Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Side 48
56 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 Tilvera DV >. rborjnmolnr Jardarber með adalréttinum Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti: Sumarlegur jarðarberjaís og j arðarber j af rostpinnar Jarðarber eru til margs nýt- anleg og þótt þau séu oftast notuð í kökur og ís þá geta þau líka verið kjörin til þess að skreyta og bragðbæta mat. Hér kemur hugmynd að góðu og sumarlegu pastasalati með reyktum laxi. f salatið þarf um 200 g af reyktum laxi, eina papriku, 1 stk. jöklasalat, soð- in pastafiðrildi (3 dl), 2 harðsoðin egg og ristaða brauðteninga. Út á salatið er kjörið að setja sósu úr vín- ediki. Hún er búin til úr nokkrum hundasúrum, olifuol- íu, sltrónusafa, 1/2 teskeið af sykri, salti og pipar. Sósa sem þessi verður betri ef hún er látin standa i nokkra stimd áður en henni er hellt yfir sal- atið. Raðið salatinu fallega á fat og hellið sósunni varlega yfir. Þá er loks komið að jarð- arberjunum en þau gefa salat- inu fallegt yfirbragð. Raðið þeim ofan á salatið ásamt nið- ursneiddri steinselju. Ljúffeng osta- kaka Jarðarberjaostakaka er eink- ar Ijúffengur eftirréttur. Best er að byrja á að búa til botn- inn. í hann þarf 250 g af hafra- kexi, 100 g af smjöri og 1 msk. af sykri, 3 msk. af jarðarberja- sultu og um 200 g af ferskum jarðarberjum. Blandið öllu saman nema fersku jarðarberj- unum og setjið í form og þrýst- ið niður með fingrunum. Raðið jarðarberjunum í botninn. 1 fyllinguna þarf 600 g af rjómaosti, 50 g af sykri, 2 dl af rjóma, 1 sítrónu (börk og safa), 3 msk. appelsínusafa og 4 stk. af matar- limi. Hellið fyU- ingvmni yfir botn- inn og setjið í kæli. í kremið þarf 300 g af jarðar- berjum (stofu- heit), 1 msk. syk- ur, 1 msk. sítrónusafa og 3 stk. matarlím. Setjið jarð- arberin í matvinnslu- vél og biandið sítrónusafa og sykri sam- an við. Leysið upp matar- limið og hellið út i. Hellið svo blöndimni út á tert- ima og setjið aftur í kæl- inn, í þijár til sex klukkustundir. Girnilegur eftirréttur Jaröarberjaísinn hennar Sólveig- ar er bæöi hollur og afar bragögóöur. Skerið vasa í kjötsneiðamar frá hlið - passið að skera ekki í gegn. Saxið sveppi, sveskjur og gráðaost og blandið í matvinnsluvél i 2 mín- útur og kryddið með salvíu. Setjið fyllinguna í sprautupoka og spraut- ið í vasann á kjötsneiðunum og lok- ið með tannstönglum. Grillið kjötið í 6-8 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Bakið kartöflumar í 40-60 mínút- ur eftir stærð. Maukið sýrða rjómann, hvítlaukinn og graslauk- inn í matvinnsluvél í hálfa mínútu, kryddið með salti og pipar. Skerið spergilkálið í fjóra hluta og sjóðið í 6-8 mínútur. Flysjið gulrætumar, skerið í strimla og sjóðið í 6-8 mín- útur. „Við njótum þess alltaf að búa til kökur og ís úr jarðarberjum þegar þau em fáanleg. Matseðillinn hjá okkur er líka venju samkvæmt létt- ari nú yfir sumartímann og upplagt að bjóða upp á ís í eftirrétt þegar veðrið er gott,“ segir Sólveig Eiríks- dóttir sem á og rekur veitingahúsið Grænan kost í félagi við Hjördísi Gísladóttur. Sólveig segir báðar uppskriftim- ar fremur einfaldar og einkar bragð- góðar. Aðspurð um hollustuna segir hún þau mál í góðu lagi - jafnvel þótt rjómi sé notaður í jarðarberja- ísinn. „Þetta er svo lítið magn af rjóma að ég held það komi ekki að sök en auðvitað getur fólk notað sojarjóma i staðinn,“ segir Sólveig. Sólvelg Eiríksdóttlr Býöur lesendum DV upp á tvo skemmtilega rétti úr jaröarberjum. Svínasneið- ar með fyllingu Þessi fylling á eftir að koma á óvart. Fyrir fjóra. 800 g innralæri eða annað bein- laust svínakjöt, skorið i fjórar sneið- ar. Salt og pipar 4 stk. bökunarkartöflur 200 g spergilkál, nýtt 2-3 stk. gulrætur Fylling 8 stk. nýir sveppir 100 g gráðaostur 80 g sveskjur, steinlausar 1 tsk. salvía, fersk, söxuð Kryddsósa 1 dós sýrður rjómi 2 stk. hvítlauksrif, smátt söx- uð 3 msk. ferskur graslaukur, skorinn fint svo er rjómanum blandað varlega saman við. Þetta er sett í form og síðan í frysti yfir nótt. Jarðarberjafrostpinnar Fersk jarðarber 1 flaska Amé rose jurtadrykkur* Yggdrasill) l askja fersk jarðarber 1 peli þeyttur rjómi Bananar eru settir í matar- vinnsluvél ásamt jarðarberjasult- unni og maukað. Jarðarberin eru þvegin og skorin í femt og sett í skál. Maukinu er síðan bætt út í og Jarðarberjaís 6 stórir bananar 250 g sykurlaus jarðar- Upplagt á sumarkvöldi Frostpinnar sem bessir eru bæöi einfaldir aö gerö og afar frísk- andi. Jarðarberin eru skorin í sneiðar og sett í frostpinnaform. Fyllt er upp með jurtadrykknum. Lokin eru sett á formin og síðan í frystinn yfir nótt. Njótið ————————— á íslensku sumar- kvöldi. Meðlæti Bakaðar kartöflur, iéttsoðið spergilkál, gulrætur og kryddsósa. *Fœst t.d. I Heilsuhúsinu, Musteri sál- arinnar eóa hjá Her- manni í heilsubúóinni á Akureyri. N æringarinnihald Jarðarber eru ekki bara góð á bragðið heldur eru þau líka holl. Þau eru rík af C-vítamíni og járni. í 250 grömmum af jaröarberjum er að finna: 100 g af jaröarberjum innihalda: Kaloríur 48 Prótein 1 g Fita 0,6 g Kolvetni 11 g Jarðarber Jarðarber eru ættkvísl plantna af rósaætt. Þær eiga uppruna á norðurhveli jarðar og jarðarberin vaxa til að mynda villt í gróðursælum brekkum á móti suðri allvíða um ísland. Jarðarberin sem við þekkjum úr búðum eru hins vegar ræktuð og flest til orðin við kynblöndun nokkurra amerískra teg- unda. Ræktun jarðarberja hófst að marki í Evrópu snemma á 19. öld og við upphaf 20. aldar höfðu mörg lönd í Evrópu þróað sín eigin afbrigði af berjunum. Jarðarber eru í eðli sínu viðkvæm og fer best á því að geyma þau á köldum og þurrum stað. Sé fólk svo heppið að geta tínt jarðarber þá er ráðlegt að gera það annað hvort snemma morguns eða síðla dags; þeg- ar berin eru köld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.