Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 Fréttir x>v 14 manns hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu: Sár á sálinni - yngstu og elstu ökumennirnir algengustu fórnarlömb banaslysa DV-MYND EINAR J. Beltin bjarga Siguröur Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráös, segir aö mikiö vanti upp á að íslendingar noti öryggisbelti sem skyldi. í nýlegri könnun í þorpi á Suöurnesjunum kom í Ijós aö 77 prósent ökumanna nota ekki belti í stuttum feröum. 140 120 100 80 60 40 Samanburöur á tölum yfir notkun bílbelta þeirra er létust í umferðarslysum árin 1998 og 1999. 124 130 Atbýgli er vakin á þvi að þessi tafla sýnir einungismþá sem létust í bifreiöufí ðjgV* < ökumenn eöa fartngál I ( en ekki heildarfjöida látinna f umferöarslvsum þessi ár. 20---------- 21 14 Fjöldi ,___i_ Þéttbýli Dreifbýli ' A__________________Látnir '98 '99 79 82 Þéttbýli Dreifbýli Mikiö slasaöir Á árunum 1991 til 1998 létust að meðaltali 19 manns á hverju ári í umferöarslysum á íslandi. Talan yfir fjölda fórnarlamba banaslysa á þessu ári er orðin ískyggilega há - 14 manns hafa farist í umferð- inni það sem af er árinu. Tölur síðustu tveggja ára eru einnig óvenjuháar en í fyrra létust 21 og 28 fórust árið 1998. Þetta eru svart- ar tölur sem kalla á viðbrögð öku- manna. Umferðaröryggisfulltrúar í öllum landsfjórðungum sendu nýverið frá sér bón til lands- manna í formi fréttatilkynningar þar sem þeir biðja þjóðina um að standa saman og fækka banaslys- um. Bitur reynsla „Það verður banaslys og menn virðast gæta sin í einhvem tíma en svo gleyma menn þessu. Ég hef tek- iö eftir því i vetur hvað menn eru kaldir að taka fram úr á ólíklegustu stöðum. Þótt það sé merkt blindhæð og óbrotin lína láta menn vaða alls staðar," sagði Kristján Kristjánsson, 27 ára gamall atvinnubílstjóri frá Akranesi. Hann veit, af biturri reynslu, hvaöa áhrif banaslys í um- ferðinni geta haft. Kristján var tæp- lega 22 ára gamall þegar hann ók vörubíl sem hann vann á að vetrar- lagi yfir einbreiða brú í Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi. Snjóruðning- ar við brúna ollu því að hann sá ekki einkabíl sem kom úr gagn- stæðri átt fyrr en of seint og lentu þeir saman í gífurlega hörðum árekstri. Kristján slapp tiltölulega ómeiddur en maðurinn í hinum bílnum lést af völdum árekstursins. „Einu sárin sem ég hlaut voru þau sem eru á sálinni," sagði Krist- ján. „Þetta breytti mér alveg voða- lega. Ég leit allt öðrum augum á um- ferðina en ég gerði. Lengi á eftir átti ég mjög erfitt með að keyra yfir ein- breiða brú. Ef ég sá að bíll var að koma upplifði ég slysiö alltaf í hvert skipti. Þetta situr alltaf í mér.“ Það virðist kaldhæðni örlaganna að Kristján var ekki í belti, þar sem hann ók gömlum vörubíl sem ekki bauð upp á bílbelti, en sá sem lést var spenntur í öryggisbelti. Lærði sína lexíu Kristján var ákærður og rúmu ári eftir slysið var hann fundinn sekur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir manndráp af gáleysi og sviptur öku- réttindum. Hann áfrýjaði og Hæsti- réttur sýknaði hann. í framhaldi af því fékk Kristján prófið aftur, sex mánuðum eftir sviptingu. En áður en málið fór fyrir héraðs- dóm sagði Kristján upp vinnunni og fann sér vinnu þar sem hann þurfti ekki að aka neitt á meðan hann var að vinna úr því sem hann kallaði „mestu sálarlegu erfiðleikunum". Tæpum tveimur árum eftir slysið var Kristján samt aftur farinn að vinna sem atvinnubílstjóri, mun varkárari en áður. „Þetta er hlutur sem maður verður að sætta sig við, þetta var slys sem enginn gat stjórn- að. En það kenndi manni vissulega lexíu. Maður lærði að maður á ekk- ert að treysta neinum nema sjálfum sér í umferðinni," sagði Kristján. En umferðarslys taka enn sinn toll af Kristjáni - félagi hans lést nýver- ið er mótorhjól sem hann ók skall á fólksbíl á Akranesi. Engin belti algengasta orsókin Síðastliðin fimm ár hefur einka- bílum á íslandi íjölgað um 30 pró- sent en þrátt fyrir þessa miklu aukningu hefur alvarlegum umferð- arslysum farið fækkandi á milli ára. Samkvæmt upplýsingum Umferöar- ráðs er algengasta orsök banaslysa í umferðinni síðustu tvö árin sú að fólk notar ekki bílbelti. Hraðakstur er næstalgengasta orsökin. Hálka á vegi, áfengisneysla og að kastast út úr bílnum er allt í þriðja sæti yfir algengustu dauðaorsökina í bilslys- um. Eitthvað er um að lögregluemb- ætti landsins skili ekki inn öllum skýrslum um alvarleg umferðarslys og telur Umferðarráð að fjöldi mik- ið slasaðra í umferðinni fram til ársins 1998 hafi verið vanskráður um 15 til 25 prósent. Síðan árið 1998 hafa skýrslurnar borist frá lög- regluembættunum til ríkislögreglu- stjóra í tölvutæku formi, svo tölur Sigrún María Kristinsdóttir blaöamaöur Umferðarráðs yfir alvarleg umferð- arslys eru marktækar núna. Þegar tölur Umferðarráðs eru skoðaðar vekur athygli að tæplega þriðjungur dauðaslysa síðustu ára áttu sér stað í þéttbýli en rúmlega tveir þriðju gerðust á þjóðvegum landsins þar sem hámarkshraði er um og yfir 80 kílómetrar á klukku- stund. Hins vegar skiptast alvarleg umferöarslys nokkuð jafnt á milli dreifbýlis og þéttbýlis, þótt talan sé aðeins hærri fyrir dreifbýli. „Staðreyndin er sú að slysin eru að færast út úr þéttbýlinu og út á landsbyggöina. Þegar slys verður í þéttbýlinu er langalgengast að ekið er á gangandi vegfarendur á götum þar sem hámarkshraði er 60 kiló- metrar á klukkustund eða meiri,“ sagði Sigurður Helgason, upplýs- ingafulltrúi Umferðarráðs. Hann út- skýrði að einn þáttur í því að al- gengara er aö fólk deyr í slysum úti á landi er nálægð björgunarliðs. Þegar fólk slasast alvarlega getur bilið milli lífs og dauða verið min- útuspursmál. í þéttbýli er ekki óal- gengt að einungis örfáar mínútur líði þar til sérhæft fólk er mætt til björgunaraðgerða en úti á landi get- ur biðin verið mun lengri. DVWYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Bitur reynsla Atvinnubílstjórinn Kristján Kristjáns- son frá Akranesi segir að slys sem hann lenti í fyrir fimm árum síöan sitji alltaf í honum. Ökumaöur hins bílsins lést af völdum áverka sem hann hlaut í árekstrinum. Beltin bjarga „Beltanotkun ræður öllu, hún hreinlega ræður því hvort fólk lifir eða deyr. En það liggur alveg ljóst fyrir að það vantar talsvert mikið á að beltanotkun sé næg. Fólk sem er að fara út á þjóðvegi í lengri ferðir spennir gjarnan beltin en þegar fólk er að fara stuttar leiðir innanbæjar, sérstaklega í minni byggðarlögum, þá vantar talsvert mikið á belta- notkunina," sagði Sigurður. Sem dæmi nefndi hann að í þorpi á Suð- umesjunum var beltanotkun nýver- ið könnuð í hádeginu og kom þá í ljós að einungis 23 prósent fólks í bílum notaði bilbelti. „Þannig að 77 prósent eru að brjóta lögin. Þetta segir okkur að ástandið er hreiniega óviðunandi og alvarlegt," sagði Sig- urður. Hann bætti því við að slysin geri ekki boð á undan sér og geti jafnt gerst þegar fólk er bara rétt að skreppa eins og þegar lagt er í lengri ferðalög. „Það liggur alveg ljóst fyrir í könnunum sem gerðar hafa verið að meðalhraði á þjóövegum landsins hefur verið að aukast mjög mikið. Svo mikið að það vekur mikinn ugg meðal þeirra sem eru að vinna að forvömum í umferðarmálum," sagði Sigurður. „Þetta er ákveðið val hjá fólki, ef það vill keyra svona hratt, þá er það að hætta lífí sínu.“ Ein leiðin sem komið hefur til tals hjá Umferðarráði til þess að halda niðri meðalhraða er að lækka há- markshraða á þjóðvegum á veturna. Hert eftirlit er algengasta úrræði lögregluembættanna og sagði Sig- urður að það skili árangri. Yngstu og elstu ökumenmrnir Af fómarlömbum banaslysa í um- ferðinni eru ungir karlmenn á aldr- inum 15 til 24 ára í miklum meiri- hluta. „Það er svolítið erfitt að taka þessa ungu ökumenn út úr af því að stór hluti þeirra notar belti og er góðir ökumenn. Það er í rauninni fólk á öllum aldri sem velur að nota ekki belti,“ sagði Sigurður og bætti því við að þetta háa hlutfall ungra karlmanna mætti frekar rekja til reynsluleysis þeirra sem ökumanna og þeirrar staðreyndar að ungir karlmenn tækju meiri áhættu en annað fólk. Næstalgengasti aldurs- hópurinn í banaslysum í islenskri umferð er fólk eldra en 65 ára. Ástæðan fyrir því er sú að öldruð- um ökumönnum er mikið að fjölga og hefur líf aldraðra breyst mikið síðan fyrir 20 árum síðan. Flestir þjóðfélagsþegnar af báðum kynjum, sem eru fæddir í kringum árið 1930, eru með bílpróf og aka bíl. Meö fjöl- breyttu félagslifi og breyttum áherslum í þjóðfélaginu er þetta fólk meira á feröinni. Sigurður út- skýrði að önnur skýring á hinni háu tölu aldraðra, sem létust í um- ferinni, væri sú aö ungur einstak- lingur sem lendti í hörðum árekstri væri líklegri til þess að lifa hann af en gamall maður, einungis vegna aldurs. -SMK 25 20 15 10 Betti 5 | Ekki belti 9 20 Látiiirlbifreiðum - umferðarslys 1987-1999 Bngöngu tr *eriJ að tala un danartöluf í bifrei Juni en ekki í bðslysum. 12 11 9 14 6 LH ÍJU I I Fjöldi 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 * _________________________________________________________________Heimild: Umfer6arrá6 samkvæmt upplýsingum lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.