Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 Helgarblað x>v Bræðraveldið í Brautarholti stækkar - stórbændur í svínarækt, kjúklingum og svínum kaupa Síld og fisk Þaö hefur alltaf verið búió stórt í Brautarholti á Kjalar- nesi. Áriö 1923 var Ólafur Bjarnason, bóndi á Akri í Húnavatnssýslu, ekki ánægöur með sinn hlut. Hann var sigld- ur bóndi, haföi veriö í Dan- mörku og vissi aö þar í landi fannst bœndum mikilvœgt að vera sem nœst markaönum og geta selt afuröir sínar daglega. Hann réöst því í þaö stórvirki að kaupa Brautarholt á Kjalar- nesi því hann sá stóran og vax- andi markaö hinum megin viö flóann. Til þess aö byggja upp stórbýliö seldi hann athafna- manninum Thor Jensen ná- grannajöröina Arnarholt þar sem Thor reisti miklar bygging- ar og haföi kýrnar frá risabú- inu á Korpúlfssstööum þar í sumarfjósi. Þá var enginn veg- ur frá Kjalarnesi til Reykjavík- ur og mjólkin frá Brautarholti flutt á bát yfir flóann á hverj- um degi. Ólafi og Ástu Ólafsdóttur konu hans búnaöist vel í Braut- arholti og þegar búskapur þeirra var umsvifamestur voru ríflega 50 kýr þar í fjósi. Ólafur var frumkvööull á mörgum sviöum í landbúnaöi, vildi slétta tún og stofna félög ásamt því aö efla landbúnaöinn. DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Bræöraveldiö í Brautarholti ásamt fööurnum fyrir framan nýja svínabúiö. F.v.: Jón Bjarni Jónsson, Björn Jónsson, Kristinn Gylfi Jónsson, Ólafur Jónsson ogJón Ólafsson. Hvaða bræður eru þetta? í dag hanga myndir af þeim hjónum á sérstökum heiðursstað þegar gengið er inn í þjónustubygginguna við svína- búið í Brautarholti. Þau eru sérstakir vemdarar búskaparins sem þar er stundaður. Þar er ekki stundaður neinn smábúskapur því þar búa stærstu svínabændur landsins með 650 gyltur. Þar standa fyrir búi fjórir bræður með föður sínum Jóni Ólafs- syni, Bjamasonar í Brautarholti. Þetta eru þeir Bjöm, Ólafur, Kristbm og Jón Bjami Jónssynir. í Brautarholti var horfið frá hefð- bundnum búskap árið 1967 þegar kúa- búskapur lagðist af og síðan hefúr ver- ið stundaður frjáls búskapur í Brautar- holti í þeim skiiningi að hann hefur verið utan við framleiðslustýringu sem tíðkast í öðrum greinum. Svín, egg og kjúklingar Auk Brautarholtsbúsins eiga þeir feðgar Jón, Kristinn og Bjöm kjúklingabúið á Móum á Kjalamesi síðan 1985 að hálfu, á móti hjónunum Ólafi J. Guðjónssyni og Eyrúnu Ástu Bergsdóttur. Móabúið er með um 30% af kjúklingamarkaðnum og hyggur á enn frekari umsvif en verið er að byggja eldisstöð á vegum þess að Hurð- arbaki í Svínadal. Nesbú á Vatnsleysu- strönd komst einnig í eigu feðganna á síðasta ári en þar eru framleidd egg. Þar verpa um þessar mundir 45 þús- und hænur en stefht er að þvi að fjölga þeim í 62 þúsund innan skamms og þá verður Nesbú stærsti eggjaframleið- andi landsins. Þar er stunduð nokkur sérhæfð eggjavinnsla þar sem em seld soðin og skurnlaus egg tO matvælaiðn- aðarins og verið að hefja framleiðslu á fleiri vömtegundum úr eggjum sem henta matvælaframleiðendum, s.s. ger- Osneyddum eggjarauðum og eggjahvít- um og fleiri sérhæfðum afúrðum sem fram tO þessa hafa að mestu verið fluttar inn tO landsins. „Þetta er nýtt á íslenskum markaði og við væntum mikils af þessari fram- leiðslu," segir Bjöm Jónsson, fram- kvæmdastjóri Nesbúsins. Hættir í grasinu Frá árinu 1963 hefur verið rekin grasmjöls- og graskögglaverksmiðja í Brautarholti sem nú er að hætta störf- um þar sem m.a nútíma heyverkunar- aðferðir með rúOu- böggum hafa mtt graskögglum að mestu út af mark- aðnum. Enn fremur má telja að feðgamir eigi helminginn í kjötvinnslunni Esju ehf. í Kópavogi sem vinnur svínakjöt t.d. undir merkjum Gæðagríss og selur mikið á mötuneyta- og veitingamarkað- inn og einnig í versl- anir. Stærstir veröa stærri Það vakti því verðskuldaða athygli á dögunum þegar þeir Brautarholts- feðgar keyptu Sfld og flsk, eitt elsta og virtasta fyrirtæki landsins í svínarækt og kjötvinnslu að stærstmn hluta. En hvað var það nákvæmlega sem þeir keyptu? „Við kaupum svínabúið á Minni- Vatnsleysu, kjötvinnslu Ali á Dals- hrauni í Hafnarfirði, aflar fasteignir og 2/3 hluta í SOd og fiski ehf. sem er fé- lag um reksturinn. Seljendur era tveir afkomendur Þorvald- ar heitins Guðmunds- sonar í Sfld og fiski, Skúli og Katrín Þor- valdsböm," segir Kristinn Gylfi Jónsson sem verður fyrir svör- um fyrir hönd bræðr- anna. Með þessum kaup- um verða Brautar- holtsfeðgar enn stærri á svínakjötsmarkaði með um 30% markaðs- hlutdefld. Svínabúið á Minni-Vatnsleysu er með um 500 gyltur þannig að framleiðsl- an nær tvöfaldast við kaupin. „Viö höfðum lengi haft áhuga á Síld og fiski og Ali-vöm- merkinu enda um að ræða landsþekkt fyrirtæki með glæstan ferfl og forystu í úrvinnslu svínaafuröa," segir Krist- inn Gylfi. „Þetta vom ákaflega ánægjuleg við- Jón Bjarni, yngstl bróðirinn í Braut- arholti, er fóöurmeistari á svínabú- inu. Hann heldur hér á frísklegri framtíðarsteik. skipti og Skúli mun fylgja okkur vel úr hlaði með því að starfa við hlið okkar fyrst um sinn. Við höfum löng og góð kynni af þessu trausta fyrirtæki og Þorvaldi Guðmundssyni heitnum sem rak það um árabfl." Velta 2,3 milljóröum Þegar allt er talið saman em í eigu feðganna eftir kaupin á Síld og fiski, fyrirtæki sem samtals em með 130 starfsmenn í vinnu og áætluð velta þeirra samanlagt á þessu ári er í kring- um 2,3 mflljarðar. Fyrir vora feðgam- ir stærstu matvælaframleiðendur landsins og jafnffamt stærstu bændur og við þessi kaup styrkist sú staða þeirra. Að nútíma hætti var Síld og fiskur ekki auglýst tU sölu í dagblöðum. Það var Íslandsbanki-FBA sem annaðist söluna fyrir hönd seljenda en Búnaðar- bankinn fyrir hönd kaupenda. Kaup- verðið er trúnaðarmál að sögn Braut- arholtsbræðra en óhætt mun að giska á að það liggi á bUinu 8-900 mflljónir króna. Fleiri kaupendur, þar á meðal einhveijir keppinautar Brautarholts- manna í svínarækt, sýndu málinu tals- verðan áhuga. „Búin verða áffam rekin sitt í hvom lagi og við erum einmitt þessa dagana að leita okkur að góðum ffamkvæmda- stjóra fyrir SOd og fisk. Engu að síður sjáum við mörg tækifæri tfl hagræð- ingar og hagkvæmni í rekstri þeirra.“ Verkaskiptingin Það er einkum í ýmsum stjómun- arþáttum sem gefst færi á að hagræða en einnig í fóðurffamleiðslu og inn- kaupum af ýmsu tagi. Brautarholts- feðgar skipta þannig með sér verkum að Ólafur er bústjóri á gyltubúinu, Bjöm er framkvæmdastjóri Nesbús og er yfir grisaeldinu ásamt Jóni Bjama sem einnig er fóðurmeistari á svinabúinu. Kristinn Gylfi er ffam- kvæmdastjóri og sér um sölu- og fjár- mál. Jón faðir þeirra starfar mikið að uppbyggingu og ýmsum ffamkvæmd- um. „Við eram samrýndir og samhentir og það er forsendan fyrir því að svona fjölskyldufyrirtæki geti gengið. Okkar helstu ákvarðanir hafa yfirleitt verið teknar við eldhúsborðið heima í Brautarholti," segir Kristinn. Bræð- umir Ólafur, Bjöm og Jón Bjami em bændur í Brautarholti með búsetu þar en Kristinn býr í Reykjavík. Svinaræktin í Brautarholti hefur þróast í nokkrum áfongum ffá því um 1980. 1984 vom gyltumar orðnar 70 talsins, 1986 fjölgaði þeim í 220 og í 270 árið 1991. Stóra skrefið var síðan stig- ið 1998 þegar núverandi húsakynni vora reist yfir grísaeldið. Við það skapaðist aukið rúm og gyltum var fjölgaö í 650. Grísalrf Grísir lifa ekki lengi en margt er gert á skammri ævi þeirra tfl að auka vellíðan þeirra og tryggja heflbrigðið. í Brautarholti era gyltumar í sérstök- um húsum og hjá þeim dveljast grís- imir fyrstu fjórar vikur ævinnar. Á hveijum fimmtudegi kemur síðan nýr skammtur unggrisa tfl dvalar í grísa- eldinu og dvelst þar í tæpa fimm mán- uði í tveimur defldum. í hveijumver grísahóp em um 260 stykki sem Kristinn Gylfi (t.v.) læröi viöskiptafræöi og sér um markaösmál búsins. Hann hefur orö fyrir þeim bræörum en Björn bróöir hans, sem er fram- kvæmdastjóri Nesbús og sér um grísaeldiö, hlustar á. „ Víð viljum hafa góða ímynd og er ákaflega annt um hana. Þetta sem þú minnist á voru tímabundin vandrœði sem munu ekki endurtaka sig. Svínaskítur er verð- mœtur áburður og sjálfsagt að nýta hann til uppgrœðslu. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.