Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Síða 26
26 Helgarblað LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 ÐV Sviðsljós Svæsnar lýsingar í nýrri bók um Shar- on Stone í nýrri bók er Sharon Stone lýst sem hassista meö átsýki sem hefur notfært sér kynlíf til hins ýtrasta til að komast á toppinn i Hollywood. Bókin er skrifuð af Joe Eszterhas, mannin- um sem samdi handritiö af mynd- inni Basic Instinct sem gerði Stone að stjömu. Bók þessi, sem er vænt- anleg fljótlega á markaðinn, ber nafnið „American Rhapsody" og hefur blaðið New York Post komist á snoður um innihaldið. í bókinni segir m.a. að í þá daga þegar Sto- ne vann fyrir sér sem módel í Milanó og Buenos Aires þá hafi hún ekki aðeins drukkið kampa- vín og reykt marijúana heldur líka notað kynlíf til þess að koma sér áfram í bransanum. í bókinni er einnig sagt frá því að þegar Sharon var að leika eitt af kynlífsatriðunum í Basic In- stinct þá hafi hún ekki viljað fara eftir handritinu. Þegar leikstjór- inn sagði að hún yrði að fara eft- ir handritinu harðneitaði Stone og sagði að konur gerðu þetta ekki svona. Til þess að ná fram sínu í málinu bauð hún bæði leik- stjóranum og handritshöfmdum upp á hótelherbergi með sér og gaf þeim nærbuxnalaust nudd. Af þessum lýsingum að dæma eru líklega margir sem bíða spenntir eftir því að þessi bók komi út. Heygarðshorniö Sharon Stone kallar ekki allt ömmu sína. Ertu fullur? - fimm stig ölvunar Það eru til mörg orð á íslensku sem lýsa ölvun og ölvunarástandi. í fljótu bragði mætti nefna orð eins og hýr, mjúkur, kenndur, þéttur, slompaður, puntaður, hífaður, full- ur eða einhver fjölmargra afbrigða þeirra. DV rakst nýlega á annars konar skilgreiningu á ölvun sem skipta má í fimm stig. Þessi fróð- leikur gengur manna á milli á tölvu- póstinum þessa dagana. Þótt hér sé talað í hálfkæringi kannast áreiðan- lega þeir lesendur blaðsins sem bragðað hafa vín við ýmsa þætti lýs- inganna. Stig 1 - vitur Á þessu stigi ert þú sérfræðingur í hverju sem er til umræðu. Þú veist að þú veist allt og finnst sjálfsagt að deila þekkingu þinni með öllum sem vilja hlusta og reyndar líka þeim sem vilja það ekki. Á þessu stigi hefur þú alltaf rétt fyrir þér og viðmælandi þinn að sjálfsögðu alltaf rangt fyrir sér. Úr þessu verður oft áhugavert rifrildi þegar báðir aðilar eru vitrir. Stig 2 - flottur Á þessu stigi rennur það upp fyrir þér að þú ert flottastur á svæðinu og allir dýrka þig og dá. Það þýðir að þú getur gengið að blá- ókunnugu fólki sem vill umsvifalaust tala við þig því þú ert svo flottur. Þú ert einnig ennþá vitur svo þú get- ur talað við þetta fólk um hvað sem er. Stig 3 - ríkur Á þessu stigi verður þú skyndi- lega ríkastur allra. Þú getur splæst drykkjum á alla á barnum því vas- ar þínir munu aldrei tæmast. Þú getur líka veðjað við hvem sem er um hvað sem er því þú ert auðvit- að ennþá vitur og vinnur þar af leiðandi öll veðmál. Það skiptir ekki máli hver upphæðin er því þú ert svo ríkur. Þú kaupir drykki handa fólki sem þér líst á því þú ert flottastur. Stig 4 - skotheldur Á þessu stigi þora menn að stofna til áfloga við hvern sem er, sérstaklega þá sem þú hefur verið að rökræða eða veðja við. Það er vegna þess að ekkert getur skaðað þig. Á þessu stigi getur þú gengið að félögum þinum og skorað þá á hólm vegna hvers sem er. Þú hefur eng- ar áhyggjur af að tapa því þú ert vitur, þú ert ríkur og þú ert miklu flottari en þeir. Hvað er veruleikinn? Þau tíðindi urðu á dögunum að talsmenn RÚV játuðu að fréttaflutn- ingur af fyrri jarðskjálftanum hefði ekki verið sem skyldi. Það var að vísu með nokkrum semingi að þeir Bjami Guðmundsson og Bogi Ágústsson féllust á að kannski hefði mátt hafa fréttatíma þá klukkan sjö og stafl á skjánum sem vísuðu fólki á útvarpsfréttir - enn sniðugra hefði kannski verið aö hafa stafi á skjánum sem vísuðu fólki einfald- lega á Stöð tvö. Hins vegar hefur enn ekki verið leitað álits sjálfs Sjónvarpsstjórans í málinu, Ingólfs Hannessonar. Talsmenn RÚV virðast samt enn ekki skilja fyllilega um hvað málið snýst þegar þeir benda á að fyrir ör- yggisþættinum hafi verið séð með fréttum útvarpsins. Geti þeir bent á að fólk geti snúið sér annað til að leita upplýsinga um náttúruhamfar- ir í eigin landi eru þeir náttúrlega um leið að fallast á að þessi sjón- varpsstöð sé strangt tekið óþörf. En málið snýst ekki fyrst og fremst um öryggisþáttinn heldur kannski miklu heldur um sjálfsmynd og ímynd RÚV og þar með um sjálfa réttlætingu alls kerfisins. Til skamms tíma hefur sú hugmynd verið ríkjandi um RÚV að sú stofn- un sé sameiningarafl þjóðarinnar, nokkurs konar kirkja sem allir leiti til á erfiðum tímum, hinn eðlilegi vettvangur til að spegla þjóðlíflð í andstreymi og gleði; þjóðarútvarp. Þvi hlutverki brást Sjónvarpið núna og olli sjálfu sér skaða sem ekki verður bættur. Eflaust hafa rök verið fyrir því að rjúfa ekki útsendingu á leik Eng- lendinga og Þjóðveija. í fyrsta lagi biðu margir spenntir eftir honum og hætt við að hvinið hefði í ein- hverjum ef hætt hefði verið við leik- inn - jafnvel enn hærra en í hneyksluðum almenningi. Og í öðru lagi hafa eflaust vegið þungt hagsmunir vegna auglýsinga og dýrt spaug að hætta við að sýna þær í hléum. Og loks kunna menn að hafa talið að ekki væri hundrað í hættunni þótt fréttirnar yrðu svolítið seinna á ferðinni, jafnvel hægt að vinna þær betur fyrir vikið. Það gekk reyndar eftir: þegar fréttimar loksins komu voru þær prýðilegar og meira að segja Ólafur Sigurðsson gat farið á vettvang án þess að sjá nokkum hvalveiðiflöt á málinu. En þótt menn geti þannig réttlætt allt saman fyrir sér hjá RÚV stend- ur hitt eftir: þeir rufu ekki útsend- ingu vegna mesta jarðskjálfta sem orðið hefur á landinu síðan 1912, hamfara þar sem fjöldi manns varð fyrir miklu tjóni og meirihluti landsmanna fann óþyrmilega fyrir. Á meðan þjóðin var slegin óhug og beið frétta var fótbolti í „Sjónvarpi allra landsmanna". Það er eitthvað óheyrflegt við þetta mat. Þegar upp er staðið var spurningin þessi: hvar er veruleikinn? Fólki finnst nefni- Þessi maður sýnist vera nokkuð slompaður. Hann gæti verið á þriðja stigi ölvunar. Stig 5 - ósýnilegur Þetta er lokastig ölvunarinnar. Á þessum tímapunkti getur þú gert hvað sem þér sýnist því það sér þig enginn. Þú getur dansað upp á borðum til að sýna hvað þú ert flottur og ef einhver ætlar að berja þig þá hitta þeir ekki þvi þú ert ósýnilegur. Ef þú brýtur borð- ið þá er það allt í lagi því þú ert svo rík- ur. Þú getur gengið gegnum miðbæinn og sungið því eng- inn getur séð þig eða heyrt i þér. Og af því þú ert enn vitur þá kanntu auðvitaö textann. Guðmundur Andri Thorsson lega að veruleikinn séð það sem er í sjónvarpinu, að viðburður hafi ekki verið helgaður með einhverjum hætti fyrr en hann er í sjónvarpinu, þar sé mælikvarðinn á það hve mik- ilvægur eða merkur viðburðurinn er; þetta er kallað fréttamat. Sjón- varpsmenn sendu skilaboðin: jörðin kann að hafa skolfið en það er ekki veruleikinn - veruleikinn er þessi fótboltaleikur. Sem er einmitt leik- m-, þykjustustríð, sérstök vídd. Á þessari stundu sameinaði RÚV ekki landsmenn heldur sundraði þeim. Þannig heldur fótboltinn áfram á meðan nötra stoð- ir. Jarðskjálfinn fyrst og svo kristnihátíðin þar sem landsmenn eru neyddir til aö líta í eigin barm og spyrja sjálfa sig þeirrar spuming- ar hvort þeir telji kristnitökima fyr- ir þúsund árum hafa verið fagnað- arefni eða hvort þeim finnist það ekki koma sér við hvaða sið þeir aðhyllist: og þá nötra andlegar og siðferðilegar stoðir þjóðlífsins. Og sjálf krónan nötrar. Meðal annarra orða: hvers vegna í dauðan- um láta fjölmiðlar í landinu ógert að upplýsa okkur almenning um þennan „sterka orðróm í við- skiptalífinu" um það hverjir hafi staðið að baki at- lögtmni að krón- unni á dögunum og þar með lífs- leikur, þykjustustríð, sér- kjörum okkar sem stök vídd. Á þessari búum 1 landinu' stundu sameinaði RÚV ekki landsmenn heldur Sjónvarpsmenn sendu skilaboðin: jörðin kann að hafa skolfið en það er ekki veruleikinn - veru- leikinn er þessi fótbolta- leikur. Sem er einmitt sundraði þeim. Ekki eru fjölmiðl- ar svona tillits- samir og nærgætn- ir þegar venjulegu fólki verður eitt- hvað á. Eða finnst blaða- og frétta- mönnum nóg að deila vitneskju með „viðskiptalífmu" því þjóðin sé hvort sem er bara stödd í annarri vídd - að horfa á fótbolta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.