Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Side 48
56 'Tilvera LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 DV Lárperur Lárpera eöa avókadó er ávöxtur af lárviðarætt, upp runninn í vestm-hluta Mexíkós. Lárperumar sem fást hérlendis eru grænar og perulaga en ýmis önnur afbrigði ávaxtarins eru þekkt, svo sem hnöttótt lárpera, dökkrauð að lit. Lárperur hafa um langa hríð verið ræktaðar í Suður-Ameríku en almennur áhugi á ávextinum kviknaði ekki fyrr en um aldamótin 1900. Þá komust garðyrkjufræðingar að því að afar auð- velt er að rækta lárperutré og í dag er ávöxtur- inn ræktaður í Kalifomíu, Suður-Afríku, Chile, Brasilíu, Hawaii, Ástralíu og jafnvel í ísrael. Lárperur þykja afar hollar; em bæði feitar og vítamínauðugar. Þær em mikið notaðar í salöt og stappaðar mynda þær grunninn að hinni víð- frægu mexíkósku guacamole-sósu. nm Lárperusúpa Þessi súpa er kannski svolítið vetrarleg nú þegar farið er að vora en hún er engu að síður afar bragðgóð. Saxið þrjár paprikur. Bræðið síðan 50 g af smjöri í potti og látið paprikum- ar malla í fhnm mínútur. Bætið 1/2 litra af grænmetissoði, salti og pipar við og sjóðið í tíu mín- útur. Afhýðið lárperumar, takið burt steininn og búið til mauk bæði úr þeim og paprikuseyðinu. Bætið við ögn af sítrónusafa og •i. hitið súpuna á ný en mjög gæti- lega því lárperumar mega ekki sjóða. Skreytið súpuna með saxaðri myntu. *Lárpera í hárið Þeir sem vilja hugsa vel um hárið á sér geta búið til eigin djúpnæringu heima. Blandið saman einu eggi, kjöti úr hálfri maukaðri lárperu og tveimur msk. af ólífuolíu. Þvoið hárið síðan fyrst með sjampói og þurrkið létt með handklæði og reynið að ná sem mestri bleytu úr þvf. Berið lárpera- i blönduna í hárið og nuddið henni ofan í hársvörðinn. Setjið plastfilmu (eins og er notuð utan um mat) yfir hárið til að halda á því hita og bíðið með næringuna í hárinu í um hálftíma. Þvoið næringuna síðan vel úr og þá ætti hárið að vera glansandi og mjúkt. Haukur Hannesson matreiðslumeistari og eigandi veitingahússins Tex Mex: Mexíkóskt sumarsalat Lárperusalat Uppistaðan í þessu skemmti- lega salati er skinka og lárpera. Þetta kann að hljóma óvenjuleg samsetning en reyndin er sú að þetta tvennt á afskaplega vel saman. 1 salatið þarf 350 g pasta- skrúfur eða kodda, 2 msk. t hvftvínsedik, 1 tsk. gróft sinnep, 1/2 tsk. sykur, salt og svartan pipar, 6 msk. af ólifúoliu, 450 g af soðinni skinku í bitum, 2 lárperur, 50 g valhnet- ur, niðursneiddar, 1/2 haus af jöklasalati eða öðra káli. Sjóðið pastað í söltu vatni sam- kvæmt leiðbeining- um og látið vatnið síðan renna af því. Blandið edikinu, sinnepinu, sykrin- um og salti og pipar sama í skál. Þeytið ólífuolíuna smátt og smátt saman við. Hellið heitu pastanu á disk og sósunni yfir það. Leyfið pastanu að kólna örlítið og bætið síðan skinkubitiuium sam- an við. Afhýðið og kjara- hreinsið lárperamar og sker- ið þær síðan i litia bita. Bætið þeim saman við pastað og stráið síðan valhnetum yfir. Skeliið síðan jöklasalatblöðunum í kringmn pastað svo þau myndi eins konar hreiður utan um það og berið matinn strax fram. Ef rétturinn er geymdur breyta lárperamar um lit og því er rétt að setja þær síðast út í réttinn. „Avókadó er afar skemmtilegur ávöxtur og mikið notaður í mexíkósk- an mat. Ávöxturinn hentar afar vel í salöt og svo er hann uppistaðan í gu- acamole-sósunni sem fylgir mörgum mexíkóskum réttum," segir Haukur Hannesson matreiðslumeistari og eig- andi veitingahússins Tex Mex við Langholtsveginn. Mexíkóskur matur nýtur síauk- inna vinsælda hér á landi að sögn Hauks en hann rekur jafnframt veisluþjónustu þar sem fólk getur pantað, auk hefðbundins matar, mexíkóskar griilveislur. „Það hefur verið rosalega mikið að gera í griil- inu hjá okkur og við höfum vart und- an,“ segir Haukur sem býður lesend- um DV upp á klassískt avókadó-sum- arsalat. Ceviche með lárperu Fyrir 6 200 g smálúða 200 g hörpuskel 200 g stórar rækjur 1 dl hvítvín (eða mysa) 1 dl hvítvínsedik 1 dl ferskur sítrónusafl 1/2 dl ólifuolía 1 msk. sætt sinnep 1 msk. rósapipar 1 stk. lárpera (avocado), afhýdd og steinhreinsuð, smáskorin 1 stk. rauðlaukur í sneiðum Meðlæti 8-10 sneiðar franskbrauð, ristaðar smjör Skerið hráan fiskinn í fmgurstóra bita, hörpuskel og rækjur eru hafðar heilar. Blandið öllum efnum saman í skál, hrærið saman við fiskinn og lát- ið standa í kæli í sólarhring. Hrærið í af og til. Berið fram á salatblöðum, malið ögn af svörtum pipar yfir. Hollráð í þennan rétt má nota flestar teg- undir af fiski og skelfiski Heillaöur af mexíkóskum mat Haukur Hannesson hefur rekiö veitingahúsiö Tex Mex í eitt og hálft ár. Litadýrð Mexíkóska sumar- salatiö hans Hauks tekur sig sann- arlega vel út á diskinum. Avókadó-sumar- salat fyrir 4 1 avókadó 1/2 hótellaukur 1/2 rauðlaukur 1 tómatur 4 sneiðar reyktur lax ólífur jalapenó, ferskur 1 límóna Hráefninu er raðað fal- lega á fjóra diska. Með salatinu eru bornar fram tvær sósur; ann- ars vegar límónusósa og hins vegar qu- acoamole. Limónusósan samanstendur af sýrð- um rjóma, límónusafa, salti og pipar. Qu- acamole er búið til úr maukuðu avókadó, lauk, fersku chili, salti og pipar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.