Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 64
Fjórhjóladrifinn
SUBARU
LEGACY
... draumi líKartur
wFRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
1550 5555
LAUGARDAGUFt 11. MARS 2000
Jóhanna hætti við:
Áhyggjulaus
maður
- segir Össur
„Ég var búinn
undir hörð átök
og er enn í þeim
stellingum,"
sagði Össur
Skarphéðinsson í
gærkvöldi eftir
að ljóst var að Jó-
hanna Sigurðar-
dóttir ætlaði ekki
í formannsslag gegn honum í Sam-
fylkingunni. Áður hafði Guðmund-
ur Árni Stefánsson tekið sömu
ákvörðun. „Ég er áhyggjulaus mað-
ur og bíð þess sem verður," sagði
Össur.
- Þorir enginn í þig?
„Um það verður þú að spyrja aðra
en ég er þakklátur fyrir þann stuðn-
ing sem ég finn,“ sagði Össur Skarp-
héðinsson. -EIR
^ ^ UV
Skotaras?
Lögreglan kannar hvort skotið
hafi verið á bifreið sem kona ók
neðst í Ártúnsbrekkunni í Reykja-
vik um kvöldmatarleytið í gær.
Konunni brá mjög þegar hliðarrúða
bifreiðarinnar brast rétt við kinn
hennar þar sem hún ók eftir hrað-
brautinni en lögreglan útilokar ekki
að kenna megi um aðskotahluti sem
skotist hafi undan annarri bifreið.
brother P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT 4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
Erum flutt í
Skipholt 50 d
__- l—
Skipholti 50 d
Bílllnn á bólakafi undir snjófargi
Þorsteinn Ingólfsson, bílasali á Akureyrí, veit aö hann selur ekki bíla sem ekki sjást vegna þess aö þeir eru á kafi í snjó. Þess vegna lagöi hann þaö á sig,
sem viö sjáum á myndinni, aö grafa upp einn afbílunum sem hann var meö til sölu.
Þjóðminjaverði tryggð laun í 2 ár eftir afsögn:
Harmþrungin stund
- á starfsmannafundi í Garðabæ
Þór Magnússon boðaði
alla starfsmenn Þjóðminja-
safnsins á sinn fund í höf-
uðstöðvum safnsins við
Lyngás í Garðabæ klukkan
9 í gærmorgun og tilkynnti
þar afsögn sina. Að sögn
starfsmanna var þetta
harmþrungin stund. „Það
er farsælast fyrir Þjóð-
minjasafnið að ég hætti,“
sagði Þór á fundinum.
Þór Magnússon
Settur í
sérverkefni.
Fólki brá
„Þetta var fyrirsjáanlegt en samt
var eins og fólki brygði því öllum
þykir okkur vænt um Þór Magnús-
son,“ sagði einn starfsmannanna
sem var á fundinum. „Nokkrir
stóðu upp og þökkuðu þjóðminja-
verði vel unnin störf en lýstu um
leið harmi sínum yfir þeim aðstæð-
um sem upp væru komnar."
Fundurinn var stuttur enda að-
eins þetta eina mál á dagskrá. Við
svo búið sneru starfsmenn aftur til
sinna starfa í óvissu um
framhaldið. Ljóst er að
skorið verður niður í starf-
semi safnsins en enginn
veit hvar hnífnum verður
beitt. Eins er óljóst hver
tekur við stjómartaumun-
um á Þjóðminjasafninu eftir
næstu mánaðamót þegar
Þór Magnússon hættir.
Átti 5 ár eftir
„Það þarf að auglýsa
starfið," sagði Gunnar Jó-
Birgisson, formaður þjóð-
í gær en samkvæmt
hann
minjaráðs,
heimildum DV verður einhver sett-
ur í starf þjóðminjavarðar á meðan
þær breytingar ganga yfir sem nú
hafa kristallast í áfsögn Þórs Magn-
ússonar. Samkvæmt lögum skipar
forseti íslands í starf þjóðminja-
varðar til fimm ára en Þór Magnús-
son var ráðinn eftir eldri lögum og
átti fimm ár eftir af starfstíma sín-
um áður en hann færi á eftirlaun.
Höfuðstöövar Þjóöminjasafnsins í Garöabæ
Þarna tilkynriti Þór Magnússon afsögn sína meö þeim oröum aö þaö væri
farsælast fyrir safniö aö hann hætti.
Starfslokasamningur
Áður en Þór Magnússon tilkynnti
afsögn sína var gerður við hann
starfslokasamningur sem tryggir
honum laun þjóðminjavarðar í tvö
ár og mun hann gegna sérverkefn-
um fyrir safnið á þeim tíma.
-EIR
Samningur ríkisins við bændur:
12 milljarðar í beingreiðslur
Samkvæmt samningi á milli
samninganefndar bænda og ríkisins
um nýjan búfjársamning munu ein-
greiðslur nema rúmum 12 milljörð-
um króna á sarpningstímanum sem
nær frá 1. janúar 2001 til 31. desem-
ber 2007. Forráðamenn Bændasam-
takanna telja samninginn fyrst og
fremst efla starfsöryggi sauöfjár-
bænda. Búist er við að framleiðsla
sauðfjárafurða dragist saman um
10% á samningstímanum. Um einn
milljarður króna mun verða nýttur
til að styrkja þá sem vilja hætta í
greininni og um leið eru veittir
styrkir til þeirra sem vilja efla og
stækka bú sín.
Árið 2004 verður heimilt að fram-
selja beingreiðslur ef rikið hefur þá
ekki lokið uppkaupum á 45 þúsund
ærgiidum. Bóndi með 250 ærgilda
greiðslumark sem vill hætta bú-
skap, fær 5,5 milljónir króna eða 22
þúsund krónur á ærgildið gegn því
að bóndinn stundi ekki fjárbúskap á
jörð sinni næstu 7 ár.
Skiptar skoðanir voru meðal
bænda um samninginn. í dag
verður væntanlega veitt umboð til
frekari samningaviðræðna. -HKr.
Opin kerfi veita umbun:
Allir fá
hlutabréf
Stjórn Opinna kerfa hefur sam-
þykkt að umbuna öllum starfs-
mönnum fyrirtækisins vegna góðs
árangurs fyrirtækisins á síðasta
ári. Hver starfsmaður fær hlutabréf
í Opnum kerfúm að verðmæti 200
þúsund krónur á markaðsverði.
Ákvörðunin var kunngerð á aðal-
fundi í fyrradag.
„Þessi umbun er skilyrt á þann
máta að menn fá hlutabréfin afhent
eftir tvö ár á því gengi sem var á
aðalfundardegi í fyrradag," sagði
Frosti Bergsson, stjómarformaður
Opinna kerfa. „Þeir þurfa því að
vera áfram í starfi hjá félaginu
þann tíma.“
Starfsmenn Opninna kerfa era
um 60. Allir fengu sama skammt.
-JSS