Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 50
58
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
viðtal
Jóhann segir kaffihús borgarinnar vera vinnustað sinn og skrifstofu en þar situr hann yfirleitt allan daginn og skrifar á ferðatölvuna. Hann bendir á að þetta hafi hann alltaf gert og nefnir í þessu
sambandi þegar hann vann að gerð handritsins fyrir Veggfóður og notaði við það stílabók - ekki ferðatölvu.
Frumsýnir nýjustu mynd sína, Óskabörn þjóðarinnar, í sumar:
Myndi fremja sjálfsmorð
- Jóhann Sigmarsson leikstjóri segir fró lífinu á bak við linsuna
Jóhann Sigmarsson er þrítugur
leikstjóri sem kom fyrst fram á
sjónarsviðiö með kvikmyndina
Veggfóður en Jóhann var annar
tveggja leikstjóra og framleiðenda
myndarinnar ásamt því að skrifa
handrit hennar að mestu. Þetta er
mynd númer tvö í röðinni frá leik-
stjóranum unga, Ein stór fjölskylda,
sem sýnd var í Háskólabíói árið
1995, átti hins vegar ekki eins miklu
fylgi að fagna og sú fyrri en nú horf-
ir í að þriðja mynd Jóhanns, Óska-
böm þjóðarinnar, líti dagsins ljós
seinni part sumars eftir erfiða fæð-
ingu en kvikmyndin hefur verið i
vinnslu síðan 1995. DV lék hugur á
að fræðast um vinnuna að baki
kvikmyndinni, viðhorf Jóhanns til
íslenskrar kvikmyndagerðar ásamt
hugmyndum hans og væntingum til
framtíðarinnar.
Smákrimmamynd
„Þetta er eins konar raunsæis-
gamanmynd sem fjallar um smá-
krimma út frá sjónarhóli smá-
krimmans til sjálfs síns og annarra.
Það má þó segja að þetta séu fyrst
og fremst sjúkir einstaklingar ekki
smákrimmar enda myndu þeir
aldrei fremja afbrot nema í þeim til-
gangi að afla fé til að svala fikn-
inni,“ segir Jóhann þegar hann er
spurður um hvers konar mynd
Óskabömin séu.
í aðalhlutverkum myndarinnar
eru Óttarr Proppé, Grímur Hjartar-
son, Ragnheiður Axel, Davíð Þór
Jónsson, Jón Sæmundur Auðarson,
Þröstur Leó Gunnarsson, Björk Jak-
obsdóttir og Pálína Jónsdóttir en
auk þeirra bregður fjölmörgum
þekktum andlitum fyrir í myndinni
í aukahlutverkum, s.s. Sigurði Páls-
syni ljóðskáldi, Árna Tryggvasyni
leikara, Friðrik Þór Friðrikssyni,
sem er einn af framleiðendum
myndarinnar, og Hjalta Úrsusi, svo
einhverjir séu nefndir.
Gerði fullt af mistökum
Þegar talið berst að síðustu mynd
hans, Einni stórri fjölskyldu, sem
fékk fálegar viðtökur segir Jóhann:
„Ætli mér hafl ekki tekist að gera
eina af ódýrustu myndum íslenskr-
ar kvikmyndagerðar frá upphafl
sem kostaði á bilinu 5 til 6 milljón-
ir. Auðvitað geta slíkar myndir
aldrei orðið fullkomnar. Ég sé hins
vegar ekki eftir neinu. Ég gerði að
visu fullt af mistökum en þetta var
góður skóli og þessi mynd á alltaf
eftir að verða hluti af mér. Ég er
stöðugt að prófa mig áfram og þessi
mynd var bara hluti af því ferli. Ég
á eftir að gera margar lélegar mynd-
ir í framtíðinni en ég á líka eftir að
gera margar góðar sem vega upp á
móti.
Þegar ég var 19 ára, ungur, efni-
legur og óskemmdur, og var að
skrifa handritið að Veggfóðri sagð-
ist ég ætla að vera búinn að gera 3
myndir um þrítugt en enginn trúði
mér. Ég hefði sjálfur örugglega litið
á mig sem sjúkan draumóramann.
Ég var bara heppinn þó að ég hafi
þurft að skapa mér þetta tækifæri
sjálfur þá hefur einhver annar haft
trú á mér líka. Það þarf allavega tvo
til, til að getnaður geti átt sér stað
en þama var fullt af réttu fólki fyr-
ir mig.“
Var í sjóræningjaútgáfu
Jóhann hefur fengist við kvik-
myndir í samtals 12 ár, eða síðan
1988, en kvikmyndaáhugi hans rist-
ir þó mun dýpra.
„Ég er barn af svokallaðri víd- Í9
eókynslóð, ég var bara smákrakki
þegar vídeóið kom fyrst til sögunn-
ar. í fyrstu fékkst ég mikið við að
fjölfalda kvikmyndir með því að
tengja snúru á milli tveggja mynd-
bandstækja og taka upp af einni
spólu yfir á aðra. Með þessu móti
kynntist ég fjöldanum öllum af
kvikmyndum, auk þess að lesa mik-
ið um kvikmyndir sem er gott fyrir
andann og mjög nauðsynlegt öllum
kvikmyndagerðarmönnum.
Ég lék líka í einhverjum stutt-
myndum á unglingsárunum og allt
veitti þetta mér góðan innblástur og
grunn fyrir kvikmyndagerð. Ég
held t.d. að mikið af ungu fólki i
dag, sem er að gera sjónvarpsþætti
og fleira í þeim dúr, viti allt of lítið
um stíla og stefnur í kvikmyndasög-
unni. Þetta fólk er oft að gera góða
hluti en veit ekkert hvort þetta
byggist á gömlum grunni eða hvort
um er að ræða eitthvað alveg nýtt í
heimi kvikmyndanna."
Hef orð á mér fyrir að
gera ódýrar myndir
Jóhann segir auðveldara að gera
bíómyndir í dag en var fyrir 8 árum
þegar hann vann að gerð Veggfóð-
urs. I þá daga var digital-tæknin
Úr nýjustu mynd Jóhanns, Óskabörn þjóðarinnar, en Óttar Proppé leikur eitt af aðalhiutverkunum í þeirri mynd.