Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
Guðmundur Árni Stefánsson tekur ekki formannsslag í Samfylkingu:
1... I prófil
Einar Þor-
steinsson
„Þessi könnun var einskis virði
sem mæling á vilja 7-10 þúsund stuðn-
ingsmanna Samfylkingarinnar sem
kjósa nýjan formann beinni kosningu.
En svona kannanir hafa vafalaust
skemmtigildi og um leið áróðursgildi.
En hún hafði nákvæmlega engin áhrif
á mína ákvörðun. Ég einfaldlega fann,
skynjaði og heyrði með sambandi við
fjölda fólks að ég ætti hljómgrunn. Ég
neita því ekki að ég hef dálítið sam-
viskubit gagnvart þessu ötula stuðn-
ingsfólki mínu.
í þessu samhengi er rétt að komi
fram að auðvitað hugsaði ég um fjöl-
skyldu mína þegar ég tók þessa
ákvörðun. Þó börnin okkar séu alin
upp við þetta og eiginkonan komin á
kaf í stjómmálin í bæjarmálunum í
Hafnarflrði og þau styðji mig 100% til
allra hluta þá vildi ég ekki leggja
meira á þau að sinni. Það er ekki
endilega nauðsynlegt að Guðmundur
Árni sé með í hvert sinn sem kosið er
- eða hvað?“
Guðmundur segir of snemmt að
fjalla um aðra frambjóðendur eða
hverja þeirra hann muni styðja. Hann
telur að þó að einvígi hans og Össur-
ar hafi verið aflýst að þessu sinni þá
geti margt gerst.
Jóhanna óskrifað blað
„Ég svara engu í viðtengingarhætti
um þetta mál. Jóhanna er óskrifað
blað í þessum efnum. Það er ómögu-
legt að segja hvort hún býður sig fram
eða ekki. Nafn Lúðvíks Bergvinssonar
hefur verið nefnt í þessu sambandi en
hann er ungur og efnilegur maður
sem hefur vaxið mjög af störfum sín-
um hér í þinginu síðustu fimm árin.
Ég tel að það sé betra fyrir flokkinn
að það verði kosið um þetta embætti
en formaðurinn verði ekki klappaður
upp að rússneskum hætti. Það myndi
styrkja hann i þeim verkefnum sem
fram undan eru hjá Samfylkingunni
og skapa góða stemningu í aðdrag-
anda stofnfundar. En aðrir óttast ófrið
þegar kosið verður."
En munu ekki einhverjir þrýsta á
þig að styðja Össur opinberlega með
heill flokksins og samstöðu í huga?
„Ég mun styðja nýjan formann til
góðra verka en veita honum aðhald og
gagnrýni þegar það á við. Ég kem
beint framan að hlutunum. Ef Össur
Uppáhaldsleikari: Michae! t
Dougias.
Uppáhaldstónlistarmaður:
Lars Ulrich.
Sætasti stjórnmálamaður:
Hjörleifur Guttormsson.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur:
Ally Mcbeal.
Leiðinlegasta auglýsingin:
Sjúkdómaauglýsingin frá Lífís.
Besta kvikmyndin: Basic In-
stinct.
Sætasti sjónvarpsmaðurinn:
Ragnheiður Clausen.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Ormurinn á Egilsstöðum.
Besta „pikk-öpp“-línan: Ertu
búin að bíða hérna lengi?
Hvað ætlaðir þú að verða?
Bakari.
Eitthvað að lokum: Já.
Guðmundur Arni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé lífsnauðsynlegt takmark flokksins aö
komast í stjórn eftir næstu kosningar. V-mynd GVA
verður kosinn á hann öflugan stuðn-
ing minn vísan. Það hefur ævinlega
verið hispurslaust samband milli okk-
ar. Ég er jafnaðarmaður sem kem inn
í flokkinn „gömlu“ leiðina ef svo má
segja, gegnum flokksstarflð á löngum
tíma úr sveitarstjómarmálum. I mín-
um augum er jafnaðarstefnan lífssýn
og jafnaðarmannaflokkar á Norður-
löndum sem við horfum til hafa yfir-
leitt sótt sína leiðtoga inn í raðir gró-
inna flokksmanna. En sá formaður
sem fylgir hugsjónum jafnaðarmanna
á minn stuðning."
Endurlifa ekki sjálfa sig
Nú hefur vandi Samfylkingarinnar
yfirleitt verið skilgreindur sem for-
ingjakreppa og jafnvel heyrst þær
raddir að rétt væri að leita til foringja
sem horfnir eru til annarra starfa er-
lendis til að leiða flokkinn og Jón
Baldvin oftast nefndur í því sam-
hengi. Kemur slíkt til greina að þínu
mati?
„Þó menn eigi að vera trúir fornum
hugsjónum eiga þeir ekki að endurlifa
sjálfa sig. Mér finnst allt slíkt tal vera
grín. Samfylkingin náði ekki að móta
stefnu sína nógu skýrt fyrir síðustu
kosningar og við guldum þess. Það er
engum einum að kenna, mér allt eins
og öðrum þingmönnum.
Umræðan hefur of mikið snúist um
þessi forystumál en minna um hin
raunverulegu stefnumál flokksins.
Þetta er verkefni sem þarf að leysa.
Forystuhlutverkið er ekki vandamál
heldur verkefni.“
Hefðu Vinstri grænir ekki oröið til
undir forystu Steingríms ef þið heíðuð
afmarkað stefnu ykkar betur?
„Steingrímur og félagar hans ætl-
uðu aldrei að vera með. Það kom fljót-
lega í ljós. Samfylkingin á sér fortíð
sem menn verða að kannast við og
horfast í augu við. í síðustu kosning-
um var of mikið horft til málamiðlana
til að sætta eldri sjónarmið og fyrir
vikið náðum við ekki vopnum okkar.
Við verðum að gæta okkar á því að
vera ekki að reyna að yfirtrompa
flokk eins og Vinstri græna sem er
fyrst og fremst andófsflokkur. Slíkur
flokkur fær á góðum degi 10% fylgi og
það var góður dagur þegar var kosið
síðast."
Ekki hlaupa eftir fráttatímum
Guðmundur segir að ef Samfylking-
in nái ekki að skapa traust fólks á að
hún sé stór og traustur flokkur sé á
brattann að sækja. Hann segir að sá
hópur sem Samfylkingin hefði viljað
ná til sé hinn stóri hópur kjósenda
sem vill sterka og réttsýna flokka en
hefur ekki átt valkosti af því tagi á
vinstri vængnum í íslenskum stjóm-
málum.
„Við megum ekki hlaupa alltaf á
eftir fréttatímum dagsins eða dæg-
urflugum andartaksins. Það er
smáflokkahugsun. Við eigum að
leggja áherslu á stöðugleika og
tryggð okkar við grundvallarhug-
sjónir og fyrri málflutning. Ég var
t.d. afar óánægður með hvemig
margir af okkar mönnum snerust í
afstöðu sinni til Eyjabakkamáls-
ins. Þar vildi ég að orð skyldu
standa og ég hafði stutt þessar
framkvæmdir áður og hélt því
áfram. Alþýðuflokkurinn hefur
alltaf verið í fararbroddi i virkjun-
armálum."
Guðmundur segir að næstu
kosningar séu afskaplega mikil-
vægar fyrir Samfylkinguna.
„Samfylkingin verður að fá að
sanna sig við landstjórnina og af-
sanna þá kenningu andstæðinganna
að hún sé krónískur stjórnarand-
stöðuflokkur sem kunni ekkert nema
hrópa á torgum. Mér finnst að flokk-
urinn eigi að setja sér það skýra
markmið að komast til valda eftir
næstu kosningar. Það á að vera tak-
mark sem við vinnum eftir þangað til.
Ég kann ekkert sérstaklega vel við
mig í stjómarandstöðu til lengri tíma
og mér flnnst að flokkur sem vill
koma einhverju til leiðar eigi að
stefna að völdum, þótt það sé í sam-
steypustjórn sem auðvitað verður.
Þetta er að mínu mati algert úrslitaat-
riði.“
Tóm della
Guðmundur er alinn upp á rót-
grónu krataheimili í Hafnarfirði þar
sem faðir hans var bæjarstjóri og um
tíma þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn
auk þess sem bræður hans tveir,
Gunnlaugur og Finnur, hafa setið á
þingi. Guðmundur drakk í sig stjórn-
mál með móðurmjólkinni og steig
fyrst í ræðustól á flokksfundi Alþýðu-
flokksins 1972,17 ára gamall.
„Ég hélt þá heita ræðu um lækkun
kosningaaldurs.“
Hann leiddi Alþýðuflokkinn í Hafn-
arfirði í bæjarmálum á árunum frá
1986 til 1993 og jók fylgi hans úr 26% í
48%. Hann var ráðherra 1993-1994 en
sagði sig frá ráðherradómi eftir tals-
verða orrahríð.
„Allt það mál var tóm vitleysa og
della sem tekur því ekki að ræða. Það
er að baki en var lærdómsrík
reynsla."
Víl helstfáaðráða
En hvenær hefur Guðmundi þótt
mest gaman í stjómmálum? Hvenær
var blómatíminn?
„Það er erfitt að meta það sjálfur.
Ég hef alltaf verið í stjórnmálum og
pólitík er það eina sem ég kann. Ég
mun verða áfram í eldlínunni fyrir
jafnaðarmenn þar sem mín er mest
þörf. Ég neita því ekki að mér þótti
gaman að koma mínum hugðarefnum
áfram með jafnaðarmönnum í Hafnar-
firði. Mér þótti örvandi og gefandi að
vera ráðherra, þótt það væri umhleyp-
ingasamt, og koma einhverju til leiðar
þar. Staðreynd málsins er sú að ég,
eins og aðrir í stjómmálum, vil auð-
vitað helst fá að stjórna." -PÁÁ
Hann heitir Einar og er í
stjórnmálafræði. Hann
tók þátt í keppninni
fyndnasti maður íslands
og hefur síðan þá lagt
stund á að skemmta
fólki á öldurhúsum bæj-
arins með uppistandi.
Skemmtilegast: Reyna að búa
til börn.
Leiðinlegast: Hlusta á blaöur í
fólki.
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur.
Uppáhaldsdrykkur: Kók.
Fallegasta manneskja (fyrir
utan maka): Bryndís Schram.
Fallegasta röddin: Whitney
Houston.
Fallegasti líkamshluti: Stund-
um brjóst.
Hvaöa hlut þykir þér vænst
um? Gleraugun mín.
Hvaða teiknimyndapersóna
myndirðu vilja vera? Guffi, því
hann er svo mikil fígúra.
Fullt nafn:
Einar Þorsteinsson.
Fæðingardagur og ár:
'28. ágúst ‘76.
Maki: Ófundin.
Börn: Engin.
Einvíginu hefur verið aflýst
1
; - held áfram því pólitík er það eina sem ág kann
i
i „Það er ekkert einfalt svar við því
hvers vegna ég gaf ekki kost á mér.
j Þetta var fyrst og siðast ákvörðun
sem ég tók að vel athuguðu máli. Þótt
ég fyndi góðan og almennan stuðning
! þá verður eldmóðurinn og fullvissan
i að koma að innan. Mér fannst vanta
1 einhvem neista og ákvað því að leggja
ekki á brattann að þessu sinni,“ segir
■ Guðmundur Ámi Stefánsson, þing-
1 maður Samfylkingarinnar, um þá
! ákvörðun sina að gefa ekki kost á sér
til formanns Samfylkingarinnar í
væntanlegu formannskjöri. Fram-
boðsfrestur rennur út næstkomandi
fimmtudag. Fyrir liggur að Össur
Skarphéðinsson sækist eftir embætt-
inu og Margrét Frímannsdóttir, nú-
verandi leiðtogi Samfylkingarinnar,
vill yerða varaformaður.
„Ég hef aldrei óttast baráttu og
hafði kannað jarðveginn og fann að ég
, átti talsvert fylgi. Ég hef áður tekið
l kosningar innan flokka - þá innan Al-
þýðuflokksins. Við Össur árið 1994 og
hafði þá betur. Ég bauð mig fram til
formanns 1996 þegar hann átti öflugan
stuðning fráfarandi formanns, Jóns
Baldvins Hannibalssonar og fleiri. Ég
fór gegn storminum og margir töldu
það óðs manns æði. En niðurstaðan
varð önnur. Sáralitlu munaði. 16 at-
kvæðum ef ég man rétt.“
Skoðanakönnun Gallups meðal al-
mennings sýndi margfalt meiri stuðn-
ing við Össur í embætti formanns en
, Guðmundur Árni hlaut en hann
komst varla á blað. Voru þetta ekki
skýr skilaboð?
j