Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 10
10
Skoðun
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
JOV
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Tungumál guðs
Vísindamenn hafa lært tungumál guðs við sköpun
mannsins. í því eru aðeins fjórir bókstafir, sem raðast
á ýmsa vegu í þriggja milljarða röð bókstafa i 23 bókar-
köflum. Þannig raðast erfðavísar í bókarkafla litninga
og mynda heila bók erfðamengis hvers manns.
Þótt vísindin séu komin á slóð guðs með þvi að finna
mestallt handritið að sköpun mannsins, eiga þau langt
í land við að nota þá þekkingu til að búa til Snorra-Edd-
ur sköpunarverksins. En þau eru komin á slóðina og
hingað til hefur ekkert getað stöðvað vísindin.
Á næstu árum munu verða stórstígar framfarir í
staðsetningu veikleika mannsins í þessari miklu lífsins
bók. Nú þegar vita vísindamenn mikið um, hvar í litn-
ingum sjúkdómar eiga rætur sínar og vilja afla sér nán-
ari staðsetningar með hinni nýju þekkingu.
Vitað er, að alzheimer er í fyrsta litningi, ristilkrabbi
í öðrum litningi, lungnakrabbi í þriðja litningi, parkin-
son í fjórða litningi og svo framvegis. Næsta skref verð-
ur að staðsetja slík vandamál nánar, svo að skipta megi
inn heilum erfðavísum fyrir gallaða.
Flestir sjúkdómar eiga sér rætur í veikleikum í gena-
mengi mannsins, sem magnast við ytri aðstæður, eins
og segir í spakmælinu, að fjórðungi bregði til fósturs.
Þannig eiga hjartamein, krabbamein, áfengismein og
raunar flest likamsmein rætur sínar í erfðavísum.
Lífsskilyrði og lífsstíll ráða svo i mörgum tilvikum,
hvort þessi mein verða hættuleg heilsu manna. Mikil
áherzla verður því lögð á hvort tveggja í senn, að breyta
lífsskilyrðum og lífsstíl fólks og að laga það, sem aflaga
hefur farið, með íhlutun í erfðamengi þess.
Ekkert þýðir að efast um réttmæti innrásar sérfræð-
inga inn á verksvið guös. Engin leið er að sjá það ferli
fyrir sér, að siðfræðilegar eða guðfræðilegar efasemdir
muni hemja sókn vísindanna innar á þau svæði, sem
hingað til hafa verið talin einkalönd guðs.
Pólitískur ótti við villta vestur erfðafræðinnar í
einkageiranum hefur leitt til þess, að rikisstjómir
Bandaríkjanna og Bretlands hafa knúið aðilana tvo,
sem langfremst standa, til að leggja saman þekkingu
sína og fæmi og opinbera lífsbókina öllum lýðum.
Annar þessara aðila er bandaríska einkafyrirtækið
Celera og hinn er brezk-bandariska rannsóknastofnun-
in National Human Genome Research Institute. Þeir
hafa verið að finna upp hjólið samtímis, en munu nú
væntanlega snúa bökum saman og skipta verkum.
Vegna þessa samstarfs yfir Atlantshafið verður lík-
lega ókleift að búa til einkaleyfavædda einokun í rann-
sóknum á þessu sviði. Það þýðir, að miklu fleiri geta
tekið þátt í kapphlaupinu og að framfarir fræðanna
verða sennilega enn örari hér eftir en hingað til.
Ekki er hægt að sjá, að þessi niðurstaða muni skaða
önnur fyrirtæki, sem ætla sér hlut í frekari þróun máls-
ins, svo sem þau fyrirtæki, sem starfa á íslandi,
deCODE genetics og Urður Verðandi Skuld. Þvert á
móti gæti birting gagna hjálpað slíkum fyrirtækjum.
Athyglisvert er þó, að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og
Bretlands kusu að hafna einkaleyfum og að kreQast op-
inberunar gagna, en fóru ekki leið íslenzku ríkisstjórn-
arinnar að gefa einu gæludýri sínu ókeypis einokun á
erfðaupplýsingum um lífs og liðna íslendinga.
Ekki er ofsagt, að uppgötvun tungumáls guðs á sjálfri
lífsbókinni og opinberun upplýsinganna feli í sér mesta
afrek og mestu tímamót vísindasögunnar.
Jónas Kristjánsson
Er kalda stríðinu loksins
að ljúka í Karíbahafinu?
Bandaríkjaþing samþykkti í vik-
unni að létta að hluta áratuga við-
skiptabanni af Kúbu og leyfist nú
Bandaríkjamönnum í fyrsta sinn í tæp
40 ár að selja Kúbumönnum landbún-
aðarafurðir og fleiri vörutegundir,
einkum lyf. Það er að sumu leyti tákn-
rænt að þingið ákveður þetta á sama
tíma og þeir Gonzales-feðgar fá farar-
leyfí heim til Kúbu. Þeir hafa verið eitt
helsta fréttaefni vestra síðan þehn
yngri var bjargað af rafti úti fyrir
strönd Flórída fyrir sjö mánuðum.
Deilt hefur verið um hvort senda beri
drenginn heim til sín eða leyfa ættingj-
um í Flórída að taka hann að sér. Far-
sinn í kringum það forræðismál er tal-
inn hafa styrkt Bandarikjastjóm í
þeim ásetningi að slaka á löngu úrelt-
um efhahagsþvingunum gagnvart
Kúbu.
Viðskiptabannið var lögfest á síð-
ustu vikum Eisenhower-söómarinnar
árið 1960, nokkm eftir að Fidel Castro
varð hæstráðandi á Kúbu. Það var
einn hluti af þeirri atburðarás sem
skipaði Kúbu á bekk með Sovétríkjun-
um og fylgiríkjum þeirra.
Efhahagsaðgerðir Bandaríkjamanna
gegn Kúbu á fyrstu árum Castro-
stjómarinnar vora að sjáifsögðu til
þess ætlaðar að stöðva kommúníska
þróun á Kúbu. En raunin varð önnur:
Hvað eftir annað snerast vopnin í
höndum Bandaríkjamanna og engar
aðgerðir þeirra skiluðu tilætluðum ár-
angri. Verst varð afhroð þeirra þó í
misheppnaðri innrásartilraun
kúbverskra útlaga sem hiotið höfðu
þjálfun hjá CIA, bandarísku leyniþjón-
ustunni. Bandarískir eignamenn sem
áttu fasteignir og fyrirtæki á Kúbu töp-
uðu um einum milljarði dollara þegar
upp var staðið sem var miklu meira
fjárhagslegt tjón en Bandaríkjamenn
höfðu af byltingum annars staðar í
heiminum á 20. öld.
Hvaða máli skiptir afnám
bannsins?
Margir hafa á síðustu dögum bent á
að það sé fyrst og fremst táknræn að-
gerð að slakað sé á þvingunum því það
er ekki þar með sagt að viðskipti við
Kúbu hafi verið gefin frjáls. Banda-
ríkjastjóm verður eftir sem áður bann-
að að veita Kúbu lán eða fjárhagslega
fyrirgreiðslu og sömuleiðis verður
bandarískum bankastofhunum bann-
að að fjármagna viðskipti við Kúbu.
Það verður því Kúbumönnum erfitt aö
nýta sér nýfengnar heimildir til við-
skipta, þeir verða annaöhvort að
greiða út í hönd fyrir þær vörur sem
þeir kaupa eða afla sér lána annars
staðar. Og þó að banni við að selja
Kúbumönnum ákveönar vörutegundir
frá Bandarikjunum verði nú aflétt era
Fidel Castro, einvaldur á Kúbu.
Ýmislegt bendir til þess að kaida stríöinu í Karí
bahafinu milli Kúbu og Bandaríkjanna sé að
Ijúka.
engar tilslakanir boðaðar á innflutn-
ingi frá Kúbu.
En þrátt fyrir þetta má hæglega
færa rök fyrir því að tilslakanimar
marki upphafið að endalokum þving-
unarstefnu Bandaríkjanna gagnvart
Kúbu. Hagsmunirnir era slíkir að full-
víst má telja að þrátt fyrir alla fyrir-
Jón
Ólafsson
heimspekingur
nm
varana muni bandarískir framleiðend-
ur sjá sér hag í því að stofha til við-
skiptasambanda við Kúbumenn.
Tilslakanir gagnvart Kúbu era gerð-
ar um leið og Bandaríkjamenn breyta
afstöðu sinni tU nokkurra rikja i heim-
inum sem hingað tU hafa verið talin
ógna Bandaríkjunum. Þetta era auk
Kúbu, fran, Súdan, Líbýa og Norður-
Kórea. Um leið og gefinn er kostur á
viðskiptum við þessi rUci ætlar utan-
rUúsráðuneytið bandaríska að mUda
orðfærið sem það viðhefur um þau. í
stað þess að nefna þau „rogue states"
(úrhraksríki) munu þau nú verða
nefnd „states of concem" (ríki sem
valda áhyggjum).
Það er aðeins gagnvart
Kúbu sem sérstakir fyrirvar-
ar era gerðir um tUslakanir
og skýrist það af sterkri
stöðu kúbverskra útiaga inn-
an bandaríska stjómkerfis-
ins en þeir hafna staðfast-
lega öUu samstarfi við
Castro. Fulltrúar þeirra í
hópi þingmanna á Banda-
ríkjaþingi fuUyrða að við-
skipti við Kúbu verði hverf-
andi lítti vegna þeirra fyrir-
vara sem tekist hafi að koma
inn í frumvarpið. Aðrir gera
þó ráð fyrir að viðskiptin
verði strax nokkur eða sem
svarar 100 miUjónum Banda-
rikjadoUara á ári tU að byrja
með og muni ná 4-500 dottur-
um á ári eftir fimm ár.
Með vaxandi viðskipta-
hagsmunum vex tilhneiging-
in tU frekari tUslakana og
því er hægt að geta sér þess
tti að viðskipti við Kúbu fær-
ist frekar í frjálsræðisátt á
næstu árum. Hvaða áhrif
slíkt gæti haft á valdastöðu
Castros er önnur saga. And-
stæðingar hans óttast að
aukning viðskipta verði
vatn á myUu hans og þar hafa þeir
sjálfsagt rétt fyrir sér.
Heimsviöskipti og pólitík
Þegar öUu er á botninn hvolft er
langnærtækast að setja þessa ákvörð-
un Bandaríkjaþings í samband við
þróun heimsviðskipta á síðustu árum.
Þau rtiti sem áður mörkuðu sérstöðu
sina með eindreginni andstöðu við
Bandaríkin hafa týnt tölunni og ekki
einu sinni Líbýumenn standa lengur í
því að berjast gegn bandarískum áhrif-
um af nokkrum krafti. Á sama tíma er
það að verða eitt helsta hagsmunamál
allra rikja heims að tryggja sér aðgang
að heimsmörkuðum, skapleg kjör í
viðskiptum við önnur ríki og aðUd að
samningum sem í gUdi eru um heims-
viðskipti.
Það hefði verið hlálegt ef Banda-
rUcjamenn hefðu aflétt viðskiptabanni
gagnvart öUum ríkjum nema nágrönn-
um sínum Kúbumönnum. Þó að and-
stæðingar Castros séu sterkir í Banda-
ríkjunum sýnir þetta þó að þeim era
takmörk sett. Það sýnir líka að kalda
stríðinu er ekki fyUUega lokið. Því er
enn að ljúka. Það sem tekur við er þó
ekki heimur þar sem mannréttindi og
frelsi era endUega í neinu fyrirrúmi.
Það er heimur heimsviðskipta þar sem
gengið er út frá því sem vísu að frjáls
viðskipti geti af sér siðferðis- og stjóm-
málaverðmæti. En um það er hægt að
efast og raunar fuU ástæða tU þess.