Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Wðtal 59 ekki komin til sögunnar og ein- göngu notast við spólurnar. Ein spóla, sem rúmar um 10 mínútur af efni, kostar hins vegar 30 þúsund krónur og því er um verulegar fjár- hæðir að ræða þegar kemur að því að taka upp heila mynd á spólur. í dag, eftir að digital-tæknin hefur rutt sér til rúms, má aftur á móti kaupa spólur fyrir 1000 krónur sem rúma 90 mínútur af efni og síðan er hægt að færa það efni sem notað verður í myndinni yfir á gömlu spólumar. - Hvernig hefur þér gengið að fá fjárframlög fyrir nýjustu mynd þína?“ „Það hefur gengið ágætlega. Fyrst fékk ég styrk frá Evrópusjóði handritshöfunda, síðan 10 miUjónir frá Kvikmyndasjóði íslands í gegn- um Kvikmyndasamsteypuna og loks aðrar tvær milljónir frá Kvik- myndasjóði tveimur árum seinna. Hollenskir fjárfestar hafa séð um að fjármagna afganginn en myndin mun að öllum líkindum kosta rétt undir 50 milljónum þegar allt er talið. Ég vona bara að Kvikmynda- sjóðurinn beri traust til mín, sér- staklega þar sem ég hef orð á mér fyrir að framleiða myndir á lágu verði. Mér finnst að við verðum fram- leiða myndir sem kosta lítið þvi þær gefa manni mikla reynslu um leið og þær kosta lítið. Mér finnst það reyndar ótrúlegt með suma kvikmyndagerðarmenn sem hreyfa ekki á sér rassgatið án þess að fá styrki upp í topp. Ef mig langar að gera kvikmynd þá geri ég hana, hvort sem peningar eru fyrir henni eða ekki og ef ég rek mig á þá er það i lagi. Ég læt hjartað, þrjósk- una og heimskuna ráða.“ Myndin einn grautur í hausnum á mer - Nú hefurðu verið með myndina í vinnslu sl. 5 ár. Er það ekki lang- ur tími fyrir eina mynd? „Það er auðvitað ekki eðlilegur vinnslutími en það eru margar hliðar á þessu máli og í mörg hom að lita varðandi framleiðslu á einni mynd. Ég skrifaði handritið átta sinnum á ámnum ‘95 til ‘97 en tök- umar sjálfar stóðu yfir frá septem- ber ‘97 til september ‘98. Síðan þá er ég búinn að vera að bíða eftir því að lokavinnsla myndarinnar fari fram hjá Kvikmyndasamsteyp- unni en til þessa hafa nokkrar myndir verið á undan í biðröðinni. Ég var í fyrstu auðvitað ekkert hress með þetta en svo fór ég að hugsa að það þýddi ekki að æða áfram heldur. Myndin var orðin einn grautur í hausnum á mér og ég var einn af fáum sem vissi hvað sneri upp og hvað niður í þessari framleiðslu. Við lögðum myndina í salt og þá er líka betra að geta skoðað hlutina úr fjarlægð með það í huga hvað megi bæta. Það er líka allt í lagi því hún er tímalaus og eldist ágætlega, hún er ekki beint svona tiskubóla, að ég held. Mynd- in fer svo í hljóðvinnslu i vor og ég er núna að vinna að kynningu Við tökur á myndinni Veggfóðri sem naut mikilla vinsælda en var jafnframt fyrsta mynd Jóhanns. hennar og búa til heimasíðu með upplýsingum um myndina o.þ.h. þannig að þetta er í góðum far- vegi.“ Kvikmyndir ekki list- grein heldur iðnaður Jóhanni flnnst kvikmyndir sem slíkar ekki vera listgrein heldur miklu fremur iðnaður. Þær séu eins og bækur en þó mun flóknari að gerð. „Kvikmyndir samanstanda af sex listgreinum, ljósmyndun, myndlist, leiklist, bókmenntum, tónlist og hljóði, en ég held samt sem áður að myndir eigi ekki að falla undir listgrein, það nenna svo fáir að fara í bíó til að horfa á lista- verk, fólk getur sofið heima hjá sér nema þá kannski menningarvitam- ir. Fólk er frekar að fara í bíó sér til afþreyingar og skemmtunar en ekki til að sjá einhver ódauðleg listaverk. Ef fólk er á þeim buxun- um getur það farið á myndlistar- sýningu eða horft á andlitið á ást- vini sínum, í svona eina kvöld- stund eða svo, og haft það huggu- legt yfir rauðvíni og ostum.“ Um næstu verkefni og framtíð- ina segir Jóhann: „Ég er búinn að skrifa fyrstu útgáfuna af nýju handriti á ensku sem gerist í New York. Þetta er samt allt á byrjunar- stigi. Ég á örugglega eftir að endur- skrifa handritið 8-10 sinnum." Fremdi sjálfsmorð ef mig skorti drifkraftinn Jóhann segist uppfullur af hug- myndum að fleiri myndum og verk- efnum en hafi þó venjulega fyrir reglu að rámi hann óljóst í hug- mynd sem hann fékk viku fyrr hafi hún hvort eð er verið léleg. „Það er stöðugt partí í hausnum á mér og ég hugsa um bíó allan daginn. Ég sé, skrifa og tala í myndum. Ég held að ef ég missti einhvem tím- ann drifkraftinn, sem þarf til að búa til myndir, myndi ég fremja sjálfsmorð. Ég flnn að ég hef þroskast mikið frá því ég byrjaöi að fást við kvikmyndir. Ég hugsa meira út frá hjartanu, hugsa um tilfmningar út frá því sem ég er að gera hverju sinni. Ég hugsa um góða bíómynd sem failega og gáf- aða konu. Svo verðum við bara að bíða og sjá hvemig það skilar sér inn í myndimar mínar, ég er bara með bleiu enn þá.“ -KGP í gerð einangrunarglers fyrir íslenskar aðstaeður. Glerborgargler er íramleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofriunar byggingariðnaðarins. QLERBORG Dalshrauni 5 220 Hafnarfirði Sími 565 OOOO Y EVRÓPA BILASALA Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Fjölskylduvænir 7 manna bílar www.evropa.is Dodge Caravan 2400i Base '97, ekinn 42 þús. km, 5 d. (hliðarhurðir beggja megin), ssk., fallegur bíll. 7 manna. Verð 1.980.000. Honda Civic Shuttle 2200 '99, ekinn 11 þús. km, 5 d., 7 manna bíll, ssk. gríðarlega vel búinn og fallegur bíll. Verð 2.290.000. Tilboð 1.950.000. Dodge Caravan 2400i Base '97, ekinn 38 þús. km, 7 manna bíll, ssk., cruise control, loftpúðar o.fl. Verð 1.790.000. Tilboð 1.550.000. Áhvílandi gott bílalán. Ath. skipti á ódýrari. Frábært úrval af 7 manna fólksbílum, einnig jeppum og jepplingum á gódu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.