Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Side 19
19 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Meiri löngun í kynlíf eft- ir fjarveru Þeim mun minni tíma sem karl- maður eyðir með maka sínum eftir kynlíf þeim mun sterkari verður löngun hans í kynlíf með spúsu sinni. Þessu er haldið fram af bandarískum vísindamönn- um sem segja að karlmann- inum finnist maki sinn því meira sexí og aðlaðandi þeim mun minna sem hann er með honum. Að baki þessari niðurstöðu liggja rannsóknir á bandarískum og þýskum karlmönnum á aldrinum 17 til 71 árs sem voru allir í fostu ástarsambandi. Strákarnir voru látnir svara spumingum um það hversu langt var síðan þeir höfðu átt kynlíf með maka sínum og hversu mikinn tima þeir hefðu notað með henni eftir á. Samkvæmt svörum þessara karlmanna hafa vísindamennimir komist að ofangreindri niðurstöðu. Sem sagt þeim mun minna sem parið sést á milli makanna þeim mun meiri löngun hefur karlmað- urinn í konuna. Vísindamennirnir taka það fram að það sé ekki tím- inn sem líður á milli hverra sam- fara heldur tíminn sem notaður er með konunni sem skiptir máli í þessu sambandi. Eimiig taka þeir það fram að þessar niðurstöður gildi aðeins um karlana ekki kon- urnar. Ný norsk rannsókn: Slepptu kaffinu og Ef þú ert í megrunarhugleiðingum þá ættirðu að skera niður kaffið því samkvæmt nýrri norskri rannsókn eykur kaffið löngun manns í súkkulaði og gerir mann þar að auki minna virkan. Að sögn vísinda- mannsins Annhild Mosdol i viðtali við norska dagblaðið VG er þetta í fyrsta sinn sem samhengi milli kaffi- drykkju og matarvenja er sannað. Karlmenn sækja í sæt- Indi Könnunin var gerð í gegnum Ullevál-sykehus í Ósló þar sem 214 reyklausum mann- eskjum var skipt í þrjá hópa. Einn hópurinn fékk ekk- ert kaffi, sá næsti drakk einn til þrjá bolla af kaffi á dag en þátttakendur í þriðja hópnum urðu að drekka meira en fjóra bolla á dag. Þeir sem drukku meira kaffi en venjulega á meðan á rannsókn- inni stóð borðuðu einnig meira af sætindum, kökum, súkkulaði og sultu en venjulega. Sér- staklega höfðu karlmenn sterkari áráttu til þess að sækja í sætindi þeg- ar þeir drukku kaffi en kvenþjóðin. Þeir sem drukku lítið eða ekkert kaffi borðuðu þess í stað meiri fisk, ávexti og grænmeti. Af hverju löng- unin í eitthvað sætt eykst með kaffi- drykkjunni getur haft með bragðið af kaffinu að gera. Þar sem kaffið er súrt og biturt kallar líkaminn á eitt- hvað sætt til þess að jafna út bragðið í munninum enda eru það gömui sannindi að kaffi og kökur eigi vel saman. Verða þreytt- ari Það sem kom einnig á óvart í rannsókninni var það að þeir sem drukku mikið kaffi voru óduglegri en hófsömu kaffi- drykkjumennirnir og hreyfðu sig mun minna, „Við vitum að líkaminn afkastar meiru þegar hann er nýbúinn að fá koffein en það er eins og maður verði þreyttari eft- ir á,“ segir Mosdol. Næringaráðgjaf- ar telja að það sé alveg óhætt að drekka einn tO þrjá kaffibolla á dag en stærri skammtar, eins og átta boll- ar á dag, sé alls ekki hollt. Fyrri pao eru gomui sannmai ao Karri og kökur eiga vel saman Þú skalt hugsa þig tvisvar um áöur en þú færö þér kaffisopa ef þú ert í megrunarhugieiöingum. rannsóknir hafa líka sýnt að sú litla fita sem er í kaffi hefur sterk áhrif á kólesterólið. Til að forðast þessa fitu ráðleggja sérfræðingar manni að drekka frekar kaffi sem er hellt upp á í gegnum filterpoka, espressokaffi og skyndikaffi en pressukönnukaffi og soðið kaffi. -snæ london stansted nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways 250 kr. aukaafslátturef bókað er á vwvw.go-fly.com flugfar á lægsta verði selst hratt, samt sem áður er enn hægt að fá flugfar frá aðeins 14.000 kr. báðar leiðir london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg • faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag • róm • feneyjar miðast við eftirspurn I samkvæmt skilmálum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.