Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 20
20
Helgarblað
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
DV
Tapaði 25 millj-
ónum og sá ekki
eftir krónu
Gulli Bergmann kom eins
og hvítur stormsveipur úr
stórborginni og settist aö
handan Faxaflóans undir
hinum magnaða Snœ-
fellsjökli fyrir rúmum fjór-
um árum. Hann var í sárum
eftir töp í hinum harða
heimi viöskiptalífsins en
ákveöinn í aö lifa af hremm-
ingar persónulegs gjald-
þrots. Aöeins þeir sem best
þekktu hann hugöu honum
líf eftir viðskiptalífiö og þeir
höföu rétt fyrir sér. Guölaug-
ur hefur snúiö viö mörgum
blööum síöan og plumar sig
í dag sem aldrei fyrr í
Brekkubœ á Hellnum, einum
fegursta staö á landinu.
Áhrifa hans gœtir innan
Snœfellsáss-samfélagsins sem
þar hefur veriö í
uppbyggingu á fimmta ár.
25 milljónfr í baráttu vlð Kol-
krabbafyrlrtækin
„Allt sem ég haföi gert fram að
þessu verkefni var eingöngu æflng
fyrir það sem ég er að gera núna.
Þótt ég sé orðinn 61 árs þá er lífs-
starfið mitt bara rétt að byrja. Ég
æfði mig á Kamabæ og öllu hinu.
Núna erum við að gefa fordæmi fyr-
ir lífsstíl, þeim eina sem getur
bjargað heiminum. Við munum
leggja okkur öll fram og ætlum að
skila ævistarfi okkar sem allra best.
Sjálfur hef ég mikinn og góðan
skóla í viöskiptum og það kemur til
góða hér undir Jökli,“ segir Guð-
laugur Bergmann, maðurinn sem
stofnaði Kamabæ 1966 og fékk æsku
landsins til að kasta gömlu leppun-
um, kaupa bítlatískuna og safna
hári niður á bak. Maðurinn sem tók
virkan þátt í atlögu að Kolkrabban-
um og missti mikið fé í því stríði.
„Ég held við hjónin höfum tapað
um 25 milljónum króna á Amar-
flugi og Hafskip og ég sé ekki eftir
krónu af því. Ég hefði ekki viljað
missa af neinu sem gerðist á þess-
um tíma, sérstaklega ekki iðnaðar-
þættinum," segir Guðlaugur þar
sem hann stendur við gluggann á
húsi sínu, Sólbrekku á Hellnum, og
virðir fyrir sér hafflötinn fyrir neð-
an og kynngimagnaða fegurðina
sem þar býr.
„Á hverjum degi þegar ég horfl
héma yfir til Reykjavíkur handan
Qóans þá þakka ég guði mínum fyr-
ir að gefa mér vit til að skilja
hversu heppinn ég er. Sumt fólk
skilur það aldrei, það vill stærra
hús, betri bíl, betri mann, betri
konu, betri vinnu, það er of heitt,
það er of kalt, of stutt frí. Á ég að
halda áfram? Auðvitaö hef ég kvart-
að um ævina, en ég er hættur því.
Nú hef ég eignast tvo nýja vini
héma í sveitinni. Þeir heita Myrkur
og Þögn. Áður var maður hræddur
við þetta tvennt. En í myrkrinu sé
ég stjömur og norðurljós - í þögn-
inni heyri ég í sjálfum mér. Séra
Rögnvaldur, vinur minn á Staða-
stað, sagði líka: „Hraðinn er kom-
inn frá djöQinum." Eitt síðasta
prestsverk þess mæta manns var að
gifta okkur hjónin héma við Maríu-
lindina. Þá sagði hann að nú værum
við loksins gift. Áður höfðum við
verið gefin saman hjá sýslumanni í
Hafnarfirði, síðan gífti indíánakona
okkur og loks endumýjuðum við
heitið á kristilegan hátt við Maríu-
lindina héma hjá okkur. Þar birtist
María mey Guðmundi góða árið
1230,“ segir Guðlaugur.
Tvö orkubúnt - Jökullinn og
Qulli
Snæfellingar fagna margir komu
Gulla og Guðrúnar konu hans og
annarra í samfélagi Snæfellsáss,
aðrir dæsa og eiga erfitt með að
fylgja kappanum og þeim hugmynd-
um sem þau hafa. Gulli hefur stund-
um gengið fram af hægfara mönn-
um með hugmyndagnótt sinni og
fima hressUegri framkomu. Hann
kemur úr viöskiptaheiminum og
heldur áfram að lifa og hrærast í
honum. HaQ hann veriö öQugur
áður - þá er hann enn öQugri nú
með samfélagslegan búskap sinn,
kommúnu, undir hlíðum orkujök-
ulsins mikla, Snæfellsjökuls. En
hvaö er hann og SnæfeUsáss-samfé-
lagið á Hellnum að gera?
„Við rekum hér vistvæna ferða-
Iðnjöfur af höfuðborg-
arsvœðinu kom með
hugsjón og áhuga ein
að vopni til Hellna og
reisti þar samfélag
sem vill breyta lífsstíl
fólks og gera þjóðfé-
lögin sjálfbœr. Vinir
athafnamannsins
heita Myrkur og
Þögn. Guðlaugur
Bergmann, 61 árs
leiðtogi Snæfellsáss-
samfélagsins, segist
vera að hefja
œvistarfið
þjónustu, mjög græna, grænni verð-
ur hún ekki. Við höfum fengið
stimpU frá Green Globe 21 sem er
virtasta vottunarfyrirtæki á ferða-
þjónustu í heiminum. Við erum
búin að vera að vinna eftir vistvæn-
um staðli í 5 ár og þekkjum náttúr-
lega aUa þessa vinnu. Hér fær fólk
ekki ofnæmi af rúmfotunum, hér er
aUt þvegið úr vistvænum sápum.
Við látum senda okkur vistvænt
grænmeti frá Þórði á Ökrum og not-
um besta þorsk sem fáanlegur er,
notum lambakjötið okkar og kaup-
um nákvæmlega ekkert nema það
sem er umhverQsvænt og hoUt.
Ferðaþjónustan okkar byggir á
þessum grunni," sagði Guðlaugur.
„Á hverjum einasta klukkutíma
sem guð gefur er verið að brenna
eða höggva Qmm hundruð þúsund
regnskógatré í heiminum. Sléttum-
ar miklu í Ameríku framleiða gifur-
legt magn af korni, einu framleið-
endur heims sem geta selt kom í
verulegu magni taka 90 miUjörðum
lítra meira af vatni en regnið skUar
tU baka. Og stærsta ferskvatnsæð
heims sem þekkt er liggur imdir
sléttunum. Þeir tappa úr henni og
allt stefnir í að þeir klári hana eftir
20 ár. Kínverjar æQuðu að verða
sjálfum sér nógir um aUt, líka kom,
en stöðugt þurfa þeir meira. Eftir
tvo áratugi þurfa þeir á allri kom-
framleiðslu Norður-Ameríku að
halda. Það er bitið í báða enda.
Þetta einnota efnahagskerfi gengur
ekki upp.“
Umbúðaþjóöfélagiö og
eiturplastíö
Vistvænt samfélag eins og á
Hellnum endurnýtir eins og mögu-
legt er. Eitt stærsta vandamálið eru
umbúðirnar, segir Guðlaugur á
sama tíma og blaðamaður er að
burðast við að taka utan af einfaldri
segulbandsspólu sem er í margfold-
um og rammgerum umbúöum. Á
staðnum er verið aö byggja upp
framtíö sem byggist á sjálfbærri
hugsun og hugsjón sem kennd er
við Gro Harlem BrundQand sem
skilgreindi sjálfbæra hugsunarhátt-
inn 1986.
„Meðan við erum að koma okkur
vel fyrir í okkar samfélagi höfum
við ekki leyB til að láta það vera á
kostnað þeirra sem á eftir koma,
það erum við því miður að gera.
Mesti umhverfisvandi heimsins í
dag er í rauninni einstaklingurinn
sem ekki tekur ábyrgð á verkum
sínum, hver einasti maður skiptir
máli,“ sagði Guölaugur.
„Harða plastið í umbúðum er
baneitraö. Við kennum framleið-
endum um og þeir kenna okkur sem
kaupum um. Enginn vill taka
ábyrgð. En fólki er farið að ofbjóöa
þetta úti í Skandinavíu og Þýska-
landi, það nær í mjólkina í glerílát-
um, fer með Qöskur og tekur aörar í
staðinn. í stórmörkuðum erlendis
er fólk farið að taka umbúðir utan
af vörunni og skilur þær eftir hjá
kaupmanninum. Hann gerir síðan
kröfu til framleiðandans um minni
umbúöir, enda að kafna í umbúð-
um.“
Mörg lög af reiði og vanda-
málum
Snæfellsáss-samfélagiö á jörðina
Brekkubæ en gistiheimilið Brekku-