Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 DV Helgarblað Bestir af rest - hörð barátta milli Williams, Benettons og Jordans Það fer enginn í grafgötur með það að tvö langbestu liðin í For- múlu 1 í dag eru Ferrari og Mc- Laren. Þannig hefur það verið und- anfarin tvö ár og er þetta þriöja árið sem þessi lið eru ein um baráttuna um efstu sætin. Það gæti þó breyst á næstu árum. Þó er staðan óvenju- leg að því leyti í ár að nú er það McLaren sem á á brattann að sækja en ekki Ferrari. í liðakeppninni er Ferrari með 18 stiga forskot á enska liðið með Mercedes-vélamar og Schumacher hefur 22 stigum meira í sarpinum en næsti maður, David Coulthard. „Neðri deildin" Það er þó önnur barátta sem minna fer fyrir sem er ekki siður þýðingar- mikil og gleymist stundum í um- ræðunni. Hörð barátta er um þriðja sætið á eftir þeim tveim stóru og sem stendur er það Benetton sem hefur vinninginn. Eftir tvær heim- sóknir ítalans knáa, Giancarlo Fisichella, á verðlaunapall bæði í Monaco og Kanada, bættist staða þeirra nægilega þannig að Williams er nú komið niðm- í það fjórða og Benetton er nú efsta liðið í „neðri“ deildinni. Ralf ,sem fyrrihluta árs- ins hélt efsta sætinu á eftir McL- aren og Ferrari-ökumönnunum, hef- ur látið það i hendur ítalans hjá Benetton. Jordan hefur einhvern veginn ekki náð sér á strik það sem af er árinu og eru talsvert á eftir hinum tveim en geta liðsins er mun meiri en árangurinn eins og berlega sást í Monaco þar sem Jarno Truili missti af hugsanlegum fyrsta sigri sínum. Frentzen hefur ekki náð að sýna getu sína til fulls því bilanir hafa hrjáð hann og hefur hann að- eins klárað í tvígang. Bæði skiptin í stigum. Williams kom á óvart í upphafi ársins fór Williams vel af stað og kom það flestum á óvart að Ralf Schumacher skyldi hafa komið BMW-vélunum á verðlauna- pall i sinni fyrstu keppni i Formúlu 1 í 18 ár og var áframhald á góðum árangri þeirra. Jenson Button var meira segja svo góður að krækja í þrjú stig sem segir kannski meira um getu bílsins en ökumannsins. Undanfamar þrjár keppnir hafa verið óhagstæðar Williams-liðinu því ekkert stig hefur komiö inn. Ralf hefur verið óheppinn og verið þvingaður út af í öllum keppnunum. Af Irvine á Núrburgring, Hákkinen fór í veg fyrir hann í Monaco og Vil- leneuve ók á hann i Kanada. Willi- ams-menn eru þó vongóðir fyrir keppnina á morgun og segja bílinn henta brautinni vel. Annað er upp á teningnum hjá Benetton og segir Fisichella að bíl þeirra skorti gripið sem er nauðsynlegt á Magny-Cours. Jordan, sem vann franska kappakst- urinn á síðasta ári, vonasf að sjálf- sögðu til að endurtaka leikinn en heppnin þyrfti þá aö vera með þeim annað árið í röð. Væntanleg í úrvalsdeildina Framtíðin er björt fyrir þessi þrjú lið. Benetton hefur nýlega verið keypt af Renauit og flæða nú inn pen- ingar til mannakaupa og búast má við nýjum öku- manni við hlið Fisichella i stað Wurz. Villen- euve hefur verið nefndur til sög- unnar og ekki ólíklegt að hann sé tilbúinn að endumýja kynni sín af Renault- vélunum sem færðu honum heimsmeistara- titilinn árið 1997. Jordan hefur nú gert samning við japanska bíla- framleiðandann Honda um að útvega vélar fyr- ir næstu ár sem þýðir að nú verða þeir með sömu vélar og BAR-liöið. Þessi samn- ingur gefur Jordan nýtt líf og eygir nú mjög bjarta framtíð með Honda sem kemur til með að eyða milljörð- um í þróun á nýrri keppnisvél. Fram- tíð Williams er í höndum BMW sem á undraverðum tíma hefur náð geysi- lega góðum árangri í smíði véla sinna og ljóst að þeir taka mun skemmri tíma í byrjendamistök en Mercedes gerði á sínum tíma. Willi- ams, Jordan og Benetton munu skipa úrvalsdeildina í Formúlu 1 ásamt McLaren og Ferrari. Það eru því spennandi tímar fram undan þar sem baráttan verður ekki lengur á milli tveggja bestu liðanna, heldur þeirra fimm bestu. -ÓSG A ÍÐSTAÐA MÆLINGARMANI Það sem liðið er af þessu tímabili hafa þrír ökumenn verið dæmdir ógildir vegna tæknilegra galla á bílum þeirra. Einnig hafa nokkrarV kærur verið sendar. En hverjir eru þessir löggæslumenn, hvernig vinna þeir og hvaða vald hafa þeir...? Þyngd og stærð Þrír dómarar skipa keppnisstjórn fyrir hverja keppni og eru þeir breytilegir á milli keppnistaða. Tveir sem koma frá óháðu landi eru valdnir af FIA á meðan sá þriðji er valinn af aksturssambandi þess lands sem hýsir keppnina hverju Tækniráðinautur FIA, hefur yfirumsjón með hópi manna sem sér um mælingar. Hann sendir niðurstöður til dómara en hefur sjálfur ekki heimild til^ að beita refsingum. Allir bílarnir 22 eru reglulega mældir til að sjá hvort þeir standist reglur. Alla keppnishelgina eru bílar teknir inn til mælinga af handahófi. FIMMTLIDAGIIRJ}- • -- @Athugað er hvort bílskel standist þær reglur sem settar eru varðandi hæð, breidd, staðsetningar og þykktir. OHugbúnaður stjóm- tölvu og innsigli á tilteknum rafmagnsbúnaði. (^) Notkun á réttum dekkjum I upphafi timabils skila öll liðin inn 10 lítra sýnishorni af eldsneyti sem þau hyggjast notayfir tímabilið.’ Mælingar á eldsneyti tekið á keppnum verður að vera sam- bærilegt því sýnishorni sem lagt var inn. Samanlögð þyngd ökumanns og bíls skal ávallt vera meiri en 600 kg. Aðrir möguleikar? Of mikill hraði á þjónustusvæði í keppni þýðir 10 sekúndur í refsingu. Fyrir hraðabrot á öðrum tímum fá ökumenn að finna fyrir því þar sem þeir eru hvað veikastir fyrir í veskinu. Sektirnar eru ákvarðaðar af hraða og fyrri brotum. Mælingamenn ganga á þjónustuskúra og í hvort bílar standast reglur. Keppnislið geta einnig beðið um allsherjarmælingar á bílum. .............. Bflar eru kallaöir inn i allsherjar- mælingar hvenær sem er á meðan á æfingum og tímatökum stendur. FOSTUDAGUR 'LAUGARDAGUH Á meóan á tímatökum stendur velur tölva af handahófi bíla sem verða kallaðir ínn til ^ þyngdarmælinga. Bílar sem hafa stöðvast úti á keppnisbraut komast ekki undan þessum mælingum. 2000 OP* EFTIFt KEPPNI parc-ferme Allir bflar og ökumenn sem klára keppni eru vigtaðir. Reglulega eru allar mælingar endurteknar. Komi eitthvað í Ijós sem ekki stenst reglur getur viðkomandi verið sviptur úrslitum. ’Keppnislið geta skipt um eldsneyti á tímabilinu eftir að nýtt sýnishorn vefur verið samþykkt af FIA. Si^ Medu rvuL1.00"1* Stv Dari"gthU n» “• fal,0-f.£ lwartT’« Mecíing Atvik og aðgerðir jfjfíLh. Reglubrot á braut eru tilkynnt af 'éS keppnis- 8 * - f^jS^stjóra... ...til dómara seiu geta ákvarðað refsingu í samræmi við brotið. Þessar refsingar geta verið allt frá áminninga og sekta til brottvísunar úr keppni. í einstökum tilfellum er ökumönnum vísað til Alþjóða akstursíþrótta- dómstólsins. @ ® w rr rr rr Dómstóliinn hefur vald til að beita mjög hörðum refsingum og allt að ævilöngu keppnisbanni. Algengustu refsingarnar eru þó að afnema stig eða tímabundinn brottrekstur. raflk © Russell Lewis rfirburðir TsektlÍVal Formúlufréttir visir.is Jordan fær Honda-vélar Honda tilkynnti á flmmtudag að Jor- dan-liðið myndi fá Honda-vélar í bíla sína strax á næsta ári. Honda mun samt halda áfram að sjá BAR-liðinu fyrir vél- um og þróa með þeim nýja grind í bíl þeirra. Jordan mun fá sömu vélar og BAR-liðið. Hákkinen þarf á sigri aö halda Nú þegar tímabilið í Formúlunni er hálfnað og níundi kappaksturinn um helgina í Frakklandi er núverandi heimsmeistari, Mika Hakkinen, í þriðja sæti í keppni ökumanna, 24 stigum á eft- ir aðalkeppinaut sínum, Michael Schumacher. Hákkinen viðurkenndi í gær að staðan liti ekki alltof vel út en bætti við: „Við eigum níu keppnir eftir svo að ég er enn vongóður." Hann sagði þó að með hverri keppni sem hann ynni ekki minnkuðu möguleikar hans um- talsvert. Fyrirliði McLaren, Ron Dennis, lítur öðruvísi á þetta. „Það verður að skoða þetta í samhengi og það er enn langur vegur eftir. Við náðum aðeins Qórum stigum í síðustu keppni en hefð- um getað lent í 16-0 stöðu. Þess í stað náðu þeir 12 stigum á okkur en það hefði getað farið verr.“ Hákkinen þarf nú helst að vinna nokkrar keppnir í röð. Ef hann ynni næstu sex myndi hann ná Schumacher að stigum nái Schumacher öðru sæti í þeim öllum. Mun Franchitti reyna fyrir sér hjá Jagúar? Jagúar ætlar sér að prófa nýjan öku- mann fyrir næsta ár og eitt þeirra nafna sem komið hafa upp í umræðunni er Dario Franchitti. Hann varð annar í CART-keppninni í fyrra með Team Kool Green-liðinu, en samningur hans þar rennur út um áramótin. „Við höfum tal- að við Qölda manns og fengið spennandi tilboð en ekkert er ákveðið enn þá.“ Það hefur lengi verið vitað að Franchitti hef- ur áhuga á að keppa í Fl, alveg siðan hann hóf feril sinn með stuðningi Jackies Stewarts í Formúlu 3. Talsmað- ur Jagúar lét hafa þetta eftir sér: „Prófunin gæti farið fram hvenær sem er en við höfum ekkert ákveðið enn þá. Við höfum ekki endurskoðað ökumanns- val okkar enn og þurfum að skoða alla þætti vel áður en við ákveðum eitt- hvað.“ Ef Franchitti kemur í Formúluna á næsta ári mun slagur hans við Juan Montoya, aðalkeppinaut sinn í CART- kappakstrinum, halda áfram. Montoya vann í fyrra þótt þeir hefðu verið jafnir að stigum þar sem hann hafði sigrað oft- ar. Sauber hefur áhuga á Button Sauber-Petronas hefur sýnt áhuga á að ráða Jenson Button til starfa frá og með næsta tímabili. Auk Sauber-liðsins hafa Jagúar og Jordan skoðað það aö ráða þennan hæflleikaríka, tvítuga ný- liða í Formúlunni. Williams-liðið mun að öllum líkindum ekki endumýja ráðn- ingarsamning hans fyrir næsta ár og taka inn í stað hans Juan Pablo Montoya sem er talinn einn af bestu ökumönnum í heiminum nú. Staða öku- manna hjá Sauber er óviss í augnablik- inu og talað er um að Mika Slao muni ráða sig til Toyota strax á næsta ári, ári áður en samningur hans rennur út. Pedro Diniz hefur gengið illa að undan- fomu og ekki talið líklegt að samningur hans verði endurnýjaður í lok ársins. Irvine hrifinn af Indianapolis Formúluökumennirnir geta varla vatni haldið af hrifningu á nýju braut- inni í Indianapolis og nýjasti ökumaður- inn til að bætast í þann hóp er Eddie Ir- vine. Hann hlakkar mikið til að reyna brautina og segir að Formúluna hafi vantað viðburð sem þann þegar keppt verður í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í áratug. „Ég get varla beðið eftir að keppa í Indianapolis. Ameríka hefur ekki veriö á dagatalinu í næstum áratug og að komast til Indianapolis, heimilis Indy 500, er aldeilis frábært. Ein beygjan notar hluta af sporöskjunni og ég hlakka mest til að reyna við hana, að keyra for- múlubíl á uppsveigðri beygju. Amerík- anar vilja hafa hlutina stærri og það lít- ur út fyrir að þeir vilji hafa þá hraðari líka. Bandaríski kappaksturinn hefur alla burði til að verða skemmtilegasta keppni ársins." Frentzen heimsótti líka nýlega brautina og hann telur að nýtt met í hraða í Formúlunni veröi sett þar. Hann segir einnig möguleika á að taka þar fram úr. Kappaksturinn í Bandaríkj- unum fer fram 14. september nk. Wurz græöir á nýju reglugeröunum Alexander Wurz, ökumaður Benetton-liðsins, mun græða á nýju reglugerðunum sem taka gildi á næsta ári. Breytingamar koma hávöxnum öku- mönnum til góða en Wurz er einmitt há- vaxinn á mælikvarða formúluöku- manna, rúmir 180 sentímetrar á hæð. „Breytingarnar eru ekki miklar en hjálpa mér samt mikið. Það er ekki bara hæðin heldur líka þyngdin sem skiptir máli. Þyngdarmunurinn á mér og Gi- ancarlo skiptir máli þvi að hann nær 3/10 úr sekúndu betri tíma en ég.“ Hvort það hjálpar Wurz að halda sæti sínu verður bara að koma 1 ljós. •■v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.