Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Síða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2000, Síða 59
LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 67V-- Tilvera DVWNDIR PJETUR DIKTA. Það voru margir kallaðir en fálr útvaldir elns og gerist og gengur á Músíktilraunum í Tónabæ á fimmtudagskvöldið Á myndinni eru meölimir Dikta sem var ein þeirra hljómsveita sem komust í gegnum nátarauga dómnefndarinnar. Fyrsta kvöld átjándu Músíktilrauna Tónabæjar: Skemmtileg sýnis- horn úr bílskúrunum Um sama leyti og maður er að verða alveg viss um að æska landsins geri ekki annað en að glápa á skjái og tala í farsíma koma Músíktilraunir Tónabæj- ar og sanna að bílskúrar landsins eru ekki eingöngu fullir af úreltum tölvum. I átján ár hafa tiiraunimar verið kær- kominn vettvangur íyrir ungt tónlistar- fólk að stíga fyrstu sporin og koma tón- list sinni á iramfæri. Á fimmtudags- kvöldið fór fram fyrsta undanúrslita- kvöld af górum þar sem átta af 37 skráð- um hljómsveitum þessa árs stigu á svið. Gaggópopp og flétturokk Þegar Early Groovers frá Thuleútgáf- unni hafði kætt gesti með flnu tilraunat- ripp-hoppi kynnti Óli PalU hljómsveit- ina Veggfóður frá Grindavík, sex 12-13 ára gutta sem töldu í fyrsta lagið, Stelp- ur. Strákamir geisluöu af leikgleði og söngvarinn, Jón Karlsson, ólmaðist ófeiminn og lagviss. TónUstin var galsa- fengið gaggópopp og ftn sem slík. Þessir piltar eiga framtíðina fyrir sér og mér segir svo hugur að þeir séu stórstjömur framtíðarinnar. í næstu sveit, BuUdoze, var eldra fólk og tónninn alvarlegri. Tveir strákar með gítara og rokkið á tæm, en bassa- leikarinn djassaður með fimm strengja bassa. Blandan gekk þó upp nema hvað trommarinn var veikasti hlekkurinn og fór stundum út af sporinu. í miðlaginu kom eina stelpa kvöldsins og strauk selló. Tónlistin var ögn menguð af fléttu- rokki Creed og Live, en samt vom eng- ar augljósar stælingar í gangi. Bulldoze er efnilegt band og var langbesta band kvöldsins tæknilega og spilalega séð. Rafmagnsyddari Fjórir Garðbæingar skipa Dikta og þeir léku tregafúllt kraftpopp sem minnti örUtið á gamlar nýbylgjusveitir eins og The Cure í tveim fyrstu lögun- um. Söngvarinn var nokkuð góður, stælalaus og virtist ekki hafa mikið fyr- ir þessu. Síðasta lagið var ósungið og í anda sfð-rokksins. Það virtist heldur fálmandi framan af, en tók á sig rögg í endann og rann smekklega í land með látum. Lætin héldu áfram með MorfM sem lék magnað graðfola- hjakk, emfalt og þétt dúndurrokk. Trommar- inn var sérlega högg- þungur og syngjandi gítarleikarinn skrap- aði fjölina æstur. Hann æpti eins og rafmagnsyddari væri fastur á hon- um á viðkvæmum stað, enda var hann að syngja um áríð- andi mál, fyrsta lagið hét t.d. Trú- leysi. Tvö fyrstu lögin vom fin en í því síðasta vom tónpæUng- amar orðnir of flóknar fyrir getu bands- ins. Olíutunna lamin Tiiraunastuðið hélt áfram með 303 Band sem bað um „þoku og strób". I þokunni bogmðu svo fjórir strákar yfir raftækjum í ósamstæðum málningar- göUum og lömdu annað slagið taktlaust á bongótrommur. Miðlagið „Sumarfrí á Egyptalandi" var ágætt, en það síðasta hét „303 sez fokk jú“ og var svo leiðinlegt að gestir sáu ævi sína þjóta gegnum hugann. í fyrra vann Mínus Músiktilraunir og það hratt af stað hardkor-bylgju. Strákamir í Mannamúl frá Mosó hafa séð Ijósið og vom með formúluna á hreinu. Bassaleysið kom ekki að sök og tveir snjómðningsgítarar, finn söngvari og trommari lögðu salinn að fótum sér með hrottafínu rokki. FjöUistamaður með pipuhatt lamdi með hafharbolta- kylfú á oUu- tunnu - sem heyrðist að vlsu ekkert í - en síð- hærðir aðdáendur létu það ekki fá á sig og stigu óhindr- að samkvæmis- dansa við sviðið. Ærsl í frímínút- um Líklega til að koma í veg fyrir leiðinlega trúbadora var sett regla um að menn mættu ekki koma einir fram á Músiktilraunum. Með tölvuvæðingunni em „eins manns hljómsveit- ir“ orðnar algengar og ein slik er Karl Marx, skipuð Áma Jóhannessyni. Hann sneri á úreltu regluna með því að láta þrjá vini sína lesa blöð upp á sviði. Ámi ýtti með músinni á „play“ og úr tölvunni hans runnu þrjár formtilraunir. Siðasta lagið var lang- best, hin tvö heldur rýr. Gestir gerðu ágætan róm að tónlistinni en vom samt mest að spá í innihald klámblaðanna sem vinimir flettu. Síðasta bandið hét Heift, tveir rapps- lánar, tveir tölvunörd. „Ég óska þér dauða" kom fyrst, íslenskt rapp yfir ein- faldan grunn. Annað lagið bar af, ljúft og djassað hipp-hopp með klám plöturispi, en í því síðasta bauð Heift strákunum I Mannamúl upp á svið tU að leika við sig. Ærsluðust nú allir eins og það væm frímínútur og pípuhattur- inn barði tunnuna. Nú heyrðist hátt og snjaUt í henni þangað tU kylfan lenti á hljóðnemanum. Tvöböndáfram 200.000 Naglbítar léku efiii af væntan- legri plötu á meðan stigin vom talin og dómnefndin gerði upp hug sinn með lýð- ræðislegri atkvæðagreiðslu. Salurinn kaus Mannamúl en dómnefnd valdi Dikta eftir hörð orðaskipti. Þau tvö bönd keppa því á úrsUtakvöldinu 31. mars, en hinum gengur vonandi betur næst. Annað undanúrslitakvöldið er svo á fimmtudagmn og er óhætt að hvetja sem flesta tU að mæta því aUtaf er gam- an á Músíktilraunum. Dr. Gunni Stuð í Tónabæ Mikill fjöldi ungs fólks sótti Tónabæ til aö hlusta á þaö nýjasta í íslenskri poppflóru en á Músíktilraunum Tónabæjar birtast ósjaldan hljómsveitir sem oft eru kallaöar bílskúrshljómsveitir Fjörug samkoma í Egilsbúð Það var mikið um dýrðir í EgUsbúð í Nes- kaupstað á fimmtudagskvöldið þegar 10. bekk- ingar grunnskólans héldu sína árlega skemmti- samkomu. Krakkamir buðu upp á fjölbreytt skemmtiatriði en hápunktur kvöldsins var þeg- ar dregið var í happdrættinu og fóru margir gestanna klyfjaðir heim. Tískan á Norðfirðl Þeir eru heldur óásjálegir, þessir tveir félagar, enda smygluöu þeir sér inn á annars stórglæsilega tískusýningu sem krakkarnir á Noröfiröi efndu til og fengu til þess lánuö föt úr búöum bæjarins. DV-MYNDIR REYNIR Gefðu honum koss Eiríkur Auöunsson gerir tilraun til aö smella kossi á félaga sinn, Sverri Björn Einarsson, en þeir unnu báðir í happdrætti kvöldsins. •V- æf> LEIKFÉLAG HL ©f REYKJAVÍKUR^® BORGARLEIKHÚSIÐ STÓBA SVIÐIÐ KYSSTU MIG, KATA Söngleikur eftir Cole Porter Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Aðalhlutverk: Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Frumsýning 25/3 kl. 19, aukasýning 26/3 kl. 19, 2. sýning 30/3 kl. 20, gra kort, 3. sýning 31/3 kl. 19, rauð kort, 4. sýning 1/4 kl. 19, blá kort, örfá sæti laus. Sala er hafin. DJOFLARNIR Eftir Fjodor Dostojevskí, leikgerð 12 þáttum. Sun. 19/3 kl. 19. Slbasta sýning. LITLA HRYLLINGSBUÐIN Eftir Howard Ashman. Tónlist eftir Alan Menken. Lau. 18/3 kl. 14, örfá sæti laus, lau. 18/3 kl. 19, uppselt. Allra sföustu sýningar. SEX í SVEIT Eftir Marc Camoletti Aukasvningar veana mikillar aðsóknar: Fös. 24/3 kl. 19, nokkur sæti laus, sun. 16/4 kl. 19. AFASPIL Höfundur og leikstjóri: Örn Árnason. Sun. 19/3 kl. 14, uppselt, sun. 26/3 kl. 14,uppselt, sun. 2/4 kl. 14, nokkur sæti laus, sun. 9/4 kl. 14, nokkur sæti laus. LITLA SVIÐIÐ FEGURÐARDROTTNINGIN FRÁ LÍNAKRI Eftir Martin McDonagh Lau. 18/3 kl. 19, uppselt, sun. 2/4 kl. 19. LEITIN AÐ VÍSBENDINGU UM VITSMUNALÍF í ALHEIMINUM Eftir Jane Wagner Lau. 25/3 kl. 19, örfá sæti laus, fim. 30/3 kl. 20, nokkur sætl laus. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Diaghilev: GOÐSAGNIRNAR Eftir Jochen Ulrich Tónlist eftir Bryars, Górecki, Vine, Kancheli Lifandi tónlist: Gusgus Sun. 2/4 kl. 19, sun. 9/4 kl. 19. Takmarkaður sýningarfjöldi! Miöasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símapant- anir virka daga frá kl. 10. Greiöslukortaþjónusta Simi 568 8000 Fax 568 0383 WÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra svlðið kl. 20.00: KOMDU NÆR Eftir Patrick Marber 8. sýn. f kvöld lau. 18/3,9. sýning fös. 24/3, uppselt, 10. sýn. mið. 29/3, nokkur sæti laus. Sýninoin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson Sun. 19/3 kl. 14, uppselt, sun. 26/3 kl. 14, uppselt, sun. 2/4 kl. 14, örfá sæti laus, sun. 9/4 kl. 14, nokkur sæti laus, sun. 16/4 kl. 14, nokkur sæti laus og kl. 17. GULLNA HLIÐIÐ Eftir Davfð Stefánsson Sun. 19/3 kl. 21, örfá sæti laus, lau. 25/3 kl. 15 og kl. 20, örfá sæti laus, næst sfbasta sýning, aukasýning þri. 28/3,siöasta sýning, KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS Eftir Bertolt Brecht Þri. 21/3, uppselt, aukasýning lau. 1/4. Sföusta sýning. LANDKRABBINN Eftir Ragnar Arnalds 2. sýn. mið. 22/3, örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 23/3, örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 30/3, nokkur sæti laus, 5. sýn. fös. 31/3, nokkur sæti laus. ABEL SNORKO BÝR EINN Eftir Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 26/3, örfá sæti laus. Takmarkaöur sýningafjöldi. Litia svlðlð kl. 20.30: HÆGAN, ELEKTRA Eftir Hrafnhildi Hagalin Guömundsdóttur í kvöld lau. 18/3, uppselt, fös. 24/3, nokkur sæti laus, sun. 26/3, fös. 31/3, lau. 1/4. Smiðaverkstæðlð kl. 20.00: VÉR MORÐINGJAR Eftir Guðmund Kamban I kvöld lau. 18/3, uppselt, fös. 24/3, nokkur sætl laus, lau. 25/3, fös. 31/3, sun. 2/4. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Mán. 20/3, kl. 20.30. Laxness og Þjóðleikhúsið í tilefni af 50 ára afmæli Þjóöleikhússins verður fjallaö um leikskáldiö Halldór Laxness og uppfærslur verka hans á sviöi Þjoðleikhússins. Umsjón: Sveinn Einar og Björn Gunnlaugsson. Miöasalan er opin mán.-þri. kl. 13-18, miö.-sun. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. S. 551 1200 thorey@theatre.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.