Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Side 31
I>V LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 31 Helgarblað Þolinmóði úti- legumaðurinn - Páll Stefánsson ljósmyndari myndar ísland með 20 kílómetra millibili á fjórum dögum Páll Stefánsson Ijósmyndari. Hann er í þann veginn aö gefa út sína sjöundu Ijósmyndabók sem er sérkennilegur þverskuröur afíslandi meö mynd- um sem eru teknar á 20 kílómetra fresti viö hringveginn. Páll Stefánsson Ijósmyndari elskar ísland. Þetta ástarœvin- týri hefur varaö lungann úr œvi hans og leitt af sér lífsstarf Páls sem er Ijósmyndun, ótelj- andi Ijósmyndir í tímaritum og sjö Ijósmyndabœkur og óstööv- andi feröalög um afskekktustu kima landsins í öllum veörum. Sjöunda Ijósmyndabókin sem er í þann veginn aö lita dagsins Ijós er nokkuö ólík hinum fyrri. Hún heitir 1881 km og vísar heitiö til þeirrar vegalengdar sem bókin spannar. Páll ók frá Lækjartorgi í Reykjavík austur um Hellisheiði hringinn um landiö að Vest- fjörðum meðtöldum á aðeins fjórum dögum. Á nákvœmlega 20 kílómetra fresti nam hann staöar og tók mynd af landi, fólki eða fénaði sem fyrir augu bar í því veöri og þeim birtu- skilyrðum sem voru til staöar. í bókinni birtist því hringvegur- inn, fólkið og landið í þeim fjöl- breytileika sem íslenskt veðurfar og fjölbreytt og kvikt veður getur skapað á sumardegi. Bókin kom til mín „Ég ætlaði ekki að gefa út bók,“ segir Páll í samtali við DV. „Ég gaf út bókina Land á síðasta ári og ætlaði upphaflega að vinna þessa hugmynd um hringveginn í myndum sem tímaritsverkefni og á einhverju stigi ætlaði ég að stansa á 10 kílómetra fresti sem þótti síðan of þétt. En þegar ég kom úr leið- angrinum með allar myndimar þá kom bókin til mín.“ Páll skráði nákvæmlega hjá sér kílómetrastöðu og tima á hverjum stað og það er samviskusamlega prentað við hverja mynd. Hann fór aldrei langt frá bílnum, mest um 50 metra og mætti lögreglunni tvisvar sinnum á leiðinni og fékk sekt fyrir of hraðan akstur í bæði skiptin. „Þó ég hafi ferðast mikið þá opn- aði þetta verkefni mér nýja sýn á landið. Stundum var ég heppinn og stundum ekki. Þannig hitti ég ná- kvæmlega á brúarsporðinn við Jök- ulsá á Breiðamerkursandi og tók mynd af lóninu frá hefðbundnu sjónarhomi þar sem það nýtur sín hvað best. Austur í Lóni, sem mér fmnst afskaplega falleg sveit, stans- aði ég á 20 kílómetrum þar sem ekk- ert sést nema sandur og þokan var niðri í hlíðum. Ég fór aldrei langt frá bílnum en gat auðvitað valið í hvaða átt ég tók myndina." Hraðari og hrárri myndir Páll kom frá námi í Svíþjóð fyrir 18 árum. Hann hefur síðan unnið hjá Iceland Review sem ljósmyndari og myndritstjóri. Hann er án efa þekktasti landslagsljósmyndari á ís- landi og óhætt að segja að hann hafi breytt sýn íslendinga á sitt eigið land þegar hann fór að birta mynd- ir sínar frá afskekktum stöðum oft teknar í regni og sudda eða veöri sem menn höfðu fram til þess ekki talið henta til myndatöku. Er hann með þessari nýju bók að breyta um stíl? „Það má segja að myndir mínar haíi hingað til oft verið agaðri en þær sem birtast i þessari bók. Ég er að birta þama hraðari og hrárri myndir en ég hefi gert áður. í þess- ari bók eru aðeins myndir úr byggð og vantar hálendið sem hefur verið mjög áberandi í myndum mínum til þessa. Þess vegna verður fólk meira í fyrirrúmi en oft áður. Það er engin ástæða til þess að vera alltaf að gera sama hlutinn og gaman að vera „spontant". Þó mér finnist gaman að taka myndir fyrir tímarit þá finnst mér líka gaman að gera bækur því með hverri bók lýk- ur maður ákveðnum kafla eða við- fangsefni og getur snúið sér að því næsta. Þannig heldur maður áfram og þroskast sem myndasmiður." í sveitinni hjá afa Páll fékk ungur ást á landinu þeg- ar hann dvaldi langdvölum í sveit hjá afa sínum, séra Páli á Skinna- stað í Öxarfirði og síðar í Fnjóska- dal. Meðan hann var unglingur ferð- aðist hann mikið með Ferðafélagi íslands og segist hafa viljað það frekar en fara til útlanda. „Norður í Öxarfirði eru andstæð- ur landsins skýrar, svartur sandur og gróið kjarr. Þar er stutt í nátt- úruperlur eins og Ásbyrgi og Detti- foss og þarna var gott að vera sem bam.“ Páll hefur sínar sérstöku vinnu- aðferðir við aö mynda íslenskt landslag. Hann ferðast um fjöll og fimindi á ýmsum árstímum, liggur oftast úti undir berum himni í öfl- ugum svefnpoka og nýtur nálægðar- innar við náttúruna og lífrikið og fylgist með breytilegri birtu. „Þetta er alls ekki eins mikið harðræði og margir halda. Þetta er góður poki og mér verður aldrei kalt. Nálægðin við náttúruna er mikilvæg. Þegar maður liggur graf- kyrr, t.d. í eyðibyggðum eins á Homströndum eða Langanesi, þá kemur refurinn og þefar mann uppi eða hestar ganga kringum pokann og fuglar tísta.“ Þaö er maður á heyvagninum En stundum lendir Páll í nálægð við lífríki sem er ekki eins villt og öllu auðþekkjanlegra. „Ég fór fyrir fáum árum norður í Öxarfjörð að mynda Dettifoss í klakaböndum í lok febrúar. Það var 12-14 stiga frost og skafrenn- ingur í Öxarfirði þegar ég kom norður. Ég vissi að það er vont að liggja á jörðinni í svefnpokanum þegar skefur mik- ið og varð því feg- inn þegar ég sá allt í einu hey- vagn í bílljósun- um og kom mér fyrir í svefnpok- anum uppi á hon- um og steinsofn- aði. Þegar ég vaknaði um morguninn og var að undirbúa það að skríða úr pokanum farmst mér endilega eins og það væri verið að horfa á mig. Það reyndist vera rétt því vagninn stóð rétt við eld- húsgluggann á Presthólum í Öxar- firði en íbúðarhúsið hafði ég ekki séö í sortanum um nóttina." í sandbleytu upp í klof Páll segist vera orðinn „áhuga- veðurfræðingur" af áratuga starfi við landslagsljósmyndun. Þegar hann heyrir að spáin er góð hendir hann svefnpokanum í bílinn ásamt myndavélum og fylgihlutum sem eru mæld í milljónum króna og hundruðum kílóa. Síðan hverfur hann út í buskann og skilar sér ein- hvem tímann aftur. Það er því kannski ekki út í bláinn að hann þakkar Áslaugu eiginkonu sinni þolinmæðina í eft- irmála bókarinn- ar. En er fólk aldrei hrætt mn hann? „Mínir nánustu vita að ég tefli aldrei á tvær hætt- ur og þeir vita líka að landslagsljós- myndun er ekki eitthvað sem verð- ur til bak við skrifborð. Ég hef aldrei lent í nein- um sérstökum hættum, stöku sinnum villst í þoku. Þó var mér ekki sama þegar ég sökk fótgang- andi í sandbleytu inni viö Brúarár- jökul í ágúst í fyrra og var nærri tvo tíma að losa mig.“ Þarna var Páll einn á ferð langt fjarri alfaraleið og því á engan að treysta nema sjálfan sig. „Ég sökk upp í klof og var orðið ansi kalt á fótunum þegar ég losnaöi enda var ég á stuttbuxum. En ég var samt aldrei verulega hræddur.“ Þolinmæði eða þrjóska? Páll er frægur fyrir þolinmæði sína þegar breytileg íslensk náttúra er annars vegar og sat t.d. einu sinni og beið í fjóra tíma eftir því að kýr lyfti höfðinu í rétta stellingu. Reyndar telja sumir að þessi eigin- leiki sé meira í ætt við þrjósku en þolinmæði en það er auðvitað túlk- unaratriði. „Ég hef verið heppinn. Náttúr- an hefur verið góð við mig. Ég bið stundum um sól á ákveðinn stað og hún kemur. Ef ég er viss um að ég fái eitthvað sem mig langar i þá get ég verið mjög þolinmóður. Ég gekk á Sveinstind inni við Langasjó einu sinni sem oftar og þegar ég kom upp settist ský yfir tindinn og ég sá ekkert frá mér. Ég settist niður og beið. Ferðafélagi minn sem beið niðri á sandinum undir fjallinu missti þolinmæðina eftir tæpa fimm tíma og fór að æpa á mig. Ég fór þá niður til hans en nákvæmlega þegar ég var kominn niður dró skýið af fjallinu og þá var ekki um neitt ann- að að ræða en að drífa sig upp aftur. Ég gat ekki látið Sveinstind fara svona með mig.“ Myndavélin hættir aldrei að toga í mig Páll hefur myndað íslenskt lands- lag í 18 ár og sett saman sjö bækur. Iceland Review, fyrirtækið sem hann hefur unnið hjá allan tímann, sameinaðist Vöku-Helgafelli sl ár sem síðan er nú að sameinast Máli og menningu. Hvernig hyggst Páll mæta þessum breytingum? Eru sjö bækur í viðbót í íslenskri náttúru eða hyggst hann ef til vill snúa sér að öðrum verkefnum? „Meðan mér er að fara fram og ég er að vinna með góðu og metnaðar- fullu fólki eins og fyrst Haraldi J. Hamar og síöan núverandi rit- stjóra útgáfunnar, Jóni Kaldal, er það bara kostur að koma inn í stærri og öflugri einingu. Þarna skapast sóknar- færi í erlendri út- gáfu sem vekja áhuga minn því ljósmyndin talar alþjóðamál. Ég hef alltaf gaman af því að mynda fyrir metnaðcirfull tímarit sem miða sig við það sem vel er gert úti í hinum stóra heimi og taka þátt í að þróa þau og vil halda því áfram. Tíma- ritavinna er nefnilega skemmtileg samvinna milli hönnunar, texta og mynda. Hvað varðar ljósmyndunina þá er hún ekki vinna heldur lífstíll og ástríða. Þó ég sé þreyttur eftir lang- an vinnudag þá stenst ég aldrei mát- ið þegar myndavélin togar í mig og hvíli mig oftast með því að taka myndir. Myndavélin mun aldrei hætta að toga mig út i íslenska birtu og láréttan vind.“ -PÁÁ „Ég settist niður og beið. Ferðafélagi minn, sem beið niðri á sandinum undir fjallinu, missti þol- inmœðina eftir tœpa fimm tíma og fór að æpa á mig. Ég fór þá niður til hans en nákvœmlega þegar ég var kominn nið- ur dró skýið af fjallinu og þá var ekki um neitt annað að rœða en að drífa sig upp aftur. Ég gat ekki látið Sveinstind fara svona með mig. “ „Þegar ég vaknaði um morguninn og var að undirbúa að skríða úr pokanum fannst mér endilega eins og það væri verið að horfa á mig. Það reyndist vera rétt því vagninn stóð rétt við eld- húsgluggann á Presthól- um í Öxarfirði. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.