Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 jjiyndbönd KlLlJNG MIISTIMGI i yndbanda GAGNRÝNI Teaching Mrs. Tingle ★★ Ef ekki fyrir gelgjuna fyrir hvern þá? Umbúðir eru auðveld blekking og á við að vissu leyti um þessa mynd. Spumingin er hvort þetta sé ágætlega heppnuð skopstæling á mynd- um eins og Scream og I Know What You Did Last Summer eða hvort þetta sé nokkuð prýðileg gamanmynd. Myndin segir frá efhalítilli stúlku, Leigh Ann Watson, sem eygir einungis einn val- kost til að komast í framhaldsnám; skólastyrk. Vinkona hennar er Jo Lynn Jordan sem hugsar eingöngu um leiklistarframa í Hollywood og samnemanda að nafni Luke. Öll eru þau fremur venjulegir krakkar í prófstressi. Til sögunnar kemur líka „grýl- an“ frú Eve Tingle. Sérlega orðheppinn kennari sem fær fólk til að langa að hverfa á hjara veraldar fremur en að vera nálægt henni. Sökum ósveigjanleika frú Tingle, óheppni og annarra ástæðna enda ofangreindir þrír unglingar í að ræna frú Tingle. Eins og áður segir gæti þetta verið nokkuð skemmtileg skopstæling á hinum ný- lega stíl unglingahrollvekjunnar. Markið er sett hátt með Katie Holmes og Helen Mir- ren í aðalhlutverkunum. Söguþráðurinn er nokkuð fyrirsjáanlegur og þó hægt sé að brosa öðru hveiju að myndinni hittir hún ekki beint í mark sem gamanmynd. Afþrey- ingargildi er prýðilegt vilji maður ná léttu hugsunarleysisstigi. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Kevin Williamson. Aðalhlutverk: Helen Mir- ren, Katie Holmes, Jeffrey Tambor, Barry Watson, Marisa Coughlan, Lix Stauber, Molly Ringwald og Vivica A. Fox. Bandarísk, 1999. Lengd: 96 mín. Bönnuð innan 12 ára. -GG japjécs' ,?Ífl Love Kills ★★★ Girnd og ágirnd Ástin er ávallt vinsælt efni og myndin Love Kills fer léttilega með flækjur hennar. Hver flækjan býður upp á aðra þar til endarnir virðast óleysanlegir. Ástin er þó alls ekki eina viðfangsefni myndarinnar heldur er þar aðallega um að ræða svik og pretti. Myndin segir frá Syiviu, hinni léttgeggjuðu, og tugt- húslimnum Poe. Þau, eins og margir aðrir, ágirnast peninga og til að eignast þá stunda þau svik. í því skyni kemur Poe sér í kynni við Heiss-fjölskylduna og þá að- allega hina tiltölulega nýlegu ekkju, konu komna að miðjum aldri. Allir í Heiss- fjölskyldunni agnúast út í hver annan og telja sig eiga rétt á flölskylduarfmum. Upp úr þessu tvinnst skemmtileg flétta svika og græðgi. Myndina prýðir ágætistónlist og fínir leikarar. Margir örsmáir hæðnishnútar eru hér og þar samvafðir inn í söguþráðinn og út kemur létt gamanmynd. Eng- inn stórleikur er þó hér á ferðinni en prýðileg erkitýpísk persónusköpun og húmor halda myndinni uppi. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Mario Van Peebles. Aðalhlutverk: Alexis Arquette, Daniel Baldwin, Loretta Devine, Louise Fletcher, Donovan Leitch, Mario Van Peebles, Melvin Van Peebles og Lesley Ann Warren. Bandarísk, 1998. Lengd: 91 mín. Bönnuð innan 16 ára. -GG Bedrooms & Hallways Hommi í krísu ★i, 1 KIVIH MitrmD SIMON fAttOVV IINHIffí fHIE Áf tf Bsdrooms & Hailways Herbsrqi og qangar Eg man eftir því á unglingsárunum að þegar St. Elmo’s Fire kom í bíó þótti hún flott og merkileg. Þá voru dramatískar og gamansamar myndir um ungt fólk og tilraunir þess til að öðlast hamingju í lífí sinu og samböndum afar fáséðar en nú til dags fáum við nokkrar slíkar á myndbandaleigumar i hveijum mánuði og Bedrooms and Hallways er ein slík. Hugmyndin ein og sér dugar því ekki lengur og mynd sem þessi verður að greina sig frá öðrum á ein- hvem hátt ætli hún að eiga eitthvert erindi til áhorf- enda. Þessi reynir að gera það með samkynhneigð og kynhneigðarruglingi en hún segir frá homma sem verður skotinn í gagnkynhneigðum manni. Fyrir utan nokkur skondin atriði í kringum „karlmennskugrúppu" sem aðal- söguhetjan er meðlimur í, e.k. nýaldarlegri sjálfskoðunargrúppu þar sem menn takast á við karlmennskuna (og fara svo flestir að efast um kynhneigð sína), hef- ur myndin fátt nýtt fram að færa. Sagan líður í gegn án þess að komist sé að neinni niðurstöðu og endar í jafn lausu lofti og hún byrjaði. Hún er því ekki mjög áhugaverð, en leikaramir era nokkuð góðir og sum atriðin fyndin. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Rose Troche. Aðalhlutverk: Kevin McKidd, Hugo Weaving, James Purefoy og Tom Hollander. Ensk, 1998. Lengd: 94 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Body Shots ★ Kynlrf og fyllirí % Þessi mynd gefur sig út fyrir að vera einhvers konar einkennistákn ákveðinnar kynslóðar, mynd- in sem skilgreinir þessa kynslóð, hvorki meira né minna. Um er að ræða fólk nálægt mér í aldri en ekki fannst mér ég eiga mikla samleið með sögu- hetjunum. Samkvæmt myndinni hugsar og talar ungt fólk í dag nánast eingöngu um kynlíf og gerir það með nánast hverjum sem er. Myndin tekur lyrir flóra einstaklinga af hvora kyni og fylgir þeim eftir á rækilegu fylliríi. Flest þeirra enda svo með því að hafa samfarir við hvert annað. Allt saman eru þetta í meira lagi óaðlaðandi persónúr, allavega hefði ég lítinn áhuga á að þekkja þetta lið, og myndin sil- ast áfram í botnlausum leiðindum og vitleysisgangi lengst af. í seinni hlutan- um skánar ástandið svolítið með athyglisverðri nálgun á það þegar ein stelp- an kærir einn strákinn fyrir nauðgun. Fyrh utan Ron Livingston, sem skap- ar svolítið skemmtilegan skithæl, em leikaramir lítið meira en þolanlegir. Myndin tekur stórt upp í sig og þykist vera merkileg en fellur flatt á því. Mestan part er þetta bara langdregin þvæla. Það er þó hugsanlegt að einhveij- ir einmana einstaklingar sem vilja ímynda sér að þeir séu í þotuliðinu hafi gaman af henni. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Michael Cristofer. Aðalhlutverk: Sean Patrick Flanery, Jerry O'Connel, Amanda Peet, Tara Reid, Ron Livingston, Emily Procter, Brad Rowe og Sybil Temchen. Bandarísk, 1999. Lengd: 105 min. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Sumir þurfa að feta erfiða og þyrnum stráða braut til að ná í hlutverk á meðan þau virðast faHa í hendum- ar á sumum. Katie Holmes virðist vera i seinni hópnum. Hún er ung að aldri, 21 árs, en þrátt fyrir það er hún orðin vel þekkt og vinsæl leikkona í HoHywood. Fyrstu skrefin Hún heitir fuUu nafni Kate NoeUe Holmes og er fædd 18. des- ember 1978 í bænum Toledo í Ohi- oríki í Bandaríkjunum. Er hún yngst af fimm systkinum, faðirinn lögfræðingur og móðirin húsmóð- ir. Hún er nokkuð hefðbundin stúlka frá miðríkjum Bandaríkj- anna sem þráði að verða leikkona. Hún lék í fjölmörgum leikritum i skólanum og fékk þar smjörþefinn af því sem hún vUdi gera að starfi sínu en taldi þó ólíklegt að hún ætti nokkra möguleika í hinum stóra heimi sjónvarps og kvik- mynda. Katie tók þátt í alþjóðlegri mód- el- og hæfUeikaráðstefnu og þar taldi umboðsmaður nokkur hana á að reyna fyrir sér í sjónvarpsþátt- um og ákvað hún að láta verða af því. Leiðin lá því tU Los Angeles á vit draumaheimsins HoUywood. Ótrúleg heppni Á meðan Katie var að athuga með hlutverk í hinum ýmsu sjón- varpsþáttum reyndi hún jafnframt að fá hlutverk í nokkrum kvik- myndum. Var hún svo lánsöm að fá hlutverk í mynd Angs Lees, The Ice Storm. Sú mynd hlaut mikið lof og tók handrita- höfundurinn Kevin WUli- amson eftir Ef til viU vita færri að hún hafnaði áður hlutverki Buffy Summers í Buffy the Vampire Slayer tU að ljúka skólagöngunni. Smástirnið rís hátt á stuttum tíma Þættirnir Dawson’s Creek Katie Holmes: Z' A hraðleið upp til stjarnanna Katie Holmes ásamt meðleikara sín- um í Dawson’s Creek. henni i þeirri mynd. Kevin WiUi- amson er einna þekktastur fyrir handrit sín að myndum eins og I Know What You Did Last Summer og Scream. Á þessmn tíma var hann að leita að stúlku í nýja þætti sem hann var að skrifa handrit að, Dawson’s Creek. Katie var þó umhugað mn að ljúka gagnfræðaskólanámi. Hún var þar i aðalhlutverki i skólaleik- riti lokaársnemenda og var svo annt um það að hún hafnaði að koma í frekari prufur fyrir þessa nýju þætti, Dawson’s Creek, en hún hafði þegar farið í. Ástæðan var sú að það var frumsýning á skólaleikritinu einmitt sama kvöld og hún átti að vera í prufu í HoUywood. Einhvem veginn hög- uðu örlögin þessu þó svo að ákveð- ið var að hún gæti komið seinna í þessa prufu og hún hlaut hlutverk Josephine „Joey“ Potter í þáttun- um. náðu töluverðum vinsældum og hlutirnir fóru virkUega að rúUa fyrir Katie. Hefur hún fengið hlut- verk í eftirfarandi myndum síðan: Disturbing Behaviour (1998), Go (1999), Teaching Mrs. Tingle (1999) og Wonder Boys (2000). Árið 1998 völdu frændur vorir Svíar hana píu ársins (Árets Babe 98) í Expressen Fredag og 1999 var hún valin ein af 21 í hópi „heit- ustu“ ungra stjarna undir 21 árs aldri af tímaritinu Teen People í Bandaríkjunum. Áhugavert verð- ur að fylgjast með framvindu leik- ferUs þessarar ungu konu. Nokkuð ljóst er að við munum sjá töluvert meira af henni í framtíðinni. Guðrún Guðmundsdóttir Myndbandalisti vikunnar SÆTl FVRRI VIKA VIKUR A LISTA TITILl ÚTGEF. TEG. 1 1 2 AmericanPie SAMMyndbönd Gaman 2 2 3 General's daughter Háskóiabáó Spaona 3 NÝ 1 1 Wild WUd West Waraer Myndr Garaan 4 3 3 Rimaway bride SAMMyndbönd Garaan 5 4 4 j Never been kissed Skifan Garaan 6 10 2 Lost & found WaraerMyndir Canan J J 7 7 2 J Idle bands j Slufan Spenna 8 6 3 Detrort Rock city Myndfonn Garaan 9 NV 1 j Pusliingtin Skifan Drama 10 5 6 TNeMumny CIC Myndbeod Spenoa U I * « J Efection j CfCMyndbönd Ganun 12 9 7 AiatmtNs WaraerMynár Caaan 13 11 8 1 OfHcespace J Stóan Garaan 14 12 4 RunLoiam Ttjiimtié Spenni 15 15 8 Instínct Myndform Spema 10 14 10 Ttie out-of-townen CKMyndbðnd Garaao J J 17 ‘ Al 10 1 Entrapment Skifan Spenu 18 18 3 Lánbo Skfa Draraa 19 j NV 1 Anotlier day in Paradise Skffan Drama 20 16 5 Infemo Mjndforra Spenu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.