Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
55
I>V
Tilvera
l
Göngutúr á
tunglinu.
Armstrong og
Aldrin stigu fyist-
ir manna fæti ð
tungli 1969.
œxmÍ!Zimii*s*:Ævusa
Tungliö
Væntanlegur áfangastaöur feröamanna í framtíöinni.
Golf og gígaskoðun
- Spennandi áfangastaður
Gistiheimiliö aö Engimýri í Öxnadal
hefur veriö opnaö sumargestum
Siglingar á Skagafirði:
Gullni
þríhyrning-
urinn
Ferðaþjónustan Lónkoti býður í
sumar upp á daglegar eyjasigling-
ar á Skagafirði. Ferðin gengur
undir nafninu Gullni þríhyming-
urinn en það er sú þrenning sem
setur mestan svip á Skagafjörð;
nefnilega Þórðarhöfði, Drangey og
Málmey. Siglt er hjá svipmiklu 200
metra háu og þverhníptu berginu í
Þórðarhöfða, þá að klettinum Kerl-
ingu við Drangey og farið í land í
eyjunni. Á heimleiðinni er svo
siglt umhverfis Málmey. Farið er
klukkan 10 að morgni og komið til
baka um tvöleytið. Sjóstöngin er
ætíð höfð um borð. Einnig er hægt
að komast í siglingu um perlur
Skagafjarðar frá Hofsósi og Sauð-
árkróki.
Bryddað upp á nýjungum
Gistiheimilið að Engimýri í
Öxnadal hefur verið opnað sumar-
gestum og stendim til að brydda
upp á ýmsum nýjungum í sumar.
Gistiheimilið hefur rými fyrir 12
manns en auk þess er í boði svefn-
pokapláss auk tjaldstæðis. Tjald-
búðargestir njóta aðstöðu í hús-
inu, svo sem salemis- og sturtuað-
stöðu auk matsalsins.
Frá Engimýri er stutt í ýmiss
konar þjónustu og á bænum er
rekin hestaleiga. Þá er stutt í veiði
í Hraunsvatni og á Þelamörk er
simdlaug. Fallegar gönguleiðir eru
í nágrenninu og sögufrægir staðir
við hvert fótmál.
DV-MYND Hl
Úr skóla í hótel
Breytingarnar hafa tekist einstaklega
vel og heimavistarskólinn er oröiö
glæsilegt hótel.
Kom með hót-
el heim í
heiðardalinn
DV, BREIÐDALSVÍK:
Nýtt hótel var formlega tekið í
notkun í aflögðum skóla í Breið-
dal í seinustu viku. Staðarborgar-
skóli sem var byggður sem heima-
vistarskóli á sjötta áratugnum og
stóð ónotaður um árabil hefur því
fengið nýtt hlutverk.
Kristján Sigurðsson, 73 ára og
uppalinn i Breiðdal, festi kaup á
skólanum í fyrra og hefur síðan
unnið að viðgerðum og gagnger-
um endurbótum. Hæð var reist
ofan á hliðarálmu og þar eru nú
20 herbergi með og án baðs. Á
neðri hæð er eldhús, matsalur,
snyrtingar og herbergi og þá er
koníaksstofa á efri hæð með út-
sýni til fegurstu fjalla á íslandi.
Hótel Staðarborg er umvafiö
gróðri því það stendur í landi
Skógræktóufélagsins sem byrjaði
að gróðursetja þar fyrir 50 árum
og eru margar skemmtilegar
gönguleiðir í nágrenninu. Einnig
er heitur pottur á lóð hótelsins.
Við hlið þess stendur samkomu-
hús sveitarinnar og hyggst Krist-
ján nýta það í tengslum við hótel-
ið. -HI
Flesta hefur líklega einhvem timann
dreymt um að ferðast til tunglsins og ekki
er ólíklegt að sá draumur geti orðið að
veruleika í nánustu framtíð.
Yuri Gagarin fór fyrstur manna á spor-
baug kringum jörðu árið 1961en það voru
þeir Armstrong og Aldrin sem fyrstir
mann stigu fæti á tunglið árið 1969. Fram
til þessa hafa tólf menn notið þeirra gæfú
að fá að ferðast til tunglsins. Allir þessir
menn eiga það sameiginlegt aö vera
bandarískir þegnar og opinberir starfs-
menn þar að auki.
Þeir sem vilja halda áfram eðlilegum
rannsóknum úti í víðáttum geimsins og á
fjarlægum hnöttum hafa kvartað sáran
yfir minnkandi áhuga og um leið fjár-
magni til þessa málaflokks. Það er því
ekki óeðlilegt að þeir horfi með opnum
hug á þann möguleika að bjóða ahnenn-
ingi skemmtiferðir til tunglsins og um
ieið að afla fiár til áframhaldandi rann-
sókna.
Hótel á teikniborðinu
Til þess að hægt sé að bjóða ferðir ttt
tunglsins þarf náttúrlega vera aðstaða ttt
gistingar. Eins og stendur er ekki búið að
reisa hótel á tunglinu en áætlanir eru
upp um að byggja þar stöð á næstu árum.
Árið 1998 stóð Hilton-hótelkeðjan fyrir
hönnunarsamkeppni meðal arkitekta um
hótel á tunglinu. Allmargar tillögur bár-
ust en hugmynd Peters Instons þótti bera
af. Inston gerir ráð fyrir aðstöðu fyrir
5000 manns í háhýsi sem teygir sig 325
metra upp í himininn. Þar verða veit-
ingahús, verslanir og likamsræktarstöðv-
ar. Hann gerir einnig ráð fyrir stórri
sundlaug en það kann þó að reynast ein-
hveijum vandkvæðum bundiö þar sem
ekkert vatn hefur enn fundist á tunglinu.
Tunglstöðin sem ttt stendur að reisa
fyrst mun þó áreiðanlega nýtast sem
ferðamannamiðstöð fyrir væntanlega
ferðamenn þar ttt hótelið veröur tilbúið.
Fyrstu ferðalangamir til tunglsins
munu án efa verða fréttamenn frá stórum
sjónvarpsstöövum og moldríkir sérvitr-
ingar og ævintýramenn. Fljótlega eftir
það verða ferðir til tunglsins hafðar sem
vinningar í hinum ýmsu happdrættum
og samkeppnum. Að lokum munu svo
þessar ferðir standa öllum almenningi til
boða.
Góöur undirbúningur nauðsyn-
legur
Eins og gefúr að skttja þarf að standa
vel að öllum undirbúningi þegar lagt er af
stað í langferð eins og ferð til tunglsins.
Líkamlegt ástand þarf að vera gott og það
þarf að panta ferðina með góðum fyrir-
vara.
Ferðaskrifstofa Thomas Cook byrjaði
að taka niður pantanir árið 1954 og þeir
sem þegar hafa pantað far munu njóta
forgangs þegar ferðir hefjast.
Væntarttegir tunglfarar þurfa að vera í
góðu líkamlegu ástandi. Það er nauðsyn-
legt að vera með sterkt hjarta og blóð-
þrýstingurinn þarf að vera í jafnvægi.
Helsta vandamálið hingað ttt er að menn
finni ttt ógleði meðan þeir eru í þyngdar-
leysi. Lofthræðsla er ekki vandamál.
Þeim sem vilja þjálfa sig líkamlega fyr-
ir ferðina er bent á að djúpsjávarköfún er
talinn góður undirbúningur. Aðstæður
eru ekki ólikar og í þyngdarleysi, menn
hreyfa sig svipað, búningamir eru svip-
aöir og þar venjast menn einnig á að
anda að sér hreinu súrefni eins og þeir
þurfa að gera á tunglinu.
Lagtaf stað
Mæting er viku fyrir brottfór. Áður en
lagt er af stað þarf að venja ferðafólkið á
ýmsar breytingar. Svefiitími verður lag-
aður að þeim tilbúna tíma sem er um
borð i geimflauginni og einnig þarf að
gefa fólki tíma til að aðlagast breyttu
mataræði. Sólarhring fyrir brottfór verð-
ur farþegum svo skylt að fara í þarma-
hreinsun en slíkt mun vera nauðsynlegt
vegna þess mikla þrýstings sem þeir
verða fyrir við flugtak.
Afþreying
Þegar til tunglsins er komið verður
ferðalöngum séð fyrir fiölbreyttri afþrey-
ingu. Það verður hægt að fara í stuttar
gönguferðir eða gígaskoðun og svo er
ekki ólíklegt að í boði verði að iðka golf.
Tunglfarinn Alan Sheparp var fyrstur
manna til að spila golf á tunglinu. Honum
tókst að hitta kúluna í þriðju tilraun og
segir sagan að það sé lengsta högg sög-
unnar. Golfkúlan sem hann notaði liggur
enn á tunglinu og hver veit nema einhver
eigi eftir að rekast á hana á ferð sinni um
tunglið.
Ógleymanlegt ævintýrí
Ferð ttt tunglsins mun án efa verða
ógleymanlegt ævintýri fyrir alla sem
þangað fara. Það er varla hægt að ímynda
sér hvemig sú tilfmning er að hoifa á
jörðina utan úr geimnum. Hvað þá að
horfa á tunglið frá jörðu eftir að heim er
komið og geta sagt: „þama hef ég verið."
... .þrír, tveir, einn, og „Good Luck, Mr.
Grosky". Kip
WZEEB3BWM
Breytingar á
Víkurvelli
DV, STYKKISHÓLMI:
Verið er að leggja lokahönd á
breytingar sem hófust á Víkurvelli
fyrir þremur árum. Gerðar eru
þrjár nýjar brautir og verður völl-
urinn við það mun skemmtilegri og
fjölbreyttari. Áfram verður um 9
holu golfvöll að ræða.
Framkvæmdir hófust með því að
ræst var fram mýri en grunnvatns-
staða er fremur há á svæðinu. Að
tillögu Hannesar Þorsteinssonar
hönnuðar voru grafnir skurðir,
hálfgerð síki, milli brautanna og
uppgröfturinn notaður til að hækka
brautimar og þar með lækka
grunnvatnsstöðu. Seinasta sumar
var svæðið enn blautt en gerðar
voru nokkrar lagfæringar og landið
hækkað á nokkrum stöðum. Nú er
lokafrágangur að hefjast á brautun-
um tveimur en sáningu á að vera
lokið um miðjan júlí. Framkvæmd-
ir við flatir og teiga hefjast næsta
vor og vonast er til að hægt verði aö
taka brautirnar í notkun seint
næsta sumar.
Það er EB landmótun í Stykkis-
hólmi sem sér um framkvæmdir í
samvinnu við stjóm Mostra og er
allur framgangur verksins verktak-
anum til sóma. Sunnudaginn 2. júlí
er opið mót á Vikurvelli, Rækju-
nesmótið. Glæsileg verðlaun eru í
boði eða 10 Palmpilot-lófatölvur.
Veitt verða verðlaun, bæði með og
án forgjafar, nándarverðlaun og
einnig verður dregið úr skorkortum
þeirra sem verða viöstaddir verð-
launaafhendingu. -DVÓ/ Ómar
SÍMAMYND REUTER
Píramídl í viðgerð
Mennirnir sem ríöa þessum kameldýrum voru víst aö leita aö feröamönnum
viö Kefren-píramídann í Egyptalandi á dögunum. Miklar endurbætur standa
yfír á píramídanum, einkum á þremur hvelfíngum þar sem er aö fínna graf-
reiti þriggja presta sem þjónuöu egypskum konungum fyrir 4500 árum.
Opið mán.-föstud. 08.00-22.00,
laug. 10.00-22.00,
sun. 13.00-22.00.
y . Tt~m$