Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 I3>"V Rauöi-Ken: Folkið elskar hann en flokkurinn hatar hann opinberlega ábyrgð á mistökum sín- um. Livingstone, sem er kennara- menntaður, gekk í Verkamanna- flokkinn árið 1969. Tveimur árum seinna var hann kosinn í sveitar- stjóm í Lambeth. Hann var kjörinn á þing árið 1987 og í nóvember í fyrra tilkynnti hann að hann hefði hug á borgarstjóraembættinu í Lundúnum. Hann fullvissaði menn um að hann myndi fara að leikregl- um flokksins og ekki bjóða sig fram á eigin vegum tapaði hann fyrir mótframbjóðanda sínum, Frank Dobson. En eftir að hafa hugsað sig um í nokkrar vikur ákvað hann að bjóða flokksforystunni birginn. Tony Blair forsætisráöherra ásamt eiginkonu sinni Cherie. Tony óttast aö Rauði-Ken noti tækifæriö til aö grafa undan ríkisstjórninni komist hann til áhrifa í Lundúnum. Frank Dobson, frambjóöandi Verkamannaflokksins, kallar Livingstone lygara fyrir aö hafa svikiö loforöiö um aö bjóöa sig ekki fram á eigin vegum til embættis borgarstjóra Lundúna. Ken Livingstone er uppreisnar- maðurinn sem þorir að bjóða Tony Blair birginn og neitar að beygja sig fyrir flokknum. Það hefur vakið ást fólksins á götum Lundúna á honum og valdið óvinsældum hans innan forystu Verkamannaflokksins. Þeim sem þekkja Ken Living- stone, sem kallaður er Rauði-Ken, kom það svo sem ekki á óvart að hann skyldi bjóða sig fram á eigin vegum til embættis borgarstjóra Lundúna. Hann hefur oft rætt um það hvað honum þyki það ömurlegt að sitja á aftari bekkjunum í neðri deild þingsins án allra raunveru- legra valda til að framkvæma þær þjóðfélagsbreytingar sem hann hef- ur hug á. Livingstone, sem er fæddur 1945, varð einkum þekktur er hann var í forystu fyrir borgarráði Lundúna snemma á áttunda áratugnum. Hann ögraði Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bret- lands, svo mikið að hún lagði að lokum borgarráðið niður. Þjóðlegur og hégómlegur Sjaldan hefur breskur stjórnmála- maður nú á tímum verið jafn um- deildur og Ken Livingstone, einnig meðal flokksbræðra. Sumir segja hann þjóðlegan, frumlegan og með mikla útgeislun. Aðrir segja hann upptekinn af sjálfum sér, hégómleg- an, óáreiðanlegan og ráðskast með aðra. Það leikur þó enginn vafi á því að hann er einn af litríkustu stjórnmálamönnum Bretlands. Þegar Livingstone var í forystu borgarráðs Stór-Lundúna fékk hann heiðurinn af einni vinsælustu ákvörðun sem tekin hefur verið í stjórnmálum í borginni. Hann lækk- aði verð á farmiðum í strætisvagna og neðanjarðarlestir. Ein af umdeildustu ákvörðunum hans í upphafi níunda áratugarins var að bjóða leiðtoga Sinn Fein til Lundúna. Eftir á hefur það verið túlkað sem Livingstone hafi verið á undan samtíð sinni. Afþakkaði boð í brúökaup Díönu og Karls Livingstone notaði einnig stöðu sína til að, berjast fyrir réttindum samkynhneigðra og til að veita ýms- um minnihlutahópum fjárhags- stuðning. Hann vakti auk þess at- hygli þegar hann aíþakkaði boð um að vera viðstaddur brúðkaup Karls prins og Díönu prinsessu. Það jók vinsældir Rauða-Kens meðal Lund- únabúa að hann var vanur að taka Ken Livingstone, Rauöi-Ken, er ýmist sagöur þjóölegur, frumlegur og meö útgeislun eöa hégómlegur og óáreiöanlegur. Rauði-Ken, sem vill verða borgarstjóri Lundúna, er aö minnsta kosti einn litríkasti stjórnmálamaður Breta. Símamynd Reuter Rekinn úr flokknum Þessi ákvörðun Livingstones varð til þess að hann var rekinn úr flokknum um stundarsakir. Þeir flokksfélagar sem styðja hann opin- berlega eiga einnig brottrekstur á hættu. Það er talin brottrekstrarsök að styöja frambjóðanda sem býður sig fram gegn opinberum frambjóð- anda Verkamannaflokksins. Livingstone kvaðst hafa neyðst til að velja á milli flokksins sem hon- um þykir vænt um og lýðræðislegra réttinda Lundúnabúa. Þegar Livingstone settist á þing 1987 áttu bæði stuðningsmenn hans og þeir sem töluðu illa um hann von á því að hann myndi skjótt ryðja sér braut fram á fremstu bekki stjórn- arandstöðunnar. Sagt var 'að Neil Kinnock, sem þá var leiðtogi Verka- mannaflokksins, hefði verið svo hræddur um aö Livingstone sæktist eftir embætti hans að hann hefði varla getað heilsað nýja þingmann- inum. Ljónið þagnaði En ljónið, sem hafði öskrað og herjað í borgarráði Lundúna, þagn- aði í Westminster, það er að segja á mælikvarða Rauða-Kens sjálfs. Nú er það Tony Blair forsætisráð- herra sem er órólegur vegna Rauða- Kens. Blair óttast að Livingstone muni nota tækifærið til að vinna gegn og grafa undan ríkisstjóminni. Samkvæmt skoðanakönnunum í þessari viku sigrar Livingstone auð- veldlega í borgarstjórakosningun- um í maí. 68 prósent Lundúnabúa styðja Livingstone en aðeins 13 pró- sent Frank Dobson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Kjósendur vilja sjálfir ákveða hver eigi að stjórna borginní og þeir eru ekki hrifnir af afskiptasemi frá Down- ingstræti. Steve Norris, frambjóðandi íhaldsmanna, hlýtur 11 prósent at- kvæða en Susan Kramer, frambjóð- andi frjálslyndra, hlýtur 6 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönn- uninni sem gerð var í þessari viku. En það eru tveir mánuðir til kosninga og þegar er hafm hörð barátta. Dobson kallar Livingstone lygara þar sem hann sveik loforð sitt um að bjóða sig ekki fram á eig- in vegum. Blair segir hins vegar af- leiðingamar verða hörmulegar fyr- ir Lundúnabúa sigri Livingstone. Guð hlýtur að vera íhalds- maður Borgarastjórakosningamar í Lundúnum hafa frá fyrstu stundu verið martröð fyrir Verkamanna- flokkinn. Þegar kjósendur ganga að kjörborðinu 4. maí næstkomandi verður flokkurinn klofinn. Það gæti leitt til sigurs frambjóðanda íhalds- manna, Steves Norris, þrátt fyrir að Lundúnir séu vígi Verkamanna- flokksins. Livingstone nýtur fylgis bæði kjósenda Verkamannaflokksins og frjálslyndra en einnig meðal íhalds- manna sem vilja valda Blair vand- ræðum. Steven Norris var í vikunni ákaf- lega ánægður með óháð framboð Livingstones. „Þetta sannar að guð er til og að hann hlýtur að vera íhaldsmaður," sagði Norris í viðtali við BBC. Ýmsir eru að minnsta kosti á þeirri skoðun að framboð Rauða- Kens verði lyftistöng fyrir vinstri vænginn í Verkamannaflokknum. Meira að segja ihaldsmaðurinn John Redwood segir að flokkurinn sé of hægri sinnaður fyrir sinn smekk. Byggt á Independent, BBC, Aftenposten o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.