Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Fréttir DV Sýslumaðurinn á Akureyri fjallar um mál konu sem bjó á Möðruvöllum: Séra Torfi kærður í öðru líkamsárásarmáli Óleyst mál Halldór Bjömsson, formaður Eflingar, segir að enn séu óleyst erfið deilumál í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar, í Mjólkur- stöðinni svo og deila ræstingafólks. Hann er fullur bjartsýni. RÚV greindi frá. - nýdæmdur í öðru máli. - Ég svara því ekki neitt, sagði presturinn um nýju kæruna Sýslumannsembættið á Akureyri er með til meðferðar líkamsárásar- kæru á hendur séra Torfa Hjaltcdín Stefánssyni frá konu sem hefur á síðustu árum búið á Möðruvöllum þar sem séra Torfl hefur þjónað sem prestur. Séra Torfi var nýlega dæmdur til skilorðsbundinnar fang- elsisrefsingar í öðru líkamsárásar- máli þar sem hann var sakfelldur fyrir að ganga í skrokk á Hlín Agn- arsdóttur leikstjóra í sumarbústað í Borgarfirði í september síðastliðn- um. Hlín er að kanna réttarstöðu sína vegna forsíöufyrirsagnar í Séð og heyrt þar sem séra Torfi segist hafa hafnað konunni kynferðislega. „Ég svara því ekki neitt,“ sagði séra Torfi í gær aðspurður um „nýju“ líkamsárásarkæruna á hend- ur honum. Árásimar sem kært er fyrir áttu sér stað á árunum 1998 og ‘99. Kæran fyrir umrædda atburði var lögð fram eftir að Hlín lagði fram sína kæru vegna atburðanna í Borgarfirði. Lögreglan og sýslu- mannsembættið á Akureyri hafa frá því seint á síðasta ári haft kærurn- ar til meðferðar og má búast við að ákærumeðferð ljúki innan tíðar. Bariö, sparkað, hálstak og kinnhestur í máli Hlínar Agnarsdóttur var séra Torfi ákærður fýrir að hafa tekið hana hálstaki, bcirið höfði hennar við gólf, sparkað í kvið hennar, bak og fætur og eftir að Hlín veitti honum kinnhest hefði hann tekið hana aftur hálstaki, lamið höfði hennar ítrekað í gólfið, snúið upp á handlegg hennar, staðið ofan á henni og sparkað í læri hennar og síðu. Jafhframt var hann ákærður fyrir að hafa dregið Hlín fram og til baka á ökklunum. Dómurinn komst aö þeirri niður- stöðu að séra Torfi hefði gerst sekur um að hafa veitt henni þá áverka sem fram komu í ákærunni. Þeir voru eft- irfarandi: Eymsli og mar við eyra, bólgur og verkir í öxl, mar á upphand- legg, sprunga í vör, eymsl í úlnlið og fram í þumal, eymsli, mar og bólga á framhandlegg auk marbletta á mjöðm- um og læri. Séra Torfi viðurkenndi Torfi Hjaltalín Svarar engu um nýja líkamsárásarkæru á hendur honum. fyrir dómi að til átaka hefði komið á miili hans og Hlínar - hann kvað lýs- ingu hennar fjarri lagi en vildi þó ekki lýsa þeim að öðru leyti en því að Hlín hefði átt upptökin. Hann tók ekki fýrir að hafa veitt Hlin áverkana en taldi það ólíklegt. Dómurinn komst engu að síður að afdráttarlausri niðurstöðu um sakfeO- ingu samkvæmt ákæru. Auk hinnar skilorðsbundnu fangelsisrefsingar var maðurinn dæmdur til að greiða Hlín 157 þúsund krónur í miskabætur og út- lagðan kostnað. Stirö samskipti við marga Séra Torfi hefur um margra ára bil átt í erfiðum og stirðum samskiptum við ýmsa, s.s. tvo biskupa, sóknar- nefnd, sóknarböm, aðra presta og fleiri. Biskupsstofa hafði oft og tíðum reynt að leita sátta. Séra Torfi lokaði á tímabili kirkju sinni gagnvart kirkjulegum athöfnum sem aðrir prestar óskuðu eftir að framkvæma. Séra Torfi býr enn að Möðruvöll- um. Hann sagði starfi sínu engu að síður lausu áður en dómur í máli hans og Hlínar gekk og eftir að bisk- up veitti honum áminningu sem þó sneri á engan hátt að umræddum lík- amsárásarkærum heldur samskipta- málum í kirkjunni. Séra Birgir Snæ- bjömsson, fyrrverandi sóknarprestur í Akureyrarprestakalli, sinnir nú tímabundið hefðbundnum kirkjuleg- um athöfnum í Möðruvallapresta- kalli. -Ótt Móa og Eyþór Arnalds: Keyptu íbúð á 32 milljónir - fasteignamarkaöurinn að brjálast „Það voru settar 30 milljónir á íbúðina og ég var að vona að hægt væri að lækka verðið en þá kom ann- ar sem bauð á móti mér og við það hækkaði hún,“ sagði Eyþór Amalds, forstjóri Íslandssíma, sem var að festa sér íbúð við Háteigsveg 32 ásamt Móeiði Júníusdóttur, eiginkonu sinni. íbúðin er 300 fermetrar, hæð og ris með bílskúr. „Fermetraverð er þó lægra þarna en víða annars staðar Móa og Eyþór Arnalds Flytja af Leifsgötunni á Háteigsveg. Háteigsvegur 32 Slegist um efri hæö og rís. Skoraö á pólinn Hér sést leiö þeirra Ingþórs Bjarnasonar og Haralds Arnar Ólafssonar frá ís- landi á noröurpólinn. Eftir aö hafa lagt aö baki marga langa áfanga í háloft- unum er nú aöeins síöasti spölurinn eftir: á aö giska 1000 kílómetra göngutúr í návígi viö óheft náttúruöfl noröurheimskautsins. sem ég þekki til. En þetta leiðir hug- ann að þeirri spennu sem er á fast- eignamarkaðnum. Nú er svo komið að fasteignablaö Morgunblaðsins er eiginlega orðið úrelt þegar það kemur út vegna þess að flestar eignimar sem þar eru auglýstar eru seldar þegar blaðið kemur út,“ sagði Eyþór og spáði því að fasteignasala á Netinu myndi stóraukast vegna þessarar þéttu eftirspumar. „En fólk má ekki halda að ég sé eitthvað ríkur. Við Móa eigum ágæta hæð og ris við Leifsgötu og ég vona bara að það verði jafn mikill slagur um hana eins og þessa.“ -EIR Pólfararnir út á ísinn: Kúrsinn tek- inn í hánorður Ingþór Bjamason og Haraldur Öm Ólafsson lögðu af stað fótgangandi í gær, um tíuleytið í gærkvöld að ís- lenskum tíma, frá Ward Hunt-eyju áleiðis á norðurpólinn. Þeir gera ráð fyrir að ná takmarki sínu eftir tvo mánuöi, eða 10. maí. Veður var stillt á Ward Hunt í gær, himinn var heiðskír og úti var 45 gráða frost. Að sögn Halls Hallssonar, sem á sæti í stjórn leiðangursins, voru þeir Ingþór og Haraldur Örn vel upplagðir. „Þeir vom spenntir og fullir eftir- væntingar," sagði Hallur í gærkvöld. íslensku pólfaramir höfðu lagt upp flugleiðis frá Resolout klukkan sex að morgni í gær eða á hádegi að íslensk- um tíma, tveimur tímum síðar en áætlað var. Þá áttu þeir fyrir höndum sex tíma flug til Ward Hunt en mikill mótvindur var leiðinni. Auk þess þurfti vélin að miOilenda i Eureka til að bæta við eldsneyti og tafði það for þeirra enn frekar. Með leiðangursmönnum í fluginu voru þrír Svíar sem einnig hafa sett stefnuna á norðurpólinn en hyggjast ná þangað tíu dögum fyrr en íslend- ingamir. Er Ingþór og Haraldur höfðu yfir- gefið flugvélina laust eftir hádegi að staðartíma tóku þeir strax kúrsinn í hánorður og gengu rösklega til móts við síðdegismyrkur norðurheim- skautsins. -GAR Álagning óbreytt Vegna umræðna um þróun mat- vöraverðs vilja forsvarsmenn Baugs hf. vekja athygli á að álagning Baugs er svo gott sem óbreytt á milli ára. í al- þjóðlegum samanburði era tölur árs- reikninga um álagningu og framlegð svipaðar hjá Baugi og Wal-Mart í Bandai'ikjunum. Tvöföld ýsa Verð á ýsuflaki hefur tvöfaldast á síðasta áratug, eða hækkað um 98 pró- sent, á meðan önnur matvæli hafa ým- ist lækkað eða hækkað í verði um 5 til 15 prósent. Bylgjan greindi frá. Grænn styrkur Hinn Græni her Ij Stuömanna fékk í ■mpa fyrra næsthæsta V styrk sem veittur f) '**' M var vegna átaks í I framleiðslu og mark- aðssetningu vist- vænna og lífrænna landbúnaðarafurða. 15 miiyarðar á 7 Stjómarflokkamir hafa náð saman um tilboð rikisins til bænda í sauðfjár- samningum. Bændur vildu meira og í gærkvöldi rikti óvissa um hver niður- staða samninga yrði. Samningurinn nær til sjö ára og mun kosta ríkið 15 milljarða króna. Dagur greindi frá. Hætta vegna flúors Mælingar hafa verið gerðar á flúor í Hekluösku, snjó og leysingavatni eftir rigninguna laugardaginn 4. mars. í ljós kom, eins og við mátti búast, að regn- vatnið hefur skolað flúorinn vel úr ösku sem er ofan á snjónum (0-2,3 PPm). Þrjár konur Tímamótafundur var haldinn á Norðfiröi í gær að sögn Fréttavefsins, sem flytur fréttir af Austurlandi, en þá mættu allir þrír kvenráðherrar Fram- sóknarflokksins þar á almennan stjómmálafúnd. Mbl. greindi frá. Ríkisstjórnin mun á næstu mánuö- um láta fara fram sérstaka athugun á tekjuskatti einstaklinga og staögreiöslukerfinu til aö liöka fyrír gerö kjarasamninga. Veröur m.a. far- iö yfir kosti þess og galla aö fjölga skattþrepum. Rannveig Sigurð ardóttir, hagfræðing ur hjá Alþýöusam- bandinu, segir af mesta óánægja Al- þýðusambandsins með yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar sé --------___ með það að greiðslur almannatrygginga skuli ekki hækka meira. Mbl. greindi frá. Sex og ofbeldi Samkvæmt rannsóknum doktors Díönu Russel, prófessors við Mills Col- lege í Oakland í Kalifomíu í Banda- ríkjunum, er skýrt samband milli kláms og ofbeldis. Hún mun flytja fyr- irlestur um rannsóknir sínar, sem hún hefur lagt stund á síðustu 30 ár, í Iðnó klukkan 2 í dag. -ja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.