Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
Fréttir
I>v
Dómsmálaráðherra segir Almannavarnir ríkisins hafa unnið fumlaust:
Huldumenn rök-
styðji mál sitt
- segir Sólveig Pétursdóttir sem vantreystir ekki almannavarnakerfinu
Sólveig Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra og yfirmaður
Almannavama ríkisins, hefur sent
DV eftirfarandi yflrlýsingu vegna
frétta blaðsins um gagnrýni á starf
almannavarna.
„Almannavarnalögin eru að stofni
til frá 1962, en hefur nokkrum sinn-
um verið breytt. Þau byggja á þvi að
í hverju lögsagnarumdæmi skuli
vera almannavamarnefnd jafnframt
þvi að heildskipulagning almanna-
varna í landinu sé í höndum al-
mannavamaráðs og starfsliðs þess,
en skrifstofan er nú nefnd Almanna-
varnir ríkisins.
Almannavcimaráð skipa tilteknir
embættismenn en framkvæmda-
stjóri þess er skipaður af dómsmála-
ráðherra til flmm ára í senn að
fengnum tillögum ráðsins.
Almannavamir íslendinga byggj-
ast á því að samhæfa krafta björgun-
arsveita, starfsliðs sveitar-
félaga, lögreglu, landhelgis-
gæslu og annarra aðila eftir
því sem við á. I öðrum ríkj-
um er oftast mikið stuðst
við herafla eða þjóðvarð-
liða, en íslendingar hafa
ekki yflr slíkum sveitum að
ráða og hafa því skipulagt
sínar almannavamir með
sérstökum hætti, sem hefur
gefist vel. Samkennd þjóð-
arinnar er rík óg allir leggj-
ast á eitt, þegar alvarlega
vá ber að höndum.
Hjá Almannavörnum rík-
isins eru nú 6 stöðugildi, en
þar af var einu bætt við
með núgildandi fjárlögum.
Frétt DV sl. miðvikudag
um léleg viðbrögð almanna-
varna er ekki rökstudd.
Bæði almannavamanefndir
umdæma sem í hlut áttu svo
og Almannavarnir ríkisins
unnu fumlaust að þeim verk-
um, sem þeim ber að vinna.
Það er auðvelt að að tala um
svifasein viðhrögð, en við
hvaða mælikvarða er þá
miðað?
Vafalaust má betur gera,
það segir sig sjálft. Eins og
ávallt er gerð úttekt á við-
brögðum almannavarna-
starfs eftir á til þess að meta,
hvort umbóta sé þörf. Meðan
sú úttekt liggur ekki fyrir
getur ráðherra ekki lagt
dóm á það, hvort almanna-
varnir hafi brugðist á ein-
hvem hátt. Ráðherra fylgist
ekki með einstökum atrið-
um í starfl almannavama
eins og t.d. því, hvort farið
þeirra hafi verið eftir viðbrögðum sem æfð
Dómsmála-
ráðherra
„Hefekki oröiö
vör viö óánægju
meö almanna-
varnarráö, fram-
kvæmdastjóra
þess né annaö
starfsliö, “ segir
Sólveig Péturs-
dóttir.
voru árið 1994, þegar haldin var al-
mannavarnaræfing á Suðurlandi,
en um þetta var fjallað í áður-
nefndri frétt DV. Ef einhverjir
huldumenn, sem DV segir heimild-
armenn sína, telja að þetta atriði
hafi skipt miklu máli, væri vissu-
lega áhugavert að fá um það rök-
studda greinargerð.
Ég mun fá skýrslur um almanna-
varnastarflð að þessu sinni, þegar
tími gefst til skýrslugerðar hjá þeim
sem að undanförnu hafa lagt nótt
við dag í störfum sínum. Ég hef enga
ástæðu til þess að vantreysta al-
mannavamakerfinu og ég hef ekki
orðið vör við óánægju með almanna-
vamarráð, framkvæmdastjóra þess
né annað starfslið. Ég vil hins vegar
nota þetta tækifæri til þess að þakka
öllum þeim sem komið hafa að al-
mannavömum á siðustu dögum fyr-
ir mikið og fómfúst starf.“
Sífellt fleiri afleiðingar jarðskjálftanna að koma í ljós:
Misgengi og sprungur við Dælarétt
- neðan við þjóðveginn vestan Þjórsár
DV, SUDURLANDI:____________________
A fundi Rannsóknarmiðstöðvar
í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi á
miðvikudag skýrði Páll Einarsson
jarðeðlisfræðingur frá sprungu-
myndunum við Dælarétt neðan við
þjóðveginn vestan Þjórsár. Þar hef-
ur greinilega mikið gengið á. Mikl-
ar sprungur eru þar og það sem
líklega hefur verið vatn í laut er
horflð. Sprungumar eru í stefnu á
Hestfjall og því greinilega á megin-
umbrotasvæðinu. Þá sést að áður
hefur gengið mikið á á þessum
slóðum því gamlar sprungur eru
þar og nýja sprungan er í barmi
misgengis sem er á milli þessara
gömlu sprungna.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðing-
ur sagði á fundinum að sprungu-
kerfið neðan og austan Bitru, sem
þessar sprungur eru á, væru eitt
það merkilegasta í jarðskjálfta-
fræðum sem nútímajarðvísindi
hefðu úr að velja. Jarðsprungu-
kerflð þar lægi allt öðruvísi en upp á myndun nýs jarðskjálfta-
önnur kerfl á svæðinu. Við Bitru svæðis sem ætti eftir að þróast í
væru menn hugsanlega að horfa milljónir ára. NH
DV MYNDIR NH
Sprungurnar við Dælarétt
Nýja sprungan er í barmi misgengis.
Merkilegar sprungur
Þessar sprungur eru taldar eitt þaö merki-
legasta í jarðskjálftafræöum sem nútíma
jarövísindi hafa úr að velja.
S amningaviðr æður:
íslensk erfða-
greining á
Akranes
DV, AKRANESI:
Eins og kunnugt er þá hefur stað-
ið til að íslensk erfðagreining flytji
hluta starfsemi sinnar út á land og
hefur verið rætt um Akranes. Á síð-
asta fundi stjórnar Sjúkrahúss og
heilsugæslustöðvar Akraness flall-
aði Guðni Tryggvason um heim-
sókn hans ásamt Sigurði Ólafssyni,
framkvæmdastjóra SHA, og Ásgeiri
Ásgeirssyni, skristofustjóra ÍE, þar
sem flallað var um drög að möguleg-
um samningi um vinnslu heilsu-
farsupplýsinga til flutnings á heil-
brigðissviði. Farið var yflr og fiallað
um samningsdrögin.
Formaður stjórnar, framkvæmda-
stjóri og lækningarforstjóri fái um-
boð til að vinna að málinu og semja
við ÍE fyrir hönd stjórnar SHA.
Jafnframt verður óskað eftir um-
sögn læknaráðs SHA. Hlutaðeigandi
aðilum verður gerð jafnharðan
grein fyrir gangi samningsgerðar.
Vinnuhópurinn skilar niðurstöðum
innan tveggja vikna. -DVÓ
DV-MYND MÓ
Fullbókaö
Góð veiöi hefur veriö þaö sem af
er í Vatnsdalsá og fullbókaö
er fram á haust.
Laxveiði byrjar
vel í Vatnsdalsá
DV, HÚNAÞINGI: ~
Laxveiði í Vatnsdalsá hófst 17.
júní og fengust 5 laxar fyrstu tvo
dagana auk þess sem veiðimenn
misstu flóra í viðbót. Allir laxamir
voru lúsugir utan einn og virðist
mikill lax ganga í ána þessa dagana.
í Vatnsdalsá er nú eingöngu veitt á
flugu á aðallaxveiöisvæðum árinnar
og laxinum sleppt aftur. Þessi að-
ferð nýtur vaxandi vinsælda og
virðingar hjá veiðimönnum og er
fyrir löngu fullbókað i ána í allt
sumar.
Um það aö veiða og sleppa laxi í
Vatnsdalsá birtist í þessum mánuði
ítarleg grein í virtu kanadísku lax-
veiðitímariti, Atlantic Salmon Jo-
urnal. Greinin var upp á sjö síður
prýdd mörgum myndum. -MÓ
Vedrið
m
(3 /
-15'<
Solargangur og sjavarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 23.56 00.47
Sólarupprás á morgun 03.08 01.47
Síbdegisflóð 18.06 22.39
Árdegisflóð á morgun 06.31 08.04
Skýringar á veðurtáknum
Veðrið a niorgun
Hæg breytileg átt
Gert er ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt
áfram. Þokuloft sums staöar með
norðurströndinni. Annars staðar yfirleitt skýjað
meö köflum eða léttskýjaö.
^VINDATT -io° V'iNÐSTYRKUR i rtwlrum á stíkówíu i HEIÐSKÍRT
IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ :ö ALSKÝJAÐ
í ■ «44 RIGNING '' ■<íi> SKÖRIFt W SIYDDA ö SNJÓKOMA
: © ■ ÉUAGÁNGUR 9 ÞRUMU' VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
wsmm "
Blankalogn og andvari
Þessa dagana ríkir hálfgert vindleysi á
landinu sem er að sjálfsögöu T frásögur
færandi því hægviðri sem þetta er ekki
ýkja algengt. Það blaktir varla hár á
höfði. Mesta vindhviða sem mælst
hefur á landinu var á Gagnheiðarhnúki
þann 16. janúar 1995 eða 267
km/klst. Þaö met veröur ekki slegið á
næstu dögum.
10 til 20 stiga hiti
Hæg breytileg átt. Skýjað meö köflum eða léttskýjað, hætt við þokulofti
úti við sjóinn. Síödegisskúrir á stöku stað, einkum sunnan- og
vestanlands. Hiti á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.
BIBWffimnra
Vlndur:
X-X m/»
Hiti 10° tii 20°
Fram á flmmtudag í næstu
vlku er gert ráð fyrfr hægrl
breytilegrl átt. Þokuloft við
sjóinn og síðdeglsskúrlr á
stöku stað.
Vindur:
X—X m/a
Hiti 10° til 20°
Áframhaldandl stilla,
skýjað með köflum eða
léttskýjað og líkur á
þokulofti vlð strendur. Hltl
10 til 20 stlg, hlýjast í
innsveltum.
MuYvikiuList
Vindur:
X—X m/s
Hiti 10° til 20°
U
Hæg breytileg vlndátt.
Hltl yflrleitt á bllinu 10 tll
20 stlg, hlýjast Inn tll
landslns.
AKUREYRI léttskýjaö 20
BERGSSTAÐIR léttskýjað 16
BOLUNGARVlK skýjaö 15
EGILSSTAÐIR 16
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 17
KEFLAVÍK léttskýjaö 16
RAUFARHÖFN heiöskírt 9
REYKJAVÍK léttskýjaö 17
STÓRHÖFÐI léttskýjaö 15
BERGEN skýjað 18
HELSINKI úrkoma 16
KAUPMANNAHÖFN rlgning 12
ÓSLÓ alskýjaö 23
STOKKHÓLMUR slydda 16
ÞÓRSHÖFN skýjaö 9
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 13
ALGARVE léttskýjaö 25
AMSTERDAM léttskýjað 17
BARCELONA léttskýjaö 27
BERLÍN rigning 14
CHICAGO léttskýjaö 26
DUBLIN þokumóöa 14
HALIFAX alskýjaö 15
FRANKFURT skýjaö 19
HAMBORG skýjaö 14
JAN MAYEN þokumóöa 5
LONDON léttskýjaö 25
LÚXEMBORG skýjað 23
MALLORCA heiöskírt 30
MONTREAL 12
NARSSARSSUAQ skýjaö 12
NEW YORK léttskýjaö 20
ORLANDO alskýjaö 25
PARÍS skýjaö 26
VÍN skúrir 20
WASHINGTON léttskýjaö 19
WINNIPEG heiöskírt 14