Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
Fréttir I>V
Tilraunastöðin á Keldum:
Leitað að vörn
gegn alnæmi
- með rannsóknum á sauðfjársjúkdómnum visnu
DV-MYND EINAR J.
Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra ræðlr vlð Sigurð Sigurðarson, dýralækni hjá Tilraunastöðinni á Keldum.
Landbúnaóarráöherra heimsótti Tilraunastöðina á Keldum síðastliöinn miðvikudag og kynnti sér öfluga
starfsemi stöövarinnar.
Rannsóknir á sauðfjársjúkdómn-
um visnu í von um að finna vöm
gegn alnæmi, rannsóknir á sníkju-
dýrum í sauðfé og rannsóknir á
fisksjúkdómum eru meðal þess sem
fram fer á Tilraunastöðinni á Keld-
um i Reykjavík. Stofnunin er tengd
læknadeild Háskóla íslands og heyr-
ir undir menntamálaráðurneytið.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra heimsótti Tilraunastöðina
síðastliðinn miðvikudag og í tilefni
af því var efnt til blaðamannafund-
ar þar sem öflug starfsemi stöðvar-
innar var kynnt.
Bóluefni viö alnæmi?
Rannsóknir á visnuveirunni sem
leggst á sauðfé hafa staðið yfir árum
saman hjá Tilraunastöðinni en veir-
an er bæði skyld og á margan hátt
svipuð alnæmisveirunni og var Til-
raunastöðin á Keldum meðal fyrstu
rannsóknarstöðva í heimi til að
sinna rannsóknum á veirum af
þessu tagi en þær eru kenndar við
hæggenga sjúkdóma. Visnuveiran
var einangruð á Tilraunastöðinni á
Keldum árið 1957 og var það i fyrsta
sinn í heiminum sem náðist að ein-
angra veiru úr þessum veiruflokki.
Að sögn Guðmundar Georgssonar,
forstöðumanns Tilraunastöðvarinn-
ar, átti það mikinn þátt í að koma
stöðinni á kortið en rannsóknir á
visnuveirunni hafa staðið æ síðan.
„Ég tel að helsta vonin til þess að
fást við þann vágest sem alnæmi er
sé að finna bóluefni. Visnuveiran er
könnuð fyrst og fremst sem líkan
fyrir alnæmisveiruna og það gæti
hugsanlega gefið okkur hugmynd
um hvemig verjast má alnæmi,“
sagði Guðmundur.
Rannsóknir á riðuveiki og
fisksjúkdómum
Rannsóknir á riðu hafa einnig
spilað stóran þátt í starfseminni á
Keldum og meðal annars hefur ver-
ið kannað hvort fylgni geti verið á
milli Kreutzfeldt-Jacobs-sjúkdóms í
fólki og riðusmitaðs sauðfjár, en
eins og alkunna er voru fyrir
nokkrum árum leiddar að því likur
kúariða bærist i fólk með smituðu
kjöti. Ekki fannst fylgni á milli þess-
ara sjúkdóma hér á landi, enda er
sjúkdómurinn mjög sjaldgæfur í
mannfólki. Rannsóknir á ónæmis-
kerfi fiska sem og fisksjúkdómum
er einnig veigamikill þáttur í starfi
tilraunastöðvarinnar auk þess sem
stöðin hefur staðiö fyrir ákveðinni
þjónustu og rannsóknum í sam-
bandi við fiskeldi, þar sem reynt
hefur verið að komast fyrir byrjun-
arörðugleika og ýmis vandkvæði
önnur er fylgja fiskeldi og er það
starf þegar farið að koma fiskeldinu
að gagni.
Ónæmar bakteríur
Rannsóknir á sýklalyfiaónæmi
við bakteríum úr dýrum er eitt af
helstu verkefnum sýkla- og bóluefn-
isdeildar Tilraunastöðvarinnar sem
nú standa yfir. „Ónæmi baktería
gegn sýklalyfium er vaxandi vanda-
mál í heiminum," sagði Eggert
Gunnarsson deildarstjóri í samtali
við DV. „Þetta veldur talsverðum
áhyggjum, því það sýnir sig að sí-
fellt verður erfiðara að fást við smit-
sjúkdóma og það er ákveðið sam-
hengi á milli notkunar á sýklalyfi-
um og vaxandi ónæmis bakteríu-
stofna“. Nú er nýhafið samnorrænt
rannsóknarverkefni til þess að
kanna sýklalyfiaofnæmi í bakteríu-
stofnum úr dýrum, en Eggert tekur
fram að í íslensku kjöti hafi sama
og ekkert fundist af sýklalyfialeifum
þannig að íslenskir neytendur þurfa
ekki að hafa áhyggjur.
Krummarnir á íslendingi:
Bjuggu i goðu yfirlæti
Það var aldrei ætlun áhafnar vík-
ingaskipsins íslendings að fara með
hrafnsungana tvo úr landi.
„Það fóru tveir ungir hrafnar
með víkingaskipinu frá Reykjavík
17. júni. Þetta voru ófleygir en stálp-
aðir ungar og ætlunin var að þeir
sigldu með okkur á íslandi en yrðu
síðan gefnir til íslenskra barna og
þeir eru núna í Húsdýragarðinum í
Reykjavík," sagði Ellen Yngvadótt-
ir, einn skipverja. Ellen sagði að
áhöfninni hefði ekki verið kunnugt
um að hún þyrfti sérstakt leyfi fyrir
ungunum. Aðspurð sagði Ellen að
ungamir hefðu hvorki verið
tjóðraðir né vængstýfðir, heldur
búið við gott yfirlæti algjörlega
frjálsir um borð í skipinu og hænst
mjög að áhöfninni sem saknar
þeirra nú.
Umhverfisráðuneytið frétti af
ungunum og hafði samband við
sýslumennina í Búðardal og Stykk-
ishólmi þar sem íslendingur kom til
hafnar eftir að hann fór frá Reykja-
vík og benti á að áhöfnin hefði ekki
leyfi til þess að hafa hrafnana í
haldi. Ráðuneytið kærði ekki skip-
verja eins og kom fram í DV í gær.
„Það er óheimilt að taka villt dýr
og hafa í haldi nema þú fáir til þess
leyfi umhverfisráðherra," sagði Sig-
- engin kæra lögð fram enn
Krummi krunkar í Húsdýragaröinum
Að sögn áhafnarmeðlims íslendings bjuggu hrafnsungarnir við gott yfirlæti á
víkingaskipinu ogvar aldrei ætlunin að fara með þá úr landi. Hrafninn er rétt-
dræpur á íslandi en lög banna að hann sé gerður að gæludýri.
urður Þráinsson, starfsmaður um-
hverfisráðuneytisins. Hann bætti
því við að samkvæmt reglugerðum
um fuglaveiðar væri heimilt að
aflétta friðun á villtum dýrum í
tvennum tilgangi; annars vegar til
að nýta verðmæti í kjöti og öðrum
afurðum og hins vegar til að verjast
tjóni. Friðun hefur verið ciflétt á
hrafni allt árið í þessum tilgangi
þannig að hann er réttdræpur á ís-
landi. Hins vegar er bannað með
lögum að handsama krumma og
gera að gæludýri.
Þess má geta að ungu hröfnunum
tveim sem voru um borð í íslend-
ingi var upphaflega bjargaö úr
hrafnshreiðri sem fiarlægt var úr
Borgey þar sem er mikið æðarvarp.
Sýslumaðurinn á Stykkishólmi
hefur málið til umfiöllunar og sagði
fulltrúi hans að málið væri í rann-
sókn en ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvort kæra verði lögð
fram.
Ungarnir voru samkvæmt áætlun
sendir í Húsdýragarðinn í Reykja-
vík þegar íslendingur kom til hafn-
ar í Ólafsvík 24. júní. Vegna mikils
hafíss við Grænland hefur víkinga-
skipið beðið í Ólafsvík en mun
leggja af stað til Grænlands næst-
komandi þriðjudag. -SMK
Sandkorn
________i :^Umsjón:
Hörður Krístjánsson
netfang: sahdkorn@ff.is
Ritstjóri ráðinn
Sú saga gengur
fiöllunum hærra að
búið sé að ganga
frá ráðningu rit-
stjóra Stúdenta-
blaðsins fyrir
næsta vetur þrátt
fyrir að umsóknar-
frestur sé enn ekki
liðinn. Sagt er að
þar komi enginn til greina nema
Röskvumaður. Eiríkur Jónsson,
núverandi formaður Stúdentaráðs,
virðist ekki ætla að breyta þessu
fyrirkomulagi og ætlar sér að hafa
ritstjórann pólitískan þrátt fyrir að
mikill meirihluti stúdenta hafi eng-
an áhuga á stúdentapólitík og vilji
þvi síður að Stúdentablaðið verði
málgagn Röskvu. Katrín Jakobs-
dóttir er sögð næsti ritstjóri Stúd-
entablaðsins en Katrín þessi sat í
háskólaráði fyrir Röskvu síðastlið-
inn vetur. Það skemmtilega er svo
að hún er unnusta Davíðs Þórs
Jónssonar, ritsjóra Bleiks og blátt,
þannig að gárungamir hafa velt
því fyrir sér hvort stúdentar muni
eiga von á breyttri ritstjórnar-
stefnu næsta vetur...
Boltabulluhátíð
Her höfðingja
mun samkvæmt
nýjustu tíðindum
heimsækja Þing-
velli nú um helg-
ina. Þar mun að
sjálfsögðu vera
dagskrá i kristi-
legum anda, enda
heitir þessi við-
burður Kristni-
tökuhátíð. Er það
minnst 1000 ára
afmælis kristni-
töku á íslandi. Gárungar benda nú
á að þetta sé hinn mesti misskiln-
ingur. kristni hafi bara verið yfir-
skin fyrir því að fiármagna mikið
húllumhæ á Þingvöllum. Haft er
fyrir satt að komið hafi verið upp
stórum sjónvarpsskjáum á Þing-
völlum. Ekki til að útvarpa boð-
skap biskups eða páfa, heldur úr-
slitum í Evrópukeppninni í fót-
bolta. Þar með er búið að koma
upp um megintilgang hátíðarinnar,
sem sé risasamkoma fótboltaáhuga-
fólks...
Gamlir hundar
Sólveig Þor-
valdsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Al-
mannavama, fær
I aldeilis að finna til
tevatnsins þessa
dagana. Undirsátar
hennar innan
veggja stofnunar-
innar brugga
henni launráð að hætti fornmanna
og samsæri ku vera í smíðum.
Rannsóknarmaður Sandkoms hef-
ur þó komist að þvi að ástæða fyrir
óánægju á stjórn Sólveigar, sé ekki
vankunnátta hennar og óhæfi,
heldur karlremba gamalgróinna al-
mannavarnakarla. Þeir telji valdi
sínu ógnað með komu kvenyfir-
manns á stofnunina og urri nú hátt
eins og ofdekraðir hundar...
Fuglasmygl
Það vakti upp
mikið fiaðrafok
þegar menn átt-
uðu sig á því að
hrafnar um borð í
víkingaskipinu Is-
lendingi væra |
ekki sjálfboðalið-1
ar. Þeir hefðu i
verið fangaðir
líkt og gíslar á víkingaöld. Var lö
reglukerfi sett í viðbragðstöð
enda flutningur á þeim úr lan
sjálfsagt flokkaður undir smys
Lögfróðir menn munu hafa ver
sveittir við að leita fordæma í sö
unni um meðferð hrafna um borí
skipum. Einu heimildimar mur
hins vegar vera sögur af Hrafn
Flóka sem samkvæmt þessu mi
vera fyrsti fuglasmyglari ísland
sögunnar