Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 27
27 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 1>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Norsk hafmeyja Tveggja barna móóirin og hjúkrunar- konan Line 0xnevad hefur fengiö sér óvenjulegt sumarstarf. Starf hennar felst í því aö sitja á steini við Lysefjorden í Noregi og veifa til bát- anna sem fara fram hjá og hefur þetta vakiö mikia athygli feröa- manna. Spurning hvort þetta er svar Norömanna viö stolti Dana, Litlu hafmeyjunni? Mike Tyson er grunaður um að hafa verið vondur við nektardansmey. lyson lemur nektardansmey? Það á ekki af blessuðum Mike Tyson að ganga. Nú segir fyrrver- andi nektardansmær ekki fallegar sögur af kappanum. Stúlkan, sem heitir Victoria Bianco og er 24 ára, segir að hinn fyrrverandi þunga- vigtarmeistari í boxi hafi hrint henni og slegið í nektarklúbbi i Las Vegas í síðasta mánuði. Hún segist enn ekki hafa jafnað sig og gangi enn til læknis. Fyrrverandi samstarfsmenn nektardansmeyj- unnar, sem var rekin af nektar- klúbbnum eftir að hún kom fram með þessar ásakanir á Tyson, segj- ast ekki trúa þessum sögum. Segja þeir að Tyson hafi veriö í vondu skapi þetta kvöld þegar hann kom á klúbbinn og hafi beðið Victoriu um að láta sig í friði en hann hafi ekki snert á henni. Meg Ryan orðin einhleyp Leiðir Meg Ryan og Dennis Qu- aid hafa skilið eftir 12 ár samkvæmt fréttum frá ElOnline. Parið hittist árið 1987 við tökur á myndinni „Innerspace" þar sem þau léku saman. Ári seinna hittust þau svo aftur við tökur á hryllings- myndinni „D.O.A“ og féllu kylliflöt hvort fyrir öðru. Þau trúlofuðu sig svo árið 1989 og giftu sig á Valent- ínusardaginn tveimur árum seinna. Saman eiga þau einn son. Alltaf nóg að gerast hjá Britney Spears: Aðdáandi fékk hjartaáfall Það virðist alltaf vera nóg að gera hjá söngkonunni Britney Spears. Nú er hún ekki lengur bara í söngnum heldur líka í ljóöun- um. Stelpan hefur nefnilega samþykkt að lesa inn ljóð eftir Jóhannes Pál páfa II á geisla- disk. Diskurinn, sem á aö koma út í september, mun einnig inni- halda raddir ‘N Sync, Céline Dion og Ricky Martin. Páfinn sjálfur mun einnig láta í sér heyra á diskinum sem gefinn er út til þess að sýna unglingum heimsins að það sé til annað og meira en ofbeldi í heiminum. Aðdáandi fékk hjartaáfall Ekki alveg eins gleðilegar fréttir eru af atburði sem gerð- ist í kringum viðtal við Britney á bandarísku útvarpsstöðinni WMRV-FM. Útvarpsstöðin hafði auglýst að Britney myndi koma í viðtal á stöðina ákveðið kvöld. Sama dag og senda átti út við- talið hafði fullt af aðdáendum söngkonunnar safnast saman fyrir utan útvarpsstöðina í von um að sjá söngkonuna. Vanda- málið var bara að viðtalið hafði verið tekið upp fyrirfram og því var ekki von á Britney í hús eins og aðdáendurnir héldu. Til þess að svekkja ekki fólkið sem beið fyrir utan útvarpsstöðina ákváðu forráðamenn stöðvar- innar að leigja bara tvífara söngkonunnar. Stúlkan sem mætti á staðinn í límósínu var svo lik Britney að 37 ára kona sem stóð í hópnum fékk hjartaáfall við það að sjá átrúnaðargoð sitt og dó daginn eftir á sjúkrahúsi. Safn í heimabænum Þrátt fyrir að Britney Spears sé ekki enn orðin tvítug virðist hún samt vera orðin nógu göm- ul til þess að vera sett á safn. Að minnsta kosti hafa hugmyndir verið á lofti um að búa til safn um hana í heimabæ hennar í Kentwood í Louisiana. Hug- myndina eiga tveir bæjarbúar sem safnað hafa dóti sem tengist stjörnunni í mörg ár, m.a. fötum sem hún gekk í sem barn. Britn- ey á að hafa verið jákvæð fyrir hugmyndinni. Britney hafði ekkert með dauösfall aödáandans aö gera. 1 tl'- * TEGUND: VERÐ: NYR GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR. GR. VITARA 2,0 L 2.099.000 KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.449.000 KR. Sjálfeldpting 150.000 KR. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson. Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. GRAND VITARA $ SUZUKI //------- SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Áað renna í á? SUZUKI Grand Vitara - veiðilegur, alvöru sportjeppi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.