Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Qupperneq 30
30 Helgarblað LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 DV Sérstæð sakamál Eiginmaðurinn stakk upp á siglingu um Karíbahafið: Morðingi á skemmti- siglingu Julie, Katie og Tim Julie saknaöi einhvers sem hún fann ekki í faömi fjölskyldunnar. Julie Scully hafði næstum allt til að bera sem kona getur óskað sér. Hún var falleg, hún var fagurlega vaxin og hún átti eiginmann sem tilbað jörðina sem hún gekk á. Henni gekk einnig vel, að minnsta kosti að eigin mati, í starfi sínu sem fyrirsæta og sjónvarpskona. En ekki var þó allt með felldu og lík- lega mátti rekja vandann til bernskuáranna. Það hafði verið mikið áfall fyrir Julie þegar faðir hennar yflrgaf móður hennar og hana er hún var 10 ára gömul. Julie var ekki nema 17 ára þegar hún gift- ist nær tvöfalt eldri kaupsýslu- manni, Roy Sondy. Talið er að það hafi verið foðurmissirinn sem fékk hana tO að stíga það skref. Julie hafði heillast af glæsilegu útliti Roys og þægulegu tilverunni og fallega heimilinu sem hann bauð. Hún þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af framtíðinni. Drykkfelldur lygari Það leið þó ekki á löngu þar til í ljós kom að Roy var drykkfelldur lygari sem þar að auki beitti eigin- konu sína ofbeldi þegar hann var drukkinn. Julie var illa brugðið. Hún krafðist skilnaðar og fékk hann. Julie var orðin 23 ára þegar hún hitti Tim Nosh, 35 ára gamlan vin- sælan landslagsarkitekt í Trenton í Jew Jersey. Hann var algjör and- stæða fyrri eiginmanns Julie. Þegar Julie hafði eignast dótturina Katie 1995 var hún orðin vinsæl fyrirsæta og sjónvarpskona. Innst inni saknaði hún þó ein- hvers sem hún öðlaðist ekki í rólegum faðmi fjölskyldunnar. Árið 1997 varð hún alvarlega þunglynd. Hún trúði bæði vinkonum sínum og áhyggjufullum eiginmanni sínum fyrir líðan sinni. Hann stakk upp á að þau færu í skemmtisiglingu um Karíbahafið í nóvember. Eiginmað- urinn vonaðist til að Julie hresstist andlega við siglinguna. Hún hresstist svo um munaði. Lagt var í ferðina frá Flórída og stefnan tekin til Dómíníska lýðveld- isins. Þar átti fjölskyldan góðar stundir á sólheitri ströndinni og í hlýjum sjónum. Tim tók svo sem eftir því að Julie þótti gaman að ræða við ungan, sólbrenndan mann. Hún sagði hann heita George Skidopoulos og vera 24 ára gamlan Grikkja. Hann var vélstjóri á skemmtiferðaskipinu sem litla fjöl- skyldan sigldi með. Tim Nosh greindi síðar frá því að hann hefði ekki verið afbrýðisamur, að minnsta kosti ekki í byrjun. „Það er ekki hentugt þegar maður á glæsilega konu sem gengur vel í starfl. Maður ætti heldur að vera stoltur af henni,“ sagði hann. Tók ekki eftir viðvörunarbjöliunum Hann tók ekki eftir viðvörunar- bjöllunum þó að það heyrðist hátt í þeim. Þegar þau voru komin heim til Trenton trúði Julie vinkonu sinni fyrir því að kynni hennar við George hefðu leitt til þess að henni leið eins og fiðrildi sem sloppið hefði úr púpu sinni. „Ég öðlaðist sjálfsvirðingu og mér fannst ég vera elskuð og þráð,“ sagði hún. Siminn hringdi án afláts dag og nótt þegar þau voru komin heim. Það var George sem hringdi. Julie gerði ekkert tii að vísa honum frá. Hún naut tilbeiðslu hans. 1 febrúar á næsta ári tilkynnti Julie eiginmanni sínum að hún vildi fara i aðra skemmtisiglingu um Karíbahafið. Þessi ferð átti að Julie Hún var falleg og henni gekk vel í starfi. vera nákvæmlega eins og sú fyrri, hún vildi fara á sama ákvörðunarstað og með sama skipi. Hún hafði engan áhuga á öðrum möguleikum sem í boði voru. Tim var undrandi og skildi ekki kröfur Julie. Það var einn vina hans sem útskýrði fyrir honum hver væri raunveruleg ástæða fyrir áhuga Julie á einmitt þessari ferð. Ástæðan var George Skidopoulos. Það var ekki fyrr en hjónin komu heim aftur eftir seinni „Síminn hringdi án af- láts dag og nótt þegar þau voru komin heim. Það var George sem hringdi. Julie gerði ekkert til að vísa hon- um frá. Hún naut til- beiðslu hans. í febrúar á næsta ári tilkynnti Julie eiginmanni sínum að hún vildi fara í aðra skemmtisiglingu..." skemmtisiglinguna sem Tom viðurkenndi að hjónaband hans væri að fara út um þúfur. Hann fékk reikning upp á þúsundir dollara fyrir símtöl Julies viö George um borð í skemmtiferðaskipinu. Sama haust yfirgaf Julie eiginmann sinn og dóttur. Hún tók upp fyrra eftirnafn sitt og flutti í litla íbúð í Trenton. Þangað flutti George eftir að hann hafði afskráð sig af skipinu. Það leið ekki á löngu þar til George þóttist eiga Julie með húð og hári. Hann bannaði henni að umgangast aðra, meira að segja gömlu vinkonumar hennar. I desember fór hann til Aþenu og Julie fylgdi fljótt á eftir. Hún hafði orðið við kröfu hans um að skilja Katie litlu eftir í Trenton. Hann hafði sagt henni að fjölskylda hans myndi ekki sætta sig við að hún ætti barn með öðrum manni. Julie kom til Aþenu 6. desember. Þann 10. janúar fékk vinkona hennar fréttir sem ollu áhyggjum. George Skidopoulos hringdi og sagði að Julie væri horfin. Sendi einkaspæjara til Grikklands Fregnin barst strax til Tim Nosh. Hann réði til sín einkaspæjara og sendi hann til Grikklands. Með aðstoð grísku lögreglunnar hleraði einkaspæjarinn síma Georges. Skömmu síðar heyrðu þeir George segja félaga sínum að hann hefði myrt Julie þegar hún ætlaði að snúa heim til Ameríku. Hún átti ekki að fá að flugsast um með öðrum. George var strax handtekinn og kærður fyrir morðið á Julie Scully. George sagði hrokafullur og kuldalega frá því hver örlög ungu fallegu konunnar heíðu orðið. Hann hafði farið með hana á eyðiströnd þar sem hann hafði kyrkt hana. Því næst hafði hann höggvið höfuðið af búknum og fleygt því í hafið. Búknum hafði hann troðið í pappakassa og sökkt honum í fen eftir árangurslausar tilraunir til að kveikja í honum. Höfuðið fannst aldrei en búkurinn fannst á þeim stað sem George Skidopoulos benti á. Fjölskylda Georges fékk áfall og vildi ekkert hafa með hann að gera. George var dæmdur í lífstíðarfangelsi án nokkurra mögulega á náðun. „Ég mun aldrei skilja hvað hin fallega dóttir mín sá við svona ruddalegan, eigingjarnan og hrokafullan mann eins og þessi Grikki var,“ segir móðir Julie. „Það er aðeins hægt að útskýra með þvi að andstæður dragist hvor að annarri, að það sé hægt að upplifa ævintýrið um Fríðu og dýrið í raunveruleikanum." Bréf frá morðingja Stefanie Dertz var aðeins 14 ára þegar hún var myrt á grimmilegan hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.