Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 31
„Leiksýningin okkar um Shake- speare eins og hann leggur sig hefur það göíuga markmið að skemmta fólki og ef það hefur tekist þá erum við glöð,“ segir Benedikt Erlingsson, leik- stjóri sýningarinnar, um leið og hann hagræðir hnakknum á hesti sínum, Kjarki. Við erum staddir i hesthúsi í Víði- dal þar sem Benedikt er með tvö af sín- um hrossum, hinn unga Kjark, sem er ættlaus gæðingur frá Kolbeinsá á Ströndum, og hina ráðsettu 17 ára Rós- hildi sem jafnframt var fyrsti hestur- inn sem Benedikt eignaðist. Það er stillt veður og kalt og borgin er fjarri því héðan sést til Bláfjalla sem liggja hvítfext og skínandi fram á lapp- ir sínar við sjónarrönd og skarpir hófaskellimir á freranum svífa yfir umferðardyninn. „Ég finn frið í hesthúsunum og í fé- lagsskap með hestunum minum,“ seg- ir Benedikt. „Það er jarðbundið strit að moka undan hrossum. Þetta er líf sem er ekkert loft í. Það er heilsteypt og gott og oft kærkomtn tilbreyting frá leik- húsinu." Vildi verða bóndi Benedikt eignaðist Róshildi sem laun fyrir þriggja sumra vist í Möðru- dal á Fjöllum sem hann segir að hafi haft mikil áhrif á sig og mótað sig á ungaaldri - svo mikið að um hríð fysti Benedikt mjög að gerast bóndi og fór í því skyni í námskynningu á Hvann- eyri. „Svo ákvað ég að læra fyrst að verða leikari en síðan að verða bóndi. Það fannst mér vera rétt röð.“ Við leggjum á og Kjarkur og Rós- hildur tölta frísklega á svellinu sem liggur eins og mara yfir öllum Víðidal. Það nálgast hádegi í stressuðu borgar- samfélagi en í Víðidal stendur tíminn kyrr og snjórinn er svo hvítur að mað- ur sér svart. Benedikt útskrifaðist úr Leiklistar- skóla íslands fyrir 7 árum og hefur síð- an fengist við margvislega hluti. Hann hefúr leikið, hann hefur samið gaman- þætti eins og Fóstbræður með félögum sínum, Hiimi Snæ og Tvíhöfða, og leik- ið í þeim. Hann hefur skrifað handrit og leikið í sýningu sem hét Ormstunga og var byggð á Gunnlaugs sögu orms- tungu og leikstýrt útskriftarverkefni fyrir leiklistarskólann í Malmö í Sví- þjóð, þar sem hann var reyndar gesta- nemandi. Síðast en ekki sist leikstýrði hann sýningu sem nú gengur í Iðnó og heitir Shakespeare eins og hann leggur sig. Þar er brunað gegnum öll verk Vil- hjálms á 97 mínútum sléttum með til- heyrandi ærslagangi. Sýningin er byggð á spunaverki amerískra leikara, þýdd af Gísla Rúnari og staðfærð af Benedikt og leikhópnum. Satten ekki merkilegt „Við sem vinnum í leikhúsi erum skapandi listamenn, ekki túlkandi. Þess vegna tökum við handrit og notum það sem eitt hráefiiið í uppskrift að góðri leiksýningu. Við rífum handrit i spón og notum það sem við getum. Það gerðum við lika við þetta." Er það satt að Benedikt hafi hafnað föstum samningi við bæði stóru leikhús- in á íslandi? „Hvað er þetta? Þú lætur þetta hljóma eins og eitthvert affek. Leikurum í leik- húsi eru margoft boðnir samningar sem þeir taka eðá hafna eftir aðstæðum. Ég hef fengið mörg tækifæri til að gera það sem mér finnst skemmtilegt og það hef- ur ekki rúmast að vera á föstum samn- ingi. Leikarar fá illa borgað að jafnaði og fyrir þann sem hefúr úr nógum verk- efnum að spila skiptir fastráðning engu sérstöku máli.“ Finnst honum meira gaman að leik- stýra en leika? „Leikarinn er listamaður númer eitt í leikhúsinu eins og pabbi segir alltaf. All- ir aðrir sem vinna þar eru aðstoðar- menn hans með einhveijum hætti. Það er mikið álag að leika. Það er erfitt og tekur miklá orku og mikinn kraft frá manni. Mér finnst það of erfitt og fmnst að ég fái meiri tækifæri til að skapa í hlutverki leikstjórans.“ aftur við í hesthúsið. Benedikt hefur oftast verið viðriðinn fyndin verkefni. Er hann óbærilega fyndinn? „Mér finnst fyndnar persónur í leik- húsi leiðinlegar og fyndnir orðaleikir. En ég hef dálæti á fýndnum kringum- stæðum og ég elska það þegar húmor er farinn að taka á sig hættulegt yfir- bragð og maður fer að efast um að maður megi þetta. Þá er gaman. Það er afskaplega mikilvægt fyrir leikarann að vita að áhorfendur séu með honum. Hlátur er algengasta að- ferðin og það er algengast að leikarar noti hann til að kalla á viðbrögð, „mjólki hiátur“ eins og sagt er. Hin djúpa dauðaþögn þegar áhorfandinn fylgist dáleiddur með og gleymir að hósta er ekki síður mikilvæg og hún er sjaldgæfara viðbragð en hláturinn og þess vegna finnst manni hún dýrmæt- ari. Þegar best tekst til færðu bæði þessi viðbrögð og þetta er það sem ég sækist eftir í mínu starfi í leikhúsinu." Fjárkúgun Morgunblaðsins Benedikt er ómyrkur í máli þegar talið berst að starfsskilyrðum leikhúss á íslandi og Kjarkur blæs og tiplar á svellinu undir ræðunni sem er skelegg og ákveðin: „Mig langar til að benda á erfiðleik- ana sem leikhúsið stendur frammi fyr- ir þegar þarf að auglýsa. Ég skora á borgina að koma upp sérstökum stöð- um þar sem gott er að hengja plaköt og auglýsingar án þess að verða sektaður fyrir. Mér finnst að mínir gömlu félag- ar, Helgi Hjörvar og Hrannar B. Am- arsson, sem nú sitja i borgarstjóm, ættu að gera þetta fyrir mig. í öðm lagi ætti leikhúsfólk að standa saman gegn þeirri Sárkúgun Morgunblaðsins sem felst í verðinu á raðauglýsingum um leikhús. Það er ófært að leikhópur sem tekst að kría út styrk neyðist síðan til að borga Morg- unblaðinu bróðurpartinn 1 formi aug- lýsingareikninga. Morgunblaðið fær með þessu móti ákveðinn hundraðs- hluta af öllu fé sem hið opinbera veitir til leiklistar í landinu. Þetta er ófært. í útlöndum gefa blöðin þetta því þau vita að fólk kaupir blöð tO þess að vita hvað er í leikhúsinu.“ Meðan við sprettum af segir Bene- dikt mér frá verkefni sem hann er að vinna að á sviði kvOonyndagerðar og tengist gerð þriggja mynda um sam- band manns og hests. Það er draumur hans að hrinda þessu í framkvæmd en fjárskortur er vandamál. „Ég vO skora á aOa þá sem vOja fjár- festa í list og sá þannig fræjum hins góða að setja sig í samband við mig.“ Hver eignast hvem? Svo höldum við áfram að tala um leikhús og leikstjóm og Benedikt telur upp fyrir mig aOa leikarana sem skreppa á hestbak í fristundum sínum en rekur í vörðumar þegar nefna skal leikkonur á hestbaki. Þetta er greini- lega stráka-karlasport á íslandi þó það sé yfirstéttakvennaíþrótt í sumum öðr- um löndum að sitja hest svo vel fari. Benedikt hefur farið víða um landið á hrossum alla tíð frá því hann var unglingur í Möðradal og fór ríðandi á hestamannamót bæði norður í Skaga- íjörð og suður tO Homafjarðar. „Draumurinn er að eignast jörð þar sem maður gæti haft hrossin og fengist meira við ræktun og þyrfti ekki að vera að leigja sumarbeit. Þá væri mað- ur kóngur í ríki sínu.“ Svo fær hann aOt í einu aðra hug- mynd: „Það má líka segja sem svo að þegar hesturinn eignast mann tO að hugsa um sig þá missa báðir hluta af frelsi sínu. Eins er það með landið. Þú eign- ast kannski land en landið eignast þig líka og þú verður skuldbundinn því tO ævOoka.“ Þegar við rennum ofan úr kyrrðinni í Víöidal á vit hins hraðtOandi borgar- samfélags höfum við verið samvistum í um það bO 97 mínútur. Þetta er ekki Benedikt Erlingsson eins og hann legg- ur sig en partur af honum. -PÁÁ DV-mynd Pjetur im Gorki og gekk nógu vel tO þess að Benedikt er á leið tO Svíþjóðar aftur tO að æfa sýninguna upp tO sýninga fyrir almenning í flutningi sama leikhóps. Hann er lfta að vinna með íslenskum leiklistarnemum og ætlar að setja upp spunaleikrit fyrfr böm með þeim á næstu vikum. „Þegar við erum böm þá megum við aflt og getum aOt. Svo komum við út úr skóianum og getum engan veginn málað mynd, ort ljóð eða samið leikrit. Reglumar era búnar að drepa okkur niður. Fólk er eins og flær. Þær stökkva og hoppa og ef þú setur þær í opna krukku þá stökkva þær oft upp úr henni. Svo setur þú lok á krukkuna og eftir nokkra dynki í lokið þá má opna krukkuna en flæmar munu aldrei stökkva upp úr henni aftur. í LeOdist- arskólanum og í leikhúsinu reynum við ijarlægja lokið sem er ekki þama og vita hvað við getum stokkið hátt.“ Hláturog grátur Við horfúm fyrir ísað EOiðavatnið í sólinni og það standa gufustrókar úr nösum hestanna og timabært að snúa Benedikt Erlingsson segist vera of viðkvæmur til að vera leikari. Hvar er lokið á krukkunni? Benedikt fór tO Svíþjóðar fyrir rúmu ári tO að vinna með Marek Kostrewzki sem þar er skólastjóri og er átrúnaðargoð hans í leikhúsi. Sýn- ingin sem hann setti þar upp með nemunum var Sumargestir eftir Max- Benedikt ásamt nemum á þriðja ári í Leiklistarskólanum sem hann ætiar að spinna barnaleikrit meö. DV mynd: Teitur LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Benedikt Erlingsson á 97 mínútum - hlátur er góður en grátur er verðmætari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.