Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Side 25
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 25 DV Helgarblað Það er ekkert grín að vera svín. Ef mamma leggst ekki ofan á mann og kremur þá gildir bara að vera duglegur að éta og hraustur og stækka hratt. Síðan liggur leiðin í sláturhúsið. Svín eru forvitnar skepnur og sumir telja þau lúmskt gáfuð. fylgjast að gegnum eldið þar til fullri sláturstærð er náð. Margir vita að grísir eru kvikar og háværar skepnur sem lykta fremm' illa að mati mannfólks. í nýja grísahúsinu í Brautarholti er hægt að ganga um í fylgd bænda, skyggnast um sali og stiur í slopp með skóhlífar eins og á sjúkrahúsi, horfast í augu við grísi á ýms- um aldursstigum án þess að finna nokkum tíman hina illræmdu lykt. Hver hópur er einangraður frá hinum gegnum allar deildir. Þeir koma saman inn og fara saman út og komast aldrei í snert- ingu við aðra grísi. „Þetta er gert til að draga úr líkum á smiti. Ef einhver veikindi koma upp er hægt að halda þeim innan tiltölu- lega þröngs hóps. Heilbrigður grís vex hraðar og dafhar betur og heilbrigðið er því lykill að góðum búrekstri," seg- ir Kristinn Gylfi sem segir að hættu- legasti tíminn í lífi gríssins sé rétt eft- ir fæðingu. Þá geta sjúkdómar orðið honum að aldurtila eða móðir hans lagst ofan á hann. Nýfæddur grís er 1,5 kíló en móðir hans ca 250 kg. Heimablandað föður Brautarholtsbændur blanda sjálfir fóðrið i svínin úr ýmsum hráefnum og vítamínum. Röð stúta á gafli grisa- hússins er merkt hverri tegund fyrir sig og dælt beint í síló og tanka og blandað með tölvustýrðum búnaði. Haugar af kökum, brauðum og kruðiríi í gámum vekja athygli en slík- ir afgangar eru keyptir af bakaríum, settir í sérstaka vél sem afhýðir allar umbúðir utan af og siðan malað sam- an í soppu sem fer á matseðil grísanna. Aðeins átta starfsmenn eru við svína- búið í Brautarholti og fimm þeirra vinna í gyltuhúsunum en aðeins þrír sjá um grísina. Góði hirðirinn Er erfitt að fá góða starfsmenn til að vinna á svínabúum? „Við höfum lagt mikla áherslu á að vera með menn sem við getum treyst," segir Ólafur. „Það hefúr gengið harla vel en enn sem komið er tíðkast ekki að þeir séu sérmenntaðir svínahirðar." I Danmörku, sem er fyrirmyndar- land allra svínabænda, eru svínahirð- ar og fóðurmeistarar sérstök sér- menntuð stétt sem geta haft allt að 300 þúsund króna mán- aðarlaun. íslenskir svínabændur hafa alltaf sótt sérþekk- ingu til útlanda og þá sérstaklega Dana og „Kaupverðið er trún- aðarmál að sögn Brautarholtsbrœðra en óhœtt mun að giska á að það liggi á bilinu 8-900 milljónir þar eru Brautarholts- menn engin undan- króna. Fleiri kaupend- ur, þar á meðal ein- hverjir keppinautar Brautarholtsmanna í svínarœkt, sýndu mál- inu talsverðan áhuga. “ tekning en Ólafur lærði sæðingar og bú- stjóm á stóra svína- búi í Danmörku en Bjöm og Jón Bjami lærðu búfræði hér á landi. Þeir bræður telja að íslenskir bún- aðarskólar hafi alls ekki sinnt þörfum svínabænda og kjúklingabænda sem skyldi. „Þessar búgreinar hafa lengi verið skilgreindar sem aukabúgreinar í hefðbundnum landbúnaði en ekki sem stórbúskapur sem þær era löngu orðn- ar.“ Má ég fá meira svínakjöt? Neysla á svínakjöti hefur aukist á íslandi úr um 4 kílóum á mann fyrir 20 árum í um 17 kOó á mann í ár. Þetta er samt minnsta neysla á svínakjöti sem þekkist í Evrópu þar sem Danir era einna fremstir með um 65 kílóa neyslu Björn Jónsson sér um grísaeldið en eldi á ári með á mann árlega. íslenskir kjötframleið- endur hafa fram til þessa lítt þurft að keppa við innflutning en þar gæti orð- ið breyting á. „Við reiknum með því að innflutn- ingur á búvöram eigi eftir að aukast,“ segir Kristinn. „Við viljum vera samkeppnisfærir á jaihréttisgrundvelli og teljum eðliiegt aðelns 3 starfsmenn geta annast 11-12 þúsund grísa tölvum og nýtísku tækjabúnaði. að gera sömu kröfur til innfluttra mat- væla og gerðar era til innlendrar fram- leiðslu. Við búum hér á íslandi við strangar reglur um aðbúnað og fóður og ef verða gerðar svipaðar kröfur tii innflutnings þá er ég óhræddur. Við reiknum með að neysla á svínakjöti eigi enn eftir að aukast." Svar við samþjöppun verslana En er ekki stutt í að stórir framleið- endur eins og þið nái yfirburðastöðu á markaði með svínakjöt? „Við teljum að 30% markaðshlut- deiid sé ekki svo stór að það geti talist yfirburðir. Þegar litið er á þróunina i smásölu á matvörumarkaði þar sem samþjöppun hefur verið grfðarlega mikið undanfarin ár er eðlilegt að framleiðendur reyni að stækka líka til þess að bæta samningsaðstöðu sina. Þetta er mjög eðlilegt," segir Krist- inn. Svínabúum hefur fækkar úr 135 í 40 á sama tíma og neyslan hefúr marg- faldast. Munum við sjá þá þróun að einn tii tveir framleiðendur ráði yfir markaðnum? „Það er afar ólíklegt og reyndar era ákveðin öryggissjónarmið sem gera það ekki fysflegt að reisa gríðarlega stór svínabú." Kristinn Gylfi, Jón faðir hans og Olafur elsti bróðirinn. A veggnum bak við þá sést myndin af Ólafi Bjarnasynl, föður Jóns, sem keypti Brautarholt 1923. Imyndin er dýrmæt ímynd íslensks landbúnaðar hefur ekki alltaf þótt of góð og svínabændur hafa ekki farið var- hluta af því. Stutt er síðan Brautarholts- menn komust í frétt- ir fyrir að dæla svínaskít í sjóinn í óleyfi og fleiri nei- kvæðar fréttir hafa komist á síður blað- anna úr svínarækt. Er þetta áhyggju- efni? „Við viljum hafa góða ímynd og er ákaflega annt mn hana. Þetta sem þú minnist á voru tíma- bundin vandræði sem munu ekki end- urtaka sig. Svína- skítur er verðmætur áburður og sjálfsagt að nýta hann til uppgræðslu. Við reiknum með að geta selt til annara bænda þann lífræna áburð sem við nýt- um ekki sjálfir. Þeg- ar Kjalameshreppur varð hluti af Reykjavík breyttist eftir- lit og varð að ýmsu leyti strangara og við höfúm verið að laga okkur að því.“ í landþrengslum erlendis hefur úr- gangur frá svínabúum verið mikið vandamál, valdið fosfórmengun í grunnvatni og fleira. Er hætta á slíku hér? „Nei, það er af og frá. Landrými hér er nóg og næg tækifæri til að nýta þennan úrgang á jákvæðan hátt án þess að valda vandræðum." En er ímynd íslensks landbúnaðar almennt nógu góð? „Hún er það hvað varðar gæði fram- leiðslunnar en landbúnaðurinn sem at- vinnugrein býr almennt við þær að- stæður að hún virðist ekki ná að laða að sér ungt fólk og það er áhyggjuefni. Það er einna helst í mjólkurfram- leiðslu að menn séu að hugsa um þá stækkun og uppbyggingu sem nútím- inn krefst.“ Sjáum við Brautarholtsbúið og dótt- urfyrirtæki þess fara á markað á næstu áram? „Við rekum þetta í hlutafélagsformi í dag og höfum ekki haft neinar áætl- anir um að fara á markaðinn. Við erum bjarsýnir á framtíð íslenskrar búvöruframleiðslu og svo lengi sem fólk þarf að borða og gerir kröfúr til þeirra matvæla sem það lætur ofan í sig er þörf fyrir öflugan landbúnað.“ -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.