Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 57
IXV LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 ^agsönn « Saga Jónsdóttir leikur Rósu. Skækjan Rósa Skækjan Rósa eftir José Luis Martín Descalzo er nú að renna sitt skeið á enda í Samkomuhúsinu á Akureyri og verður brátt að víkja fyrir Tobacco Road næsta verki Leikfélags Akureyr- ar. Síðasta sýning á Skækjan Rósa verður þann 25. mars næstkomandi. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma og viðtökur áhorfenda með miklum ágætum. Helga E. Jónsdóttir er leik- stjóri, Edward Fuglö gerir leikmynd og búninga, lýsingu annast Ingvar Bjöms- son og hljóðmynd gerir Kristján Edelstein. Saga Jónsdóttir leikur eina hlutverk leiksins, skækjuna Rósu sem býr ein á háalofti og ræðir sin hjartans mál við Kristslikneski sem þar er. Hún lætur ýmislegt flakka á hispurslausan og skemmtilegan hátt. Leikhús Jónatan Halaleikhópurinn, leikhópur fatl- aðra og ófatlaðra mun frumsýna nýtt íslenskt leikrit í kvöld kl. 20 í Halan- um, Hátúni 12. Leikritið sem ber nafn- ið Jónatan og undirtitilinn Reyndu að hysja þig upp og bíta báðum gómum í borð lífsins og hanga þar er eftir Eddu V. Guðmundsdóttir og er hún jafn- framt leikstjóri. Jónatan býr í Hátúni og er á leið þaðan að fara að búa sjálfstætt. Hann er orðinn nokkuð hress eftir slys sem olli því að hann er nú í hjólastól, lamaður upp að mitti. Hann hefur ver- ið lengi að ná þeirri heilsu sem hann býr nú að og hefur verið langt niðri, vonlaus og reiður. Það var ekki fyrr en nýlega að aðeins tók að birta til. Hann fékk óvænt verkefni sem er að þýða vissan málaflokk en hann er mikill tungumálamaður. Fram að þessu þótti honum hann einskis nýtur. En þetta verkefni vekur honum von, að hann geti ennþá ýmislegt og þar með líklega spjarað sig í líflnu. Leikritið fjallar um hvernig hann eina kvöldstund reynir að taka þátt í lífinu fyrir utan, hvernig hann kemur sér á milli staða og hvað verður á vegi hans, hvað hann sér og hvað hann upplifir. r Islandsklukkan í Brautartungu í kvöld kl. 21 frumsýnir leikdeild Ung- mennafélagsins Dagrenningar leikritið íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness í Félagsheimilinu Brautartungu í Lundar- reykjadal. Leikstjóri er Halla Margrét Jóhannes- dóttir en aðalhlutverk eru í höndum Sig- urðar Halldórssonar sem leikur Jón Hreggviðsson og Hildar Jósteinsdóttur sem leikur Snæfríði íslandssól. Nítján leikarar taka þátt í sýningunni og að henni koma um fjörutíu manns sem er tæpur helmingur íbúa Lundarreykjadals. Spumingakeppni Hin árleea Spur Ragnheiöur Erla Bjarnadóttir stjórn- ar keppninni og semur spurning- arnar. in árlega Spum- ingakeppni átt- hagafélaga á höfuð- borgarsvæðinu hefst á morgun. Alls munu 14 átt- hagafélög senda keppnislið og fer keppnin fram í Breiðfirðingabúð sunnudagskvöldin, 12., 19. og 26. mars. Sjálf úrslitakeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 1. apríl ásamt skemmtidagskrá og dansleik. Þetta er í þriðja —----;-------- sínn sem Samkomur keppnin fer--------------- fram, og eins og i fyrri skiptin þá er það hin landsþekkta og bráðhressa Ragnheiður Erla Bjamadóttir sem gerir allt í senn, semur spumingar, stjómar keppni og dæmir. Söngskólinn í Reykjavík: Rauða tjaldið Nemendur Söngskólans í Reykja- vík sýnir Rauða tjaldið - Óperuslett- ur úr ýmnsum áttum á morgun kl. 16 í hinu nýja tónlistarhúsi Ými við Skógarhlíð. Sýningin er gamansöm og sett saman á nýstárlegan hátt úr Skemmtanir Bastiana og Bastiano, Töfraflaut- unni og Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, öðru brúðkaupi, Leynibrúð- kaupinu eftir Cimarosa, Sögu af Falstaff eftir Verdi og Nicolai, Bó- hemunum eftir Pucini og rúsínan í pylsuendanum er Valkyrjurnar eft- ir Wagner. Atriðin eru bæði leikin á nútímavísu með íslenskum texta og sungin í sinni upphaflegu mynd á viðeigandi tungumáli. þetta gerir sýninguna aðgengilega þar sem er- lendir óperutextar vilja oft fara fyr- ir ofan garð og neðan hjá hinum al- menna hlustanda. Tónlistarundirbúningur og píanó- leikur er í höndum Claudios Rizzi. Leikgerð og leikstjóm: Ása Hlín Svavarsdóttir. Nokkrir þátttakendur í sýningunni Rauða tjaldiö. María Katrín Jósefsdóttír sem var kosin ungfrú Suðurland: r Markmiðið er ungfrú Island „Ég tók þátt í fegurðarsamkeppn- inni af því að ég vissi að ég mundi breyta mataræði, taka mig á í lík- amsræktinni og lifa heilbrigðara lífi á eftir,“ sagði María Katrfn Jósefs- dóttir sem var kosin ungfrú Suður- land á Hótel Selfossi. María segir að þessu takmarki sé hún nú búin að ná og að hún stefhi á að halda því áfram til framtíöar. María Katrín var bjartsýn þegar hún ákvað aö taka þátt í keppninni um ungfrú Suðurland. „Ég taldi mig eiga alveg jafngóða möguleika á titl- inum og allar hinar,“ sagði María Katrín. Hún segir að titillinn hafi breytt ýmsu fyrir hana. „Það er margt sem breytist við að ná þess- um titli en það er kannski ekki síst gaman að hafa þetta til að geta sagt bamabörnunum frá einhvem tím- ann í framtíðinni," sagði María Katrín. Það verður í nógu að snúast hjá henni fram á vorið. Keppnin um ungfrú ísland verður í lok maí og María Katrín fer í hana ásamt tveim öðrum stúlkum af Suður- landi. „Ég held áfram af krafti að halda mér í góðu formi fram að keppninni og ég ætla að reyna að gera mitt besta í þeirri keppni," sagði María Katrín. Hún starfar nú sem versl- unar- og DV-mynd Njörður framkvæmdastjóri Suðurlandssólar á Selfossi. María Katrin hefur nóg á prjón- unum þegar kemur að því að skipu- leggja framtíðina þó að hún verði að hafa varnagla á öllu um stundarsak- ir ef hún nær titlinum ung- frú ísland og verður fulltrúi Islands í fegurðarsam- keppni erlendis. „Ég ætla mér að læra viðskipta- og hagfræði og mig langar að fara og læra í skóla úti í Kalifomíu sem er sérhæfður til kennslu í markaðsfræði í tískugeiranum. Síð- an stefni ég á að opna tískuverslun á Selfossi og búa þar því hér er best að vera.“ Hún stefnir að því að ná góðum árangri i keppninni um ung- frú ísland. „Ég stefni að því að ná sæti í keppninni, markið er fyrsta sæti, en ég ætla að reyna að standa mig sem best í keppninni og gera mitt besta þar fyrir Suöurland." María Katrín er á fostu, hún á kærasta og er búin að vera meö honum í ellefu mánuði. Foreldrar hennar og tvö systkini búa á Selfossi og þar stefiiir hún á að búa þrátt fyrir aö hún eigi ef til vill eftir að fara víða um heim áður en hún sest þar að til framtíðar. „Ég sé engan tilgang í að þurfa að búa i útlöndum þó að maður verði ungfrú heimur eða fari í nám erlendis. Mað- ur ferðast bara meira meðan á því stend- ur,“ sagði þessi unga feg- urðardís. -NH Amelía Rún Myndarlega stúlkan á myndinni heitir Amelía Rún Pétursdóttir. Hún Skemmtanir fæddist 25. október síðast- liðinn á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Við fæöingu var hún 4170 grömm að þyngd og 52 sentímetrar.' Foreldrar hennar eru Ingibjörg Hall- dórsdóttir og Pétur Emil Gunnarsson. Fjölskyldan býr á Dalvík. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2652: Myndgátan hér að ofan lýsirorðtaki. Sunna Gunnlaugsdóttir ásamt meðlimum kvartettsins. Djass frá New York Sunna Gimnlaugsdóttir djasspí- anisti mun leika með kvartett stn- um, skipuðum Tony Malaby á saxó- fón, Drew Gress á bassa og Scott McLemore á trommur á Múlanum á morgun og mánudag en Múlinn hef- ur aðsetur í Sölvasal Sólons ís- landusar. Á efnisskránni eru lög eftir Sunnu og útsetningar hennar á íslenskum lögum. Kvartett Sunnu hefur m.a. leikið á Knitting Factory í New York en Sunna hefur einmitt dvalið að mestu í New York undan- farin ár við nám og störf. Kvartett- inn er á tónleikaferð um landið um þessar mundir en þau hafa nýlokið upptökum á geisladiski sem kemur ekki út fyrr en seinna á árinu en verður fáanlegur á tónleikunum. Hljómsveitin hefur leik sinn kl. 21:00 Blásaratónleikar Blásarasveitir Tónmenntaskól- ans halda tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 16. Á tónleik- unum koma fram yngri og eldri blásarasveit sem hvor um sig sam- anstendur af um 30 hljóðfæraleikur- um á aldrinum 9 -16 ára. Stjómend- ur hljómsveitanna eru Einar Jóns- son og Vilborg Jónsdóttir. Kantata Bachs Þriðja kantötuguðsþjónusta Bachársins 2000 í Hallgrimskirkju verður haldin sunnudaginn 12. mars kl. 17. Eins og áður er kantata eftir Johann Sebastian Bach kjölfesta at- hafnarinnar. Að þessu sinni mun kammerkór kirkjunnar, Scola Cantorum, flytja kantötu nr. 131, Aus der Tiefen rafe ich, Herr, zu dir undir stjóm Harðar Áskelssonar kantors. Kammertónleikar í Garðabæ Kammertónleikar verða í safnað- arheimili Vídalínskirkju i Garðabæ í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Mozart, Verdi og Brahms. Á þessum tónleikum kem- ur fram í fyrsta sinn Hljómkórinn undir stjórn Gerrits Schuils og ílyt- ur meðal annars verk fyrir kammerkór og fjórhentan píanó- leik. Píanóleikararnir eru Gerrit Schuil og Richard Simm. Esperantodagskrá I tilefni afmælisdags Þórbergs Þórðarsonar verður dagskrá í Esperantohúsinu að Skólavörðu- stíg 6b á morgun klukkan þrjú eft- ir hádegi. Fjallað verður um rit Þórbergs um esperanto og á esperanto. Þá verður lesið upp úr óbirtum bréfum meistarans. Dag- skráin fer fram á íslensku og er öllum opin. Hm KAUP SALA 73,520 73,900 115,920 116,510 3*tkan. dollar 50,390 50,710 j rý bönak kr. 9,4910 9,5440 hfcÖ<o«»kkr 8,7310 8,7790 jSSsansk kr. 8,3860 8,4320 S&l. mark 11,8898 11,9612 1 Fta. franki 10,7771 10,8419 ITkelAfranki 1,7524 1,7630 JSviss. franki 43,9700 44,2100 Qm|. gyllini 32,0792 32,2720 l^^ kýskt mark 36,1449 36,3621 tHtlira 0,036510 0,036730 ] v Áust- sek. 5,1375 5,1684 [* P°rt. escudo 0,3526 0,3547 JjSpá. peseti 0,4249 0,4274 0,692300 0,696400 j írskt pund 89,761 90,301 SDR 98,650000 99,240000 70,6933 71,1181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.