Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
23
DV
Helgarblað
Baðfatatískan sumarið 2000:
Bíkinið blífur
Bíkinin eru að verða meira og
meira áberandi í sundlaugum lands-
ins og það ekki bara á góðum sól-
skinsdögum. Fleiri og fleiri islensk-
ar konur eru einfaldlega famar að
kjósa bíkinið fram yfir hinn hefð-
bundna sundbol.
Bíkinið leit fyrst dagsins ljós árið
1946 en það voru tveir franskir
hönnuðir sem fundu upp á því að
klippa hinn hefðbundna sundfatnað
í tvennt og skýrðu verkið eftir eyj-
unni Bikini Atoll
þar sem Banda-
ríkjamenn
stunduðu kjarn-
orkurannsókn-
ir. Það var þó
ekki fyrr en á
sjöunda ára-
tugnum að
bíkinið sló
verulega í gegn.
Efnisminni
bíkini
Þrátt fyrir að
bíkinið sé ekki
efnismikil flik
hefur það
gengið í
gegnum
ýmsar
breytingar
í gegnum
árin,
bæði hvað
form og efni
varðar.
„Mér sýnist sem
bíkinin séu að verða efn-
isminni," segir Richard Krist-
insson. Richard veit vel um hvað
hann er að tala þar sem hann hefur
gott útsýni yfír Laugardalslaugina
þar sem hann vinnur sitt áttunda
sumar sem sundlaugarvörður.
Bíkiníbrjóstahöld meö vírum
eru á undanhaldi. Á meðan
yngstu stelpurnar velja
þríhyrningstoppa kjósa eldri
konur þó enn þá vírana.
„Litimir í ár eru bjartari en ver-
ið hefur. Blátt og svart hefur vikið
fyrir hressari litum og mér sýnist
sem appelsínugulur eigi vinning-
inn,“ segir Richard. Fyrir átta árum
síðan segir hann að bíkinin hafi
verið lítið áberandi í laugunum og
aðeins litið dagsins ljós á allra bestu
dögunum. Nú þurfl hins vegar veðr-
ið ekki að vera eins gott til þess að
stelpurnar mæti í bíkininum í laug-
arnar en þó eru bíkinin enn sjald-
séð sjón að vetri
til.
Þríhyrng-
arnir vin-
sæiastir
„Konur eru
farnar að taka
bíkini til jafns við
sundbolina. Þetta er
gífurleg breyting
frá því þegar ég
var unglingur
og cillir voru
bara í
Speedo-
sundbol-
um,“
segir
Sigrún
Guðný
Mark-
úsdótt-
ir,
versl-
unar-
stjóri í Top
Shop, sem finnst já-
kvætt hvað stelpur í dag
eru miklu ófeimnari.
„Fjölbreytileiki bíkina sumarsins
er mikill. Litirnir fylgja fatatísk-
unni og því er t.d. túrkisblár og
bleikur áberandi. Þó selst svart
alltaf best,“ segir Sigrún og bendir á
að snákaskinnið,
sem hefur verið svo
vinsælt að undan-
förnu, sé einnig
komið í sundfotin.
„í ár eru bíkinin
í skærum litum en
þó ekki í neonlitun-
um. Rósamynstur
er einnig áberandi
og það snið sem er
hvað vinsælast eru
„string-bíkini" sem
eru samansett úr
þríhyrningum bæði
í toppi og brók.
Brókin er bundin
saman á hliðunum
og toppurinn á bak-
inu,“ segir Jak-
obína Þráinsdóttir,
eigandi verslunar-
innar Knickerbox.
A g-streng í
Nauthólsvíkina?
Sviösljós
Islenskar konur hafa ekki spókaö
sig mikió um í g-streng-baófötum
en hver veit nema þaö fari aö breyt-
ast með tilkomu baöstrandarinnar í
Nauthólsvík?
„G-strengurinn hefur slegið vel í
gegn hvað undirfotin varðar en
kannski á hann eftir að verða vin-
sæll í baðfatnaðinum líka með til-
komu nýju Nauthóls-
víkur-
inn- /
A
/
ar.
Mér finnst
þannig baðfot alla vega passa
betur á ströndinni en í sundlaug-
unum,“ segir Sigrún Guðný f/
sem efast ekki um
að
Bíkinin hafa verið ómissandi á sólarströndum erlendis en sjást nú í ríkari
mæli í sundlaugum hérlendis.
Naut-
hóls-
víkin
eftir að
njóta vinsælda meðal bikiniaðdá-
enda. -snæ
Járnspengur í bíkinitoppum eru
ekki lengur algeng sjón. „Alla vega
ekki í ófylltum toppum. Það eru yf-
irleitt spengur í toppum með
svampfyllingum og eru þau bíkini
aðallega keypt af eldri konum með-
an stelpurnar kaupa þríhyminga
með bandi,“ segir Sigrún í Topshop.
Það er ýmsar skemmtilegar bík-
iniútgáfur að flnna í verslunum
þetta sumarið, m.a. er að finna bík-
ini í Knickerbox með glæru plasti á
hliðunum þannig að það virðist sem
fram- og afturhlutinn standi einn og
sér. Verslunin hefur einnig selt
tangabuxur með bandi í rassinn sið-
astliðin sumur og verður ekki
breyting á því í ár. „Fólk sem er á
leiðinni á erlendar baðstrendur
kaupir oftast þessi djörfu bíkini en
þau eru reyndar líka notuð hér á ís-
landi. Maður sér stundum konur í
svona bíkini á góðum degi í sund-
laugunum og svo era margir sem
vilja hafa það notalegt í garðinum
hjá sér,“ segir Jakobína.
Þríhyrningarbíkinin
eru pottþéttur
vinningshafi
sumarsins.
x ' //I í
' // y
' Mfí
Angelina loksins
hamingjusöm
Ástin hefur gjörsamlega breytt lífl
hinnar 25 ára gömlu leikkonu, Ange-
linu Jolie. Hin fyrrum taugaveiklaða
Angelina lýsir nú af hamingju og innri
ró sem aldrei fyrr. Ástæðan er hinn 44
ára gamli Billy Bob Thomton sem hún
giftist í maí. Margir héldu að giftingin,
sem fór fram í flýti, myndi ekki vara
lengi en stúlkan segir að hún hafi
fundið sína einu og sönnu ást. Hún er
meira að segja búin að láta tattóvera
nafn eiginmannsins á handlegginn á
sér.
Angelina og Billy Bob léku
hjón í fyrra í kvikmyndinni
Pushing Tin en þá voru þau
bæði í sambandi með öðrum
aðilum. Þau hittust fyrst i
lyftu í Toronto þar sem kvik-
myndin var tekin upp og Ang-
elina segist hafa fallið fyrir
honum á stundinni. Þar sem þau voru
bæði á fóstu létu þau vinskapinn duga.
Þegar þau svo voru bæði á lausu fyrir
nokkrum mánuðum létu þau ekki
segja sér það tvisvar að byrja að vera
saman. Margir urðu hissa á
sambandinu þar sem Billy
Bob er svo miklu eldri en
Angelina og hefur verið giftur
fjórum sinnum áður og á þrjá
syni. Angelina segir aldurinn
hins vegar ekki vera neitt
vandamál og henni finnst
ekkert agalegt að vera fimmta konan
hans. „Ef ég væri eldri hefði ég örugg-
lega verið búin að gifta mig mörgum
sinnum áður en ég hefði fundið hann,“
segir hún í viðtali við blaðið. -VG