Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Side 34
42 imm LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 JjV Grafarvogur Reykjavík Breiöholt Fram undan Mars: 25. Marsmaraþon IHefst kl. 9.30 við Ægisíðu, Reykjavík (forgjafarhlaup, skráning þarf að berast viku fyrir hlaup). Vegalengd: mara- I þon með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- | ing. Upplýsingar: Pétur I. Frantzson í síma 551 4096, sím- boða 846 1756, og hlaupasíða Pé- lags maraþonhlaupara. I Apríl: Í08. Flóahlaup UMF Samhygðar Hefst kl. 14.00 við Félagslund, Gaulverjabæjarhreppi. Vega- lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, 1 bæði kyn: 14 ára og yngri (3 Skm), konur, 39 ára og yngri, 40 ára og eldri (5 km), opinn flokk- I ur kvenna (10 km), karlar, 39 | ára og yngri, 40-49 ára, 50 ára í og eldri (10 km), opinn flokkur [ karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. | Upplýsingar: Markús ívarsson í | síma 486 3318. 20. Víðavangshlaup ÍR og Elkó Hefst kl. 13.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 5 km Ímeð timatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Keppnisflokkar í sveitakeppni •' eru iþróttafélög, skokkklúbbar og I opinn flokkur. Allir sem ljúka | keppni fa verðlaunapening. Verð- laun fyrir 1. sæti i hverjum ald- I ursflokki. Boðið verður upp á kafflhlaðborð eftir hlaup. Skrán- j ing í Ráðhúsinu frá kl. 11.00. Upp- i lýsingar: Gunnar Páll Jóakims- 1 son i síma 565 6228, Kjartan Áma- I son í síma 560 5536 og ÍR-heimilið við Skógarsel i síma 587 7080. 20. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Hefst kl. 13.00 á Víðistaðatúni í I Hafnarfirði. Vegalengdir: 1 km, 1,4 km og 2 km með tímatöku og | flokkaskiptingu, bæði kyn: 5 ára og yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), ; 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, | 19-29 ára, konur, 30 ára og eldri, karlar, 30-39 ára, 40 ára og eldri | (2 km). Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- ingar: Sigurður Haraldsson í síma 565 1114. 20. Víðavangshlaup Vöku Upplýsingar: Fanney Ólafs- dóttir í síma 486 3317. 20. Víðavangshlaup Skeiðamanna Upplýsingar: Valgerður Auð- unsdóttir í síma 486 5530. Maí: 01.1. maí hlaup UFA Hefst kl. 13.00 við Sportver. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku og flokkaskipt- ingu, bæði kyn: 6 ára og yngri (1 km), 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í öll- | um flokkum og allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Skólakeppni. Upplýsingar: Sigurður Magnús- son í síma 898 0468 og 461 1150. 01.1. maí hlaup Fjölnis og Olís Hefst kl. 14.00 við íþróttamið- u stöðina Dalhúsum. Skráning 1 frá kl. 12.00-13.45. Vegalengdir: 1,6 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-18 ára, 19 ára og eldri hlaupa (1,6 km), 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40 ára og eldri (10 j km). Upplýsingar: Jónina ! Ómarsdóttir í síma 899 2726 og Hreinn Ólafsson í síma 587 8152. Marsmaraþon laugardaginn 25. mars: Keppendur komi á sama tíma í mark - segir Pátur Frantzson, formaður Félags maraþonhlaupara Pétur Frantzson, formaður Félags maraþonhlaupara, áætlar að keppendur í marsmaraþoni 25. þessa mánaðar verði í kringum tuttugu og með nýju skipulagi og breyttum rástíma er stefnt að því að keppendur komi nokkurn veginn á sama tíma í mark. fylgjast með úrslitum hlaupsins fyrir sjónvarpsstöðvar landsins því þær geta farið ansi nærri þeim tíma sem keppendur koma í markið. Þessi breyting á skipulagi mars- maraþons er á grundvelli þess að Fé- lag maraþonhlaupara er grasrótar- hreyfing. Vilji hefur komið fram um þessa breytingu meðal félagsmanna og okkur ber að fara að óskum þeirra. Þrátt fyrir erflðan og snjóþungan vetur þá eru hlaupastígar á leiðinni í nokkuð góðu ástandi. Enn er háifur mánuður í hlaup og margt getur gerst á þeim tíma. Ef ekki þá verður bara að hafa það; slæmar aðstæður bitna jafnt á öllum keppendum. Við höfum reyndar alltaf verið heppnir með veðr- ið í marsmaraþoni og ég trúi ekki öðru en að sama gildi i ár. Gæta verð- ur þess að þó að marsmaraþon sé al- vöruhlaup þá er sjaldgæft að menn bæti persónulegan árangur sinn í þessu hlaupi. Það er miklu fremur hugsað sem nauðsynlegur undirbún- ingur undir hlaup sumarsins," segir Pétur. Konum fjölgar Skipuleggjendur hlaupsins telja sig geta farið nokkuð nærri um fjölda keppenda. „Við reiknum með að kepp- endur verði um 20 og þar af vitum við um að minnsta kosti tvær konur. Bryndís Svavarsdóttir verður með að venju og ein eða tvær aðrar eru líkleg- ar. Fyrir nokkrum árum gátum við ekki gert okkur vonir um nema í mesta lagi einn keppanda í kvenna- flokki í maraþoni en nú er algengt að konur séu a.m.k. 2-5 í hverju hlaupi. Hlaupaleiðin verður að langmestu leyti sú sama og undanfarin ár. Gerð hefur verið örlítil breyting uppi í Grafarvoginum. Þegar keppendur koma úr undirgöngum við Olís-bens- ínstöðina í Grafarvoginum í bakaleið- inni verður sveigt til vinstri í stað hægri og hlaupin eilítið lengri leið til að vega á móti styttingu á öðrum hluta hlaupsins á Gullinbrúnni." Hlaupaleiðina í marsmaraþoni má sjá hér til hliðar á meðfylgjandi korti. Daginn sem skráning í hlaupið fer fram (18. mars) verður kynning á til- lögum um merkingu Félags maraþon- hlaupara. „Fram að þessu hefur Félag maraþonhlaupara ekki verið með neitt merki en nú stendur til að bæta úr því. Komnar eru fram einar fjórar tillögur að merki félagsins og þær verða allar sýndar félagsmönnum á skráningardaginn. Þannig geta þeir sem ekki ætla að vera með í mars- maraþoni en vilja hafa áhrif komið og viðrað skoðanir sínar. Skráningar- gjaldið í hlaupið er hóflegt að venju, þúsund krónur á keppanda, og verð- laun verða veitt bæði fyrir sigurveg- ara með og án forgjafar, þrjá efstu í kvenna- og karlaílokki," sagði Pétur að lokum. -ÍS Marsmaraþon er á næsta leiti og að venju verða kynntar nýjungar á hlaupinu. Að þessu sinni verður keppt með og án forgjafar. „Til þess að það sé mögulegt verður að hafa skrán- ingu í hlaupið með viku fyrirvara og skráð verður á tímanum 13.30-16.00 laugardaginn 18. mars. Tekinn verður tími tveggja síðustu maraþonhlaupa hjá keppendum, lagður saman og deilt í með tveimur. Veginn millitími kepp- enda er þannig reiknaður út og dreg- inn frá klukkan hálftvö. Með því móti er reynt að stíla inn á að keppendur komi allir í mark á sama tíma eða þvi sem næst,“ segir Pétur Frantzson, for- maður Félags maraþonhlaupara. „Þannig verða maraþonhaukarnir Pétur Haukur Helgason og Trausti Valdimarsson ræstir klukkan 10.29 að morgni hlaupadagsins. Ingólfur Am- arsson verður ræstur þremur mínút- um fyrr og siðan fer næsti maður 20 mínútum fyrr af stað. Ég geri ráð fyr- ir að fyrsti keppandinn verði ræstur um klukkan 8.30 að morgni en Ingólf- ur Geir Gissurarson verði með þeim síðustu sem ræstir verða í hlaupið. Einhverjir þátttakendur í mars- maraþoni eiga eitt eða jafnvel ekkert maraþonhlaup að baki og þá verður að áætla tíma þeirra. Það gerum við með því að ræða við þá um árangur á æfingum og í styttri hlaupum. Þetta er í fyrsta sinn sem reynt verður að hafa keppnisform með þessum hætti í maraþonhlaupi hérlendis.“ Skemmtilegra fyrir áhorfend- ur Þessi breyting skipulags hefur margt skemmtilegt i för með sér. „Þarna eiga allir þeir rólegu jafna möguleika og þeir sterkustu. Þeir sem fara fram úr einhverjum í hlaupinu vita að þeir eru að bæta sig. Með þessu formi vita þátttakendur að þeir eru með sterkari hlaupara fyrir aftan sig og markmiðið verður að halda þeim fjarri. Hlaupið verður einnig skemmti- legra fyrir áhorfendur því ætla má að hægt verði að sjá alla keppendur hlaupa Fossvoginn, Nauthólsvíkina og Ægisíðuna á tímabilinu 12.50-13.30. Einnig ætti að verða auðveldara að Betti Hlaupaskór í úrvali fyrir dömur og herra. Ókeypis Walk&Run hlaupa- og göngugreining. VINTEFHPOBT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavfk • sími 5 10 8020 • www.intersport.is Hlaupafatnaður frá New Line og Nike. Mars - maraþon 2000 T 40 km# 5 km A x S Undirgöng Göngubrýr Drykkjarstöö Kópavogur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.