Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 33'%^" lk r Eg hef aldrei velt því sérstaklega fyrir mér hvort einhverjum félli það í geð sem ég er að mála. Ég mála því það er mín aðferð til að tjá tilfinningar mínar. Þetta eru mínar tilfinningar og eina leiðin sem ég kann til að tjá þær gegnum listina. Ef það er úrelt list að fást við tiifinning- ar sínar þá erum við sem manneskjur úrelt líka.“ Þannig lýsir Haukur Dór Sturluson listmálari og leirpottari nálgun sinni að listinni og málverkum sínum. Haukur er nýlega búinn að fá bréf frá opinberri nefnd. Þetta er úthlutunar- nefnd Launasjóðs myndlistarmanna og bréfið, sem er óundirritað og staðl- að, hefst á þessum afdráttarlausu orð- um: „Úthlutunarnefnd Launasjóðs myndlistarmanna hefur fjallað um umsókn yðar um starfslaun lista- manna. Því miður var ekki unnt að verða við umsókn yðar að þessu sinni...“ Haukur er reiður Haukur er reiður vegna þessa bréfs. Ekki aðeins vegna þessa eina bréfs heldur margra annarra sem honum hafa borist á tæplega 40 ára ferli og hafa nær öll hljóðað líkt og þetta. „Ég er ekki að halda þvi fram að ég sé betri listamaður en margir aðrir. Ég vil bara minna á að ég er hérna líka. Ég hef unnið við myndlist og ekkert annað í nærri 40 ár. Á þeim tíma hef ég tvisvar sinnum fengið starfslaun í 3 mánuði í hvort sinn. Ég hef aldrei látið þetta tómlæti fara neitt að ráði í taugarnar á mér. En síðustu þrjú árin hef ég sótt um listamannalaun í tilefni þess að mig langaði til þess að halda nokkurs kon- ar afmælissýningu í tilefni af sextíu ára afmæli mínu á þessu ári. Mig langaði til þess að setja upp sýningu þar sem fólk sæi í hnotskum það sem ég hef verið að fást við í fjörutíu ár, nokkurs konar uppgjör eða yfirlit. Þetta er verkefni sem er mér alger- lega ofviða nema ég fái tO þess íjár- hagslegan stuðning og nú er útséð um að af því verði vegna skilningsleysis og klíkuskapar þessarar nefndar. Ég tel að það sé útbreidd skoðun meðal listamanna að úthlutun starfs- launa sé alltof háð klíkuskap, vinar- greiða og hagsmunapoti en taki lítið tillit til þess hverjir hafa þörf fyrir stuðning á hverjum tima eða eiga hann skilið. Með þessu er ég alls ekki að kasta rýrð á þá sem fá starfslaun því ég er viss um að þeir eru vel að þeim komn- ir. En mér fmnst nóg komið og hlýt að mótmæla." Haukur hefur skrifað úthlutunar- nefndinni bréf og beðið um formlegan rökstuðning við höfnun nefndarinnar á umsókn sinni. Hann segist ekki reikna með að það breyti neinu en hann vilji samt fá skriflega afgreiðslu sinna mála. Járnsmíði á daginn... Haukur Dór fæddist árið 1940 og fór ungur að sýsla við myndlist og ýmis- legt sem að henni lýtur. Hann var þó nógu jarðbundinn til þess að hann lærði jafnframt járnsmíði í Lands- smiðjunni en listnám hans hófst þeg- ar hann, ungur járnsmíðanemi, fór að sækja tima 1 Myndlistarskóla Reykja- víkur sem Ragnar Kjartansson mynd- höggvari rak á þessum árum. „Ragnar var alveg stórkostlegur maður og frábær kennari. Hann gat alveg rifið mann upp þegar maður kom í skólann eftir erfiðan dag í smiðjunni.“ Þama var Haukur um nokkurt skeið og var þar samtíða ýmsum nem- endum Ragnars sem áttu eftir að verða þekktir listamenn, eins og hann sjálfur. Þarna voru t.d. Ragnheiður Jónsdóttir grafíker, Þorbjörg Hösk- uldsdóttir listmálari, Ólafur Gíslason listfræðingur og Jón Gunnar Árnason myndhöggvari, sem lagði reyndar gjörva hönd á list af margvíslegu tagi. Haukur hélt sína fyrstu einkasýn- ingu á teikningum á kaffihúsinu Mokka árið 1962 þegar þessi látlausa háborg menningar- og listalífs í Reykjavík hafði verið opin um skamma hríð. Síðan sigldi hann til náms, bæði í Edinborg College of Art og Kunstakademiet í Kaupmanna- höfn. Haukur Dór Sturluson myndlistarmaöur er reiöur eftir aö honum var synjaö um starfslaun eftir 40 ára starf viö listsköpun. DV-myndir GVA - Haukur Dór myndlist- armaður hefur fengið starfslaun í sex mánuði samtals í 40 ár. Fyrir- huguð afmælissýning sem hann dreymdi um verður ekki að veruleika eftir höfnun enn einu sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.