Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 lk 23 Haukur málaði sig gegnum sorgina þegar hann missti fyrri eiginkonu sína: „Ég mála því þaö er mín aðferð til að tjá tilfinningar mínar. Þetta eru mínar tilfinningar og eina leiðin sem ég kann tii að tjá þær gegnum listina. Ef það er úr- elt list að fást við tilfinningar sínar þá erum við sem manneskjur úrelt líka.“ Aldrei verið í klíkunni Haukur segist vera einfari í hópi listamanna og eiga það sameiginlegt með mörgum sem fást við sköpun. „Ég hef aldrei‘verið hluti af neinum klíkum eða hópum eða tilheyrt neinu sem kaha mætti „myndlistarmafi- una“. Ég sótti einu sinni um inngöngu í Félag íslenskra myndlistarmanna, FÍM, og fékk þar inni en mætti aldrei á fund og hlýt að vera löngu fallinn út af skrám hjá þeim. Ég hef alltaf verið að vinna við listsköpun og lítið gefið mig að félagslifi listamanna." Þetta kom þó ekki í veg fyrir að Haukur ætti þátt í að stofna SÚM, sem er ekki skammstöfun fyrir Samband úngra myndlistarmanna, og átti eftir að koma róti á hugi margra listunn- enda með uppátækjum sínum. SÚM á barnum á Naustinu „Þetta var nú ekki svo flókinn að- dragandi," segir Haukur þegar hann rifiar upp þessa tíma. „Við sátum saman á barnum á Naustinu, ég, Jón Gunnar Árnason, Hreinn Friðfinnsson og Sigurjón Jó- hannsson. Ég stakk upp á því að við héldum saman sýningu sem við gerð- um í Ásmundarsal árið 1964. Upp úr þessu varð SÚM til.“ Haukur segist aldrei hafa verið mjög virkur í SÚM og segir að þetta hafi verið hálfgerð leiðindaklika sem hann átti ekki sérstaka samleið með. Málverkið er alls ekki dautt „Ég hef fyrst og fremst verið að fást við þetta hreina málverk af heiðar- leika og trúmennsku. Það hefur und- anfarin ár borið mjög mikið á lista- mönnum sem eru ekki að fást við hreina myndlist heldur eitthvað ann- að og þeir hafa verið óskaplega dug- legir við að halda því fram að mál- verkið sé dautt. Það má segja að við sem erum að fást við málverkið og vit- um vel að það er ails ekki dautt, held- ur lifir góðu lífi, höfum ekki mótmælt þessari vitleysu nóg og látið setja okk- ur svolítið út af sporinu." Það var fyrir hvatningu Ragnars Kjartanssonar, stofnanda keram- ikverkstæðisins Glits, sem Haukur kynnti sér leirkerasmíði erlendis og vann lengi hjá Ragnari í Gliti en stofnaði síðar sitt eigið verkstæði og framleiddi og seldi leirmuni af marg- víslegu tagi árum saman. ílát undir góðan mat „Ég leit alltaf á þetta sem nytjalist. Ég er sjálfur matmaður og sælkeri og hafði þess vegna alltaf gaman af þvi að búa til ílát undir góðan mat. Mér fannst alltaf að einfaldleikinn ætti að vera þarna í fyrirrúmi og fmnst margt af því ofskreytta dóti sem mað- ur sér á markaðnum í dag vera fjarri mínum smekk.“ Leirmunir Hauks nutu talsverðra vinsælda og lengi vel seldi hann mjög mikið af þeim. Hann fékkst samt alltaf við að mála með fram leirvinnslunni. „Leirinn var mín tekjulind en ég tjáði mig sem listamaður gegnum málverkið. Ég hélt myndunum min- um aldrei eins mikið að fólki en seldi samt alltaf dálitið af þeim. En þær voru mín listsköpun og ég var mál- verkinu alltaf trúr.“ Flutti úr landi Árið 1981 hófst nýr kafli í lífi Hauks þegar hann og Ástrún Jónsdóttir, kona hans, tóku sig upp og fluttu úr landi. Fyrst fóru þau til Bandaríkj- anna þar sem Haukur settist á skóla- bekk á ný og Haukur var viðloðandi keramiknám í tvö ár. „Ég kallaði þetta í gamni upprifjun- arnámskeið fyrir staðnaða keramik- listamenn. Þegar þessu lauk fýsti okk- ur ekki að fara heim aftur svo við ákváðum að endumýja kynnin við Danmörku og fluttum þangað og vor- um búsett í Danaveldi allt til ársins 1994, eða i rösklega 10 ár.“ Haukur fékkst við listsköpun í Dan- mörku og kom sér upp ágætri vinnu- stofu og galleríi í bóndabæ á Norður- Sjálandi sem þau hjónin keyptu og þar rak Ástrún veitingastað. Hún var ekki með öllu ókunnug rekstri en hún hafði rekið verslunina Kúnígúnd á Skólavörðustíg með ágætum árangri heima á íslandi í nokkur ár. En róður- inn var þungur og þau urðu ekki rik af veitingarekstrinum. „Það tekur tíma að skapa nýjum stað nafn og tvö rigningasumur í upp- hafi ferilsins auðvelduðu þetta ekki. Það er rekinn þarna veitingastaður með miklum blóma í dag en við gáf- umst upp og seldum á sínum tíma.“ Listin inn í fyrirtækin Haukur kynntist úti í Danmörku sérstæðu fyrirkomulagi sem danskir hafa á samstarfi fyrirtækja og lista- manna. Það felst í því að á stórum vinnustöðum eru starfandi listaklúbb- ar sem starfsfólk og vinnuveitendur standa saman að. Klúbburinn safnar framlögum í sjóð sem er notaður til listaverkakaupa en einnig er lista- mönnum boðið að sýna á vinnustaðn- um og fylgir þá gjarnan trygging fyrir því að eitthvað verði keypt af lista- manninum. „Þeir hafa áttað sig á því, Danir, að þetta er fyrirkomulag sem er báðum til góðs. Listamaðurinn kemst í sam- band við fólkið og fær að sýna verk sín við oft á tíðum skemmtilegar kringumstæður. Fyrirtækið gefur af sér góða ímynd með því að kaupa fagra list og starfsfólkið verður ánægðara." Undir þessu fyrirkomulagi hélt Haukur sýningar í nokkrum fyrir- tækjum í Danmörku, m.a. Hewlett Packard og Rockwool. Þar er það jafn- an fyrirtækið sem hefur frumkvæðið og býður listamanninum að sýna. Haukur flutti þetta fyrirkomulag heim með sér og hefur hengt upp verk sín hjá nokkrum íslenskum fyrirtækj- um „Ég sýndi í Álverinu, sem var mjög skemmtilegt, og einnig hjá Teymi í Borgartúni og núna hanga verk eftir mig uppi á lítilli sýningu hjá Rikis- endurskoðun. Mér finnst þetta skemmtilegt þó ég þurfl að leggja svolitla vinnu í að kynna þetta fyrir fyrirtækjunum." Föstudagurinn langi Haukur heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum í Grafar- vogskirkju sem ber heitið Föstudagur- inn langi. Þar hanga uppi verk sem eru unnin á handunninn indverskan pappir og má sjá í þeim flestum trúar- legar tilvísanir. Þessi sýning hefur sérstaka þýðingu fyrir Hauk persónu- lega. „Þessar myndir eru mín aðferð til þess að vinna úr sorginni. Eiginkona mín, Ástrún, lést úr krabbameini fyr- ir sex árum, eftir 36 ára hjónaband okkar. Hún lést einmitt á föstudaginn langa og það varð mér mikið áfall sem ég hef verið að vinna úr síðan með því að mála. Þarna er einsemdin og eftir- sjáin sem ég hef upplifað i myndun- um.“ Aftur í föðurhlutverki Haukur flutti heim til íslands við lát Ástrúnar og settist í fyrstu að á Stokkseyri þar sem hann kom sér upp vinnustofu og íbúð en hefur nú flutt í vesturbæinn á ný og býr við Hring- brautina. Tvær kjördætur hans og Ástrúnar eru búsettar í Danmörku en þær ættleiddu þau frá Kóreu árið 1974 og voru meðal fyrstu íslendinga sem það gerðu. „Þetta var mikil gleði á sínum tíma þótt það væri talsverð fyrirhöfn og skriffinnska. Þó útlit þeirra væri framandi í íslensku samfélagi á þeim tíma minnist ég engra fordóma gagn- vart þeim eða okkur.“ Haukur býr með Þóru Hreinsdóttur myndlistarkonu og þau eiga saman fjögurra ára dóttur sem heitir Salka. Er munur á því að eiga kjörbörn og börn sem maður „á sjálfur" ef svo má að orði komast? „Nei, maður elskar þau öll jafnmik- ið. Það er óneitanlega sérkennilegt að vera aftur kominn í fóðurhlutverkið á fullorðinsárum en það veitir mér mikla gleði og hamingju." Auðveldara að deyja Haukur hefur fyrst og fremst feng- ist við málverk síðan hann flutti heim. Hann greip aðeins í leirlistina á ný fyrir fáum árum en komst að þvi að gömul járnsmiðjumeiðsli komu í veg fyrir að hann gæti rennt eins og hann vildi og lagði það frá sér aftur. Hann segir að á heimili sem tveir listamenn halda saman séu tekjur stopular og þegar hann lítur um öxl eftir fjörutíu ára listamannsferil þá eru digrir sjóðir veraldlegra eigna ekki það fyrsta sem hann sér. „Ég segi kannski ekki að listin hafi gert mig að öreiga en það er áreiðan- lega auðveldara að deyja af listinni en að lifa af henni. En það skiptir ekki máli því listin gefur manni svo óskap- lega mikið í staðinn sem verður ekki metið til fjár.“ -PÁÁ • Myndlampl Black Matrix • Nicam Stereo • 100 stððva mlnnl* Allar aðgerðlr á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi fyrir hátalara • Myndlampl Black Matrix • Nlcam • 100 stððva mlnnl* Allar aðgerðlr á • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi fyrir hátalara íslenskt textavarp > 29” 100 Hz black invar skjar • Nlcam 2x20 W magnari Allar aðgerðlr • Textavarp • 2 Scart tengl He; > íslenskur lelðarvísir. skjá in • Myndlampi S. Black Invr • I • Allar aðgerðlr á skjá • 3 Skart teng > Super VHS tengl* Fjarstýring • Fast text Lág www.ormsson . is sj6n br sösu nf»im» i. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri. Kf. V-Hún.f Hvammstanga. Austurland: Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Vélsmiðja hornafjarðar. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík. Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borqfirðinqa, Borqar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.