Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2000, Blaðsíða 33
41 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað DV-MYNDIR GVA Herra Karl Sigurbjörnsson biskup. „Ég vil ekki kalla þetta samsæri en því er ekki að neita aö margir hafa hopp- aö upp á vagninn og slegist í för meö þeim sem vilja veg trúar og kristni í landinu sem minnstan. Margir hafa notaö þetta tækifæri til að koma höggi á kristni. Margir vilja líka ná sér í athygli og neikvæö umræöa og gagnrýnier oft ágæt leiö til þess“. Kristni og þjóð í þúsund ár - hver gerði hvað? Nú skundar þjóð á Þingvöll og minnist þúsund ára afmælis kristnitöku landsins. Það gekk friðsamlega og þrauta- lítið að koma kristnum sið á í landinu. Saga kristni 1 landinu er saga átaka og kúgunar en einnig saga uppbygging- ar og samstöðu. Lítum á nokkrar persónur og leikendur í þessu átakaverki sem staðið hefur í rúmlega 1000 ár. um mannfjölda. Ef þau 10% sem könnunin segir koma þá verður það stórkostlegt, ef það verða 20 þúsund manns á Þingvöllum þá er það margt. Ég get þó tekið undir með konunni sem sagði við mig austur á Hellu um dag- inn að það væri eins með þessa hátíð og Eurovision. Það segist enginn ætla að horfa en svo horfa allir. Við erum ekki gefin fyrir að skuldbinda okkur fyrir fram en þegar dagurinn rennur upp og sólin skín þá skundum við auðvitað á Þingvöll." Erfitt aö mæla trúna En endurspegla þessar tölur um væntanlega aðsókn að Þing- völlum ekki tölur um kirkjusókn og trúarlíf íslendinga? „Það er ekki hægt að mæla trúarlíf í skoðanakönnunum. Kirkjusókn er kannski hægt að mæla en hún segir ekki allt um trúarlífið. Fjarri því. Besti mæli- kvarðinn á styrk kristninnar í þjóðlífinu eru þau kristnu sið- ferðisviðhorf sem við tileinkum okkur í daglegu lifi og fylgja okk- ur hvert sem við förum.“ Harkalegri viðbrögö en ég bjóst við Það vekur alltaf athygli þegar kirkjunnar menn kveða fast að orði um hluti sem varða þjóðfé- lagsumræðuna. Slíkt tilvik varð í vetur þegar þú ávíttir þjóðina fyrir græðgi og tillitsleysi en það vakti hörð viðbrögð bæði hjá for- sætisráðherra og menntamála- ráðherra sem sagði að prestar ættu að tala um trúmál en ekki stjórnmál. Komu þessi hörðu við- brögð þér á óvart? „Þau voru satt að segja harka- legri en ég átti von á. Vitanlega „Kirkjan má hins vegar aldrei draga taum neinn- ar stjórnmálastefnu eða hugmýndafrœði af póli- tískum toga. Sú kirkja sem giftist tíðarandanum verður fljótt ekkja var eitt sinn sagt og það er í góðu gildi. “ kvað ég fast að orði. En ég var að benda á almenn, mannleg sann- indi. Kirkjan á að láta sig mann- lífið varða. Og allt sem snertir mannlegt samfélag, öll málefni fólksins eru pólitísk. En ekki þar með sagt flokkspólitísk. Sú pré- dikun sem hljómar í kirkjunni verður að skírskota til daglegs lífs og vera í þeim heimi sem fólk lifir í - boðun fagnaðarer- indisins inn í aðstæður daglegs lífs. Kirkjan má hins vegar aldrei draga taum neinnar stjórnmála- stefnu eða hugmyndafræði af pólitískum toga. Sú kirkja sem giftist tíðarandanum verður fljótt ekkja var eitt sinn sagt og það er í góðu gildi. Ég var að leggja út af orðum frelsarans sem brýna þaö fyrir okkur að það stoðar manninn litt að eign- ast öll heimsins auðæfi ef hann fyrirgerir sálu sinni. Orð mín voru ekki meint sem dómur yfir stjórnvöldum á ís- landi enda bera þau ekki ábyrgö á syndinni í heiminum. Við hvert og eitt okkar verðum að takast á við afl syndarinnar í lífi okkar sem einstaklingar og sem samfélag. Hamla gegn græðgi og hvers konar synd, en elska hið góða og greiða þvi veg.“ ÍÞÚSUNDÁR Friörekur biskup Kom til íslands með Þorvaldi víð- fórla. Öflugur trúboði sem sprengdi stein á Giljá í Húnaþingi með bæna- lestri og yfirsöng en á steininum höfðu heiðnir heimamenn mikla trú. Hann hjálpaði og heimamönnum að vinna á berkserkjum með vígðum eldi. Þorvaldur Koðránsson víöförli Flutti Friðrek til fslands og beitti sér þannig fyrir framgangi kristni á landinu. MikiII vígamaður og garpur og drap tvo menn fyrir að yrkja níð um samband sitt við Friðrek biskup. Þangbrandur biskup Erlendur trúboði sem vann ötullega að útbreiðslu fagnaðarerindis á ís- landi meðal heiðingja studdur af Síðu- Halli höfðingja. Hann ferðaðist um landið og skírði fjölda manns. Kunni vel að beita vopnum og vó nokkra menn vegna níðs sem um hann var kveðið. Hjalti Skeggjason Einn þeirra sem Þangbrandur skirði. Hann barðist við heiðna menn með þeirra eigin vopnum þeg- ar hann orti níð um goðin á Alþingi og var dæmdur sekur fjörbaugsmað- ur fyrir. Gissur hvíti Sigldi til íslands með Hjalta Skeggjasyni og flutti hingað kirkju- við fyrir Ólaf Tryggvason Noregs- konung. Fór fyrir kristnum mönnum á Alþingi þegar tekist var á um siða- skiptin árið 1000. Þorgeir Ljósvetningagoði Fékk það erfiða verkefni að höggva á hnútinn þegar kristnir menn og heiðnir höfðu sagt sig úr lögum hvorir við aðra á þingi og stóðu vopnaðir flokkar beggja and- spænis hvor öðrum. Þorgeir var þá ekki skírður. Hann lagðist niður og „breiddi feld á höfuð sér og lá allan daginn og um nóttina og annan daginn til jafn- lengdar". Það varð niðurstaða Þorgeirs að allir landsmenn skyldu skírast til kristni og hafa einn guð. „Ef vér slít- um lögin þá slítum vér friðinn.“ Hin fomu lög sem bönnuðu hrossakjötsát og leyfðu útburð bama skyldu þó haldast og heimilt mönn- um að blóta á laun en varðaði fjör- baugsgarð ef kæmi vottum við. ísleifur Gissurarson Fyrsti íslenski biskupinn, vígður í Brimum 1056. Hann gerði Skálholt að biskupsstóli en Hólastóll var settur á stofn 1106. Biskupsstólamir voru miðstöð menntunar og menningar í landinu alit til loka 18. aldar. Jón Arason Síðasti kaþólski biskupinn á ís- landi en árið 1540 var lúterskur siður lögleiddur á íslandi, klaustur lögð niður og eigur biskupsstóla gerðar upptækar. Jón biskup og synir hans voru hálshöggnir í Skálholti 7. nóv- ember 1550 og markar sá atburður endalok kaþólsku á íslandi. Oddur Gottskálksson Þýddi Nýja testamentið á íslensku árið 1540 og átti þannig rikan þátt í að breiða út lúterskan sið á íslandi. Guðbrandur Þorláksson biskup Gaf út Guðbrandsbiblíu 1584 og sálmabók 1589. Þessi rit hleyptu af stað trúarlegri og menningarlegri vakningu meðal þjóðarinnar. Jón Steingrimsson Stundum kallaður eldklerkur en hann þjónaði á Kirkjubæjarklaustri þegar Skaftáreldar komu upp í lok 18. aldar þegar náttúruhamfarir og harðindi gengu mjög nærri íslensku þjóðinni og hugmyndir um að flytja hana í einu lagi suður á heiðar Jót- lands komu upp. Margir trúa því að Jón hafi stöðvað hraunflóð í Skaftá við Klaustur með fyrirbænum. Ebeneser Henderson Skoskur prestur sem stofnaði Hið íslenska biblíufélag 1815 sem hafði mikil áhrif. 1847 var síðan Presta- skólinn stofnaður en hann var und- anfari Háskóla íslands. Friðrik Friðriksson Stofnaði Kristilegt félag ungra manna um aldamótin og skömmu síðar Kristilegt félag ungra kvenna. Starfsemi þessara félaga auk marg- víslegrar annarrar félagsstarfsemi sem séra Friðrik beitti sér fyrir hafði víðtæk áhrif í samfélaginu bæði í trúarlegum og félagslegum skilningi og gætir þess enn í dag. -PÁÁ -PÁA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.