Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 ■ Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteínsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.ls/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Gegnsœi í fjárreiðum Milljarðafyrirtæki getur slett einni milljón króna í kosn- ingabaráttu stjómmálaflokks, sem ekki er þóknanlegur, og hælzt um af því, ef umræða um flokkastyrki verður óþægi- leg, en látið þóknanlegan flokk frá tvo tugi miiljóna og jafn- framt haldið fram, að hann hafi ekkert fengið. Styrkir til flokka og pólitíkusa eru ekki aðeins bein fram- lög fyrirtækjanna. Þau geta lika látið flokka og menn hafa aðstöðu, sem sparar þeim peninga. Þannig má fela i bók- haldi fyrirtækja reikninga fyrir vörur og þjónustu, sem þau nota ekki sjálf, heldur láta flokkum og mönnum í té. í bókhaldi milljarðafyrirtækis má fela húsaleigu, síma- leigu, tækjaleigu og hvers kyns aðra þjónustu fyrir stjóm- málaflokka og jafnvel launagreiðslur á vegum þeirra. Það mundi kosta nákvæma lögreglurannsókn að finna slíka fyr- irgreiðslu og kerfið hefur enga lyst á slíku. Raunverulega mætti reka alla starfsemi stjórnmálaflokks og alla kosningabaráttu hans innan bókhalds óviðkomandi fyrirtækja. Það takmarkast að visu af, að skrýtið þætti, að flokkur hefði alls engan rekstur. Hann verður því að sýna fram á einhvern rekstur í bókhaldi sínu. Forstokkaður eða ófróður talsmaður milljarðafyrirtækis getur því kotroskinn haldið fram, að fyrirtæki hans hafi styrkt Samfylkinguna um heila milljón króna, en Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi ekki fengið krónu, enda hafi þeir ekki farið fram á slíkt. Þess vegna nægir ekki að setja lög um birtingu reikninga stjórnmálaflokka og birtingu á skrám yfir styrktaraðila umfram einhverja lágmarksupphæð. Lögin þurfa líka að ná til óbeinnar fyrirgreiðslu í þágu flokka og pólitíkusa, sem falin er í reikningum óviðkomandi fyrirtækja. Auðvelt er að fara í kringum lagaákvæði um birtingu upplýsinga um óbeina fyrirgreiðslu. Því þarf að gera ráð fyrir stikkprufum samkvæmt tilviljanaúrtaki og ströngum viðurlögum við brotum, ef þau komast upp. Annars verða lög um fjárreiður stjórnmálanna bitlaus með öllu. Nánast öll vestræn ríki önnur en ísland hafa komið sér upp lögum um fjárreiður stjórnmálaflokka. Lögum þessum er yfirleitt ekki ætlað að torvelda stuðning við flokka, held- ur að gera þann stuðning gegnsæjan, svo að kjósendur viti, hverjir séu í innilegustu ástarsambandi við flokkana. Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, braut slík lög. Fyrir það hefur hann og flokkur hans, Kristilegi demókrataflokkurinn, sætt ámæli, fylgistapi og opinberum rannsóknum. Þýzkaland er nefnilega vestrænt lýðræðis- ríki, þar sem farið er að ströngum leikreglum. Að undirlagi kjósenda er ísland hins vegar bananalýð- veldi, þar sem ekki tekst að koma á lögum um gegnsæi stjórnmálaflokka, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Bananakóngurinn afgreiðir slíkt jafnhraðan út af borðinu sem hræsni. Gegnsæi er ein af helztu forsendum lýðræðis og mark- aðsbúskapar. Atriði, sem máli skipta, eiga ekki að vera fal- in fyrir borgurum, kjósendum, fjárfestum, starfsmönnum og almenningi yfirleitt. Þannig eru tryggðar heiðarlegar leikreglur i stjórnmálum, viðskiptum og fjármálum. Það sker ísland frá hinum vestræna heimi, að kjósendur Sjálfstæðisflokks óg Framsóknarflokks láta sér vel líka, að flokkar þessir standi ár eftir ár gegn lögum um gegnsæi í fjárreiðum stjórnmálaflokka. íslenzkir kjósendur hafa einfaldlega ekki þroska til að halda uppi lýðræði. Þetta er einn af mörgum þáttum í mynztri, sem veldur því, að stjómmál á íslandi verða bezt skilin með því að líta á þau sem sýndarveruleika í bananalýðveldi. Jónas Kristjánsson „Japan hefur alla buröi til stóraukinna áhrifa á alþjóöamál, en skortur á pólitísku valdi og pólitfskri hugsun í japanska stjórnkerfinu, sem líka hamlar efnahagsumbótum innanlands, tefur þessa þróun.“ Risi í dvergslíki Stóra spurningin um stöðu Japana i alþjóðamálum er orðin nokkuð gömul, en hún er þessi: Hversu lengi mun annað helsta risaveldið í efna- hagslífi heimsins sætta sig við áhrifaleysi i alþjóðastjórnmálum og valdaleysi hvað varðar eigið öryggi? Hvers vegna ætti ríki með meiri landsframleiðslu en Bretlcmd og Þýskaland til samans að vera í þriðju deild alþjóðastjórnmála og áhrifalítið um öryggismál í sinu nán- asta umhverfí? Japanir eru nú farn- ir að spyrja sig slíkra spuminga í mjög aukinni alvöru, og margt bend- ir til að stemning sé að skapast í landinu fyrir auknu sjálfstæði Jap- ana í öryggismálum og vaxandi áhrifum ríkisins á alþjóðavettvangi. Skrýtin tímasetning? Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Japanska ríkið mun síðar á þessu ári slá nýtt heimsmet í skuldasöfnun. Ríkið er nú rekið með slíkum halla að skuldir þess aukast um meira en 100 milljarða króna á dag. Skuldir japanska ríkisins nálgast nú sjö þúsund milljarða dollara, eða fimm hund- ruð þúsund milljarða króna. Þrátt fyrir þessa gífurlegu skuldasöfnun rikisins hefur þvi ekki tekist að koma fjöri í efnahagslífið sem enn einkennist af langvarandi stöðn- un. Það er því ekki vaxandi efnahagslegur styrkur sem knýr Japan í áttina að miðju sviði alþjóðamála. Eigin- lega þvert á móti. Kreppan og stöðnunin hefur vakið at- hygli almennings á veikleikum þess efnahags og stjórn- málakerfisins, og ekki síður þeirrar pólitísku hug- myndafræði sem Japanir hafa búið við frá stríðslokum. Kerfið einkennist af víðtæku samráði á milli stjómmála- manna, embættismanna og stjómenda stórfyrirtækja, þar sem stjórnmálamenn eru oft í aukahlutverki. Lömun og endurskoðun Kerfið gekk vel, og raunar svo vel að japanska efna- hagsundrið var einn af helstu atburðum tuttugustu ald- arinnar. Nú þegar miklar breytingar í atvinnulífi og efnahagskerfinu em nauðsynlegar reynist kerfið hins vegar lamað. Eina meginástæðu lömunarinnar er að fmna í því hversu léttvægt hlutverk stjórnmálamanna er í japanska kerfinu. Enginn aðili hefur því náð póli- tískum styrk til að gera breytingar á kerfinu, og ákvarð- anir innan þess eru enn teknar með afar seinlegum, flóknum og óskýrum hætti. Þessir gallar kerflsins knýja menn nú til að hugsa hlutina upp á nýtt í fyrsta sinn frá stríðslokum. Japanskar byltingar Japanir sneru gersamlega við blaðinu í lok síðustu heimsstyrjaldar og hurfu frá ofsafeng- inni útþenslustefnu til nánast algers af- skiptaleysis af alþjóðamálum. Hundrað ámm áður höfðu þeir á örstuttum tíma snúið frá algerri einangrun og lokun landsins til uppbyggingar eins af stærstu heimsveldum jarðar. Fáir telja svo gagngerar byltingar líklegar í fram- tíðinni, en um leið verður að teljast óliklegt að Japanir endurskoði ekki í veigamiklum greinum hlutverk sitt á alþjóðavettvangi á næstu árum. Sú end- urskoðun gæti haft veraleg áhrif á al- þjóðamál, bæði í Asíu og á heimsvísu. Ótti nágranna Japanir gerðu aldrei upp heimsstyrjöld- ina og árásarstríð sín í Asíu með sama hætti og þýska þjóðin hefur með aðdá- unarverðum hætti axlað byrðar og ábyrgð vegna vondra kafla í sögu sinni. Tortryggni í garð Japana, sem birtist með ýmsum og stundum óvæntum hætti, á því djúpar rætur um stóran hluta Asíu. Þegar þessi mál ber á góma við stjómmálamenn í Asíuríkjum lýsa menn víða nokk- urri undrun á áhuga margra Vesturlandabúa á vaxandi hlutverki Japans í heimsmálum. Um leið kemur hins vegar stundum fram áhugi á að Japan verði þyngra mót- vægi við vaxandi áhrif og umsvif Kínverja í þessum heimshluta. Möguleikar í raun hafa Japanir alla möguleika á stórauknum áhrifum á heimsmálin. Stjórnarskráin takmarkar beit- ingu japansks herafla erlendis en túlkun manna á þessu ákvæði hefur breyst verulega og hugsanlegt er að ákvæðið sjálft verði endurskoðað. Þótt vamarsamningn- um við Bandaríkin verði ekki sagt upp í náinni framtíð má búast við talsverðum breytingum á samstarfi land- anna og auknu hlutverki og auknu sjálfstæði Japana í öryggismálum. Japanir era löngu orðnir stærstu veit- endur þróunaraðstoðar í heiminum, og þeir greiða sjötta til tíunda hluta allra útgjalda fjölmargra alþjóðastofn- ana. Llkur era á að Japanir fái innan tíðar fast sæti og þar með neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Enn meira máli skiptir að japanskar fjárfestingar, japanskt lánsfé og aðgangur að japönskum mörkuðum era lykilatriði fyrir efnahagsþróun stórs hluta heimsins. Þaö vekur hins vegar athygli hversu klaufalega Japanir halda oft á utanríkismálum og hversu ógreinileg og jafn- vel ruglingsleg markmið utanríkisstefnu þeirra virðast sett. Ástæðumar fyrir því eru mestan partinn hinar sömu og leitt hafa til lömunar japanska stjómkerfisins í kreppu síðustu ára, það er skortur á pólitísku valdi og pólitískri hugsun í stjórnkerfmu. skoðanir annarra Bradley skipti máli „I sigurræðu sinni á þriðjudag lét (Al) Gore (varafor- seti Bandarfkjanna) mörg fögur orð falla um (Bill) Bradley (keppinaut sinn um forsetatilnefningu demókrata), tók undir áhyggjur hans af þeirri gjá sem orðin er milli kynþáttanna og áherslur hans á nauðsyn breytinga á fjármögnun kosningabaráttunnar. Þrátt fyr- ir algjöran ósigur sinn hefur Bradley hugsanlega sett mark sitt á baráttumál kosningabaráttunnar. Umræðan j varð breiðari á margan heilbrigðan og varanlegan máta, leyfir maður sér að vona. Það er ekki ónýtt." Úr forystugrein Washington Post 10. mars. Sagði af sér með reisn „Stjóm Kjelis Magnes Bondeviks kvaddi með fán- ann í heila stöng í gærkvöld þegar Bondevik gerði þinginu grein fyrir að stjómin gæti ekki tekið ábyrgð ! á þeirri stefnu í gasorkuveramálum sem þingið vildi ■ neyða hana til. Uppgjörið í gær í stórþinginu gerði vel ljóst sambandið á milii stórþingsins og stjómarinnar. : Hægt er að segja að stjórn Bondeviks sé sú stjórn sem kom á ný þingræði hér í landi. Bondevik hefði í gær- kvöld getað tekið tiliit til fyrirmæla meirihluta þings- ins. Það hefði ekki verið í fyrsta sinn. En Bondevik sagði af sér með reisn á þeim forsendum að hann gæti ekki rekið stefnu sem hann væri algjörlega ósam- mála.“ Úr forystugrein Aftenposten 10. mars. Nýr Clinton betri en Bush „Heföir Demókrataflokksins í baráttunni fyrir rétt- læti og gegn kynþáttafordómum era sterkari en hjá repúblikönum. Það hvíiir mikil ábyrgð á A1 Gore að halda áfram með baráttumál Bradleys: fátækt, slæma aðstöðu bama, þau mál sem mæta afgangi þegar efna- hagurinn batnar. George Bush sinnir ekki slíkum málum af alvöra. Ríkisstjórinn í Texas hefur óljósar hugmyndir um utanríkismál en ráðgjafar hans mæla með því að Sameinuðu þjóðunum verði haldið í fjar- lægð og að hagsmunir Bandaríkjanna verði látnir ráða á alþjóðavettvangi. Þá er hikandi utanríkisstefna Clintons, eða Gore, betri.“ Úr forystugrein Aftonbladet 9.mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.