langar til að eiga eitthvað til minn- Frá fossinum Giymi, hæsta fossi landsins, sem er í Borgarfirði. jKr. 90.900], Innifalið: Beint leiguflug til Veróna, flugvallaskattar, akstur milli flugvallar og skíðastaðar á Ítalíu, gisting, fullt fæði, ítölskukennsla, skíðakennsla, skíðapassi, skíðaleiga, snjóbrettaleiga, kynnisferð til Veróna og ýmis afþreying. Aðeins þessi eina ferð - takmarkaður sætafjöldi Staðfesta þarf bókanir fyrir 1. desember. v Ferðaskrifstofa studenta Sími 5 700 800 fax 5 700 811 studtravel@fs.is www.ferdir.fs.is Munið að nota Atlas-ávísunina til að lækka ferðakostnaðinn. OATLAS^ &

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.