Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 21
21 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Guölaugur segir að þegar hann kastaði barnatrúnni hafi Sverrir Kristjánsson sangfræðingur kennari og lífskúnstrner gert hann að kommúnista og það sé hann enn. DV MYNDIR JBP bær er rekið af fjórum aðilum, Guð- laugi og Guðrúnu Bergmann, Guð- ríði Hannesdóttur og Bryndisi Sig- urðardóttur. Gistiheimilið var ný- lega tekið í gagnið og getur tekið við 25 gestum i einu. Aðsókn ferðafólks er góð og útlendingar afar fjölmenn- ir. - Sumir vilja meina að hér sé á ferðinni enn einn sértrúarstöfnuð- urinn, einhvers konar ofsatrú. „Hér fer hver sína leið til þess guðs sem hann trúir á og okkur þykir leitt ef fólk hefur ranghug- myndir um samfélagið okkar. Við erum að þessu fyrst og fremst til að þroska okkur sjálf. Ég trúi því að til sé einn guð. Hann gaf okkur frjáls- an vilja og skapaði okkur í eigin mynd. Til að finna guð í sjáifum sér þarf stundum að fara gegnum mörg lög af reiði og vandamálum sem þú hefur aflað þér á lífsleiðinni. Það er í raun og veru það sem við erum að vinna að hérna í orku jökulsins," segir Guðlaugur. - Orka jökulsins, er það ekki al- gjört bull. Er þetta eitthvað úr heimsbókmenntunum? „Ja, þú segir það. Bárður Snæ- fellsás kom hingað og hann átti móður sem var samísk og samíska fólkið er og hefur alltaf verið búið dulrænum hæfileikum og nægir þá að benda á Lappa eða Sama. Hingað þótti gott að fá samískar konur, þær gátu sagt fyrir um aflabrögð, veður- far, ferðir óvina og hvaðeina. Þegar Bárður kom að landinu dróst hann að þessum stað og sagan segir að Bárður gangi í Jökulinn. Það hefur dulúð fylgt þessum stað frá örófi alda og svæðið er magnað. Við erum hér á afar sterku eldfjalla- svæði, hér á svæðinu eru á þriðja tug eldstöðva fyrir utan sjálft Snjó- fellið. Síðan er jökullinn, þessi sterka jökulhetta, og þetta ægimikla haf á hina höndina, þetta eru sterk element sem skapa orkuna. Það er ekkert furðulegt við þessa orku, hún kemur frá jörðu og hafi. Orkan er hér og við erum tengd henni, hún er mismunandi eftir því hvar þú ert.“ Sverrir gerði mig að kommúnista! - En sogaði jökullinn og Snæ- fellsorkan iðnjöfur af höfuðborgar- svæðinu til sín? „Ég hefði aldrei komist gegnum viðskiptalífið hefði ég ekki haft trúna á þetta. Þú verður að gera þér grein fyrir þvi að ég kastaði bamatrúnni þegar Sverrir Krist- jánsson, sagnfræðingur og kennari, gerði mig að kommúnista sem ég er enn þá. Við áttum það sameiginlegt ég og séra Rögnvald- ur Finnbogason að við vorum kommúnistar, við vorum engir sósíalistar eða sósíaldemókratar. Þegar þeir drápu Trotski drápu þeir kommúnismann. Það er ekki hægt að hengja fullkomna ídeólóg- íu á ófullkomið fólk. Reynt hefur verið að framkvæma kristindóm í tvö þúsund ár og við höfum aldrei verið fjær því að fara að boðorðum Krists sem var fyrsti kommúnist- inn. - Og hér ert þú kominn, komm- únistinn, og ert orðinn burðarás í Snæfeflsbæ. „Ekki mundi ég nú segja það. En ég er montinn fyrir hönd okkar allra sem hér störfum af þvl að koma á vistvænu og sjálfbseru samfélagi á þessum bletti, 130 hekturum sem við eigum hér, og ég er hreykinn af að við skyldum fá það verkefni að koma því á í öll- um Snæfellsbæ. Ég hefði aldrei trúað því fyrir fjórum og hálfu ári þegar fólk leit okkur eðlilega nokkru homauga. Enginn datt í hug að við mundum byggja eftir því skipulagi sem við vomm með í farteskinu. En húsin risu og fólkið fékk trú á orðum okkar. Ég hef aldrei orðið var við neitt nema gott viðmót fólksins í Snæfellsbæ. Það hefur verið vel tekið á móti okk- ur,“ segir Guðlaugur Bergmann. Jaðarbyggðin varð sigur- vegari Guðlaugur var fljótlega með í framfarafélagi í sveitarfélaginu, sem nú hefur skipst í þrennt eftir svæðum þannig að grasrótin verði virkari á hverju svæði fyrir sig. Gúfli segist líka montinn af því sem verkefnisstjóri fyrir Staðar- dagskrá 21 að fyrir verkefni sem 31 sveitarfélag tók að sér á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfísráðuneytisins skyldi sveitarfélagið hans fá fyrstu verð- laun þegar úttektinni var lokið - að jaðarbyggðin skyldi ná fyrsta sætinu í samkeppni við þau stóru, til dæmis Hafnarfjörð, Mosfellsbæ og fleiri sem lika fengu verðlaun. „Við eru ákveðin í að halda fyrsta sætinu, það er ákveðin samkeppni í gangi og hér em margar hug- myndir í gangi. Konan mín er for- maður í atvinnu- og ferðamála- nefnd og þú sérð þá að við höfum fengið að taka þátt í hlutunum hér,“ sagði Guðlaugur Bergmann að lokum. Það má bæta því við sem eftir- mála að verkefni Guðlaugs eru fleiri - hann var til dæmis sjálf- kjörinn í hlutverk frænkunnar í Snæfellsmannabænum á þorra- blóti í vetur - söngleik með lögum og staðfærðri sögu Kardimommu- bæjarins. Hann lék Gullu frænku - og var rænt! Þar kom viðskiptajöf- urinn fram með mikla hárkollu, brjóstahaldara og klæddur síðpilsi og fékk loksins sönghlutverk við hæfi, maðurinn sem rutt hafði bítlamenningunni braut á íslandi fyrir þriðjungi aldar. Sagt er að hann hafi sungið lögin hans Tor- bjöms Egners snoturlega. -JBP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.