Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
DV
Helgarblað
Hann man fyrst eftir sér í
Stykkishólmi, fluttist þaöan
sjö ára gamall til Bandaríkj-
anna og hefur alist upp í
Norður-Kaliforníu. Á undan-
förnum árum hefur hann get-
ið sér gott orð sem plötusnúð-
ur. Illugi Magnússon kom aft-
ur til íslands nú í byrjun
sumars og hyggst dvelja hér
fram á haust. Hann hefur
meðal annars verið aó spila í
einkasamkvæmum og á
Sirkus. Hann gengur undir
nafninu DJ Platurn.
DJ Platum, hvaðan kom nafnið?
„Nafnið er eins konar tilbrigði við
íslenska orðið plötusnúður, sem mér
finnst alveg frábært orð. Ég var búin
að ganga undir ýmsum öðrum lista-
mannsnöfnum en fyrir svona þremur
árum datt mér þetta í hug og fannst
sniðugt að vísa til þjóðernis míns á
þennan hátt, þó dulinn sé.“
Seinþroska plötusnúður
- Er langt siðan þú byrjaðir að
spila?
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á tónlist, hef hlustað á hipp hopp
síðan 1985 eöa Í86 og var mikið í fé-
lagsskap fólks sem var að mixa og
leika sér en byrjaði ekki sjálfur
fyrr en tiltölulega seint. Ég fór að
safna plötum árið 1994 en í byrjun
var ég bara með einn plötuspilara
og einn mixer, fáránlegar græjur,
en ég notaði það til að læra. Það
var ekki fyrr en tveimur árum
seinna að ég fór af alvöru að gera
eitthvað úr þessu og byrjaði að
spila eitthvað að ráði sjáifur svona
opinberlega."
Hvar hefurðu verið að spila?
„Ég á heima í svokölluöu Bay
Area við San Francisco og hef vit-
anlega spilað í flestöllum klúbbun-
um og skemmtistöðunum þar en
síðan hef ég einnig spilað víða ann-
ars staðar, mikið í Suður-Kalifom-
íu til dæmis, í Santa Monica, á
Melrose, Valley og i L.A., eitthvað
í Hollywood lika og á fleiri stöðum.
í byrjun var ég einnig mikið á há-
skólaútvarpsstöðvunum.“
Hörð samkeppni
- Er erfitt að koma sér áfram sem
plötusnúður i Bandarikjunum?
„Ætli það sé ekki eins og hér, það
er alltaf ákveðin „pólitík" í gangi og
það borgar sig alltaf að þekkja sem
flesta sem hafa sambönd og geta
komið manni að hér og þar. En í
Bay Area er ofsalega hörð sam-
keppni, það er svo rosalega mikið af
góðum plötusnúðum þarna að mað-
ur verður hreinlega að skapa sér
sérstöðu. Það gerist stundum að ein-
DJ Platurn heitir réttu nafni lllugi Magnússon.
Hann man fyrst eftir sér í Stykkishólmi en býr nú í Bay Area í Ameríku.
toga væri að finna héma. Þeir eru
ótrúlegir."
Hvað er góður plötusnúður?
En hvernig finnst þér þeir ís-
lensku plötusnúðar sem þú hefur
heyrt í?
„Ég hef nú satt að segja ekki
heyrt mikið af þeim, mér virðist að
þeir séu mest i því að spila tónlist
en geri ekki mikið af þvi að rispa
eða mixa. Það byggist því allt á að
spila en lítið á að leggja eitthvað
beint af mörkum sjálfur. Sumir sem
ég hef heyrt hafa þó verið að spila
mjög góða tónlist, eins og til dæmis
Kári.
Áherslan hér virðist sem sagt
vera mest á músíkina eins og hún
er en ekki á að vera skapandi sem
plötusnúður. Úti í Bandaríkjunum
er mjög lítill markaður fyrir plötu-
snúða sem einungis leika plötur, að
ekki sé talað um diska. Þeir sem
það gera verða að hafa þeim mun
óvenjulegri smekk og sérhæfa sig í
mjög sérstakri tónlist ef þeir ætla
eitthvað að komast áfram. Góður
plötusnúður verður að mínu mati
að vera mjög fjölhæfur, hann verð-
ur bæði að vera með góðan og sér-
stakan smekk, hann verður að
skynja hvernig tónlist á að spila við
hvaða tækifæri til að koma fólki í
stuð og vera bæði fær um að blanda
saman góðri tónlist og „skratsa“
þegar það á við.“
- Þú ert að læra eitthvað sem
tengist þessu að einhverju leyti,
ekki satt?
„Jú, það sem ég er að læra heitir
„audio production" á ensku, það má
kannski kalla það hljóðvinnslu eða
eitthvað slíkt á íslensku. Þetta er
kennt við fjölmiðladeild San Frans-
isco háskólans og ég mun ljúka
námi næsta vor með BA gráðu.
Þetta hefur i raun ekkert með plötu-
snúning að gera heldur snýst bara
um að taka upp tónlist, til dæmis
fyrir hljómsveitir og þannig. í raun
hef ég engan brennandi áhuga á
akkúrat þessu, að taka upp tónlist,
ég hef miklu meiri áhuga á hljóð-
blöndun og þess háttar en ég læri
ofsalega mikið á þessu og þetta get-
ur nýst mér á marga vegu í framtíð-
inni. Ég hef mikinn áhuga á að búa
til mína eigin tónlist, eins og ég hef
verið að spreyta mig á að gera, og
að ferðast sem mest um og spila."
Meö lag á safndiski
Illugi hefur sent frá sér nokkrar
spólur sem gefnar hafa verið út í
litlu upplagi og fást eingöngu í sér-
hæfðum hipp-hopp búðum á Bay
Area. En er mögulegt að nálgast
eitthvað af því sem hann hefur ver-
ið að gera á íslandi?
„Allir geta náttúrlega farið inn á
asisphonics.com og fundið mig þar
Alvöru plötusnúður - beint frá Bandaríkjunum:
Hip-hoppari úr Hólminum
leitar upprunans á íslandi
✓
Eg er mikið í því að blanda til dœmis hipp-hoppi saman við fónk og
djass og ég spila líka dálítið af drum’n’ bass tónlist. Svo finnst mér
mjög gaman að grafa upp alls konar skrýtna tónlist og ég nota til
dœmis bamaplötur oft saman við annað.(C
hver DJ, sem kannski ekki er svo
mikið vit í, kemst áfram og er vin-
sæll um tíma en það varir stutt þvi
til að endast veröurðu að hafa þína
sérstöðu."
Gaman aö „skratsa"
Hvemig tónlist spilarðu?
„Ég spila alls konar tónlist en er
fyrst og fremst hipp-hopp plötusnúður
því ég geri mikið að því að til dæmis
rispa eða „skratsa" og aö leika mér
með tvö eintök af einni plötu og
þannig. Ég er mikið í því að blanda til
dæmis hipp-hoppi saman við fónk og
djass og ég spila líka dálitið af
drumíníbass tónlist. Svo finnst mér
mjög gaman að grafa upp alls konar
skrýtna tónlist og ég nota til dæmis
bamaplötur oft saman við annað.“
Ólstu upp við tónlist af þessu
tagi?
„Nei, ég ólst upp við rokk, fyrst
og fremst, og þá helst dansvænt
rokk. Pabbi minn, Magnús Þórðar-
son, var plötusnúður í Tónabæ á
sínum tíma og var á tímabili einnig
með útvarpsþátt. Hann spilaði alltaf
mikið af rokki en þó einnig eitthvað
af klassík og ég hef eflaust eitthvað
smitast af tónlistaráhuga hans þó
smekkurinn sé gerólíkur."
íslenskt kemur á óvart
Hvemig líst þér á tónlistarlífið á
íslandi?
„Það er mjög ólíkt því sem ég
þekki frá Bay Area. Þar býr fólk af
alls kyns uppruna og frá gerólíkum
menningarsamfélögum og allir eru
mjög opnir og til í nýjungar. Þar ber
líka meira á hipp-hoppi og tölvu-
væddri tónlist. Fyrst í staö leist mér
alls engan veginn á tónlistina á ís-
landi, en núna er ég búin að komast
að þvi að hér er sitt hvað til og sumt
hefur komið mér mjög á óvart. Sig-
ur Rós kom mér til dæmis þægilega
á óvart og ég á pottþétt eftir að taka
nýjasta diskinn þeirra með mér
heim þegar ég fer, einnig líst mér
vel á það sem strákamir í Break-
beat eru að bralla og svo hef ég að-
eins verið að leika mér að spila með
nokkrum fonktónlistarmönnum
sem sumir eru meðlimir sveitarinn-
ar Jagúar og þeir komu mér ger-
samlega í opna skjöldu. Afsakiö fá-
vísi mína en ég bjóst bara alls ekki
viö því að tónlistarmenn af þessum
undir „motivators". Ég er einnig á
ifilm.com, þ£u verður að fara á leit
og slá inn Evan Wilson. Annars er
ég með efni á sathdiski og -plötu
sem er að koma út núna á næst-
unni, hann heitir „Cue¥s hip hop
shop, vol. 2, er gefmn út af Dogday
Records og verður dreift út um alla
Ameríku og Evrópu en ég veit ekki
hvort hún kemur til íslands. Það
verður alla vega hægt að panta
hana.“
Það er mjög sérstakt að vera kom-
inn til íslands aftur, það eru átta ár
síðan ég kom hingað síðast í sumar-
frí. Mér fannst vera kominn tími til
að koma aftur og „leita upprunans",
segir Illugi og glottir út í annað. „Ég
ætla að nota sumarið vel og ferðast
eins mikið um landið og ég get og
svo langar mig að spila eins mikið
og ég fæ tækifæri til.
Hip hop rules! -hds