Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Side 13
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
- Frímann Andrésson hefur unnið sig upp úr arfatínslu í graftökur og útfararþjónustu
„Ég hef starfað hjá Kirkjugörð-
unum í þónokkur ár og hef unnið
mig upp allt frá því að reyta arfa i
heðunum yfir í útfaraþjónustuna,"
segir Frímann Andrésson, 27 ára
starfsmaður hjá Útfararstofu
Kirkjugarðanna. Frimann hefur
síðastliðin fjögur ár unnið sem út-
farastjóri á daginn en á kvöldin
starfar hann sem plötusnúður og
þeytir skífum á hinum ýmsu
skemmtistöðum borgarinnar jafn-
framt því að sjá um útvarpsþátt-
inn Hugarástand á X-inu ásamt
Arnari félaga sínum.
Amma í kistu prýddri
krönsum
Frímann segir það alltaf óþægilega tilfinningu sem fylgi því að snerta látinn mann. Hins vegar sé ekki eins erfitt að umgangast hinn látna eins og aðstand-
endurna, sérstaklega þá sem eru í mikilli sorg.
„Starfið snýst um allt sem lýtur
að dauðanum. Allt frá þvi að
sækja hina látnu í heimahús eða
stofnanir, færa þá úr lökum og í
líkföt, snyrta hina látnu og farða
ef með þarf - þó að við reynum að
gera sem minnst af því enda af-
skaplega óviðeigandi, sérstaklega
hjá eldra fólki að vera með mikinn
farða - yfir í kistulagningu, bænir
og útförina sjálfa. Ég held að
margir af þeim sem ekki hafa
þurft að skipuleggja útfarir geri
sér enga grein fyrir því hversu
mikil vinna liggur að baki einni
greftrun.
Ailt frá því að amma manns
deyr þar til nokkrum dögum síðar
að maður er viðstaddur kistulagn-
inguna og að lokum þegar kemur
að útförinni sjálfri þegar amma
liggur í kistu í Dómkirkjunni
prýddri krönsum. Þetta er heil-
mikil vinna i sjálfu sér, ýmsir
pappírar sem þaif að fylla út og
leyfi sem þarf að sækja um að
ótöldum undirbúningi við athöfn-
ina sjálfa, bæði við kistulagningu,
í kirkjunni og við greftrun."
Erfiðara að umpangast að-
standendur en látinn mann
- Hvernig varð þér um þegar þú
sást látinn mann í fyrsta sinn og
hvernig hefur þér gengið að venj-
ast starfinu?
„Það má segja að mjúk innkoma
hafi hjálpað til. Ég var búinn að
starfa hjá Kirkjugörðunum í
þónokkurn tíma áður en ég fór að
fást við látið fólk sem slíkt og þar
sem öll starfsemin er náskyld
hjálpaði það mér að hafa starfað
þar um tíma,“ segir Frímann og
hrekkur í kút þegar hann áttar sig
á tvöfaldri merkingu orðsins „ná-
skyldur".
„Það er alltaf óþægileg tilfinn-
ing sem fylgir því að snerta látinn
mann. Hins vegar er ekki eins
erfitt að umgangast hinn látna
eins og aðstandendurna, sérstak-
lega þá sem eru í mikilli sorg.
Annars eigum við sem vinnum í
fyrirtækinu kost á áfallahjálp og
ýmiss konar utanaðkomandi að-
stoð sem er nauðsynleg starfs-
inönnum sem fást við dauðann aU-
an liðlangan daginn.
Ég lít á þetta starf sem millibils-
ástand i mínu lífi og gæti ekki
hugsað mér að gera þetta að ævi-
starfi. Ég held að menn sem fást
við útfararþjónustu i lengri tíma
geti á endanum orðið þreyttir á
sálinni. Ég get nefnt sem dæmi að
fyrir 5-7 árum, áður en menn fóru
að tala um áfaliahjálp og mikil-
vægi hennar, kom í ljós að hjóna-
skilnaðir meðal starfsmanna Út-
fararstofunnar voru 80 prósent."
Presturinn hefur giftingar
- ég hef tónlistina
Frímann segir nauðsynlegt að
geta rætt ýmis atvik sem koma
upp í vinnunni við vinnufélaga og
sérfræðinga enda lendi þeir oft í
ýmsu. „Við sjáum um að sækja
hina látnu og það er oft erfið að-
koma, sérstaklega þegar viðkom-
andi hefur stytt sér aldur eða ann-
að í þeim dúr. Við ferðumst iðu-
lega tveir saman og þá er gott að
geta rætt um það sem maður upp-
lifði.“
En Frímann fæst við fleira en
graftökur og útfarir og þegar
vinnu lýkur bregður hann sér í
dansgallann og spilar „hardcore“
teknó-tónlist á skemmtistöðum
borgarinnar. „Allir verða að eiga
sinar góðu stundir í bland og það
er sérstaklega mikilvægt í starfi af
þessu tagi. Presturinn hefur skirn-
ir og giftingar sem gefa starfinu
tilgang, slökkviliðsmaður, sjúkra-
flutningamaður eða lögregla
bjarga mannslífum en útfarastjór-
inn hefur alla jafnan ekkert til að
hugga sig við.“
„Ég hef hins vegar tónlistina og
það er mjög góður plús að geta
skellt sér í hringiðu skemmtana-
lífsins að afloknum vinnudegi. Það
er reyndar alveg ótrúlegt hvað
teknó-tónlist er orðin vinsæl á
böllum á íslandi í dag. Þegar ég
var í framhaldsskóla voru ein-
göngu spilaðar syrpur á borð við
Grease og Meatloaf og maður
mátti heita heppinn að koma einu
og einu danslagi í gegn. Nú er
þetta allt annað og heilu böllin eru
undirlögð af danstónlist sem er
auðvitað mjög gott mál. Svo er ég
að auki með þátt á X-inu ásamt fé-
laga mínum þar sem við spilum
dúndrandi danstónlist að okkar
skapi.“
Yngra fólk áhugalausara
um dauðann
- Kemur starfið aldrei niður á
lagavali þínu, t.d. ef þú hefur átt
slæman dag?
„Ég hef aldrei velt því þannig
fyrir mér. Auðvitað geta dagarnir
í vinnunni verið misjafnir en ég
held að það komi ekki niður á tón-
listinni. Aftur á móti ef maður er
pirraður fyrir, þá hættir manni til
að spila „aggressívari" tónlist fyr-
ir vikið og sá pirringur gæti allt
eins átt upptök sín í vinnunni þótt
ég hafi ekki velt því fyrir mér.“
- Kemur aldrei fyrir að fólk
þekki þig sem útfararstjóra þegar
þú ert að spila á böllum og öfugt?
„Nei, ekki á böllum enda er
yngra fólk sem betur fer áhuga-
laust um dauðann og þ.a.l. um
mina starfsgrein. Það er aðallega
eldra fólk sem spyr mig um starfið
og finnst áhugavert að ég skuli
fást við þetta allan daginn. Hins
vegar hefur komið fyrir að ég hef
hitt fólk við kistulagningu eða
jarðarfarir sem er vant því að sjá
mig sem plötusnúð á diskótekum.
Því bregður óneitanlega í brún
þegar það sér mig í hlutverki út-
fararstjóra við jarðarför einhvers
nákomins ættingja þess,“ segir
Frímann að lokum og drifur sig af
stað enda langur vinnudagur fram
undan.
-KGP
Eins og Frímann hefur sjálfur á orði er hann mjög ólíkur þeirri ímynd sem útfarastjórar hafa á sér þar sem fólk sér
þá jafnan fyrir sér sem eldri menn með grásprengt hár en ekki unga menn í blóma lífsins.