Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
DV
Fréttir
Rannsókn á sumarexemi hrossa:
Tilraunabólusetn
framsækið verkefni" sagði Vil-
hjálmur Svansson, dýralæknir og
veirufræðingur, sem vinnur að
átakinu, „og kannski meðal þess al-
fremsta sem er að gerast á þessu
sviði i heiminum í dag“.
Bylting fyrir útflutning
Eins og áður er komið fram dreg-
ur sumarexemið úr möguleikum á
útflutningi íslenskra hesta en ís-
lenskir hestar sem fæddir eru á ís-
landi eru þeir sem viðkvæmastir
eru fyrir ofhæminu en allt að 30%
þeirra sýna ofnæmisviðbrögð. Hest-
ar af annarri eða þriðju kynslóð
virðast hafa heldur meiri mótstöðu
en eru þó til muna viðkvæmari en
erlendir hestar. DV hafði samband
við Gunnar Arnarson hestaútflytj-
anda og spurði hann hvaða þýðingu
hugsanlegt bóluefni myndi hafa fyr-
ir útflutning á íslenskum hestum.
„Það myndi hafa nánast byltingu í
for með sér,“ sagði Gunnar. „Það er
alltaf smábeygur í erlendum kaup-
endum vegna hættunnar á að hross
frá íslandi geti fengiö sumarexem,
auk þess sem sumarexem hefur
jafnvel verið notað í áróðursskyni
gegn íslenskum hrossum". Að sögn
Gunnars myndi það auðvelda allan
útflutning á hestum frá íslandi til
muna ef hægt yrði að komast fyrir
sumarexemið og hægt væri að gera
ráð fyrir allt að 30-40% aukningu
útflutnings. -hds
Sumarexem í hrossum er umtals-
vert vandamál fyrir þá er standa að
útflutningi íslenskra hesta. Á Til-
raunastöð Háskóla íslands á Keldum
er nú unnið að því að rannsaka sum-
arexem í samvinnu við rannsóknar-
hóp í Bem í Sviss, en vonir standa
til þess að hægt verði að hefja til-
raunabólusetningar á hrossum er
verkefninu lýkur, eftir þrjú ár.
Sumarexem er ofnæmisviðbrögð
við ákveðnum prótínum sem berast
í hross við bit mýflugna af ættkvísl-
inni Culicoides. Þar eð þessi tegund
mýflugna liflr ekki á íslandi er sum-
arexem óþekkt vandamál hér á
landi en við útflutning hefur komið
í ljós að íslenskir hestar eru í mun
meiri hættu á að fá sumarexem en
hestar af öðrum kynjum. Rann-
sóknarátakið er meðal stærstu verk-
efna Tilraunastöðvarinnar um þess-
ar mundir og ef vel tekst til má
reikna með að útflutningur á ís-
lenskum hestum geti stóraukist.
Metnaðarfullt verkefnl
Stefnt er að því að skilgreina
helstu ofnæmisvaka mýflugunnar
sem exeminu valda og einangra og
raðgreina gen þeirra, skera úr um
hvers konar ofnæmissvar er að
ræða og þróa aðferðir til að meta
ónæmissvör í hestum og mótefna-
myndun gegn ónæmisvökunum.
Einnig stendur til að búa til DNA-
bóluefni með genum helstu ofnæm-
isvakanna og að meta frumubundin
ónæmis- og mótefhasvör gegn þeim
og að lokum er vonast til þess að
hægt verði að búa til prótínbóluefni
úr helstu ofnæmisvökunum og
prófa þau með völdum ónæmisglæð-
um og meta þau svör er við þeim
fást. „Þetta er mjög metnaðarfullt og
Vilhjálmur Svansson dýralæknir
,,Þetta er mjög metnaðarfullt og framsækið verkefni og kannski meðal þess
alfremsta sem er að gerast á þessu sviði í heiminum í dag. “
ingar eftir þrjú ár
— meðal stærstu verkefna Tilraunastöðvarinnar að Keldum
Landsmót hestamanna:
2000 hesta
hópreið
- sú stærsta hér á landi
Það verður mikið um dýrðir í
Víöidal á þriðjudaginn þegar Lands-
mót hestamanna verður sett. Meðal
annars mun fara fram mesta
hópreiö sem haldin hefur verið hér
á landi en alls taka 2000 hestar þátt
í henni. Riðið verður sem leið ligg-
ur frá Rauðavatni inn á skeiðvöll-
inn í Víðidal. í broddi fylkingar
verður Edda Rún Ragnarsdóttir á
gæðingnum Fjölva og mun hún sitja
í söðli að fomum sið.
Erlendar sjónvarpsstöðvar sýna áhuga:
Þrír þættir um
Island
Líkt og landinn varð vitni að
komu menn frá bandarísku sjón-
varpsstöðinni CNN til landsins og
dvöldust hér nokkra daga í júni. Af-
raksturinn er þrir ólíkir þættir og
verður sá fyrsti frumfluttur í dag en
endurfluttur á morgun og mánudag.
Nefnist hann Artclub og skoðar fjöl-
marga listviöburði í höfuðborginni.
Rætt verður við aðstandendur
Almannavarnir:
Ekki fastir
starfsmenn
Vegna fréttar í blaðinu í gær
um Almannavamir ríkisins skal
itrekað aö heimildarmenn blaðs-
ins eru ekki meðal fastra starfs-
manna stofnunarinnar.
áCNN
menningarborgarprógrammsins og
listamenn á borð viö Rögnu Ró-
bertsdóttur, Sæmund Valdimars-
son, Einar Öm og Braga Ólafsson.
Þátturinn Hotspots verður vænt-
anlega á dagskrá 5., 6. og 10. ágúst
og verður þar í fyrri hluta lögð meg-
ináhersla á næturlíf Reykvíkinga en
einnig komið viö í Bláa lóninu. í
seinni hluta þáttarins verður farið í
jöklaferð frá Höfn í Homafirði. Ekki
er enn búið að ákveða sýningartíma
á lokaþáttinn sem nefnist City
Guide og er líkt og nafnið gefur til
kynna úttekt á Reykjavík. Anna
Rakel leiðir áhorfendur i allan
sannleika um borgina, auk þess sem
rennt verður fyrir lax. Án efa verð-
ur brugðið upp fallegri mynd af
landi og þjóð - og þar sem okkur ís-
lendingum þykir fátt skemmtilegra
er um að gera að kveikja á imban-
um kl. 20.30 í kvöld.
DV-MYND EINAR J.
Æft fyrir landsmót
Knaþinn Edda Rún Ragnarsdóttir og Fjölvi ásamt Haraldi Haraldssyni, fram-
kvæmdastjóra landsmótsins, á æfingu í Víðidal.
mmm
Ráðherra gefur grænt Ijós
V iðskiptaráðherra
hefur, með vísan til
laga, veitt samþykki
sitt fyrir samruna
Samvinnusjóðs ís-
lands hf. og Fjár-
vangs hf. í Frjálsa
fjárfestingarbankann
hf. Viðskiptablaðið greindi frá.
Búnaðarbankinn 70 ára
Búnaðarbanki íslands er 70 ára á
dag, 1. júlí. Af því tilefni var í gær,
30. júní, haldin vegleg afmælisveisla
í öllum 36 útibúum og afgreiðslum
bankans. Dagurinn í dag markar þó
aðeins upphafið að miklu afmælis-
haldi sem mun standa allt til loka
ársins. Vísir.is greindi frá,
500 þúsund fyrir orminn
Bæjarstjórn Austur-Héraðs á-
kveðið að greiða hverjum þeim sem
nær mynd af Lagarfljótsorminum
500.000 krónur en engin mynd er til
af orminum. Þá er um að gera að
muna eftir myndavélinni ef ferðin
liggur austur á land. Fréttavefur-
inn.is greindi frá.
Sjávarútvegssvið lagt niður
Sjávarútvegssvið VMA á Dalvík
verður lagt niður og kennurum sagt
upp. Ákvörðunin er tekin í ljósi
þess að einungis 17 umsóknir bár-
ust um nám við skólann á komandi
vetri. Vísir.is greindi frá.
Rútuferðir á Kristnihátíð
Kristnihátíðamefnd hefur fengið
25 til 30 rútur til þess að keyra á
milli Reykjavíkur og Þingvalla á
meðan Kristnihátíð stendur yfir
þrátt fyrir verkfall Sleipnis. Vísir.is
greindi frá.
1
Góð kaup hjá Sturlu
Sturla Geirsson, framkvæmda-
stjóri Lyfiaverslunar, fékk að kaupa
hlutabréf Lyfjaverslunar íslands á
nafnvirði þrjár miiljónir króna á
genginu 3,0. Þessi viðskipti vöktu
nokkra athygli þar sem núverandi
gengi bréfanna á markaði er 4,65 og
markaðsverð í dag því tæpar 14 millj-
ónir. Viðskiptablaðið greindi frá.
Lágmark atvinnuleysis
Meðalfjöldi atvinnulausra á Suð-
urnesjum er 59 manns, eöa um 0,7%
af áætluðum mannafla á Suðurnesj-
um. í apríl var atvinnuleysið 0,9%.
Atvinnuleysi er hvergi minna á
landinu og er þetta sögulegt lámark
atvinnuleysis á Suðurnesjum. Vís-
ir.is greindi frá.
Nýr bókarisi
Vaka Helgafell og Mál og menn-
ing tilkynntu i gær sameiningu fyr-
irtækjanna tveggja undir nafninu
Edda - miðlun og útgáfa hf. Nýr
bókarisi hefur því risið hér á landi.
Vísir.is greindi frá.
Risaskjáir á Þingvöllum
Fjórir stórir skjáir, 40 til 50
tomma stórir, verða á planinu fyrir
utan Valhöll á morgun. Þetta er gert
svo íþróttaþyrstir gestir Kristnihá-
tíðarinnar á Þingvöllum geti horft á
úrslitaleikinn í EM og Formúlu 1 í
beinni útsendingu. Þetta er sam-
starfsverkefni Hótel Valhallar og
Elkó.Vísir.is greindi frá.
Verkfallsverðir á Þingvöll
Sleipnismenn telja
rútuferðir milli
Reykjavíkur og Þing-
valla á Kristnihátíð
verkfallsbrot. Verk-
fallsverðir á vegum
Sleipnis munu reyna I
að koma í veg fyrir
rútuferðirnar um
helgina. RÚV greindi frá. -KEE